Morgunblaðið - 22.04.2001, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 22.04.2001, Qupperneq 6
ERLENT 6 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ RÆNIÐ flugvél í Afganistan og fljúgið henni til London. Farið um borð í ryðgaðan dall í Tyrklandi og verðið skipreika á strönd Ítalíu eða látið berast á land í Frakklandi. Látið fyrir berast í gámi í nokkrar vikur þangað til skipið er affermt í Kanada. Hangið í hjólabúnaði breiðþotu og vonið að þið frjósið ekki í hel eða kafn- ið. Buslið yfir Rio Grande-fljót. Látið gúmmíslöngu bera ykkur til Flórída. Gangið yfir Sahara og siglið til Spán- ar. Ef þið búið þar sem eymdin ríkir gerið þá hvað sem er til að komast til vænlegri staða. Örvænting af þessu tagi er að verða fastur liður, á hverju ári flykkj- ast hundruð þúsunda manna sem ótt- ast um líf sitt eða vilja betra líf til öruggari og auðugri landa. Talan ým- ist hækkar eða lækkar en í stórum dráttum er þróunin upp á við í takt við mannfjölgunina og að ferðalög og öll samskipti verða ódýrari. Erfitt er að nefna nákvæmar tölur en talið er að milljón manns eða enn fleiri komi til Bandaríkjanna árlega, sumir með löglegum hætti, aðrir ólöglegum. Þar sem miklar hömlur eru á löglegum innflutningi fólks, eins og reyndin er víða í ríkjum Evrópusambandsins, reyna innflytjendur að fara í kringum lagabókstafinn með því að sækja í staðinn um hæli sem pólitískir flótta- menn. Um 450.000 manns báðu í fyrra um hæli í samanlagt 25 Evr- ópulöndum. Mun fleiri sleppa inn án þess að vera skráðir. Og fleiri munu knýja á dyrnar. En jafnframt því sem tölurnar hækka aukast efasemdirnar í löndum hinna ríku. Eitt af ráðunum sem menn grípa til er að þrengja aðgang- inn og þvinga innflytjendur til enn verri örþrifaráða. Hærri girðingar og hert eftirlit á landamærum Banda- ríkjanna að Mexíkó hafa valdið því að innflytjendur þurfa að notast við hættulegri eyðimerkurstíga. Sá eini sem komst af á skipi sem sigldi frá Dóminíska lýðveldinu til Bandaríkj- anna en náði ekki landi sagði frá því í liðinni viku að fólkið hefði undir lokin étið mannakjöt til að reyna að lifa af. Öflugra landamæraeftirlit í Evrópu- löndunum hefur einnig ýtt undir að glæpaflokkar smygli fólki og troði því í ryðguð skip, loftþétta vöruflutninga- bíla og jafnvel á milli hjólanna á Eurostar-lestinni sem fer milli Par- ísar og London. Þetta ófremdarástand á sinn þátt í að andúð á raunverulegum hælisleit- endum eykst, litlum hópi fólks sem þarf á vernd að halda vegna pólitískra ofsókna. Samtímis hafa innflytjenda- mál orðið að málefni sem gæti skipt miklu í stjórnmálabaráttunni. Of- stopafullir stjórnmálamenn í Ástral- íu, Austurríki og víðar hafa hagnast á áhyggjum meðal almennings sem ótt- ast að útlendingar auki glæpatíðni, atvinnuleysi og svindl í velferðar- kerfinu. Tiltölulega hófsamir leiðtog- ar í Þýskalandi segja að greiða ætti mæðrum fyrir að eignast börn svo að innflytjendur verði ekki fleiri en „sannir“ Þjóðverjar. Japanar leyfa nú aðeins nikkeijin, útlendingum af jap- önskum ættum, að koma til landsins til að vinna störf ófaglærðra verka- manna. Stjórnarandstaða íhalds- manna í Bretlandi hefur sagt að út- lendingar sem komi óboðnir til landsins eigi að fara í fangelsi. Brýn rök Betra væri ef brugðist yrði við með því að viðurkenna að fyrir því eru brýn siðferðisleg og efnahagsleg rök að fleira fólk frá fátækum löndum eigi að fá að fara til ríkra landa. Ríki heims hafa aukið frelsi í flutningum á vörum, peningum og hugmyndum en, svo furðulegt sem það er, ekki í flutn- ingum fólks. Hvorttveggja er rétt, að veita örvæntingarfullu fólki hæli og fagna nýjum borgurum. Sagan hefur sýnt að innflytjendur eru með í far- teski sínu hugmyndir, orku og metn- að en eru ekki einvörðungu vinnuafl. Því ber að fagna að hafnar eru um- ræður um þessi mál. Vicente Fox, for- seti Mexíkó, hefur byrjað vel með því að ræða hlutskipti útlendra verka- manna í Bandaríkjunum við George Bush. