Morgunblaðið - 21.04.2001, Side 68

Morgunblaðið - 21.04.2001, Side 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. ÁHRIFA af völdum verkfalls sjómanna, sem hef- ur staðið samfleytt frá 1. apríl, er víða farið að gæta í þjóðfélaginu af fullum þunga. Rekstur margra fyrirtækja er að stöðvast og fiskvinnslu- fólki á atvinnuleysisskrá fjölgar stöðugt. Telur forstjóri Vinnumálastofnunar að eftir helgi verði á annað þúsund manns í fiskvinnslu komið á skrá. Ótalinn er þá sá fjöldi fiskvinnslufólks sem fyrir- tækin hafa haldið á launaskrá þrátt fyrir hráefnis- skort. Aðeins í gær bárust tilkynningar um 300 manns á atvinnuleysisskrá frá fjórum fiskvinnslu- stöðvum á Austfjörðum. Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fisk- vinnslustöðva, telur að af um 6 þúsund ársstörfum í fiskvinnslu gæti áhrifa verkfallsins nú á um fjög- ur þúsund störf. Fisksölufyrirtækin eru farin að ókyrrast, einkum þau sem selja ferskan fisk á markaði erlendis, enda eru veiðar að hefjast á ýmsum mikilvægum tegundum. Úthafskarfaveið- ar á Reykjaneshrygg gáfu af sér um 3,5 milljarða króna útflutningsverðmæti á síðasta ári þannig að mikið er í húfi. Áhyggjur vegna úthafskarfaveiða Jóhannes Már Jóhannesson, sölustjóri SÍF, segir fulla ástæðu vera til að hafa áhyggjur dragist verkfall sjómanna á langinn. „Við sjáum fram á það að margra ára markaðsstarf geti verið í hættu. Viðskipti okkar byggjast upp á langtímasamning- um og viðskiptasamböndum. Þau bera tjón af því ef enginn er fiskurinn til að selja,“ segir Jóhannes Már. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnun- ar, segir að eftir því sem lengra líði á verkfallið fari áhyggjur manna vaxandi. Áhrifin til þessa hafi ekki verið mikil á þjóðarbúið og svigrúm sé til að vinna upp veiðitap í flestum kvótabundnum fisk- tegundum. „Smám saman versnar ástandið og teflir fram- haldinu í meiri tvísýnu. Ef verkfallið dregst fram eftir maí gæti það farið að hafa veruleg áhrif á út- flutningsframleiðsluna,“ segir Þórður. Fisksölufyrirtækin segja sjómannaverkfallið setja markaðsstarfið í hættu Áhrifa á 4.000 störf í fiskvinnslu farið að gæta  Áhrifin/34–35  Sjónarmið deiluaðila/12 Tilkynningar um 300 at- vinnulausa bárust í gær Morgunblaðið/Jim Smart BLÍÐVIÐRIÐ lék við nemendur Verslunarskóla Íslands þegar þeir fengu sér snúning á Ingólfstorgi á peysufatadegi sem haldinn var í gær. Peysufata- dagur KRÍAN er komin til landsins. Hún sást á Höfn í Hornafirði seinni- partinn í gær en ekki er vitað til þess að kríur hafi áður sést hér jafnsnemma. Björn Arnarson á Höfn í Horna- firði sagði í samtali við Morg- unblaðið að krían hefði sést í Ós- landinu rúmlega fimm í gær og hefðu það verið fjórar kríur sam- an. Þetta væri óvenju snemmt en áður hefði hún sést 23. apríl svo vitað væri með vissu. Hins vegar hefði gamall sjómaður sagt hon- um fyrir nokkrum árum að það væri ekkert óalgengt að sjá kríur í kringum sumardaginn fyrsta úti á sjó, þannig að hún væri sjálfsagt komin eitthvað fyrr upp undir landið áður en hún sæist á landi. Krían er komin TIL umræðu eru í stjórnkerfi Reykjanesbæjar hugmyndir um að byggja nýtt sameiginlegt íþrótta- svæði á Neðra-Nickelsvæðinu, ofan við Reykjaneshöllina. Á bak við liggur sú hugsun að íþróttavellirnir í Kefla- vík og Njarðvík verði þá nýttir til ann- arrar uppbyggingar. Hugmyndin kom upphaflega fram í skipulags- og byggingarnefnd sem er að láta vinna hana frekar og fram hef- ur komið að tómstunda- og íþrótta- nefnd telur hana athyglisverða. Stef- án Bjarkason íþróttafulltrúi segir að aðalleikvangurinn í Keflavík sé illa farinn og þurfi að kosta miklu til hans. Spurning sé hvort rétt sé að fjárfesta í honum eða framtíðaraðstöðu. Þá bendir hann á að Reykjaneshöllin hafi leyst gömlu malarvellina af hólmi. Ellert Eiríksson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að unnið sé að uppbyggingu æfingasvæða íþrótta- félaganna í Njarðvík og Keflavík og telur hann ekki tímabært að leggja niður núverandi velli og byggja upp sameiginlega að nýju. Hann bendir einnig á að Neðra-Nickelsvæðið, sem nú er varnarsvæði en bæjaryfirvöld hafa áhuga á að fá til umráða, sé eins og íþróttasvæðin í miðju bæjarins og ekki síður verðmætt byggingarland. Reykjanesbær Hugmyndir um nýtt íþróttasvæði  Suðurnes/16 VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað- arráðherra hefur skipað formlega viðræðunefnd sem mun ræða við forsvarsmenn Norðuráls á Grundartanga um mögulega stækk- un álversins úr 90 þúsund tonnum í 180 þúsund tonn. Páll Magnússon, aðstoðarmaður iðnaðarráðherra, sagði að Norðurál hefði starfsleyfi fyrir 180 þúsund tonna álveri og því myndi fyrirtæk- ið ekki þurfa að framkvæma sér- stakt umhverfismat vegna fyrir- hugaðrar stækkunar. Hins vegar myndi þurfa að fara fram umhverfismat ef álverið yrði stækk- að frekar. Viðræðunefndin var skipuð í síð- asta mánuði í kjölfar óformlegra viðræðna sem forsvarsmenn Norðuráls áttu við stjórnvöld. Falið að fara yfir samninga sem í gildi eru Formaður nefndarinnar verður Þorgeir Örlygsson ráðuneytisstjóri en einnig eiga sæti í nefndinni þeir Garðar Ingvarsson, framkvæmda- stjóri orkusviðs Fjárfestingarstof- unnar, Helgi Bjarnason, skrifstofu- stjóri í iðnaðarráðuneytinu, Páll Sveinsson hæstaréttarlögmaður og Kristján Sveinsson, skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneytinu. Viðræðunefndinni er falið að fara yfir samninga sem í gildi eru milli Norðuráls og ríkisins annars vegar og viðkomandi sveitarfélaga hins vegar. Einnig mun nefndin vinna að samningagerð vegna fyrirhugaðrar stækkunar álversins en aðallega er um hafnar-, fjárfestingar- og lóða- samninga að ræða. Viðræðunefndinni er falið að ræða við orkuframleiðendur um þá virkjunarkosti sem til greina koma miðað við áætlun Norðuráls. Páll sagði að auk Landsvirkjunar kæmi til greina að ræða við Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suður- nesja um þetta mál. Rætt við Norður- ál um stækkun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.