Morgunblaðið - 22.04.2001, Page 10

Morgunblaðið - 22.04.2001, Page 10
Y FIR háveturinn er Medjugorje kyrrlátt sveitaþorp, rétt eins og öll hin þorpin í Bosníu- Hersegóvínu. Munurinn liggur í um milljón gestum sem sækja Medjugorje heim, fólk sem er í leit að sjálfu sér ef marka má sálnahirðinn Svetozar Kraljevic. Staðurinn hefur verið áfangastaður kaþólskra píla- gríma í nærri því tuttugu ár eftir að María Guðsmóðir birtist sex börnum og rifið efnahag staðarins upp. Þeir eru einnig margir sem trúa því að sýn barnanna og allt sem á eftir fylgdi sé eitt allsherjarsvindl til að hleypa lífi í efnahag svæðis sem hefur upp á fátt að bjóða en straumurinn til þorpsins er látlaus, eykst ef eitthvað er. Bosníustríðið snart Medjugorje mun minna en mörg þorp og bæi í ná- grenninu, engar sprengjur féllu á þorpið, það var vin í eyðimörkinni mitt í firringu Bosníustríðsins. Að- sóknin hrundi að vísu, en þó ekki al- veg. Þótt verið væri að jafna hluta Mostar, sem er aðeins um hálftíma- akstur í burtu, við jörðu mátti sjá bandaríska og írska pílagríma í Medjugorje. Fólk sem sumt hvert virtist varla gera sér grein fyrir ástandinu sem ríkti í landinu. Enda er Medjugorje ekki dæmi- gert fyrir Bosníu, það er eins og meirihluti þorpa í suðvesturhlutan- um, Hersegóvínu, byggt Króötum og allt þar minnir á nágrannaríkið; far- símakerfið, gjaldmiðillinn, málið, fólk- ið, þjóðernishyggjan. Fáninn sem blaktir við hún er króatískur, ekki bosnískur. „Þjóðernishyggjan hér er hin sama og annars staðar í Hers- egóvínu. Okkur þótti afar leitt að sjá breska skriðdreka bruna í gegnum þorpið að tilgangslausu,“ segir einn íbúanna í Medjugorje og vísar til við- bragða SFOR við nýlegum ólátum við nokkur útibú Hercegovina-bankans, m.a. í þorpinu. „En ég á ekki von á því að þetta dragi dilk á eftir sér, til þess erum við of upptekin, pílagrímatím- inn er genginn í garð.“ Hundrað prestar við störf Það er ekki orðum aukið að nóg sé að gera í Medjugorje frá páskum og fram í nóvember, fjöldi minjagripa- verslana og gistiheimila í 4.000 manna þorpi er yfirþyrmandi og allt sem kirkjunni tengist mikið að umfangi. Átta prestar eru í bænum en þegar mikið liggur við, t.d. um páskana, eru hátt í 100 prestar af ýmsu þjóðerni þar. „Þeir sjá um flestar athafnir og skriftirnar, við prestarnir hér höfum takmarkaðan tíma til þess, okkar hlutverk er að skipuleggja komu þeirra og dvöl hér, svo og messuhald- ið,“ segir faðir Svetozar Kraljevic, enskumælandi prestur um fimmtugt, mikill áhugamaður um myndavélar og önnur tól og tæki. En það er önnur saga. Medjugorje var ósköp venjulegt 2.000 manna þorp þar til dag einn í júní árið 1981, er sex börn úr þorpinu kváðust hafa séð Maríu Guðsmóður, sem bar þeim skilaboð sem þau áttu svo að koma áleiðis. Börnin, sem nú eru fullorðið fólk, hafa komið þeim smám saman áleiðis og reyndust flest varða óskina um frið, sem margir telja táknrænt fyrir það sem á eftir kom, svo og um mátt bænarinnar. Börnin voru á sínum tíma rannsök- uð hátt og lágt af vísindamönnum og hafa fjölmargar bækur verið skrifað- ar um rannsóknirnar á þeim, svo og auðvitað um skilaboð Maríu Guðs- móður. Kirkjan hefur ekki viðurkennt birtinguna, en kirkjunnar menn í Medjugorje taka slíkt ekki nærri sér og segja slíkt tímafrekt, auk þess sem páfinn hafi óopinberlega stutt börnin og prestana í þorpinu. „Það sem máli skiptir eru frelsaðar sálir,“ segir einn þeirra. Morgunbænir með pílagrímunum Börnin eru orðin fullorðið