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Romano Prodi, benti fyrir skömmu á að Evrópa þyrfti á erlendu vinnuafli að halda. Og nokkrar þjóðir hafa tekið upp sveigj- anlegri stefnu en áður, að vísu vegna heldur afmarkaðs vanda: skorts á fólki með ákveðna færni. Bretar hafa tekið upp flýtiafgreiðslu á atvinnu- leyfum í greinum þar sem skorturinn er mestur. Frakkar hafa slakað á reglum sem gerðu fyrirtækjum nær ókleift að ráða útlendinga í vinnu. En framfarirnar þurfa að ganga skjótar fyrir sig. Í mörgum Evrópulöndum er skortur á þjálfuðu starfsfólki í jafnt handverks- sem þjónustugreinum og hann versnar eftir því sem hagkerfin stækka og meðalaldur íbúanna verð- ur hærri. Eykur umsvifin í hagkerfinu Lönd eins og Ítalía og Írland, sem áður leystu vanda vegna vaxandi fólksfjölda með útflutningi, þurfa nú mjög á innflytjendum að halda til að sinna störfum í heimalandinu. Í Frakklandi eru ekki nógu margir hæfir starfsmenn til að halda við op- inberum húsum eða sinna þjónustu á veitingastöðum. Samtök vinnuveit- enda í Þýskalandi segja að þeir þurfi 1,5 milljónir starfsmanna með sér- þjálfun auk þeirra sem fyrir eru. Um fjórðungur vinnuafls í Ástralíu er er- lendur, í Sviss er hlutfallið um fimmt- ungur og í Bandaríkjunum einn sjötti. Hvers vegna ekki að láta innlenda taka að sér meira af þessum störfum? Atvinnuleysi er að vísu lítið í Banda- ríkjunum en um 14 milljónir manna eru án vinnu í Evrópusambandslönd- unum. Þeir ættu að geta komið að gagni. Veruleikinn er flóknari. Inn- flutningur á fólki er ekki aðeins gagn- legur þegar næg atvinna er til staðar og það er rangt að ganga út frá því sem vísu að vinnuaflsþörf sé föst stærð og því einvörðungu þörf á út- lendingum þegar offramboð er á vinnu. Innflytjendur gegna störfum og skapa líka störf; þeir auka heildar- umsvifin í hagkerfinu. Þetta er auðvitað enn sannara þegar langtímasjónarmið eru höfð í huga en skammtímasjónarmið; enn meiri þörf er á innfluttu vinnuafli þegar um er að ræða skort á fólki til sérstakra starfa. Gvatemalamaður- inn sem kyrkir kjúklinga á alifuglabúi í Delaware er enn betra dæmi um þetta en indverski tölvusérfræðing- urinn sem starfar í Kísildal. Og í Evr- ópu eru það ekki bara lág laun sem koma í veg fyrir að heimamenn tíni ávexti og grænmeti heldur lítið álit sem samfélagið hefur á slíkum störf- um. Ýtir undir hagvöxt Æ fleiri þjóðir eru að átta sig á því hve innflytjendur hafa góð áhrif á efnahag ríku landanna. Aragrúi inn- flytjenda hefur flykkst til Bandaríkj- anna síðustu tvo áratugi og þeir hafa ýtt undir hagvöxt. Höfundar nýlegrar skýrslu segja að þótt innflytjendur geti valdið útgjöldum hjá einstökum sambandsríkjum til skóla og annarra velferðarmála megi gera ráð fyrir að Bandaríkin í heild hagnist um sem svarar 10 milljörðum dollara, 930 milljörðum króna, á ári, sem er ekki neitt mjög mikil fjárhæð en ekki held- ur neitt tap. Í opinberri skýrslu í Bretlandi sem kom út í janúar segir að innflytjendur séu ekki byrði á vel- ferðarkerfinu heldur treysti þeir efnahag þjóðarinnar í sessi og einnig menningu hennar. Hvað með gallana? Hætta er á því, sérstaklega þegar stefnan í innflytj- endamálum beinist að því að leggja snörur fyrir fólk með mikilvæga kunnáttu, að mesta hæfileikafólkið sé lokkað til ríku landanna frá þeim fá- tæku. En það er rangt að halda að eingöngu innflytjendur sem lokið hafa námi komi að gagni; margir af innflytjendunum sem lögðu grund- völlinn að velgengni Kísildals