Morgunblaðið - 21.04.2001, Page 33

Morgunblaðið - 21.04.2001, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 33 Af hverju byggjast tölvur upp á 1 og 0? SVAR: Aðalástæðan fyrir því að tölvur byggjast upp á tvíundarkerfinu er tæknileg. Í mjög einfölduðu máli er það vegna þess að auðvelt er að greina á milli þess hvort það sé straumur í straumrásum tölvunnar (táknað 1) eða enginn straumur (táknað 0). Ef framleiða ætti tölvu sem ynni jafneðlilega í tugakerfinu þyrfti að greina milli 10 mismunandi styrkleika straums. Þannig væri tölustafurinn 0 enginn straumur, stafurinn 1 væri örlítill straumur, 2 væri aðeins meiri straumur og svo framvegis. Mun meiri hætta væri á að gögn í tölvunni skemmdust með þessari aðferð. Lítið má út af bregða til að eitt gildi breytist í annað með svipaðan straumstyrkleika (eða sömu spennu), til dæmis 4 yfir í 5, eða 8 yfir í 7. Við treystum því yfirleitt að tölvur geri ekki mistök í útreikningum og að gögn sem sett hafa verið inn breytist ekki „af sjálfu sér“. Það er því mjög mikilvægt að grunnvinnsla tölvunnar sé traust og að sem minnst hætta sé á að villur komi þar upp. Sumar af fyrstu tölvunum sem smíðaðar voru unnu með tugatölur, og var tölvan ENIAC ein þeirra. Einnig smíðuðu Rússar tölvur sem byggðust á þríundarkerfinu, en það hefur þrjár stöður, 0, 1 og 2. Það gerir mörgum erfitt fyrir að skilja grunnvirkni tölva að þeir halda að tölurnar 0 og 1 spili aðal- hlutverkið í tölvunum. En tölurnar 0 og 1 skipta engu máli. Aðalatriðið er að tölvan vinnur með tvær stöður. Við getum táknað þessar tvær stöð- ur hvernig sem við viljum. Við gæt- um til dæmis notað „.“ (punkt) í stað- inn fyrir 0 og „-“ (strik) í staðinn fyrir 1. Þá væri bitarunan „0010“ skrifuð „..-.“. Við gætum líka táknað þetta „stutt-stutt-langt-stutt“. En er þetta þá ekki Morse-kóði? Morse-kóði notar líka tvær stöður, stutt hljóðmerki og langt hljóð- merki. Ástæðan fyrir því er ná- kvæmlega sú sama og í tölvunum, það er að minnka hættu á villum. Ef Morse-kóðinn notaði í staðinn marg- ar mismunandi lengdir á hljóð- merkin, til dæmis „stutt merki“, „að- eins lengra merki“, „heldur lengra merki“, og svo framvegis þá væru mun meiri líkur á villum í send- ingum. Þessar tvær stöður, hvort sem er í tölvum eða Morse-sendingum, hafa enga merkingu í sjálfu sér, heldur er þeim raðað upp í mynstur og gefin merking eftir fyrirfram skil- greindum reglum. Til dæmis er ákveðið í Morse-kóðanum að bók- stafurinn „L“ sé táknaður með „.-..“. Við gætum líka skrifað þetta „0100“ eða „enginn straumur, straumur, enginn straumur, enginn straumur“. Morse-kóðinn er mjög einfaldur kóði og segir aðeins hvernig á að tákna ensku hástafina (A, B, C, ...), tölustafina (0, 1, ..., 9) og nokkur sér- tákn (punktur, komma, spurn- ingamerki og svo framvegis). Tölvur vinna með mun fjölbreyttari hluti og eru notaðir margir mismunandi kóð- ar til að tákna gögnin. Sem dæmi má nefna að 8 bita runan „01001100“ táknar bókstafinn „L“ samkvæmt ASCII-kóðanum (sem heitir reyndar fullu nafni ISO 8859-1) sem er nú notaður í öllum tölvum fyrir bókstafi og önnur tákn. Bitarunur eru líka notaðar til að tákna skipanir fyrir tölvuna, til dæmis táknar 16 bita runan „0000001111011010“ skipun í PC- tölvum til að leggja saman gildin í gistunum BX og DX og setja nið- urstöðuna í gistið BX. Athugið að einnig væri hægt að túlka síðustu 8 bitana í rununni, „11011010“, sem bókstafinn „Ú“ samkvæmt ASCII- kóðanum. Það fer því algerlega eftir því hvernig ákveðið er að bitarnir séu túlkaðir hvaða merkingu þeir hafa fyrir tölvuna. Sumar bitarunur eru túlkaðar sem tölur, aðrar sem bók- stafir og enn aðrar sem myndir eða hljóð. Bitarunur eru þar að auki not- aðar til að tákna forritin sem tölvan framkvæmir. Tölvur vinna því ekki „bara“ með 0 og 1! Hjálmtýr Hafsteinsson, dósent í tölvunarfræði við HÍ. Eru apakettir og lemúrar sama dýrið? SVAR: Allir svokallaðir apar og hálfapar tilheyra ættbálki prímata, í honum eru alls 233 tegundir af 13 ættum. Minnsta tegund prímata er lem- úrategundin Pygmy mouse lemur sem er aðeins 30 grömm að þyngd. Górillur eru langstærstu prímat- arnir og getur fullvaxið karldýr orð- ið um 200 kg að þyngd. Innan