Morgunblaðið - 21.04.2001, Page 63

Morgunblaðið - 21.04.2001, Page 63
MAGNÚS Eiríksson og KK þarf vart að kynna. Magnús er sennilega okkar frambærilegasti dægurlaga- höfundur og KK hefur á stundum samið afbragðslög þótt ekki skáki hann Magnúsi í þeim efnum. Þeir félagar hafa á undanförnum misserum starfað saman sem tvíeyki og þannig gert einar þrjár plötur. Einnig hafa þeir leikið saman á ótal tónleikum og eru orðnir afar vel samhæfðir í söng og leik. Það var því fátt sem gat komið undirrituðum á óvart þetta fimmtudagskvöldið, en fimmta kvöld viku hverrar virðist vera hið eina sem Akureyringar telja heppilegt til tónleikahalds. Undar- legt. Tónleikarnir hófust á gullfallegu lagi Kristjáns, „When I think of ang- els“ og í kjölfarið fylgdi Bo Diddley- skotin smíð Magnúsar, „Vindur“, af hinni ágætu plötu, Ómissandi fólk. Það er annars tilgangslítið að fara í saumana á hverju lagi sem tvíeykið flutti þetta kvöld. Flest ef ekki öll lögin sem félagarnir gerðu skil eru landsmönnum vel kunn og sum þeirra fyrir löngu orðin sígild til söngs á mannamótum, sbr. „Bragga- blús“, „Hudson Bay“ og „Óbyggðirn- ar kalla“. Eðlilega voru lög úr smiðju Magnúsar fleiri á dagskrá tón- leikanna og gaman er að heyra karl- inn í forsöngshlutverkinu sem oftast var hlutskipti Pálma Gunnarssonar á Mannakornsárunum. Magnús er afar vanmetinn söngvari en að mínu viti fyrsta flokks. Hann er að vísu nokkuð takmarkaður tæknilega, en tilfinningarík og einkar músíkölsk tjáning vegur upp á móti þeim „veik- leika“ og gott betur. Magnús hljóm- ar nokkuð andstuttur en hefur hlýja, þykka og djúpa rödd sem er hrein- asta konfekt, einkum í samanburði við hinar glerhörðu tenórraddir sem í fjölmörgum tilfellum hafa sér það eitt til ágætis að vera háværar, hanga í háum tónum… og víbra! Gít- arleikur karlsins er og heillandi, líkt og söngurinn. Hann er smekklegur og einfaldur, en umfram allt afar melódískur, sem ekki þarf að koma á óvart þegar um dægurlagahöfund er að ræða. Bláar nótur eru margar í leik Magnúsar og stutt er í tregann, þótt furðufá laga hans séu í „mel- ankólískum“ tóntegundum molls. Það eina sem var aðfinnsluvert við flutning Magnúsar þetta kvöldið var hljómurinn frá rafgítar hans, eink- um í fyrra settinu. Þar nýtti karlinn sér hljóðbreytitæki sem hér verður kallað Viðlagsbrella (chorus effect) og á að gegna því hlutverki að þykkja og mýkja tónana úr viðkom- andi hljóðfæri. Síðasti maðurinn sem þarf á slíku að halda er Magnús því að mýkri spilarar finnast varla. Hljóðbreytir- inn var því aðeins til vansa; hann gerði hljóminn gervilegan og ýtti undir tónstillingavandamál tvíeykis- ins framan af tónleikunum. Óhrein- indin náðu svo hámarki í klúðurs- legum flutningi á annars afbragðslagi, „Kóngur einn dag“, þar sem tvísöngurinn var reyndar furðuhreinn ofan á fölskum gítar- leiknum. KK var vopnaður hljóðbreytilaus- um kassagítar og lék afbragðsvel. Hann er sennilega hrynrænasti kassagítarmaður landsins og fyrir- taks pikkari. KK er líka