Morgunblaðið - 21.04.2001, Side 40
UMRÆÐAN
40 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SÍÐUSTU þrjú árin í
barnaskóla eða allt frá
8. bekk hafa unglingar
sem nú eru að ljúka 10.
bekk verið hræddir
með nokkru sem maður
hefði haldið að aðeins
lítil börn myndu hræð-
ast, sjálfri Grýlu. En
hún Grýla er sko ekki
dauð, nei hún er sprell-
lifandi og birtist sem
holdgervingur sam-
ræmdu prófanna og
hún kemur og étur öll
óþekku börnin sem
læra ekki heima. Ung-
lingarnir fá þau skila-
boð að ef þeir læra ekki
falli þeir og eigi sér ekki viðreisnar
von framar. En ef þeir komast í
gegnum prófin þá séu þeim allir veg-
ir færir! Því miður nota kennarar
þessi próf óspart sem agatæki svo í
augum unglinga er fátt jafnhræði-
legt og samræmdu prófin.
Spennufallið eftir að hafa lokið
þessu ferli er því mikið eins og gefur
að skilja og unglingar hafa miklar og
stórar hugmyndir um það hvernig
má fagna og hvernig á að fagna! ,,Nú
er Grýla dauð og við því orðin full-
orðin og getum skemmt okkur eins
og fullorðnir, ekki satt? Síðustu ár
hafa unglingar sem betur fer í aukn-
um mæli áttað sig á því að þessi til-
finningaþrungni dagur er ekki rétti
tíminn í slíka tilraunastarfsemi.
Deginum er betur varið í eitthvað
annað.
En hvað er skemmtilegt að gera
þegar maður kemur uppgefinn en
samt fullur spennu út úr síðasta
prófinu? Skapast hefur sú hefð í
mörgum skólum að nemendur fari í
ferðalag með kennurum sínum,
starfsmönnum félagsmiðstöðvarinn-
ar í hverfinu og í sumum tilfellum
foreldrum strax að loknum sam-
ræmdum prófum. Í flestum skólum
er um að ræða samstarfsverkefni
foreldrafélags, skóla, félagsmið-
stöðvar og unglinganna sjálfra.
Ferðirnar eru til þess gerðar að ung-
lingarnir geti skemmt sér saman og
fengið útrás eftir lesturinn með úti-
vist og fjölbreyttri dagskrá. Það eru
þó ekki allir sem komast í slíkar ferð-
ir og þá kemur til kasta foreldranna
að hlúa að börnum sínum þennan
dag, skilja að þörfin fyrir útrás er
mikil og sjá til þess að þessi dagur
geti orðið besti dagur ársins fyrir
alla.
Foreldrar vinna mikið í íslensku
samfélagi. Tímaskorturinn getur af
sér minni samskipti foreldra og
barna. Samskiptaleysið getur af sér
fáfræði barnanna um hættur heims-
ins. Það er mikilvægt fyrir foreldra
að hlusta á börn sín, trúa þeim og
geta sett sig í þeirra spor. Varast
þarf ofverndun ekki síður en hunds-
un, setja skýrar reglur og hafa hug-
rekki til að standa við þær. Getum
við ekki staldrað aðeins við og látið
okkur líða vel saman? Er ekki kom-
inn tími til að taka sér frí í vinnunni
og skella sér í skemmtiferð eða gera
sér glaðan dag með barni sínu sem
er án efa í ,,þokkalegu“ áfalli að vera
loksins laust við ,,Grýluna“.
Guðrún Arna
Gylfadóttir
Höfundar eru verkefnisstjórar
hjá Íþrótta- og tómstundaráði
Reykjavíkur.
Próf
Það er mikilvægt fyrir
foreldra, segja Guðrún
Arna Gylfadóttir og
Sigrún Sveinbjörns-
dóttir, að hlusta á börn
sín, trúa þeim og geta
sett sig í þeirra spor.
ÉG SKRIFAÐI á
dögunum greinarkorn
í Mbl. til þess að lýsa
andúð, og þó kannski
fremur tortryggni,
gagnvart því ráðslagi
meirihluta bæjar-
stjórnar Hafnarfjarð-
ar að bjóða út
kennsluþátt í almenn-
um grunnskóla. Þar
vitnaði ég í grein eftir
Þröst Harðarson og
lét orð falla í þá átt að
mér virtist Þröstur
bæði vilja brjóta niður
kjarasamning kennara
og breyta grunnskól-
anum sumarlangt í
dagvist barna.
