Morgunblaðið - 22.04.2001, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 22.04.2001, Qupperneq 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þóra IngibjörgRunólfsdóttir fæddist í Reykjavík hinn 24. janúar 1932. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi hinn 14. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Runólfur Stefánsson útgerðarmaður, f. 24. júlí 1877, d. 20. ágúst 1960, og Sigríður Jóna Einarsdóttir húsmóðir, f. 17. sept. 1891, d. 12. ágúst 1951. Bræður hennar voru Trausti sem er látinn og Ein- ar sem er búsettur í Bandaríkjun- um. Hálfsystkini Þóru samfeðra eru: Anna, Stefán, Jón, Þórir, Sig- urður, Stefnir og Elliði sem öll eru látin. Móðir þeirra var Þóra Jóns- dóttir. Hálfsystkini Þóru sam- mæðra: Súsanna, Svanborg og Al- dís Eyrún sem einnig eru látnar. Faðir þeirra var Þórður Yngvars- son, söðlasmiður og kennari. Þóra Ingibjörg giftist Hafsteini Flórentssyni, f. 13.7. 1930, húsa- smið frá Reykjavík, og eignuðust þau þrjá syni. Þeir eru: 1) Sig- urður, f. 11. nóv. 1954, kvæntur Ingibjörgu Eiríksdóttur, synir þeirra eru Hafsteinn Þór, Guðmundur Örn og Hrafnkell Orri. Ingibjörg átti tvö börn fyrir, Eirík Gunnar og Rebekku. 2) Hörður, f. 31. mars 1959, kvæntur Lilju Stefánsdóttur, börn þeirra eru: Andri, Björk og Heiðrún. Lilja átti einn son fyrir, Davíð. 3) Egill, f. 31. okt. 1964, kvæntur Bryn- dísi Óskarsdóttur, dætur þeirra eru Ás- dís og Auður. Þóra Ingibjörg nam gullsmíði sem ung kona en starfaði ekki við það. Lengst af starfaði hún sem gangavörður í Flataskóla í Garða- bæ. Síðan rak hún verslun ásamt Sigurði syni sínum um nokkurra ára skeið. Hún var mjög félags- lynd og starfaði mikið með kven- félagi Garðabæjar og Alþýðu- bandalaginu í Garðabæ. Útför Þóru Ingibjargar fer fram frá Garðakirkju í Garðabæ á morgun, mánudaginn 23. apríl, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkju- garði. Við urðum hljóð og döpur að morgni skírdags er Bryndís okkar hringdi og tilkynnti okkur skyndileg og alvarleg veikindi tengdamóður sinnar, Þóru Ingibjargar Runólfs- dóttur. Tveimur sólarhringum síðar var hún öll, án þess að neinn fengi að gert. Við hjónin höfum átt því láni að fagna að eiga samleið með þeim ágætu hjónum Þóru og Haf- steini í tæplega 18 ár af lífsleiðinni, allt frá því að börnin okkar fóru að draga sig saman. Það var yndisleg- ur sumardagur í ágúst 1987 þegar þau giftu sig í Garðakirkju. Töðu- ilmurinn var í lofti eins og í sveitinni forðum daga. Samskipti okkar við þau hjón hafa alltaf verið með mikl- um ágætum. Þóra var skarpgreind kona og glæsileg, hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, og fylgdist vel með öllum þjóðmál- um. Var oft skemmtilegt að eiga við hana rökræður um allt milli himins og jarðar. Hún var mjög félagslynd, starfaði m.a. í Kvenfélagi Garða- bæjar og var alltaf mjög tillögu- og úrræðagóð. Mikil húsmóðir var hún og snyrtimennskan, bæði innandyra og utan, leyndi sér ekki. Dóttur okkar var hún góð tengdamóðir, alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd. Ásdís og Auður nutu hennar góðu ömmueiginleika í ríkum mæli. Við kveðjum Þóru með söknuði, virð- ingu og þakklæti. Með henni er gengin góð kona, sem samferða- menn minnast með mikilli virðingu og þökk. Hafsteini og öllum að- standendum vottum við dýpstu sam- úð og biðjum þeim guðs blessunar. Guðrún Hjálmsdóttir, Óskar Einarsson. Elsku amma mín. Nú ertu farin frá okkur svo skyndilega að ég næ varla að átta mig á aðstæðunum. Þú kvaddir þjáningar þínar, sem hrjáðu þig síðustu sólarhringa lífs þíns, á snöggan hátt. Enginn gat ímyndað sér að Guð kæmi sem hendi væri veifað og tæki þig frá okkur í blóma lífsins. Hugur minn er uppfullur af sorg, reiði og yndislegum minning- um sem aldrei munu gleymast. All- ar þessar minningar bera vott um að þú varst án efa sú yndislegasta manneskja sem ég hef á ævi minni kynnst. Öll þessi hlýja, ást og alúð sem þú veittir mér í gegnum árin er mér ómetanleg. Allar þessar frá- bæru minningar um stundir okkar saman eru á fleygiferð í kollinum á mér og fá mig til að brosa í gegnum tárin. Við áttum alveg einstaklega vel saman og gátum skemmt okkur svo tímunum skipti á meðan ég var hjá ykkur í Aratúninu. Við brölluðum ýmislegt. Þegar ég var á aldur við Auði fékk ég þá hugdettu að láta gata á mér eyrun. Ég sagði þér frá því og þú vildir endilega hrinda þeirri hugmynd í framkvæmd. Það varð síðan úr að ég og þú fórum suður í Hafnarfjörð og létum gera göt í eyrun á okkur báðum tveim, án þess að tala við kóng eða prest. Þeg- ar mamma og pabbi komu svo til að ná í mig urðu þau furðu lostin, en þá svaraðir þú: „Nú, barnið vildi fá göt í eyrun, þá fær hún göt í eyrun.