Morgunblaðið - 21.04.2001, Side 39

Morgunblaðið - 21.04.2001, Side 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 39 ÓHÆTT er að óska okkur neytendum á Ís- landi og þar með Neyt- endasamtökunum inni- lega til hamingju með áfangasigurinn. Mikil rannsókn er að baki og nú er komin fram nið- urstaða Samkeppnis- stofnunar á stöðu fyrir- tækja á ávaxta- og grænmetismarkaðinum og bendir allt til að ólög- leg hringamyndun hafi náð að þróast. Furðu- legt er, að uppákoma sem þessi skuli hafa getað þróast, þrátt fyrir mjög opið hagkerfi og mikið upplýsingastreymi í samfélag- inu. Einkennilegt er að lesa þær sér- kennilegu bókanir sem spretta fram úr minnispunktum og fleiri gögnum. Forráðamenn hittast á skuggsælum stöðum í Öskjuhlíðinni og brugga þar ráð sem eru gjörsamlega úr takt við eðlilega viðskiptahætti. Markaðinum er skipt, rétt eins og áhrifasvæði Mafíunnar. Það vantar bara hótanirn- ar, morðin og byssurnar til að gera samlíkinguna fullkomna. En það vekur furðu margra að yf- irmaður allra þessara grænmetis- mála, sjálfur landbúnaðarráðherra landsins, virðist koma af fjöllum: Hef- ur hann látið hafa eftir sér úr ræðu- stól á Alþingi Íslendinga, að það hafi verið svo mikið að gera í gin- og klaufaveikinni í ráðuneytinu að þeir kæmust ekki yfir verkefnin! Hefur þó þessi grafalvarlegi sjúkdómur ekki stungið sér niður á Íslandi í háa herr- ans tíð enda hafa menn verið mjög á varðbergi gagnvart honum. Halda mætti að landbúnaðarráðherrann hafi verið að koma úr geimferð, hann virðist svo gjörsamlega vera úti á þekju í þessum markaðsmálum hollra og eftirsóknarverðra matvæla. Sennilega fer mjög illa á því, að fagráðuneyti sé í höndum stjórnmála- manna sem hafa bein tengsl við hags- munaaðila. Engum myndi t.d. detta í hug að í stól dómsmálaráðherra gæti setið maður sem væri náskyldur eða nátengdur bófafélagi. Allavega væri slíkt mjög óeðlilegt. Eða að maður sem tengdist t.d. útgerð væri jafn- framt í stól sjávarútvegsráðherra. Þó hefur slíkt gerst og er ekki til fyr- irmyndar vegna mjög mikillar hættu á hags- munaárekstrum. Við gætum hugsað okkur byggingabraskara sem jafnframt er mikilsverð persóna í stjórnkerfinu. Þessi aðili væri eðlilega vanhæfur til að fara með mál eða að taka ákvörðun í máli þar sem t.d. útboð á verktaka- sviði er og fyrirtæki hans tengdist að ein- hverju leyti þeim mál- um. Landbúnaðarmálin væru eðlilega best kom- in í höndunum á þeim stjórnmála- mönnum sem lítil sem engin hags- munatengsl hafa á þessu sviði. Stjórn landsmála og ekki síst landbúnaðar- mála verður að vera óháð sem kostur er. Lengi verður það í minnum haft þegar stjórnmálamaður einn austur í sveitum, Ingólfur Jónsson að nafni, kenndur við Hellu, með mjög mikil tengsl við landbúnaðinn gerðist ráð- herra þessa málaflokks fyrir nokkr- um áratugum. Með fyrirmynd erlend- is frá var komið á niðurgreiðslukerfi sem varð eitt af umdeildustu verkum Ingólfs og ákvörðunin var að koma á fót þessu sjálfvirka niðurgreiðslukerfi sem í raun hafði þá þýðingu, að bænd- ur hófu mjög fljótlega offramleiðslu á vissum afurðum. Og alltaf jókst nið- urgreiðslan á afurðunum og ekki nóg með það, heldur jók þetta enn á vand- ann. Smám saman misstu menn tök á þessu kerfi, það var farið að stjórna sér sjálft á eigin forsendum því aldrei mátti skera á meinið þó svo það væri flestum augljóst! Því miður vildu margir stjórnmálamenn nánast allra stjórnmálaflokka ekki átta sig á skyn- samlegustu og einföldustu