Í grein Þrastar, sem ég vitnaði
til, las ég eftirfarandi: „Hefur
BSRB kannað hvaða aðstæður hafa
skapast, t.d. fyrir einstæða for-
eldra, þegar kennsla liggur niðri í
þrjá mánuði á ári? ... Af hverju í
ósköpunum hefur BSRB sem hags-
munasamtökum launafólks aldrei
dottið í hug að benda á þann mikla
kostnaðarauka sem fjölskyldur
verða fyrir vegna þessa langa hlés?
Almennir launþegar fá að jafnaði 24
daga í sumarfrí á ári og samanlagt
ná hjón ekki þremur mánuðum þótt
þau fari aldrei saman í frí.“ Í til-
vitnuðum orðum fékk ég ekki betur
séð en að Þröstur væri þess fremur
hvetjandi að nemendur væru í dag-
vistun í þrjá mánuði yfir sumarið.
Ég lét þess að vísu getið að mér
þætti grein Þrastar fremur torskil-
in og er það líklega síst ofmælt því í
grein í Mbl. 6. apríl segir Þröstur
að hann hafi engan áhuga á þvílíkri
dagvist. Hann virðist því fremur
vera því fylgjandi að draga úr
kostnaði fjölskyldna með því að
fjölga enn kennsludögum.
Hvað þetta atriði varðar hef ég
því misskilið Þröst Harðarson og
þykir mér það leitt. Hitt er svo ann-
að mál, eins og allir sem komið hafa
nálægt kennslumálum vita, að fjölg-
un kennsludaga ein og sér er engin
töfralausn í þeirri samkeppni við
aðrar þjóðir sem
Þresti og fleirum verð-
ur svo tíðrætt um.
Í fyrri grein Þrastar
upplýsti hann að í
Lækjarskóla í Hafnar-
firði vantaði allt að
þrem stundum viku-
lega hjá yngstu börn-
unum uppá að
kennsluskyldu þeirra
væri fullnægt. Með
þessu væru börnin
svikin um 18 kennslu-
daga á ári sem væri
brot á grunnskólalög-
um.
Um þessa óhæfu
segir Þröstur, og
óhæfa er þetta vissulega,: „Þetta er
eitt dæmið um hvernig skólastarf
hefur verið rígbundið við kjara-
samning kennara. Nýr kjarasamn-
ingur kemur ekki til móts við þessa
þörf.“ „Þessi þörf“ er væntanlega
þörf á því að fá bætta umrædda 18
kennsludaga á ári og því fæ ég ekki
betur séð en að Þröstur vilji breyta
kjarasamningum kennara til að
bæta börnum og foreldrum þennan
missi. Hafi ég í þessu efni einnig
misskilið Þröst bið ég aftur forláts.
Landbúnaður
og skólaár
Þröstur vitnar í Jón Ársæl Þórð-
arson um að lengd skólaárs á Ís-
landi miðist við sauðburð og réttir.
Þegar ég var sjálf í skóla hófst
kennsla á haustin 1. október og var
lokið, að mig minnir, snemma í maí.
Á þeim tíma gátu tilvitnuð orð átt
sér einhverja stoð þótt þetta langa
frí nemenda væri raunar einnig til
þess haft að kennarar ættu þess
nokkurn kost að bæta sér upp sult-
arlaun vetrarins. Samkvæmt
grunnskólalögum og nýgerðum
kjarasamningum hefst skóli nú 15.
ágúst og lýkur 15 júní að vori. Mér
sýnist að til þess að kennarar geti
sinnt nauðsynlegri og umsaminni
endurmenntun megi skólahlé tæp-
ast styttra vera. Vilji þeir Þröstur
og Jón Ársæll halda kenningu sinni
til streitu mætti ætla að sauðfé
landsmanna væri tekið að haga lífi
sínu eftir kjarasamningum kenn-
ara, svo líklegt sem það nú er.
Þröstur kemst að þeirri niður-
stöðu að ég sé „í hópi þeirra sem
kyrja sönginn um að foreldrar
nenni ekki að passa börnin sín og
skólarnir séu geymslustaðir fyrir
lata foreldra“. Á löngum kennslu-
ferli hef ég vissulega kynnst for-
eldrum og nemendum af margvís-
legasta tagi en ég veit ekki til þess
að ég hafi nokkru sinni haft uppi
stuðning við kjánalegar alhæfingar
í þessa veru.
Þröstur dregur einnig þá ályktun
að áhyggjur af því hvað lítið var og
er gert fyrir nemendur með góða
námshæfileika hafi ég „sennilega“
aldrei haft. Að vísu get ég ekki séð
rökin fyrir þessari ályktun enda er
hún út í hött. Þeir sem tekið hafa
þátt í samningaviðræðum um kjör
kennara þekkja þá baráttu sem þar
fer fram um bættan hag nemenda;
um aukna stuðningskennslu, um
nemendafjölda í bekkjum, um svig-
rúm til þess að mæta þörfum nem-
enda og um fjölmargt fleira sem
oftar en ekki snýst ekki bara um
kjör kennara heldur ekki síður um
aðstæður nemenda því það tvennt
fer raunar oftast saman. Þótt treg-
lega hafi oft miðað við að þoka fram
þessum málum er ótrúleg einföld-
un, og ekki laus við illgirni að halda
því fram að samningamenn hafi
„sennilega“ aldrei haft áhuga á því
sem ekki náðist fram.
