Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ INDÓNESÍA er gríðarlega stórt og fjölbreytt land. Það samanstendur af mörg þúsund eyjum sem eru byggðar yfir 300 ólíkum þjóðarbrot- um sem tala jafnmörg tungumál. Sukarno, fyrsti forseti Indónesíu, sameinaði eyjarnar í Indónesíu árið 1945 eftir að hafa barist gegn evr- ópskum yfirráðum. Herstjórinn Suharto náði völdum af Sukarno nokkrum árum síðar og stjórnaði þjóðinni með heraga í 32 ár. Indó- nesía fór illa út úr asísku efnahags- kreppunni árið 1997 og árið 1998 var Suharto hrakinn frá völdum af stúdentum landsins sem sameinuð- ust gegn honum og þeirri spillingu sem hann stóð fyrir. Árið 1999 voru fyrstu lýðræðis- legu kosningarnar haldnar í Indó- nesíu og enduðu með sigri múslima- leiðtogans Abdurrahman Wahid. Reyndar sigraði flokkur Megawati Sukarnoputri, Indonesian Demo- cratic Party of Struggle, dóttur Sukarno, kosningarnar en sam- kvæmt indónesísku stjórnarskránni velur þingið forseta. Fjöldi músl- imaflokka myndaði kosningabanda- lag að baki Wahid til þess að koma í veg fyrir að kona yrði forseti. Wahid varð því fyrsti forseti lýðræðisrík- isins Indónesíu. Pólitískir erfiðleikar Wahids forseta Wahid hefur verið forseti í tæp tvö ár og átt við mikla erfiðleika að stríða, einna helst síðustu mánuði. Dagblaðið Jakarta Post sagði frá því síðastliðinn þriðjudag að sjö þing- flokkar hefðu ákveðið að leggja fram ákæru öðru sinni á forsetann vegna tveggja fjármálahneykslis- mála sem talið er að hann sé við- riðinn. Ákærurnar geta leitt til þess að forsetinn neyðist til að segja af sér og um það snúast umræðurnar í Jakarta þessa dagana. Flest dagblöð og stjórnmálaskýr- endur virðast gera ráð fyrir því að Wahid verði ekki lengi áfram við völd. Dablöð og tímarit í Indónesíu eru uppfull af vangaveltum um póli- tíska framtíð og forystu landins. Einn viðmælandi Morgunblaðsins fullyrti að hann hefði heyrt orðróm úr innsta hring ríkisstjórnarinnar að Wahid hefði þegar tekið ákvörð- un um að segja af sér og að afsögnin myndi eiga sér stað á næstu vikum. Líklegt er að dragi til tíðinda þegar þingið kemur saman á ný í lok apr- ílmánaðar. 1,2 milljónir flóttamanna í eigin landi Staða Wahids er ekki mjög sterk þessa dagana. Flokkabandalagið sem stóð að baki kjöri hans í kosn- ingunum 1999 hefur nú dregið til baka stuðning sinn og nú nýtur hann einungis stuðnings síns eigin flokks á þingi. Múslimaflokkarnir hafa lýst yfir stuðningi við varafor- seta landsins, Megawati Sukornap- utri, og vilja nú að hún verði næsti forseti landins. Megawati nýtur mikils stuðnings meðal þjóðarinnar en það verður að teljast kaldhæðið að flokkarnir, sem neituðu að styðja hana í kosningunum 1999 vegna þess að hún væri kona, vilja hana nú í forsetastól. Meðan á þessari pólitísku leikfimi stendur í Jakarta brenna hús og stríð geisa víða í Indónesíu. Wahid hefur verið gagnrýndur fyrir að eyða mestum tíma sínum í að reyna að styrkja stöðu sína á þinginu í Jakarta í stað þess að takast á við vandamálin sem ríkja í landinu. Og víst er að þau eru mörg. Samkvæmt stærsta dagblaði Indónesíu, Jakarta Post, eyðir ríkisstjórn Indónesíu þremur milljörðum rúpía á dag (u.þ.b. 30 milljónum íslenskra króna) í þær 1,2 milljónir flótta- manna sem eru dreifðir um landið. Og þegar litið er á þær erjur sem ríkja milli þjóðflokka og trúarhópa víða í Indónesíu þarf þessi háa tala flóttamanna ekki að koma á óvart. Langvinnustu erjurnar eru í Aceh, vestasta héraði Súmötru. Þar hafa samtökin „Free Aceh Move- ment“ (GAM) barist fyrir sjálfstæði héraðsins frá Indónesíu í tugi ára. Aceh er hérað sem er ríkt af olíu- lindum og öðrum náttúrulegum auð- æfum. Hreyfingin vill ráða yfir þessum auðæfum sjálf og hefur bar- ist fyrir því með