leiðinni: að afnema niðurgreiðslur og láta mark- aðinn sjá um að stýra verðmyndun með eðlilegu framboði og eftirspurn. Fyrir þeim var eðlilegra að láta eins og þeir kæmu af fjöllum og létu hafa eftir sér: við skiljum bara ekkert í þessu. Og niðurgreiðslurnar voru enn auknar, skattheimta var stórlega hert og meira að segja var farið að ausa stórfé úr ríkissjóði til að borga kostn- aðinn við að flytja þessar offram- leiddu afurðir til útlanda. Með því átti að reyna að losa innanlandsmarkað- inn við þessi ósköp. En útlendi mark- aðurinn leit varla við þessu þó á gjafa- prís væri. Þetta gerðist um svipaðar mundir og síldin hvarf og ekki var þetta fjárútstreymi úr sameiginleg- um sjóði landsmanna til að minnka þann mikla vanda sem þá blasti við efnahagsstjórnun landsins. Var þetta tímabil ekki síðar nefnt áratugur hinna glötuðu tækifæra? Auðvitað var þetta mjög mikið gagnrýnt, bæði af neytendum og Neytendasamtökunum, stjórnmála- mönnum bæði þáverandi stjórnarlið- um sem stjórnarandstæðingum, at- vinnurekendum og verkalýðs- mönnum. Meira að segja einn fjölmiðill verður til úr öllum þessum politísku mótsögnum og ritstjóri hans, Jónas Kristjánsson, varð brátt einn höfuðandstæðingur „landbúnað- armafíunnar“, eins og hann nefndi oft andstæðinga sína. Jónas er einn skemmtilegasti ritstjórinn í íslensku blaðaflórunni á síðari hluta 20. aldar, opnaði fjölmiðlunina upp á gátt og innleiddi margar nýjungar. Og nú um þessar mundir keppist hver á fætur öðrum við að spyrja hvað varð af öllum gróða grænmetisgreif- anna? Bændur sem framleiðendur eru eðlilega ekki svo lítið undrandi en svo virðist sem þeir hafi notið einskis af hagræðingu fyrirtækjanna þriggja sem fólst í því, að hámarka gróða- myndun í rekstrinum. Hvar liggur svo allur gróðinn sem rakað hefur verið saman? Er hann bundinn í verð- bréfum innanlands eða erlendis? Kannski í fasteignum? Jörðum? Ekki hefur þó gróðinn horfið sporlaust? Kannski verið keypt fyrir hann gull og fjársjóðurinn grafinn og falinn ein- hvers staðar í Öskjuhlíðinni? Sem öskureiður neytandi vil eg þó taka fram, að ekki er eg á móti því, að hugmyndaríkir viðskiptamenn græði og raki saman fé, sé það þá gert á réttum forsendum, lög og réttur landsins virtur og að neytendum sé ekki misboðið. En það sem e.t.v. mestu máli skipt- ir: Hafa verið framin hegningarlaga- brot þar sem blekkingum og ólögleg- um samanteknum ráðum hefur verið beitt gagnvart þjóðinni? Ekki eru undur að margur spyrji: er meira af skemmdu mjöli í poka- horninu? Kannski fleiri æsilegra frétta sé að vænta úr þessum viðsjárverða und- irheimi grænmetis og ávaxta. Til hamingju: Neytendur á Íslandi vinna sigur! Guðjón Jensson Neytendamál Furðulegt er að uppákoma sem þessi skuli hafa getað þróast, segir Guðjón Jensson, þrátt fyrir mjög opið hagkerfi. Höfundur er bókfræðingur og leiðsögumaður. DAGANA 23. til 26. apríl gefst nemendum 10. bekkja tækifæri á að þreyta samræmd lokapróf í fjórum námsgreinum eftir áratugsskyldunám. Samkvæmt nýjum reglum er þátttaka í þessum prófum frjáls, þ.e. þótt nám í grunn- skóla sé enn skylda er ekki lengur skylda að þreyta prófin. Tilgangur sam- ræmdra prófa er að veita nemendum og forsjáraðilum þeirra upplýsingar um náms- árangur og námsstöðu þeirra, vera viðmið fyrir inntöku á mismunandi námsbrautir framhaldsskóla, at- huga hvort námsmarkmiðum aðal- námskrár í viðkomandi námsgrein hafi verið náð og loks að veita upp- lýsingar um hvernig skólar standa í þeim