Morgunblaðið - 21.04.2001, Side 30
ELDRI feður eru mun líklegri en
yngri feður til að eignast börn með
geðklofa, að því er niðurstöður
nýrrar rannsóknar benda til. Eru
geðsjúkdómar þá einnig komnir á
listann yfir sjúkdóma er taldir eru
tengjast hærri aldri föður.
Fyrri rannsóknir hafa bent til
að börn eldri feðra eigi á hættu að
fá tilteknar gerðir krabbameins
og hafa fæðingargalla, en þetta er
fyrsta rannsóknin sem sýnir fram
á tengsl við geðsjúkdóm, að sögn
dr. Dolores Malaspina, við Col-
umbia-háskóla og Ríkisgeðsjúkra-
húsið í New York. Í rannsókninni
voru menn sem eignuðust börn
þegar þeir voru á aldrinum 45 til
49 ára tvisvar sinnum líklegri en
menn sem voru yngri en 25 ára til
að eignast börn með geðklofa.
Menn eldri en fimmtugt voru þre-
falt líklegri. Rannsökuð voru gögn
yfir 87.907 manns. Birtast nið-
urstöðurnar í aprílhefti Archives
of General Psychiatry. „Ég held
að rannsóknin sé einungis topp-
urinn á ísjakanum,“ sagði dr. Sus-
an Harlap, sem tók þátt í gerð
rannsóknarinnar. „Það virðist
vera að koma í ljós að sæði föð-
urins skiptir alveg jafn miklu máli
og egg móðurinnar.“ Eftir því sem
menn eldast halda sæðisfrumur
þeirra áfram að fjölga sér með
skiptingu. Í hvert sinn sem það
gerist er lítilsháttar hætta á erfða-
galla. Um það leyti sem maður
verður tvítugur hafa sæðisfrumur
hans skipt sér um 200 sinnum, og
um fertugt hafa þær skipt sér um
660 sinnum.
Um það bil eitt prósent mann-
kyns er haldið geðklofa. Talið er
að orsakir sjúkdómsins séu sam-
spil erfðaþátta og umhverfisþátta.
Aldur föður tengdur
líkum á geðklofa
Associated Press
Aldur foreldra skiptir máli á fleiri sviðum en talið hefur verið.
Chicago. AP.
TENGLAR
.....................................................
Archives of General Psychiatry:
pubs.ama-assn.org
Bandaríska geðheilbrigðisstofnunin:
www.nimh.gov
30 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Spurning: Það virðist sem
krabbamein hafi aukist mikið, er
það ekki rétt? Er rannsakað af
hverju fólk fær krabbamein –
vitað er að reykingar valda
lungnakrabba, en hvað með öll
hin tilfellin? Mig undrar að í
flestum snyrtivörum eins og and-
lits- og húðkremum eru krabba-
meinsvaldandi leysiefni eins og
ísopropyl- og propylalkohól. Eiga
þessi efni ekki ansi greiðan að-
gang inn í líkamann og væri ekki
rétt að banna þau í þess konar
vörum?
Svar: Jú, það er rétt að krabba-
meinstilfellum hefur farið fjölg-
andi undanfarna áratugi og kem-
ur þar margt til. Á
Norðurlöndum hefur verið reikn-
að út að búast megi við 37%
fjölgun nýrra krabbameinstilfella
og 32% aukningu í dánartíðni af
völdum krabbameins fram til
ársins 2010. Hér er átt við allar
tegundir krabbameins samanlagt
en sumum tegundum fjölgar
mikið en aðrar minna, aðrar
standa í stað eða hefur farið
fækkandi undanfarna áratugi.
Ef litið er til áranna 1960 til
2000 varð mest fjölgun hér á
landi á krabbameini í blöðruháls-
kirtli, lungum, húð, eitlum og
þvagblöðru hjá karlmönnum en í
brjóstum, lungum, húð og eitlum
hjá konum. Á sama tíma varð all-
nokkur fækkun á tilfellum með
magakrabbamein hjá báðum
kynjum og leghálskrabbamein
hjá konum en ýmsar aðrar
krabbameinstegundir stóðu
nokkurn veginn í stað og má þar
nefna heilaæxli og skjaldkirtils-
krabbamein sem dæmi.
Heildarfjölgun krabbameins-
tilfella stafar að talsverðu leyti
af hækkandi meðalaldri þjóð-
arinnar vegna þess að líkurnar á
að fá krabbamein aukast með
hækkandi aldri. Þessi hækkandi
meðalaldur skýrir þó ekki nema
sumt, hann skýrir ekki hvers
vegna sumum krabbameinum
fækkar og hann dugir ekki til að
skýra fjölgun krabbameinstilfella
í brjóstum og blöðruhálskirtli.
Við vitum að bæði erfðir og um-
hverfisþættir eins og reykingar
hafa veruleg áhrif og þó að
margt sé þekkt er í mörgum til-
fellum einfaldlega ekki vitað af
hverju breytingarnar stafa.
Ýmislegt er verið að gera til
að vinna gegn þessari þróun
þannig að spáin fram til 2010
sem nefnd var í upphafi kemur
vonandi ekki til með að standast.
