Morgunblaðið - 21.04.2001, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 21.04.2001, Qupperneq 42
SKOÐUN 42 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í KJÖLFAR flugslyssins í Skerja- firði hafa aðstandendur þeirra sem þar fórust lagt áherslu á að allir þættir öryggismála verði teknir til skoðunar. Því verði að skoða ábyrgð og verk flugslysanefndar, flugmála- stjórnar, viðkomandi flugfélags og svo þeirra, sem sjá um viðhald þessa hluta flugflota Íslendinga. Þessi mál snúa að öryggi allra Íslendinga sem þurfa á þessari þjónustu að halda. Í þessari grein er ljósi beint að við- haldsþætti smærri flugvéla íslenska flugvélaflotans og bent á nokkrar augljósar og alvarlegar brotalamir. Hvernig getur það samrýmst öryggi borgara þessa lands að viðhaldsaðili flugvéla sé á launum sem tækni- stjóri, með þeirri ábyrgð sem því fylgir, hjá flugfélaginu sem rekur flugvélarnar sem hann á að veita hlutlausa viðhaldsþjónustu. Sýnt er fram á að eitt helsta viðhaldsverk- stæði íslenska flugvélaflotans hefur augljóslega enga burði til að rækja það hlutverk svo fullnægjandi sé. Engu að síður gerir Flugmálastjórn engar athugasemdir. Viðhald flugvéla og bifreiða Fátt skiptir meira máli í rekstri flugvéla en viðhald. Gott ástand og fyrsta flokks viðhald flugvéla eru hornsteinar flugöryggis. Gildir þar einu hvort um er að ræða nýja flug- vél eða gamla, stóra eða litla, einka- vél eða atvinnutæki. Flestir þekkja til árvissrar skoð- unar heimilisbílsins. Þá skoða starfs- menn einhverrar skoðunarstöðvar bílinn hátt og lágt, veita honum fulla skoðun sé allt í lagi, gera athuga- semdir ef eitthvað er ekki eins og það á að vera og banna notkun ef ást- and bílsins er óviðunandi. Stundum segir fólk að það hafi „reddað“ bíln- um í gegnum skoðun eða þá að hon- um hafi verið „gefin“ skoðun. Í sjálfu sér er skoðun og viðhald flugvéla ekkert flóknara fyrirbæri en skoðun og viðhald bíla, þ.e.a.s. þegar menn vita hvað þeir eru að gera og hafa tamið sér vönduð vinnubrögð. Það er hins vegar með öllu óviðunandi þeg- ar þeir, sem viðhalda flugvélum, temja sér verstu vinnubrögð slaks bílaverkstæðis. Druslunni er hægt að ýta út í kant þegar hún bilar, en fljúgandi flugvél ekki. Með um 65 flugvélar Flugvélaverkstæði Guðjóns V. Sigurgeirssonar (hér eftir verkstæði Guðjóns) hefur hlotið viðurkenningu Flugmálastjórnar á að verkstæðið uppfylli samevrópskan staðal (JAR 145), en slíkt samþykki er nauðsyn- legt til að geta sinnt viðhaldi flugvéla í atvinnurekstri. Þannig skal verk- stæði Guðjóns uppfylla ströngustu skilyrði t.d. um vönduð vinnubrögð, aðstöðu og faglega menntaða starfs- menn. Þá skal einnig halda ná- kvæma skrá yfir viðhald og útskriftir flugvéla og eiga flugmenn jafnt sem farþegar að geta treyst því að það viðhald sem kvittað hefur verið fyrir hafi verið framkvæmt og að skoðun og viðgerð sé ekki bara stimpill í bók. Ávallt verður fjöldi verkefna hjá JAR 145-verkstæði að vera í sam- ræmi við aðstöðu og fjölda starfs- manna og halda skal áætlun þar að lútandi þannig að samviskusamlega sé hægt að sinna þeim verkefnum sem fyrirhuguð eru. Slíka skrá skal uppfæra reglulega. Verkstæði Guðjóns er í svokölluðu sjóskýli í fjöruborði Skerjafjarðar, rétt vestan Nauthólsvíkur við vin- sæla gönguleið borgarbúa. Verk- stæði Guðjóns hefur um langt árabil séð um skoðanir og viðhald stórs hluta íslenska flugvélaflotans. Í dag viðheldur verkstæði Guðjóns u.