Morgunblaðið - 21.04.2001, Síða 46

Morgunblaðið - 21.04.2001, Síða 46
MINNINGAR 46 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Margrét SvanhvítErlendsdóttir í Saurbæ fæddist í Þjóðólfshaga í Holt- um hinn 10. nóvem- ber 1912. Hún lést á Dvalarheimilinu Lundi 9. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Erlendur Erlendsson bóndi í Þjóðólfshaga og kona hans Jónína Þórðardóttir. Mar- grét var fimmta í röð átta barna þeirra hjóna en þau voru: Guðrún Laufey, f. 1905, d. 1908; Elísa Katrín, f. 1907; Árni Guð- mundur, f. 1910; Guðrún Laufey, f. 1911, dáin sama ár; Margrét, sem hér er minnst; Þórður, f. 1913; Númi, f. 1915; og Laufey Fríða, f. 1919. Eru nú öll systkinin látin. Margrét var heitbundin Guð- mundi Stefánssyni frá Bjólu og eignuðust þau einn son, Reyni, f. 30.6. 1937, starfsmaður Land- græðslunnar í Gunnarsholti og býr í Saurbæ. Þau slitu samvistir. Margrét giftist 24. janúar 1948 Páli Elíassyni í Saurbæ, f. 30.3. 1918, d. 22. 6 . 1984. Foreldrar hans voru Elías Þórðarson bóndi í Saurbæ og kona hans Sigríður Pálsdóttir. Margrét og Páll eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Viðar, f. 3.3. 1947, bifreiðastjóri hjá Suðurverki, í sam- búð með Hafdísi Hauksdóttur og þau búa í Reykjavík. Við- ar á einn son, Pál Gretar, og á hann tvö börn. 2) Elías, f. 22.2. 1950, bóndi í Saurbæ, í sambúð með Guðfinnu Þor- valdsdóttur. 3) Jón, f. 22.2. 1951, bóndi í Saurbæ, í sambúð með Guðrúnu Kjartansdóttur og búa þau í Stúf- holtshjáleigu. 4) Ólafur, f. 28.6. 1953, bóndi í Saurbæ, kona hans er Guðrún Hálfdánardóttir og eiga þau fjórar dætur, Láru, Margréti, Ingibjörgu og Hjördísi. 5) Andvana fætt stúlkubarn, f. 1957. Margrét og Páll bjuggu allan sinn búskap í Saurbæ í Holtum. Eftir lát mannsins síns bjó Margr- ét áfram með sonum sínum allt til ársins 1994, að hún fluttist á Dval- arheimilið Lund á Hellu, þar sem hún andaðist. Útför Margrétar fór fram frá Hagakirkju í Holtum 20. apríl. Þegar mánudagurinn 9. apríl var næstum liðinn kom hringing frá Lundi um að Margrét tengdamóðir mín væri léleg til heilsunnar. Hún var búin að vera lasin lengi og lítið annað en hvíldin langa sem blasti við. Það var ákveðið að skreppa strax til hennar í heimsókn. Raunin varð sú að þegar við komum hafði heilsu hennar hrakað mjög og kveðjustundin var runnin upp. Við náðum í tæka tíð til að kveðja hana og vera hjá henni, þar til yfir lauk. Það er þannig að það er alltaf erf- itt að kveðja, minningar ættingja og vina rifjast upp og hugurinn reikar til baka. Ljúfar minningar koma upp í hugann um góða konu sem hugsaði fyrst og fremst um heimilið sitt, manninn og synina fimm sem hún unni svo mjög. Einnig voru barnabörnin henni til mikillar gleði og hafði hún gaman af að fylgjast með þeim meðan hún hafði þrek til. Margrét var bókelsk kona og átti mikið af bókum, las mikið og var mjög ættfróð og mundi allt vel sem hún las. Hún var heimakær og vildi helst vera heima. Einnig var hún góð heim að sækja, bauð uppá gott kaffi, kleinur og annað góðgæti eftir því hvaða tíma dags var. Það var gott að leita til hennar því hún var bóngóð og alltaf tilbúin að gera fólki greiða og hjálpa þeim sem til hennar leituðu. Hún var skarpgreind kona og komst vel að orði, gat verið ákveðin og föst fyrir en ákaflega hlý og ráðagóð, hrein og bein og vildi öllum vel. Það var alltaf mannmargt í Saurbæ , sérstaklega yfir sumarið þegar börn og unglingar fengu að koma í sveitina. Þau voru send til að vinna og kynnast sveitastörfum, eða