vopnum gegn indó- nesískum öryggissveitum í fjölda ára. Andspyrna þeirra hefur verið öflug nú síðustu mánuði og það sem af er þessu ári hafa 400 manns látið lífið í Aceh, þar af tíu nú um páskana samkvæmt Jakarta Post. Í hinum enda Indónesíu, austasta héraði landsins, Irian Jaya, orsakar önnur sjálfstæðishreyfing fleiri dauðsföll. Organasi Papua Freedom and Independence of Irian Jaya (OPM) hefur einnig barist fyrir sjálfstæði Irian Jaya í mörg ár. Hreyfingin hefur haft frekar hægt um sig síðustu vikur og mánuði en það er aldrei að vita hvenær með- limir hennar láta til skarar skríða á ný. Deilurnar í Borneó enn óleystar Það þarf varla að kynna deilurnar í Borneó en afleiðingar þeirra prýddu forsíður flestra tímarita og dagblaða fyrir tæpum tveimur mán- uðum. Frumbyggjar Borneó, dayak- ar, gengu berserksgang gegn að- fluttum íbúum eyjarinnar sem ættaðir eru frá Madura, eyju norður af Jövu. Enginn veit hvað kveikti bálið í þetta sinn en áður hefur soðið upp úr í samskiptum hópanna, árið 1997 og árið 1999. Í þetta skiptið er talið að um 500 manns hafi látið lífið, karlar, konur og börn urðu fórn- arlömb dayakanna sem afhöfða and- stæðinga sína samkvæmt fornum sið þjóðflokksins. Ríkisstjórn Indónesíu stóð fyrir miklum fólksflutningum frá hinni þéttbýlu Madura á sjöunda og átt- unda áratugnum. Íbúar eyjarinnar voru fluttir á margar nærliggjandi eyjar, meðal annars Borneó, og var þeim gefið land til að búa á. Dayak- ar saka ríkisstjórnina um að hygla aðfluttum hvað varðar störf og menntun og reiði þeirra brýst út á áðurgreindan hátt. Ríkisstjórnin stendur nú í samningaviðræðum við forystumenn dayaka um lausn á deilunni en tugir þúsunda flótta- manna hafa þegar verið fluttir aftur til Madura og er ekki vitað hvað verður um þá en víst er að þeir eiga ekki afturkvæmt til Borneó. Indónesía er á sjálfstýringu? Það vakti verulega athygli fjöl- miðla hvað stjórnvöld voru lengi að ná tökum á ástandinu í Borneó. Indónesískir fjölmiðlar segja að átökin hafi geisað í sex til tíu daga áður en lögreglu og hernum tókst að binda endi á morðin. Stjórnmála- skýrendur segja að hæg viðbrögð hersins og stjórnvalda sýni vel hve veik staða Wahids forseta sé og sömuleiðis hersins. Reyndar var Wahid í pílagrímsferð í Mið-Aust- urlöndum þegar ofbeldið blossaði upp í Borneó. Hann var harðlega gagnrýndur fyrir að snúa ekki heim til að takast á við vandamálið. Einn stjórnmálaskýrandi gekk svo langt að segja að Indónesía væri stjórn- laust land um þessar mundir: „Indó- nesía er á sjálfstýringu, með engan raunverulega við stjórnvölinn,“ seg- ir Jusuf Wanandi í Jakarta Post. Hann bendir á að tími sé kominn til að stjórnendur landsins hætti að hugsa um eiginn hag og fari að tak- ast á við vandamál þjóðarinnar. Auk Borneó, Aceh og Irian Jaya standa múslimar og kristnir í bar- áttu á Sulawesi og á Norður- og Suður-Maluku eyjum, áður nefnd- um Kryddeyjum. Á þeim svæðum þarf oft lítið til að upp úr sjóði á milli trúarhópanna sem víða hafa dregið línu sín á milli. Á Sulawesi eru þorp ýmist rauð eða hvít og því minna samneyti sem er á milli þorpa af ólíkum lit, því meiri friður. Í Ambon á Suður-Kryddeyjum eru göturnar í einni og sömu borginni ýmist rauðar eða hvítar og helst friðurinn á meðan kristnir halda sig á sínum götum og múslimar á sín- um. Indónesía er fjölmennasta músl- imaríki heims en um 80% hinna 215 milljón íbúa eru múslimar. Kristni og hindúismi eru þó ráðandi trúar- brögð á fjölmörgum eyjum landsins. Athygli stjórnmálaskýrenda í Jak- arta hefur undanfarið beinst að þeim möguleika að ákveðnir stjórn- málaflokkar vilji gera Indónesíu að íslamsríki. Amien Rais er í forsvari fyrir bandalag múslimaflokka sem eiga sæti á þingi og velta menn nú vöngum yfir