þ.b. 65 flugvélum, þar af eru 27 eins- hreyfils atvinnuflugvélar og 10 tveggjahreyfla atvinnuflugvélar. Í tvöföldu hlutverki Verkstæði Guðjóns sér til dæmis um viðhald fyrir Flugskóla Íslands, en samkvæmt loftfaraskrá Flug- málastjórnar dagsettri 26. júlí 2000 (nokkrum dögum fyrir brotlendingu TF-GTI) var skólinn með 20 flugvél- ar í rekstri, þar af eina tveggja- hreyfla. Guðjón er tæknistjóri skól- ans. Verkstæði Guðjóns sinnir viðhaldi fyrir LÍO ehf. (Ísleif Otte- sen), en félagið var þá með 5 flug- vélar, þar af voru fjórar tveggja- hreyfla. Guðjón er einnig tæknistjóri LÍO ehf. Verkstæði Guðjóns sinnir líka viðhaldi fyrir Flugfélag Vest- mannaeyja og er Guðjón einnig skráður tæknistjóri þess flugfélags. Þá sinnir verkstæði Guðjóns viðhaldi fyrir ýmsa aðra flugrekendur. Til að fá útgefið lofthæfisskírteini þarf að framkvæma svokallaða árs- skoðun á flugvél. Þessi skoðun fer fram árlega ef viðhalda á lofthæfi flugvélar. Þegar flugvélinni hefur verið flogið 50 flugstundir kemur að svokallaðri 50 tíma skoðun og að öðr- um 50 flugstundum liðnum er komið að 100 tíma skoðun og svo koll af kolli. 100 tíma skoðun er ekki frá- brugðin ársskoðun að umfangi. Til viðbótar þessum reglubundu skoðun- um kemur vinna við viðgerðir vegna bilana, svo og endurnýjun t.d. hreyfla og loftskrúfa, en slíkir hlutir hafa takmarkaðan gangtíma. Verkefni í hrönnum Flugvélar Flugskóla Íslands hafa flogið a.m.k. 10.000 flugstundir á ári. Verkstæði Guðjóns þarf því að fram- kvæma nærri fjórar skoðanir í viku hverri bara vegna umsvifa þess flug- skóla. Ætla má að ársskoðun einshreyfils flugvélar taki 50 vinnustundir (klst.), 100 tíma skoðun taki 40 klst. og 50 tíma skoðun 5 klst. Sé um að ræða flugvél með tvo hreyfla og uppdrag- anleg hjól má ætla allt upp í 100 vinnustundir vegna ársskoðunar, 70 klst. vegna 100 tíma skoðunar og 8 klst. vegna 50 tíma skoðunar. Ætla má að viðhald flugvéla Flugskóla Ís- lands taki allt að 6.000 vinnustundir á ári fyrir utan viðgerðir vegna bilana milli skoðana, eða um 115 klst. á viku og a.m.k. tvær flugvélar Flugskóla Íslands séu í viðhaldsaðstöðu verk- stæðis Guðjóns á degi hverju allt árið um kring. Þetta er fyrir utan flug- vélar, sem eru í ársskoðun, flugvélar annarra flugrekenda og einkaflug- vélar. Þessu öllu fylgir svo tímafrek pappírsvinna og önnur nauðsynleg skrifstofustörf. Hjá verkstæði Guðjóns starfa auk hans sjálfs fjórir menn á sumrin en einum til tveimur færri á veturna. Því er augljóst af umsvifum verk- stæðis Guðjóns að starfsmanna- fjöldi er hvergi nægjanlegur til að uppfylla ákvæði JAR 145 og á það einnig við um aðstöðuna. Fjölmarg- ir heimildarmenn, ekki síst notend- ur þjónustu verkstæðis Guðjóns, hafa staðfest þetta í samtölum við greinarhöfunda. Mál er að linni Með tilliti til tölulegra stað- reynda, framburða vitna og niður- staðna rannsóknarnefndar flug- slysa er augljóst að verkstæði Guðjóns getur ekki talist njóta þess trausts sem nauðsynlegt er til að notendur flugvéla og farþegar þeirra geti verið öruggir um að ástand farkostanna sé ávallt sem best verður á kosið. Að skoðanir og viðhald séu ekki bara stimpill í bók. Um þetta er flugmálastjórn full- komlega kunnugt án þess að hafa gripið til viðhlítandi ráðstafana. Flugmálastjórn og samgönguráðu- neyti hafa lýst því yfir að LÍO ehf. njóti