ágætur söngvari og gæddur miklu næmi, líkt og Magnús. Raddir þeirra félaga eru líka skemmtilega ólíkar og afar heppilegar til tvísöngs eins og glöggt mátti heyra á tónleikunum. Gilti þá einu hver sá um áttund eða þríund, nú eða fimmund! Magnús og KK voru stórskemmtilegir þetta kvöld og samhæfðir, þótt ekki væru hljóð- færin alltaf samstillt. Söngur þeirra og leikur var geislandi af músíkal- iteti og spjall á milli laga var uppfullt af kímni og afslöppuðum skemmti- legheitum. Músíkalskt par TÓNLIST V i ð P o l l i n n Tónleikar Magnúsar Eiríkssonar og KK fimmtudagskvöldið 29. mars á Við Pollinn, Akureyri. TÓNLEIKAR Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson „Magnús og KK voru stór- skemmtilegir þetta kvöld og samhæfðir,“ segir Orri Harð- arson m.a. um tónleika þeirra félaga á Akureyri á dögunum. Orri Harðarson MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 63 MAGNAÐ BÍÓ Frá handritshöfundi og leikstjóra Jerry Maguire UPPLIFÐU ÞAÐ. NJÓTTU ÞESS. EN EKKI FALLA FYRIR ÞVÍ 1/2 Hausverk.is Hugleikur. Frábær rómantísk gamanmynd með hinni ómótstæðilegu Jennifer Lopez Golden Globe verðlaun: Besta myndin í gamamyndaflokki og Kate Hudson fyrir besta aukahlutverk kvenna. Óskarsverðlaun fyrir besta frumsamda handrit. Sýnd. 3, 5.30, 8 og 10.10. Sýnd. 3.30, 5.45, 8 og 10.10. Sjáðu allt um stórmyndirnar á www.skífan.is  Ó.T.H. Rás2.  ÓJ Bylgjan Keflavík - sími 421 1170 - samfilm.is FYRIR 990 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Sýnd kl. 4, 6 og 10.15. Vit nr. 216. kirikou og galdrakerlingin Tvíhöfði Sýnd kl. 2 og 4. Ísl tal. Vit nr. 213.Sýnd kl. 2. Vit nr. 212. Sýnd kl. 8. Vit nr. 173.Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. Sími 461 4666 samfilm.is FYRIR 990 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Vinsælasta Stúlkan Brjáluð gamanmynd Sýnd kl. 4. Vit nr. 207. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl tal. Vit nr. 213. Sýnd kl. 6 og 10. Vit nr.173Sýnd kl. 8 og 10.30. Vit nr. 224 Sýnd kl. 8. Vit nr. 216. Sýnd kl. 2 Ísl. tal. Vit nr. 194. 1/2 Kvikmyndir.com betra en nýtt Nýr og glæsilegur salur Frábær rómantísk gamanmynd með hinni ómótstæðilegu Jennifer Lopez PÁSKAMYNDIN Í ÁR 2 fyrir 1 Sýnd kl. 5.40 og 10.30. Sýnd kl. 8 og 10.Sýnd kl. 5.30 og 8. Forrester fundinn Allir hafa hæfileika, þú verður bara að upp- götva þá.  Kvikmyndir.com Frá leikstjóra Good Will Hunting MYND EFTIR RIDLEY SCOTT ANTHONY HOPKINS JULIANNE MOORE  Kvikmyndir.is  H.K. DV Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15. Sýnd kl. 10.15. B. i. 16 Frábær rómantísk gamanmynd með hinni ómótstæðilegu Jennifer Lopez Sumir menn fæðast hetjur Stórmyndin Enemy At The Gates, frá leikstjóra The Name Of The Rose JUDE LAW JOSEPH FIENNES RACKEL WEISZ BOB HOSKINS OG ED HARRIS SÝND Í FRÁBÆRUM HLJÓMGÆÐUM FRÁ HJÓMSÝN, ÁRMÚLA 38 Sýnd kl. 8. B. i. 16.Sýnd kl. 4 og 6 Frábær spennumynd Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Frumsýning

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.