ættbálks prímata eru meðal annars nokkrar ættir frumstæðra apa sem kallast hálfapar. Nokkrir líffræðilegir þættir greina hálfapa frá „hefðbundnum“ öpum og má helst nefna nokkra þætti í æxlun þeirra. Hjá öpum er ekki neinn til- tekinn tími ársins sem kvendýrin eru frjó heldur ganga þau í gegnum tíðahring að meðaltali einu sinni í mánuði (líkt og hjá mannfólkinu). Þessi tími er þó breytilegur eftir tegundum. Hálfapar eins og lemúrar og nokkrar aðrar ættir hafa hins vegar ákveðinn fengitíma einu sinni á ári. Fleiri þættir í líffræði hálfapa benda til þess að þeir hafi komið mun fyrr fram á sjónarsviðið en aðr- ir apar. Meðal annars er heili þeirra og sjónskyn ekki eins þróað og hjá öpum en þefskynið er mun betra. Vísindamenn telja að fyrstu lem- úrarnir hafi komið fram fyrir um 57 miljónum ára; löngu áður en apar komu fram. Ættin Lemuridae (lemúrar) er eins og áður segir ein af ættum svo- kallaðra hálfapa. Aðrar ættir eru meðal annars Indriidae og Daubent- oniidae en innan þeirra eru smá- vaxnar tegundir sem finnast í regn- skógum Madagaskar. Einnig má nefna ættina Lorisidae en tegundir innan hennar finnast meðal annars í Afríku og á Sri Lanka. Til lemúra- ættarinnar teljast 9 tegundir og sú kunnasta er Lemur catta sem býr á Madagaskar. Samkvæmt „Íslenskri orðabók“ í ritstjórn Árna Böðvarssonar merkir nafnorðið apaköttur einfaldlega „api“ en vísar ekki endilega til lem- úra eða annarra hálfapa. Sennilega vísar nafnorðið apaköttur þó frekar til smávaxinna tegunda apa, hvort sem um er að ræða hálfapa eða apa. Aðrar skýringar á apaketti eru með- al annars „hermikráka“ eða „flón“. Jón Már Halldórsson líffræðingur. Hversu mikils virði er ein íslensk króna í dag miðað við eina krónu árið 1935? SVAR: Erfitt er að fá einhlítan mæli- kvarða á breytingu verðlags, sér- staklega yfir svo langt tímabil. Skýr- ingarnar eru margar og ein er sú að vörur og þjónusta og neysla manna hafa breyst mjög á þessum tíma. Engu að síður má reyna að meta slíkar verðbreytingar með ýmiss konar verðvísitölum. Hér verður stuðst við svokallaða vísitölu neyslu- verðs án húsnæðis, sem Hagstofa Ís- lands reiknar út. Frá því í október árið 1935 og til febrúar árið 2001 margfaldaðist sú vísitala með 20.451. Samkvæmt því var hægt að kaupa fyrir eina krónu undir lok tímabils- ins 0,005% af því sem hægt var að kaupa fyrir krónu í upphafi tímabils- ins. Rétt er þó að hafa í huga að árið 1981 voru tvö núll tekin af krónunni; með öðrum orðum skiptu menn á 100 gömlum krónum fyrir hverja eina nýja. Ef við tökum tillit til þess fæst að fyrir hverja (nýja) krónu í febrúar árið 2001 er hægt að kaupa 0,5% af því sem fékkst fyrir (gamla) krónu í október árið 1935. Þetta samsvarar um 16,4% verðbólgu að meðaltali á ári. Þessi vísitala hefur verið reiknuð út frá árinu 1914. Frá því í júlí árið 1914 og til febrúar 2001 hefur vísital- an margfaldast með 39.062. Fyrir eina (nýja) krónu í febrúar 2001 er því hægt að kaupa 0,26% af því sem fékkst fyrir eina (gamla) krónu árið 1914. Þessu má líka snúa við og segja að 390 (nýjar) krónur þurfi í febrúar árið 2001 til að kaupa jafn- mikið og fékkst fyrir eina (gamla) krónu í júlí árið 1914. Ef ekki hefðu verið klippt tvö núll aftan af krón- unni hefði þurft 39.062 krónur. Þetta samsvarar um 13% verðbólgu að meðaltali á ári. Þótt vísitalan gefi þetta svar er þó sem fyrr segir rétt að hafa í huga að verðlagsvísitölur eru ónákvæm tæki. Vöruúrvalið árið 1914 var auðvitað allt annað en 2001. Allar heimsins krónur hefðu ekki dugað til að kaupa einn farsíma árið 1914! Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við HÍ. Vísindavefur Háskóla Íslands Af hverju byggjast tölvur upp á 1 og 0? Undanfarið hafa meðal annars birst svör á Vísindavefnum um orðatiltæki, páska gyðinga og kristinna, lit á eggjaskurn, leyndardóma Snæfellsjök- uls, öryggisnefndir, sorpflokkun, hljóðkerfisbreytingu, fyrstu mál- fræðiritgerðina, Þórsnesþing á Snæfellsnesi, Suður-Afríku, íslensk- ar mállýskur, íslensk fyrirtæki, nýyrðasmíð, málvernd, fall þjóðveldisins, auglýsingar lækna og tannlækna, liti norðurljósa, logratöflur og svefn fiska. VÍSINDI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.