leika sér fjarri skarkala borgarinn- ar. Einnig komu vinir og ættingjar mikið í heimsókn til að spjalla og til að sjá sveitina sína í sumarskrúða. Þá mæddi mikið á henni að hugsa fyrir öllu sem viðkom innandyra. Margrét lét sig einnig varða ef það átti að vinna tún úr engi þar sem fallegar jurtir voru, þá bað hún þeim griða, þannig að hægt var að skilja skika eftir af breiðu með mjaðarjurt og öðrum villtum gróðri, sem prýðir nú landið og er öðrum til ánægju. Hún hafði öðru fremur mikið dá- læti á hestum, þó að hún gæti ekki sökum bakeymsla stundað hesta- mennsku. Það var alltaf tilhlökkun- arefni á vorin að fylgjast með því hvaða meri hefði kastað þann dag- inn eða nóttina og sjá hvers kyns folaldið væri. Síðan hélt hún skrá yf- ir þau folöld sem voru sett á. Hún var með litla bók sem allt var skráð í, eingöngu fyrir hestana. Hver hestur fékk nafn, ættartala og fæð- ingarár var skráð. Það er oft búið að leita til bókarinnar og verður um ókomin ár. Ég kynntist Margréti fyrir nokkrum árum þegar við Elías fór- um að búa saman. Þá var hún orðin fullorðin kona og léleg til heilsunnar en bjó samt yfir ákveðinni reisn og var mjög myndarleg kona. Hún var viðkvæm og tilfinningarík og lét það í ljós. Hún hældi fólki og sagði að hann eða hún væri góð. Margrét tók mér afskaplega vel og var góð við mig, þannig að hún bætti hverja stund sem var verið með henni. Manni leið vel eftir heimsókn til hennar. Þessi minningarorð mín eru það sem ég hef heyrt og kynnst sjálf síð- ustu árin með henni. Þessi fátæklegu orð eru smá- þakklætisvottur fyrir að hafa kynnst þessari góðu konu sem er nú búin að fá langþráða hvíld. Guðfinna Þorvaldsdóttir. MARGRÉT SVANHVÍT ERLENDSDÓTTIR Laugardaginn 14. apríl var til moldar bor- inn frá Grundarfjarðar- kirkju Halldór Finns- son, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og odd- viti Eyrarsveitar. Með Halldóri er genginn einn af máttar- stólpum samfélagsins á Snæfellsnesi og góðborgari Grundarfjarðar. Hall- dóri kynntist ég sem unglingur á Snæfellsnesi, en hann var mjög virk- ur þátttakandi í starfi sjálfstæðis- manna og var samtíða foreldrum mín- um virkur í margvíslegum félagsstörfum. Síðar lágu leiðir okkar saman þegar ég hafði gerst sveitar- stjóri í Stykkishólmi og hann var odd- viti sveitar sinnar og vann af hygg- indum og festu fyrir íbúa Eyrarsveitar. Á þeim vettvangi áttum við samstarf sem var ánægjulegt og gefandi. Ekki síst fyrir ungan sveit- arstjóra sem var að hasla sér völl við hlið hinna reyndu sveitarstjórnar- manna á Snæfellsnesi. Halldór Finns- son var í þeim hópi sem miðlaði af þekkingu sinni og reynslu. Sanngjarn og fús til þess að vinna að framfara- málum byggðanna. Sérstaklega vil ég nefna mikinn áhuga hans á fram- kvæmdum við gatnagerð í þorpunum á Snæfellsnesi sem var mikilvægt átak í umhverfismálum og stórt fram- HALLDÓR FINNSSON ✝ Halldór Finnssonfæddist í Stykkis- hólmi 2. maí 1924. Hann lést á Land- spítalanum 7. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grundarfjarðar- kirkju 14. apríl. faramál sem kostaði mikla útsjónarsemi, ekki síst við fjármögnun framkvæmdanna. Einn- ig var hann mjög áhuga- samur um bætta heil- brigðisþjónustu svo þau svið séu nefnd þar sem ég kynntist störfum Halldórs sem oddvita en hann var í samstarfs- nefnd læknishéraðsins sem náði m.a. yfir Eyr- arsveit og Stykkishólm. Halldór Finnsson starf- aði af miklum áhuga og elju innan Sjálfstæðis- flokksins og var falinn margvíslegur trúnaður af flokksmönnum. Eitt var