námsgreinum sem prófað er úr, miðað við aðra skóla landsins. Uppgjör eftir tíu ára skólagöngu Þannig má segja að samræmd próf séu liður í uppgjöri á árangri náms eftir tíu ára grunnskólanám. En hvenær lýkur þessari tíu ára grunnskólagöngu? Henni lýkur ekki þegar síðustu prófúrlausn er skilað um hádegi 26. apríl nk. Uppgjöri á námsárangri er ekki heldur lokið. Hvað hefur ungling- urinn þá afrekað þennan dag? Vissulega hafa flest þessi 4.500 ungmenni lagt hart að sér vik- urnar og mánuðina á undan við próflestur og ýmsa aðra undirbún- ingsvinnu fyrir próftöku og sann- arlega er ástæða til þess eftir þessa miklu vinnulotu, að komast út í vorið, anda að sér fersku lofti og jafnvel að komast í eitthvert allt annað umhverfi til að rétta sig af á sál og líkama. En er ástæða til fagnaðar? Hverju væri þá verið að fagna? Að yfirvöld menntamála skyldu veita okkur þetta ein- staka tækifæri til að sýna getu okkar og þekkingu? Að hafa fengið tækifæri til þátttöku í könnun sem veitir upplýsing- ar um hvernig skólinn okkar stendur sig miðað við aðra skóla landsins? Réttmætar upplýs- ingar um árangur Samræmd próf eru einn af mörgum mik- ilvægum þáttum sem gefa okkur upplýsingar um frammistöðu í námi og eftir að próftökuskylda breyttist í próftökurétt tel ég að þyngja ætti þessi próf til muna og gera þau mun meira greinandi en raun ber vitni. En fráleitt er að líta svo á að þau séu eini mæli- kvarðinn sem máli skiptir. Ein- kunnir sem einungis byggðust á úrlausnum skriflegra prófa í ís- lensku, ensku, dönsku og stærð- fræði á vordögum síðasta skólaárs- ins eftir tíu ára skyldunám væru sannarlega ekki réttmætar upplýs- ingar einar saman um árangur skólagöngunnar. Markmið í lögum og námskrám eru skýr staðfesting á því. Eftir að prófum lýkur bíða kennaranna vandasöm verkefni við úrvinnslu ýmissa upplýsinga sem þeir safna saman um frammistöðu nemenda sinna, þekkingu, færni, samskiptahæfileika, viðhorf og síð- ast en ekki síst leikni í meðferð og úrvinnslu upplýsinga, nýtingu þeirra og framsetningu. Við mat á árangri og frammistöðu koma nemendur ekki síður til álita sjálf- ir, þ.e. framkoma þeirra, ábyrgð, siðferðiskennd, námsáhugi, sam- skiptafærni og viðhorf. Ef til vill mætti líta á framkomu unglings að loknum samræmdum prófum sem þokkalegan prófstein í þessum efn- um. Ég hvet foreldra og forráða- menn unglinga sem ljúka prófum nú í vor til að ræða þessi atriði við börn sín og íhuga með þeim þá mynd sem þau hyggjast gefa um- hverfinu af sjálfum sér að loknum prófunum 26. apríl. Vænta má að hún verði einnig lögð á vogarskál- ar með einum eða öðrum hætti, eins og árangur á skriflegu prófi. Hvað er lagt á vogarskálarnar? Meyvant Þórólfsson Höfundur er kennsluráðgjafi hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Lokapróf Samræmd próf eru einn af mörgum mikilvægum þáttum, segir Meyvant Þórólfsson, sem gefa okkur upplýsingar um frammistöðu í námi. EFTIRFARANDI grein er skrif- uð af starfsmanni á sambýli fyrir fólk með einhverfu og gæti átt við ein- stakling sem býr þar. Hafa ber þó í huga að þessi einstaklingur er aðeins hugarburður höfundar. Ég bý á sambýli fyrir fólk með ein- hverfu. Fyrir þá sem ekki vita er ein- hverfa fötlun sem oftast er hægt að greina um eins árs aldur. Ég sem einstaklingur með einhverfu hef mikla þörf fyrir reglusemi til að líða sem best. Ég vakna á morgnana, fer í sturtu, borða morgunmat, bursta tennur, fer á vinnustofuna og vinn þar eftir vissum reglum