ekki trausts flugmálayfirvalda til flugstarfsemi. Sú spurning hlýtur að vakna hvort sama hljóti ekki að eiga við um verkstæði Guðjóns og tæknistjóra LÍO ehf. Í báðum skýrslum rannsóknarnefndar flug- slysa vegna brotlendingar flugvél- arinnar TF-GTI kom fram að verk- stæði Guðjóns staðfesti verk sem aldrei höfðu verið unnin og að fram voru lagðir pappírar, sem ekki áttu sér stoð í raunveruleikanum, þegar sótt var um lofthæfisskírteini fyrir flugvélina TF-GTI. Á undanförnum árum hafa komið upp ýmis vandamál og hreyfilbilanir vegna viðhalds verkstæðis Guðjóns og ríkir um þetta almenn vitneskja í flugheiminum. Til dæmis er eitt slíkt mál til meðferðar hjá Flug- málastjórn þessa stundina. Því má spyrja; hvað þarf til að viðhalds- verkstæði uppfylli umræddan JAR 145-staðal og hver er ábyrgð Flug- málastjórnar í þessu máli? Ábyrgð Flugvélaverkstæðis Guðjóns V. Sig- urgeirssonar á eigin verkum og þannig öryggi þeirra sem fljúga með vélum í hans umsjón er ljós. Flugöryggi er ekki einkamál hags- munaaðila. Mál er að linni. FLUGÖRYGGI – EKKERT EINKAMÁL Friðrik Þór Guðmundsson Flugöryggi er ekki einkamál hagsmuna- aðila, segja Friðrik Þór Guðmundsson, Jón Ó. Skarphéðinsson og Hilmar F. Foss, og bæta við að mál sé að linni. Friðrik Þór er blaðamaður, Jón Ólafur er prófessor og Hilmar Friðrik er flugmaður. Jón Ó. Skarphéðinsson Hilmar F. Foss. ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Húsasmiðir óskast Tveir góðir húsasmiðir óskast til að slá upp fyrir nokkrum raðhúsum. Upplýsingar sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Vandvirkir“. Bílamálun Vantar vanan mann í bílamálun, undirvinnu og réttingar. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar gefur Ingvi. Bílaspítalinn, sími 565 4332 og 897 3150. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Fiskmarkaðs Suðurnesja hf. verður haldinn föstudaginn 4. maí 2001 kl. 18.00 í Hótel Keflavík. Venjuleg aðalfundarstörf. Reikningar félagsins fyrir árið 2000 liggja frammi á skrifstofu félagsins í Miðgarði 4, 240 Grindavík. Stjórnin. Vorsýning FÁT Hin árlega vorsýning Félags áhugamanna um tréskurð verður haldin í safnaðarheimili Háteigskirkju v/ Háteigsveg laugard. 21. apríl og sunnud. 22. apríl kl. 14:00—17:00 báða dag- ana. Heiðursgestur sýningarinnar Þráinn Árna- son, myndskurðarmeistari, mun sýna verk sín, en á sýningunni verður ennfremur til sýnis sveinsstykki Önnu Lilju Jónsdóttur, en hún lauk sveinsprófi í tréskurði ásamt Erni Sigurðssyni á árinu 2000. Allt áhugafólk velkomið. Aðgangur ókeypis. Allsherjaratkvæðagreiðsla Allsherjaratkvæðagreiðsla verður viðhöfð við kjör fulltrúa á ársfund Alþýðusambands Íslands, sem haldið verður í Reykjavík dagana 28. og 29. maí 2001. Tillögur skulu vera um 34 aðalmenn og 34 til vara. Tillögum, ásamt meðmælum 120 fullgildra félagsmanna, skal skila á skrifstofu Eflingar-stéttarfélags, Sætúni 1, eigi síðar en kl. 11.00 föstudaginn 27. apríl 2001. Kjörstjórn Eflingar-stéttarfélags. Tæknimenntaður maður óskast og verkstjórnandi Vegna aukinna umsvifa óskar R.B.G. vélaleiga/ verktakar ehf. eftir tæknimenntuðum manni í mælingar, útsetningar, uppgjör og verkefna- stjórnun. Einnig tækjamönnum/bílstjórum, verkamönnum og verkstjórnanda. Upplýsingar um laun o.fl. gefur Róbert í síma 587 6440, gsm 892 3928. Netfang: rbg@isholf.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.