“ Þú lést allt eftir mér, hvað sem það var, og dekraðir við mig eins og ég væri prinsessa. Þú þoldir ekki endalaust búðaráp, en samt léstu það eftir mér og í Kringluna var far- ið. Allir íspinnarnir í morgunmatinn og ef mér leiddist varstu alltaf til í að spila Ólsen fram og til baka. Hún amma var alveg einstaklega þolinmóð. Sumarið áður en ég átti að byrja í fyrsta bekk í skólanum tók hún sig til og keypti lestrarbók handa mér, því ég átti nú að vera orðin læs fyrir skólann. Síðan settist hún niður með mér dag eftir dag og við lásum saman staf fyrir staf, svo úr varð að ég var orðin fluglæs þeg- ar ég byrjaði í skólanum. Hún vildi nú líka að barnið kynni að reima, svo hún settist niður með mér og kenndi mér þessa fínu slúffu eins og hún sjálf sagði það. Amma var einstaklega falleg kona og bar sig ákaflega vel. Hún var mikið fyrir að punta sig og átti stórt safn skartgripa. Einn sumar- dag þegar ég og Björk vorum hjá henni heimilaði hún okkur aðgang að öllum þessum gersemum. Hún puntaði okkur fallega og lét á okkur alls konar dýrindis hálsmen, arm- bönd og eyrnalokka. Síðan fengum við að fara í hælaskó og út á stétt. Þetta þótti okkur ógurlega gaman og ekki skemmdi fyrir að við feng- um að setjast í rauða prinsessustól- inn. En nú hefur hún amma, þessi dugmikla kona, kvatt þennan heim og er orðin fallegasti engillinn á himnum. Hún mun vaka yfir okkur og gæta, eins og hún hefur alla tíð gert. Allir þeir sem þekkt hafa hana ömmu munu minnast hennar sem glaðlyndrar, ánægðrar, sjálfstæðrar og ómissandi manneskju. Elsku amma mín. Ég mun aldrei geta sætt mig við hvað þú varst tek- in fljótt frá okkur. Guð er ekki alltaf sanngjarn. Ég mun sakna þín enda- laust en ég læri að lifa með sorginni. Þú ert ein albesta manneskja sem ég hef hitt og er stolt af því að vera barnabarn þitt. Þú getur ekki ímyndað þér hvað mér þótti og þyk- ir vænt um þig elsku amma mín. Við hittumst vonandi hjá Guði. Þín Ásdís. Elsku amma garðó, mig langaði að kveðja þig með fáeinum orðum og þakka fyrir þær stundir sem við áttum saman, þær hefðu mátt vera fleiri en þær sem við áttum hefðu ei getað verið betri. Það sem mér kemur fyrst í hugann er þín létta lund og þín háa hvella rödd sem var ómissandi hluti af fjölskylduafmæl- um og öðrum fjölskylduboðum, hve hreinskilin þú varst og ófeimin við að láta skoðanir þínar í ljós, enda varstu með skoðanir á öllum málum. Einnig það að þú varst mjög áhuga- söm um að heyra skoðanir annarra á málum sem rædd voru og skoð- anir fólks á lífinu yfirleitt. Eitt sinn spurðirðu mig: „Eiríkur, hvernig er það, eru öldurnar úti á sjó svona stórar eins og maður sér í sjónvarp- inu?“ Þetta var mér sérstaklega minnisstætt, og var ég mjög stoltur að þú skyldir spyrja mig, þá rétt rúmlega tvítugan manninn út í það sem ég hafði verið að upplifa í mínu lífi. Það er óhætt að segja að þú hafir mótað mann á þinn hátt. Strax þeg- ar ég hef verið svona um tíu ára og var búinn að vera að safna mér fyrir fjarstýrðum bíl í marga mánuði, þá kom fram sú hugmynd hjá þér að það væri nú viturlegra að kaupa sér þessar nýju tölvur sem voru að koma á markaðinn, Sinclair Spectr- um, sem eru þjóðkunnar í dag sem eitt af bernskuskrefum tölvuþró- ÞÓRA INGIBJÖRG RUNÓLFSDÓTTIR                  !"            ! "       #        $  %&! " ! '&!((! #$ $"  !  $" $"  %%&$ "'() $" &$"  (" &*!+                                   !  " #$    $%%       !"" #    $"  # %"" & ' %" "" $( # % # "")                                        !  "  #$   $$%           !      #  $%&    #' &  & &   & & & &  (                                     !" #$%&' '%%$ $(' ' )*%%$  +,%$ )*-  '%*&&' +,' %$ $ %%&'' -' ,&"                                                    !" "#$$  %  "#$$  &  !  '!% ()  "#$$   (     $  "#$$  %*   %*      %    )                                             ! "   #  $ %   &   '   )  )*  #   + ,    -  .                                            !""#    !" #$ %  !& '(  & ))% *  +,- &..  /%%   & ))%    / %0 !& )&..  +,-   !& ))%"
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.