það svið sem Halldór var óþreytandi að ræða og vinna að, en það voru vegamál. Hann þekkti vel einangrun byggðarinnar í Eyrarsveit meðan Grundarfjörður var að byggj- ast upp og sá hversu miklar framfarir fylgdu bættum samgöngum. Hann sá fyrir sér og nefndi það oft við mig hverjar breytingar mundu verða þeg- ar uppbyggingu vegakerfisins á Snæ- fellsnesi væri lokið. Hann gladdist yf- ir að sjá mikilvæga áfanga undirbúna áður en hann féll frá. Halldór var mikill gæfumaður í einkalífi. Það var ánægjulegt að eiga samleið með þeim Halldóri og Pálínu konu hans, sem voru mjög samhent og bjuggu við barnalán. Um leið og ég sendi Pálínu og fjölskyldu samúðar- kveðjur frá okkur Hallgerði minn- umst við Halldórs með virðingu og þakklæti fyrir trausta vináttu og sam- starf. Sturla Böðvarsson. Elsku besti afi, það er búið að vera erfitt að kveðja þig. Þegar við sitjum hér og hugsum um þig eru ófáar minningar sem hell- ast yfir okkur. Sérstaklega er ljúfsárt að hugsa til þeirra ára þegar við heim- sóttum ykkur ömmu við hvert tæki- færi í Grundarfjörð. Annaðhvort fór- um við til ykkar með rútunni, mömmu og pabba eða öðrum ættingjum og dvöldum hjá ykkur í mislangan tíma í senn. Það var ávallt annríki í kringum þig, en samt hafðir þú alltaf tíma fyrir okkur og fengum við oft að sitja niðri á skrifstofu hjá þér í skrifstofuleik þar sem þú fræddir okkur um löngu látin ættmenni sem þú hélst gott bókhald um í tölvunni þinni. Í lok hvers dags var mjög sterk hefð sem aldrei var vikið frá, þá sátum við saman í róleg- heitum og fórum með bænirnar sam- an. Einnig fórum við oft út á Spjör þar sem við áttum margar góðar stundir saman við að gróðursetja og til að mynda leyfðir þú Hjalta stundum að keyra gamla P72 um Spjarartúnið án þess að mamma og pabbi fréttu af því. Nú í seinni tíð hafið þið amma verið hjá okkur í Austurgerðinu í meira mæli en áður. Sem gaf Hjalta mörg tækifæri til að fræðast um innviði ís- lenskra stjórnmála og fá sjálfstætt uppeldi í leiðinni. Og gaf Freyju Boggu tækifæri til vera með einkabíl- stjóra fram að þeim tíma er hún fékk bílpróf og þá varð hún þinn einkabíl- stjóri. En fyrst og fremst gaf nærvera ykkar ömmu í Austurgerðinu okkur tækifæri til að kynnast þér miklu bet- ur, sem er okkur ómetanlegt og við munum ávallt búa að. Elsku afi, takk fyrir að hafa tekið þátt í uppeldinu. Við viljum kveðja þig með þremur kossum, eins og þú varst vanur að heilsa okkur, við munum ávallt geyma minningu um þig í hjarta okkar. Þín afabörn Hjalti og Freyja Vilborg. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.                                          !   !" #### $ $%$&& # '(&  & $&)!*$ + $ #,- $%$&& #  . )  !#&)!*$ & $!$ !" ##&& # .  ## &)!*$ +$*&*## !" ##&& # . /$ 0$  $# )!*$ /$1*# $ !" ##&& # .  02#)&)!*$ !" #### $ !" ##&& #  $%$$+ $ #&& # 3$ 14" // !$) &+ $ #&)!*$ 56 !$" && # $+ $ #&)!*$  # 7 + $ #&)!*$ # #, ) #* 0$1 / + $ #&)!*$ */. ) + $ #&)!*$ % $# % $# %$#- "                  !  !           #     8 , 9:&%$*;  $ 6&"/#- $                           !        %!     02#)$+ $  )$&& # +*2 *$* $#*# 8 #(& 4"*202#)&& # 7 ) &+ $ 02#)&)!*$  02#)$+ $ 02#)&& #- &              < 3=  9!& #)* .$ $0* '        & !   () * !# & $&*#&& # + %$(#. //$*4" 8 $$> $&*#&)!*$ 7*! $&*#&& # 0$ 0$ !#&)!*$ $$*$ $&*#&& # 0#:'&*$&)!*$ '$#* $&*#&& # *$0$ $&*#&& # .! 2/$ 0$5>$&)!*$ . * $&*#&& # .$) &'&*$&)!*$ !&  $&*#&)!*$ !#!$ $*#&& # *$ 0$ $&*#&)!*$ 8 *1 && # % $# %$# % $# % $# %$#-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.