í sérstöku umhverfi, fer heim, fæ síðdegiskaffi, stunda tómstundir, borða kvöldmat, horfi á sjónvarpið, fer jafnvel í heita pottinn, fæ te, bursta tennur og fer að sofa. Svona er það alla daga, með smáfrávikum þó. Ég er mjög smá- munasamur á ýmsa hluti. Til dæmis raða ég alltaf þeim hlutum sem ég er með í herberginu mínu á sama hátt, það má ekki vera blettur á fötunum mínum og það má ekki gera of miklar kröfur til mín, þar sem ég er oft lengi að skilja hvað fólk er að reyna að segja mér að gera. Þessi reglusemi er mér nauðsynleg til að ég haldi jafnvægi og ef þessi dagskipan fer mikið forgörðum er hætta á að mér líði mjög illa og ég fari í „kast“. Í þessum köst- um á ég til að ráðast á annað fólk, slá það og jafnvel bíta. Stundum hendi ég húsgögnum til og frá. Einnig lem ég sjálfan mig í höfuðið, bít mig eða lem hausnum á mér í gólf eða vegg. Eins og gefur að skilja er ég hættulegur bæði sjálfum mér og öðrum þegar þetta gerist. En vegna fötlunar minnar ræð ég ekki við mig, það má ekki halda að ég geri þetta vegna þess að mér líki ekki vel við þá sem verða fyrir biti eða höggum. Ég einfaldlega skil ekki þær aðstæður sem ég er í, og þá líður mér mjög illa, eða eitthvað annað veldur þessari líðan, til dæmis að það vanti einhvern hlut í herbergið mitt sem er vanur að vera þar. Eitt sem er mér mjög nauðsynlegt er að umgangast fólk sem þekkir mig, þarfir mín- ar og getu. Til þess að það sé mögulegt er nauðsynlegt að starfs- menn, sem sjá um sambýlið sem ég bý á, starfi þar í einhvern tíma. En eins og ástandið er í dag haldast þeir ekki lengi vegna mjög svo slæmra launa. Ég veit ekki nákvæma tölu á starfsmannahaldi á síðastliðnum ár- um en á síðasta ári hættu nánast allir gömlu starfsmennirnir og nýir voru ráðnir í staðinn. Uppsögn nær allra starfsmannanna var vegna þess að enginn getur lifað á þeim launum sem í boði voru. 70, 80, 90 þúsund fengu þeir, eftir aldri og starfs- reynslu. Vegna allra þessara manna- breytinga og þess að illa gengur að ráða í lausar stöður leið mér mjög illa og ástandið var hrikalegt og er. Ég tek oftar fyrrgreind köst en ég er vanur að gera. Það er ekki vegna þess að mér líki eitthvað illa við nýju starfsmennina en þeir gera allt aðrar kröfur til mín, sú rútína sem ég þarf riðlast og bara vegna þess að nýja starfsfólkið þekkir mig ekki nógu vel. Og þar sem svo margir hætta eftir stuttan tíma ná fáir að kynnast mér nógu vel til að réttar kröfur séu til mín gerðar og að ástandið verði í jafnvægi. Ég skora því á samninga- nefnd ríkisins og annarra aðila sem sjá um launahald starfsmanna á sambýlinu mínu að semja um mann- sæmandi laun þeim til halda. Með því að hækka launin nógu mikið til að gefa starfi stuðningsfulltrúa sam- býla þannig meira aðdráttarafl hjálpa þeir mér meira en nokkurn getur grunað. Ég hef þann rétt, þótt fatlaður sé, að ríkið búi svo um hnút- ana að mér líði ekki alltaf illa og ég sé hættulegur mér og umhverfi mínu (Tekið er fram að þótt hinn fatlaði einstaklingur í greininni að framan sé aðeins hugarburður höfundar á þetta sér allt stoð í raunveruleikan- um. Og þetta er aðeins dæmi um það ástand sem getur myndast vegna illra mannaðra sambýla og stöðugra mannabreytinga. Ástandið getur orðið miklu verra). Vegna lágra launa bít ég Friðrik Atlason Sambýli Gefið starfi stuðnings- fulltrúa sambýla, segir Friðrik Atlason, meira aðdráttarafl. Höfundur er starfsmaður á sambýli í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.