Nú hefur það gerst að tilboð hef-
ur borist um að reka Áslandsskóla
fyrir tæpar 400.000 krónur á nem-
anda. Verði sú niðurstaðan að tilboð
þetta sé einmitt það sem Hafnar-
fjarðarbær hefur vænst er tæpast
ástæða til annars en að óska við-
komandi til lukku. Ég hef hinsveg-
ar af því áhyggjur að ýmsir þeir
sem vilja „nútímavæða grunnskól-
ann“ séu á undarlegri braut; að þeir
haldi að hinn almáttugi markaður
muni skapa okkur forskot í sam-
keppninni við aðrar þjóðir. Hvað
þýðir það að nútímavæða skóla?
Mér býður í grun að með þessu eigi
ýmsir við kennsluaðferðir, aðrir
markmið kennslunnar og enn aðrir
skilji þetta sem svo að átt sé við
bæði þessi atriði og ef til vill fleiri.
Skóli er í eðli sínu íhaldssöm stofn-
un; við ætlumst ekki einvörðungu
til þess af honum að hann vinni sig-
ur á fjarlægum þjóðum í keppni um
hæfni nemenda til þess að höndla
framtíðina. Við gerum líka kröfur
til þess að hann treysti tengsl okk-
ar við fortíðina og á þeim vettvangi
eru keppinautar margir áleitnir.
Í þeirri glímu þarf skólinn hjálp
foreldra; hjálp samfélagsins, aðstoð
allra þeirra sem telja sig geta rönd
við reist.
Ég ætlaði þessa grein ekki til
þess að skattyrðast við Þröst Harð-
arson heldur aðeins leiðrétta ákveð-
inn misskilning. Ég er á þeirri
skoðun að sú leið sem Hafnarfjarð-
arbær hefur ákveðið að fara sé röng
leið og ekki til eftirbreytni. Ég ætl-
ast hinsvegar til þess að Þröstur
virði mér skoðanafestuna til vor-
kunnar án þess að gera mér upp
skoðanir og afstöðu sem enginn fót-
ur er fyrir.
Ef ágreiningur um einkavæð-
ingu, einkaframkvæmd, útboð, upp-
boð, nútímavæðingu og aðra þvílíka
orðaleppa verður til þess að mynda
gjá milli kennara og foreldra er
verr farið en heima setið. Þröstur
mun sitja í foreldraráði Hafnar-
fjarðar og því efa ég ekki að hann
vilji leggja skólamálum þar á bæ lið
af fremsta megni. Ég get hinsvegar
ekki varist því að mér finnst að í
grein Þrastar kenni tortryggni,
jafnvel óvildar, í garð kennara.
Það sem öllu máli skiptir, nú sem
endranær, er að foreldrar og kenn-
arar vinni heilshugar saman að
framförum barnanna, hvaða skoð-
anir sem þeir kunna að hafa að öðru
leyti.
Enn um einkaframkvæmd
Sigríður
Jóhannesdóttir
Höfundur er alþingismaður
Samfylkingar í Reykjaneskjördæmi.
Kennsluútboð
Ég hef af því áhyggjur,
segir Sigríður Jóhann-
esdóttir, að ýmsir þeir
sem vilja „nútímavæða
grunnskólann“ séu á
undarlegri braut.
Sigrún
Sveinbjörnsdóttir
Sérhver dagur
er besti dagur
ársins …
Í LANDI eins og Ís-
landi þar sem engan
þarf að skorta neitt, all-
ir hafa til hnífs og
skeiðar, hafa í sig og á,
mætti við fyrstu sýn
ætla að landið væri
laust við allsslags vár. Í
flestum tilvikum er það
rétt, hér er til dæmis
ekki stríð, það eru ekki
alvarlegir faraldrar
sjúkdóma, hér er engin
hungursneyð og svona
mætti lengi telja. Við
vitum þó að í landinu
okkar er að finna aðrar
hættur, misalvarlegar
að sjálfsögðu en hættur
engu að síður. Ein þeirra, sú sem
margir eru hvað hræddastir við, er
eiturlyfin, ólöglegu fíkniefnin lífs-
hættulegu.
