Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 23
Nú þarftu að taka
bílinn í gegn eftir veturinn.
Frábærar rispuviðgerðir á bílalakki.
Málum rispurnar, ekki bílinn.
Sparar tíma og peninga.
Bíllinn tilbúinn samdægurs.
Frábær útkoma.
Erum fluttir á Smiðjuveg 26, græn gata (Hjólkó)
Símar 557 7200 og 567 7523
FJARÐABYGGÐ hefur nú tekið
upp vinabæjarsamband við borgina
Rongcheng sem er í Shandong hér-
aði á austurströnd Kína.
Segja má að vinabæjarsamstarfið
hafi hafist formlega á sumardaginn
fyrsta s.l. þegar Xu Dong Pu vara-
borgarstjóri Rongcheng kom í heim-
sókn til Fjarðabyggðar. Með honum
í för var Wang Xuwei frá kínverska
sendiráðinu á Íslandi.Auk þess að
funda með bæjarráði Fjarðabyggðar
heimsótti Xu Dong Pong m.a. stóru
sjávarútvegsfyrirtækin í Fjarða-
byggð, Hraðfrystihús Eskifjarðar og
Síldarvinnsluna í Neskaupstað.
Að sögn Guðmundar Bjarnasonar
bæjarstjóra í Fjarðabyggð þótti
gestunum einna merkilegast að
koma á heimili hans þar sem þeir
fengu að skoða dæmigert alþýðu-
heimili á Íslandi.
Fjarðabyggð tekur upp vinabæjar-
samband við Rongcheng í Kína
Morgunblaðið/Kristín
Xu Dong Pu og Guðmundur Bjarnason í skoðunarferð um höfnina.
Bæjarstjórinn
í heimsókn
Neskaupstað. Morgunblaðið.
KRISTJÁN Þór Júlíusson, bæjar-
stjóri á Akureyri, og Sigurður Sig-
urðsson, framkvæmdastjóri SS
Byggis ehf., undirrituðu í vikunni
samning um byggingu síðari áfanga
Giljaskóla við Kiðagil á Akureyri.
Heildarstærð nýbyggingar er
2.407 m². Um er að ræða tveggja
hæða byggingu sem í er salur skól-
ans, bókasafn, tölvuver, heilsugæsla
og sérgreinastofur. Ennfremur
þriggja hæða byggingu sem í eru 12
almennar kennslustofur og stofa fyr-
ir tónlistarkennslu. Samningur tek-
ur einnig til frágangs lóðar norðan
og vestan byggingar ásamt bílastæð-
um og leiktækjum á lóð.
Verkið er hafið og því skal að fullu
lokið 15. ágúst 2002. Aðalhönnuður
skólans er Arkitekta- og verkfræði-
stofa Hauks ehf.
Þá verður lokið uppbyggingu
Giljaskóla nema aðstöðu til íþrótta-
kennslu. Skólinn verður tveggja
hliðstæðna skóli með 450 til 500 nem-
endur þegar Giljahverfi verður full-
byggt. Þegar skólinn er fullbúinn
verður skólinn einn best búni skóli á
landinu og aðstaða fyrir nemendur
og kennara öll til fyrirmyndar.
Framkvæmdir
við síðari áfanga
Giljaskóla hafnar