Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 49
AFMÆLI
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 49
í dag, sunnudag,
frá kl. 13-19
RAÐGREIÐSLUR
Teppi Teppi
Sölusýning á nýjum og gömlum, handhnýttum,
austurlenskum gæðateppum á Grand Hótel í Sigtúni
GLÆSILEGT ÚRVAL - gott verð
10%
staðgreiðslu-
afsláttur
sími 861 4883
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
Opinn fundur heilbrigðisnefndar
Sjálfstæðisflokksins
Málefni heilsugæslunnar
Fundarstaður: Valhöll,
Háaleitisbraut 1.
www.xd.is, sími 515 1700
Þriðjudagur 24. apríl kl. 17-19 í Valhöll
Framsögumenn:
Lúðvík Ólafsson
héraðslæknir í Reykjavík:
Rekstrarlegt umhverfi
heilsugæslunnar.
Ólafur Mixa
yfirlæknir, heilsugæslunni í Lágmúla:
Grunnheilsugæslan.
Helga Þorbergsdóttir
hjúkrunarforstjóri, Vík í Mýrdal:
Heilsugæsla á
landsbyggðinni.
Árni Ragnar Árnason
alþingismaður:
Væntingar leikmanns.
Fundarstjóri:
Ásta Möller
alþingismaður.
Allir velkomnir.
Einn þekktasti borg-
ari Hafnarfjarðar, Ei-
ríkur Pálsson frá Öldu-
hrygg í Svarfaðardal,
verður níutíu ára í dag,
22. apríl. Einnig fagnar
þá sama áfanga tvíbura-
systir hans, Sólveig
Björg, sem nú býr í
Furugerði 1 í Reykja-
vík.
Eiríkur fluttist til
Hafnarfjarðar 1945 til
að taka þar við starfi
bæjarstjóra að beiðni
fulltrúa Alþýðuflokks-
ins, sem þá skipuðu
meirihluta í bæjarstjórn. Kom fljótt í
ljós, hversu gifturík sú ráðstöfun
var. Eiríkur, sem lauk lagaprófi
1941, reyndist mjög farsæll bæjar-
stjóri. Dugnaður, heiðarleiki og sam-
viskusemi einkenndi störfin hans.
Hann fylgdist vel með fjármálum og
öllum framkvæmdum og var stöðugt
vakandi um velferð bæjarins og bæj-
arbúa.
Að eigin ósk lét Eiríkur af starfi
bæjarstjóra síðla árs 1948. Í þakk-
arbréfi, sem einn bæjarfulltrúa,
Kjartan Ólafsson, sendi Eiríki á síð-
asta starfsdegi hans, segir meðal
annars: „Bæjarstjórastarfið hefur
þú rækt af sérstakri alúð og af ótví-
ræðum dugnaði. Þú hefur lagt þig
allan fram að leysa erfið viðfangsefni
og farist það prýðilega, enda unnið
þér almenningshylli hér í bæ.“
Eiríkur var síðan ráðinn fram-
kvæmdastjóri Sambands íslenskra
sveitarfélaga með atkvæðum allra
stjórnarmanna og gegndi því starfi
1948–52. Þá var Eiríkur skattstjóri í
Hafnarfirði 1954–62 og sýndi í því
starfi sem öðru mikla skyldurækni
og lipurð í samskiptum.
Aftur fékk Hafnarfjarðarbær að
njóta starfskrafta og mannkosta Ei-
ríks, er hann í ársbyrjun 1967 gerð-
ist forstjóri elli- og hjúkrunarheim-
ilisins Sólvangs. Koma hans þangað
var á sinn hátt táknræn, þar sem Ei-
ríkur átti á sínum bæjarstjóraárum
hugmyndina að staðarvali Sólvangs
við Hörðuvelli.
Með miklum sóma gegndi Eiríkur
forstjórastarfinu á Sólvangi allt til
ársloka 1981. Var ætíð skilningsrík-
ur á hagi og þarfir vistmanna og
þægilegur í öllum viðskiptum. Þann-
ig áttum við bæjarráðsmenn á þess-
um árum mjög ánægjulegt samstarf
við Eirík, sem alltaf fann úrræði til
lausnar mála og hafði góða stjórn á
rekstrinum. Fyrir öll þau samskipti
skal nú þakkað á merkum tímamót-
um.
Eiríkur hefur víða komið við sögu
félags- og menningarmála í Hafnar-
firði. Meðal annars var
hann einn af stofnend-
um Tónlistarfélags
Hafnarfjarðar, sem
starfaði með miklum
blóma um árabil.
Stuðlaði eiginkona Ei-
ríks, Björg Guðna-
dóttir, ásamt fleirum
að tilurð þessa menn-
ingarfélags, sem
stofnaði Tónlistar-
skóla Hafnarfjarðar
1950. Björg var mikill
tónlistarunnandi og
góð söngkona. Hún
lést 1996.