fengu menntun sína í Bandaríkjunum. En það er einnig hætta á að læknarnir og kennararnir, sem með ærnum til- kostnaði eru menntaðir í fátækum ríkjum, flytjist til auðugra landa og geri því erfiðara en ella að bæta heilsugæslu og menntun í heimaland- inu. Þetta veldur áhyggjum en athug- um að strangari innflytjendalöggjöf gerir vandann verri: maður sem hef- ur komist yfir háa girðingu er enn ólíklegri en ella til að snúa aftur þegar hann er búinn að græða peninga eða læra eitthvað nýtt. Hann óttast að þá geti hann aldrei farið aftur yfir girð- inguna. Aukið frelsi myndi fjölga þeim sem fengju tímabundið dvalar- leyfi og þannig myndi hæfileikafólk vera meira á ferðinni milli landa. Og fólk fjarri heimalandi sínu sendir pen- inga heim til fjölskyldu og vina, alls er um að ræða um 100 milljarða dollara á ári sem er meira en öll peningaað- stoðin við þróunarlöndin. Enga flóðöldu Ekki er hægt að aflétta hömlum á innflutningi fólks fyrirvaralaust. Jafnvel ríkar þjóðir myndu eiga erfitt með að takast á við skyndilega flóð- öldu af fólki. En þjóðirnar ættu að taka upp rausnarlegri kvóta sem dreifði fjöldanum á mörg ár. Þá yrði komið í veg fyrir örtröð en þeir sem vildu flytja myndu eygja von. Ríkis- stjórnir geta líka ákveðið að haga skipulagi í menntun og öðrum málum þannig að aðlögun verði auðveldari. En heildarmyndin er skýr: á sama hátt og frjáls flutningur fjármagns, vöru og hagnaðar kemur að gagni fyrir efnahaginn er frjáls flutningur á vinnuafli einnig hagstæður. Ríku samfélögin ættu að hafa eigin hag- sæld í huga og gera mun auðveldara fyrir fólk að fá leyfi til að flytjast þangað. Millifyrirsagnir eru Morgunblaðs- ins. © The Economist Newspaper Limited, London Leiðarahöfundar The Economist vilja losa um hömlur á fólksflutningum milli landa Reuters Lögregla í Bretlandi tók þessa mynd af Ghúrka-hermönnum sem komu sér fyrir í gámi og líktu eftir aðstæðum í máli bílstjóra sem tók þátt í að smygla 58 Kínverjum til landsins í fyrra. Kínverjarnir köfnuðu í gáminum. Hleypið inn snauðum fjöldanum Breska vikuritið The Economist birti 31. mars eftirfarandi leiðara þar sem hvatt er til þess að íbúum fátækra landa verði gert auðveldara að flytjast til ríkra landa. Það muni koma efnahag ríkra þjóða til góða. POUL Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Dana, hefur lagt fram laga- frumvarp sem ætlað er að koma skikk á greiðslur hins opinbera til konungsfjölskyldunnar og binda á þann hátt enda á umræðu um fjár- mál drottningar og nánustu fjöl- skyldumeðlima hennar. Er fullyrt í danska blaðinu Politiken, sem hóf þessa umræðu, að með þessu sé einnig verið að festa í sessi forrétt- indi sem flestar aðrar konungsfjöl- skyldur hafi orðið að láta af hendi. Þetta er í fyrsta sinn sem lögum um fjármál Danadrottningar er breytt frá því að hún tók við völdum árið 1972. Þau standast ekki lengur hvað varðar stuðning hins opinbera til konungsfjölskyldunnar og er lagabreytingunni ætlað að skýra hvaða grundvallargreiðslur drottn- ingin og fjölskylda hennar fái auk þess sem endurskoða á upphæðina í tvígang á ári. Fullyrðir forsætisráðherra að lagabreytingin muni ekki hafa auk- inn kostnað í för með sér fyrir skatt- greiðendur. Lögin hrófla hins vegar ekki við atriðum á borð við það að konungsfjölskyldan er undanþegin skatti og virðisaukaskatti og ekki er gerð nein tilraun til að greina á milli einka- og opinbers fjárhags drottn- ingar. Segir forsætisráðherrann það í takt við þá stefnu stjórnarinnar að skipta sér ekki af því hvernig kon- ungsfjölskyldan verji fénu. „Það er mál konungsfjölskyldunnar og við hnýsumst ekki í það.“ Lagasetning til varnar konungsfjölskyldunni Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.