því hvers vegna banda- lagið hefur dregið stuðning sinn við Wahid til baka og styðji nú varafor- setann og dóttur fyrsta forseta landsins, Megawati Sukarnoputri, til forseta. Stjórnmálaskýrendur telja að þessi stefnubreyting sé liður í þeirri áætlun flokkanna að ná völd- um og gera Indónesíu að ríki íslams. Ef það gerist telja menn að dagar Indónesíu sem ríkis séu taldir. Svæði þar sem kristnir eru í meiri- hluta hafa þegar gefið til kynna að þeir myndu krefjast sjálfstæðis verði Indónesía ríki Múhameðs. Hvað gerir Indónesíu að þjóð? Segja má að fjölbreytileiki íbúa Indónesíu sé það sem er mest heillandi við þjóðina en jafnframt stærsta vandamál hennar. Hvað er það sem gerir Indónesíu að þjóð? Þegar stórt er spurt er fátt um svör en margir íbúar Indónesíu vilja sjá Megawati sem forseta landsins vegna þess hvað hún er mikill þjóð- ernissinni, kannski ekki að ástæðu- lausu þar sem faðir hennar, Suk- arno, er „faðir“ þjóðarinnar. Margir vilja líka að núverandi for- seti, Wahid, verði áfram við völd og eru jafnvel tilbúnir að láta lífið verði hann hrakinn frá völdum. Þúsundir sjálfboðaliða hafa á síðustu tveimur vikum skráð sig á lista þar sem þeir lýsa því yfir að þeir séu tilbúnir að láta lífið fyrir réttkjörinn forseta lýðveldisins. Þeir trúa því að ef þeir láti lífið þegar þeir eru að vernda réttkjörinn forseta landsins fari sál þeirra beint til himna. Það eru einna helst strangtrúaðir múslimar á Jövu sem hafa skráð sig til þessa gjörða en þeir skipta þúsundum sem ætla að marsera til Jakarta til að vernda Wahid. Ég ræddi við ýmsa aðila í Jak- arta, meðal annars ritstjóra póli- tískra málefna á Jakarta Post, svæðisstjóra AFP-fréttastofunnar og upplýsingafulltrúa alþjóðaráðs Rauða krossins. Flestir viðmælend- ur voru sammála um að veik pólitísk forysta landsins hefði áhrif á hversu víða átök blossuðu upp í landinu um þessar mundir. Margir bentu á að indónesíska þjóðin hefði einnig búið við hervald í rúm þrjátíu ár og hefði aldrei fyrr haft tækifæri til að tjá hugmyndir sínar og tilfinningar. Eftir fall Suharto hafi íbúar lands- ins öðlast mál- og tjáningarfrelsi sem margir þurfa einfaldlega tíma til að venjast. Eitt eru menn þó sammála um og það er að sterka pólitíska forystu þurfi til að ná Indónesíu upp úr þeirri efnahagslegu og pólitísku kreppu sem landið er hneppt í. Margir telja að sá leiðtogi sé ekki í sjónmáli, þótt sumir telja að Meg- awati sé fær til þess. Hvað verður er erfitt að segja til um en spádóm- arnir eru margir og ólíkir. Flestir geta þó verið sammála um að nauð- synlegt sé fyrir Indónesíu, sem er þriðja spilltasta ríki heims, sam- kvæmt lista Sameinuðu þjóðanna, að taka sigtaki, og eins og stjórn- málaskýrandinn Jusuf Wanandi segir: að stjórnmálamennirnir verði að fara að setja hagsmuni þjóðar- innar í fyrsta sæti í stað sinna eigin hagsmuna. Hvort nýjan forseta þurfi til þessa verkefnis er óvíst en ræðst líklega á næstu vikum. Stjórnmálaskýrendur velta fyrir sér næstu skrefum í indónesískum stjórnmálum Morgunblaðið/Ragna Sara Mótmæli af ýmsu tagi eru tíð í Jakarta. Hér er ungt fólk að reka áróður fyrir Golkar-flokkinn, flokk Suharto fyrrverandi forseta. Kröfugöngur hafa verið nánast daglega frá því Suharto var hrakinn frá völdum fyrir þremur árum, en þá öðlaðist indónesíska þjóðin tjáningarfrelsi í fyrsta sinn í 32 ár. Mun Wahid Indónesíu- forseti segja af sér? Það líður varla sú vika að athygli alþjóða- samfélagsins beinist ekki að Indónesíu, hvort sem það er vegna óeirða, mannfalls eða pólitísks óstöðugleika. Ragna Sara Jónsdóttir kynnti sér ástandið í Jakarta og heyrði meðal annars af orðrómi um að Wah- id forseti muni segja af sér á næstu vikum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.