Öllum finnst sjálfsagt í landinu
góða að geta valið á milli ódýrra bíla
og þeirra sem kosta mikið, milli gulr-
ar mjólkur og þeirrar bláu, milli þess
að búa úti á landi og í Reykjavík. Þar
sem þetta val er fyrir hendi ætti fólk
ennfremur að geta valið á milli þess
að neyta fíkniefna og neyta þeirra
ekki, eða hvað? Flest erum við sam-
mála um að best væri að hafa ekki
um þessi fíkniefni að velja en raunin
er önnur, a.m.k. á meðan fangar í
fangelsum þjóðarinnar skipuleggja
stór misferli með ólöglegan varning.
Því þarf að sporna gegn og til þess
eru margar lausnir. Mest áberandi
nú um stundir eru „plakataherferð-
ir“ eins og ég kýs að kalla þær, það
eru heimsóknir í skóla þar sem nem-
endum er sagt frá, af fullhraustum,
að sjá, fyrrverandi fíklum, hvernig
það var að vera í ræsinu. Einhverjir
halda fundi og ráð-
stefnur þar sem rædd-
ar eru kannanir sem
enn aðrir gerðu í sömu
skólum og ég nefndi áð-
an. Það nýjasta er að
olíufélag ver hluta af
gróða sínum af dýra
bensíninu sem ein-
hverjir geta valið, í að
fá trúbador, á aldur við
tólf mílna landhelgina,
til að herja á landann.
Margt gott er hægt að
segja um þessar að-
ferðir, og það er líka
hægt að segja margt
miður um þær. Þannig
er það nú með flestar
aðferðir, á þeim eru bæði góðar og
vondar hliðar, bara mismargar.
Í baráttunni við fíkniefnadjöfulinn
hefur sumsé fæti verið drepið niður
víða. Á Ísafirði hefur þessi sami bar-
áttufótur stigið niður á góða lausn að
mínu mati. Á sumardaginn fyrsta í
fyrra hófst starfsemi Gamla apó-
teksins á Ísafirði. Kaffi- og menning-
arhús fyrir fólk á framhaldsskóla-
aldrinum, að sjálfsögðu vímulaust,
laust við áfengið, við reyk og við allar
ofskynjanir, nema ef vera skyldi af
gleði. Gamla apótekið er sá staður
hér á norðanverðum Vestfjörðum
sem veitir unga fólkinu þetta val sem
ég kom að áðan. Það er nefnilega
sannfæring mín að besta forvörnin
sé að möguleikarnir séu fyrir hendi.
Unglingar á mínum aldri þurfa að
hanga mikið, það þarf að spjalla,
segja sögur og horfa á sjónvarpið. Til
þess að það sé hægt með heilbrigð-
um hætti er Gamla apótekið frábær
nýjung í flóruna hér fyrir vestan.
Lausnin er heilbrigð afþreying, ekki
endilega nógu flott og dýr litprentuð
plaköt eða bæklingar heldur sam-
keppnishæf afþreying við fíkniefnin,
við óæskilega félagsskapinn og við
myrkrið úti á torgum bæjanna. Öll
afþreying fellur undir þetta, það
sveitarfélag sem státar af íþrótta-
félögum, tónlistarskólum, skáta-
starfi og svo framvegis er vel í stakk
búið til að demba sér í baráttuna við
eina stærstu vá þjóðarinnar. En
staðreyndin er sú að unglingar vilja
ekki bara alltaf vera að æfa, í úti-
legum eða glamra á píanóið, þau
þurfa að hanga og gera ekki neitt og
eins ótrúlega og það kann að hljóma
þá er gott að hafa til þess stað, og
helst hafa félagana með. Gamla apó-
tekinu er ætlað að vera sá staður.
En fyrir þá sem vilja hafa alltaf
nóg fyrir stafni þá er það líka hægt í
Gamla apótekinu því á þessu ári sem
húsið hefur starfað hefur verið stofn-
uð útvarpsstöð og ýmsir klúbbar
hafa hreiðrað um sig. Það er nóg
pláss fyrir alla.
Þegar öllu var hrint af stað fyrir
ári var það Aldís okkar Sigurðar-
dóttir sem tók stjórnina í sínar hend-
ur. Nú ári síðar er hún flogin suður
aftur og Sigríður Schram tekin við.
Takk, Aldís, og gangi þér vel, Sirrý.
Til hamingju, Gamla apótek, með af-
mælið. Til hamingju, Sigga og Sossa,
Hlynur og Ólafur, með framtakið, til
hamingju, við öll, með fyrsta árið.
Að hafa val
Greipur
Gíslason
Höfundur er menntaskólanemi á
Ísafirði.
Nýjung
Gamla apótekið, segir
Greipur Gíslason, er
frábær nýjung í flóruna
hér fyrir vestan.