fólk og aðeins eitt þeirra, hin fertuga Vicka Ivanovic, er reiðubúin að tala við þá sem leggja leið sína til Medjugorje. Hin neita, sum greinilega þreytt á þeim gríðarlega ágangi sem milljón pílagríma á ári hlýtur að vera. Heimili þeirra bera vott um alla þá fjármuni sem streymt hafa til þorpsins í kjölfar sýnarinnar, þau eru stór og glæsileg. Ómögulegt reynist að ná tali af Vicku, yfir 200 pílagrímar standa spenntir fyrir utan húsið þar sem hún boðar erindi Maríu á hverjum morgni, kl. 8. Hún boðar daglegar bænir, föstur og ræktun trúarinnar á króatísku og ítölsku og orð hennar eru þýdd yfir á ótal tungumál. Lítið hefur dregið úr troðningnum rúmum tveimur tímum síðar og löng röð fólks af ólíku þjóðerni hefur raðað sér upp í von um áheyrn. Vicka sjálf virðist óþreytt, brosir án afláts, veifar til mannfjöldans af tröppum hússins og endurtekur í sífellu orð sín um mátt bænarinnar. Pílagrímarnir ráfa um þorpið sem er ekki stórt. Nær allir leggja leið sína upp á hæðina þar sem María guðsmóðir birtist börnunum, biðjast fyrir, syngja og kyssa krossana sem komið hefur verið fyrir, sumir ber- fættir í urðinni. Kirkjan dregur sömu- leiðis að sér mikinn fjölda en nær stanslaust messuhald er þar yfir páskahátíðina. Hópur líbanskra kaþ- ólikka virðist fá vitrun fyrir utan kirkjuna er sólargeisli brýst í gegnum óreglulega skýjamyndun en annars er ekki vitað um nein kraftaverk yfir þessa páska, þrátt fyrir að margir sjúkir leggi leið sína til Medjugorje. Nær allir koma svo við í minjagripa- verslunum þar sem til sölu eru allar mögulegar útgáfur af Maríu mey, úr plasti. Hagnast á trúnni Faðir Kraljevic er maður raunsær, bæði þegar rætt er um trúmál og tengsl þeirra við efnahag. „Það er óhjákvæmilegt að einhverjir reyni að hagnast á trú eins og öðru og eftir- spurnin eftir minjagripunum er vissu- lega fyrir hendi,“ segir hann og ypptir öxlum. Erfitt er að verða sér úti um tölur um hagnaðinn af straumi píla- gríma til Medjugorje en það þarf eng- an reiknimeistara til að gera sér grein fyrir því að hundruð þúsunda gesta á ári, sem dvelja frá einum og upp í sjö daga, þurfa gistingu, mat og eitthvað til að hafa með heim. Þorpsbúar eru tregir til að ræða góða afkomu, við- urkenna þó að þeir komist betur af en á öðrum stöðum í Hersegóvínu. Einn þeirra, Marion Vasilj, leigir jarðhæð húss síns undir pizzustað, og segist vilja sjá sem flesta pílagríma í Medjugorje. Honum finnst ekki ágangur af gestunum. „Ég viður- kenni að þegar þetta gerðist fyrir tuttugu árum var ég hissa í byrjun. En ég vissi að börnin voru úr góðum kaþólskum fjölskyldum, og nú trúi ég Undrið í Bosníu Séra Svetozar Kraljevic heimsækir munaðarleysingjahælið, Þorp mæðranna, sem kirkjan í Medjugorje hefur reist fyrir hluta þess fjár sem pílagrímar hafa látið af hendi rakna á sl. tuttugu árum. Mitt í hinum króatíska hluta Bosníu er að finna þorpið Medjugorje þar sem María guðsmóðir birtist hópi barna fyrir tuttugu árum. Milljónir kaþólikka hafa heimsótt staðinn frá þeim tíma, sumir í von um kraftaverk, aðrir til að staðfesta trú sína. Urður Gunnarsdóttir og Thomas Dworzak eyddu páskunum með þúsundum pílagríma. Thomas Dworzak/Magnum Photos Pílagrímar hvaðanæva að fara upp á hæðina þar sem fullyrt er að María guðsmóðir hafi birst árið 1981. Krossar hafa verið reistir þar sem hún birtist, flestir pílagrímarnir biðja við krossinn þar sem hún er sögð birtast oftast. 10 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.