Þá hefur Eiríkur lengi lagt mál-
efnum Hafnarfjarðarkirkju mikið lið
og gegnt þar trúnaðarstörfum, enda
gæddur ríkri trúarhneigð og er tíður
gestur við messur í kirkjunni sinni.
Á þessum tímamótum í ævi Eiríks
koma í hugann margar eftirminni-
legar myndir úr daglegu lífi hans. Til
dæmis frá því hann fyrr á árum var
oft leikstjóri við Víðavangshlaup
Hafnarfjarðar á sumardaginn fyrsta
og afhenti þá ungum hlaupurum
verðlaun eða leiddi hundinn „Snata“
um götur bæjarins og hljóp stundum
við fót. Og alltaf hefur Eiríkur verið
jafnalþýðlegur í háttum og viðmóti,
laus við hroka, tildur og sýndar-
mennsku.
Snilld Eiríks í ljóðagerð við marg-
vísleg tækifæri mun ásamt öðru
halda nafni hans lengi á lofti. Þannig
naut ég Eiríks við að semja ljóð við
sönglög mín, sem hann gerði bæði
fljótt og svo vel, að betur gat ekki
fallið að laglínum. Vonandi kemur að
því, að ágætu ljóðin hans Eiríks og
önnur hugverk verði gefin út í bók-
arformi. Það mundi marga gleðja og
væri verðug viðurkenning, ef bæjar-
yfirvöld beittu sér fyrir slíkri útgáfu.
Sumir menn verða ekki gamlir,
þótt aldurinn færist yfir. Aðrir eld-
ast og gamlast fljótt, þótt miklum
árafjölda sé ekki til að dreifa. Eirík-
ur er dæmigerður fulltrúi fyrr-
nefnda hópsins. Ókunnugir, sem sjá
nú Eirík á röskum gangi, mundu
vart trúa, að þar væri maður níræð-
ur á ferð. Svo kvikur er hann enn á
fæti, hress og glaðsinna með frjóan
huga og velvilja til samferðafólksins.
Um leið og ykkur tvíburasystkin-
um, Eiríki og Sólveigu Björgu eru
hér fluttar hugheilar blessunaróskir,
vil ég þakka þér, kæri Eiríkur, löng
og mannbætandi kynni, hlýleikann
við föður minn og allt þitt merka og
góða framlag í þágu bæjarins okkar,
menningar og mannlífs þar. Veit ég,
að þakklátur hugur margra fleiri
samferðamanna lífs og liðinna mun
fylgja þér um ókomin æviár.
Megir þú sem lengst njóta sólset-
urs ævinnar í friðsæld við góða
heilsu og halda áfram að vera ungur í
anda og fasi.
Árni Gunnlaugsson.
EIRÍKUR
PÁLSSON
BRÉF
EINS og kunnugt er skammstöf-
um við býsna margt, í mörgum til-
fellum til að spara pláss og til að
auka hagkvæmni. Þarf ekki að
eyða mörgum orðum til að leiða
slíkt í ljós. Ólíkt er þægilegra að
bera fram SÍBS en Samband ís-
lenskra berklasjúklinga, svo og
LÍÚ, í stað Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna. Þessu höf-
um við vanist með tímanum.
En ekki er langt síðan tekið var
að skammstafa heiti Bandaríkja
Norður-Ameríku með BNA. Áður
var þetta skammstafað USA, en á
máli innfæddra, sem mæla á enska
tungu, að minnsta kosti flestir,
heitir þessi ríkjasamsteypa (50 ríki
eða fylki) United States of Am-
erica, eða Sameinuð ríki Ameríku,
eftir orðanna hljóðan. Mér er ekki
kunnugt um að nágrannaþjóðir
okkar skammstafi heiti Bandaríkj-
anna á annan veg en með USA.
Hvað segir ekki Piet Hein í ljóði
sínu: „Det eneste rigtige“ = Hið
eina rétta:
Naar klokken er 11 í Danmark,
en den 5 í USA
10 í London, og 18 í Kína
og 13 omkring Moskva.
Hvor er vi danske et udvalgt folk,
at vi netop er födt í selve
det lille velsignede land, hvor klokken
er 11, naar den er 11.
Þarna notar ekki skáldið
skammstöfunina AFS, í stað heitis
Dana á Bandaríkjunum sem er
fullu nafni Amerikas Forenede
Stater og samsvara mundi okkar
skammstöfun á hinu volduga ríkja-
sambandi, en þeir nota hana bara
ekki, þeir ágætu menn. Hverjir,
nema við Íslendingar, þekkja
skammstöfunina BNA? Ég held fá-
ir.
Tilvitnunina í ljóð Piets Hein
munu flestir skilja. Gamansemin
er rík hjá honum að venju. Annars
bið ég afsökunar, ef einhverjum
finnst ekki við hæfi að birta annað
en íslenskt mál í íslensku dagblaði.
Með þökk fyrir væntanlega birt-
ingu.
AUÐUNN BRAGI
SVEINSSON,
Hjarðarhaga 2, Reykjavík.
Nokkur
orð um
skamm-
stöfun
Frá Auðuni Braga Sveinssyni:
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is