Mikilvægasti þátturinn í öllu for-
varnastarfi er aukin fræðsla; það
þarf að fræða almenning um
mikilvægi hollra lifnaðarhátta
eins og hollrar fæðu, hæfilegrar
líkamsþjálfunar og þátttöku í
reglulegri krabbameinsleit og
einnig um skaðsemi reykinga,
óhóflegrar útfjólublárrar geisl-
unar (sól og ljósabekkir) og of-
neyslu áfengis.
Sumar veirusýkingar (lifr-
arbólga, alnæmi og fleira) auka
hættu á krabbameini og nú þeg-
ar er farið að bólusetja fyrir
sumum þessara sjúkdóma og
slíkum bólusetningum mun fara
fjölgandi á komandi árum. Einn-
ig þarf stöðugt að viðhalda
reglum (lög og reglugerðir) sem
banna eða takmarka notkun
krabbameinsvaldandi efna í um-
hverfi okkar (í lofti, vatni og
fæðu) og sjá til þess að farið sé
eftir þeim.
Eins og áður var nefnt verður
krabbamein til vegna samspils
erfða og umhverfisþátta. Miklar
vonir eru bundnar við rannsóknir
í erfðatækni sem geta í vaxandi
mæli hjálpað okkur að finna þá
sem eru í hættu að fá krabba-
mein, þannig að þeir geti forðast
vissa umhverfisþætti og gengist
undir reglulegt eftirlit þannig að
greina megi sjúkdóminn á byrj-
unarstigi ef hann kemur upp.
Einnig er rétt að geta þess að
mjög miklar framfarir hafa orðið
í krabbameinslækningum á und-
anförnum árum og allt bendir til
að sú framþróun haldi áfram
með auknum hraða.
Að lokum skal tekið fram að
alkohólin sem bréfritari nefnir
eru ekki talin krabbameinsvaldar
og ekki er þörf á að banna notk-
un þeirra í snyrtivörum.
Fer krabbameinstilfellum fjölgandi?
MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA
Erfðir
og umhverfi
Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn-
inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið
er á móti spurningum á virkum dögum milli
klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum
eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax
5691222. Einnig geta lesendur sent fyrir-
spurnir sínar með tölvupósti á netfang
Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hot-
mail.com.
Læknisfræði
Krabbameinstilfellum
fer fjölgandi
Lyf
Nýjar upplýsingar
um virkni aspríns
Börn
Misvísandi upplýsingar
um gosið
Lýðheilsa
Boð og bönn duga
skammtHEILSA
FÓLK sem er að reyna að lækka
í sér blóðþrýstinginn ætti ef til
vill að athuga hversu mikil meng-
un er í loftinu sem það andar að
sér, auk þess að hafa auga með
því hversu mikið salt það borðar,
að því er þýskir vísindamenn
segja.
Við rannsókn á 2.600 fullorðn-
um kom í ljós að blóðþrýstingur
hækkaði eftir því sem loftmengun
var meiri. Mengun kann að valda
breytingum í þeim hluta tauga-
kerfisins sem stjórnar blóðþrýst-
ingi sem myndi enn fremur þýða
að hún auki hættuna á hjarta-
áfalli og öðrum hjarta- og æða-
kvillum, að sögn Angelu Ibald-
Mulli og samstarfsfólks hennar
við GSF-umhverfis- og heilsu-
verndarmiðstöðina í Neuherberg
í Þýskalandi. Eru niðurstöðurnar
birtar í aprílhefti American
Journal of Public Health.
Mældur var blóðþrýstingur í
fólki á aldrinum 25 – 64 ára í
tengslum við magn loftmengunar
í Suður-Þýskalandi á tveim tíma-
bilum, 1984-85 og 1987-88. Einnig
voru nokkur sýni tekin í janúar
1985 þegar loftmengun í Mið-
Evrópu var sérstaklega mikil og
leiddi til mikillar fjölgunar
sjúkrahússinnlagna vegna hjarta-
kvilla.
Ibald-Mulli segir að loftmeng-
un geti haft áhrif á hitastig, loft-
þrýsting og rakastig, sem geti
haft áhrif á blóðþrýsting. Þessar
niðurstöður eru í samræmi við
niðurstöður nýlegrar rannsóknar
er gerð var í 20 stærstu borgum
Bandaríkjanna, þar sem fundust
tengsl á milli dauðsfalla og meng-
unar frá bílum og iðnaði.
Annar hópur vísindamanna
hefur áætlað að loftmengun
kunni að vera ástæða um fimm af
hundraði sjúkrahússinnlagna
vegna hjartasjúkdóma. Ekki er
fyllilega ljóst hvernig mengun
hefur eitrunaráhrif í fólki en sér-
fræðingar telja að mengandi efni
valdi bólgum í lungum eða valdi
því að í líkamanum myndist efni
sem hafi áhrif á starfsemi hjart-
ans. Enn er óljóst hvernig ná-
kvæmlega mengun getur valdið
hækkun blóðþrýstings.
Tengsl loftmengunar
og blóðþrýstings
New York. Reuters.
Associated Press
Í vinnunni í Mexikó-borg.