Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. SAMNINGAR Stéttarfélags sál- fræðinga (SSÍ) við viðsemjendur sína: ríki, Reykjavíkurborg og Launanefnd sveitafélaga, hafa nú verið lausir í 5 mánuði og eru viðræður engan veginn að skila þeim árangri sem vænta má eftir allan þennan tíma. Ástæðan er sú að sálfræðingar hafa fengið launatilboð sem tekur hvorki tillit til langrar menntunar þeirra né nýfenginna launahækkanna fag- stétta sem þeir miða sig við. Þrátt fyrir að samninganefnd sálfræð- inga hafi, fund eftir fund, reynt að fá launatilboðin bætt hefur við- kvæðið hingað til verið: „Annað- hvort þetta eða ekkert.“ Það væri SSÍ svo sem ekki á móti skapi að verja góðum tíma til samningavið- ræðna svo vanda megi vel til samn- ingagerðarinnar ef tryggt væri að hinn endurnýjaði kjarasamningur væri afturvirkur frá þeim mánuði sem sá eldri rann úr gildi, þ.e. lok ársins 2000. Árum saman hefur viðkvæðið úr herbúðum þessara viðsemjenda verið „það tíðkast ekki að kjarasamningar séu aft- urvirkir.“ Það eru dæmi þess að kjaraviðræður við þessa aðila hafi staðið yfir vel á annað ár frá því að samningar hafa losnað og hefur upphaf gildistímans ætíð verið 1. þess mánaðar sem er skrifað undir hið nýja samkomulag. Með hverj- um mánuðinum sem líður án þess að aðilar nái saman eru því laun- þegar að verða af æ hærri fjár- hæðum. Sú hækkun sem hinn end- urnýjaði kjarasamningur felur í sér er því varla meira en svo að bæta launþegum upp þá peningaupphæð sem þeir hafa mátt sjá af á þessu tímabili. Eru launatilboðin kannski meðvitað höfð svo lág að fyrirsjá- anlegt er að stéttarfélagið geti með engu móti séð að það geti leitt til niðurstöðu sem báðir aðilar geti unað við? Meðan haldið er fast við „þetta eða ekkert“-taktíkina hafa þessir viðsemjendur upphaf gild- istímans algerlega í hendi sér. Því mætti spyrja hvort þetta séu bara samningaviðræður til mála- mynda? KOLBRÚN BALDURSDÓTTIR, fyrrverandi formaður og nú ráð- gjafi í stjórn Stéttarfélags sálfræðinga á Íslandi. Samningaviðræður til málamynda? Frá Kolbrúnu Baldursdóttur: Kolbrún Baldursdóttir NÚ fara fram fermingar við kirkjur landsins og mikill fjöldi ungs fólks játast Kristi og sátt- mála heilagrar skírnar eftir undirbúning vetrarins. Óhætt er að segja að fermingar komi talsverðri hreyfingu á þjóðlífið á þessum árstíma og mikill hluti þjóðarinnar kemst í beina snert- ingu við þennan sið kirkjunnar bæði með kirkjugöngu og með því að þiggja veisluboð fermingar- barns. Þegar mjög mörg börn fermast saman komast stundum færri að í sóknarkirkjunni en vilja. Sumir hafa vegna þessa orðið að láta sér veisluna eina duga sem er miður þegar vilji og þrá er til samfundar við Guð af þessu tilefni. Þá hendir það einnig af þessum ástæðum og kannski öðrum, að fólki sem reglu- lega sækir kirkju sína finnst sér ofaukið þar þegar fermt er. Það er auðvitað óeðlilegt að hinn tryggi kjarni kirkjufólks víki með öllu þegar fermt er. Fermingin er í eðli sínu athöfn staðbundins krist- ins safnaðar. Það er í söfnuðinum sem fermingarbarnið er spurt hvort það deili kristnum gildum hans, þeim gildum sem felast í heilagri skírn og spurningunni um Jesúm Krist sem leiðtoga lífsins. Það er söfnuðurinn sem tekur við fermdu ungmenni að sögðu jáyrði þess. Í seinni tíð hafa kirkjur í mann- mörgum sóknum leitast við bæta aðeins úr í þessum efnum með því að fjölga fermingardögum og ferma þannig færri börn hverju sinni. Þetta er gert einmitt til þess að þeim sem koma vilja til helgi- haldsins sé það kleift, hvort heldur er almennt safnaðarfólk úr sókn- inni eða aðkomnir sem gleðjast vilja við tekt þess vinar eða skyld- mennis sem fyrir gafl gengur. Í Selfosskirkju er jafnan tekinn frá einn kirkjubekkur fyrir nán- ustu ástvini fermingarbarns og er merktur nafni þess fyrir athöfnina. Það þýðir alls ekki að við ferm- inguna sé aðeins gert ráð fyrir þeim fjölda skyldmenna er á bekknum rúmast, heldur er með þessu reynt að tryggja nánasta skylduliði allra barnanna sæti inn- arlega í kirkjunni. Fermingarathöfnin er samt ekk- ert annað en heilög messa með fermingu í. Þar ættu allir hlut- aðeigandi að finna sig heima, höndlast af lífi guðþjónustunnar, taka undir bænirnar og messus- vörin af gleði, syngja sálmana af hjartans lyst og messa ásamt prestinum sem fólk Guðs, sem kirkja hans. Drottinn blessi hvert sitt barn nú og ávallt. ÞÓRIR JÖKULL ÞORSTEINSSON, sóknarprestur á Selfossi. Í tilefni tektar Frá Þóri Jökli Þorsteinssyni: Þórir Jökull Þorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.