Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 58
FÓLK Í FRÉTTUM 58 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ SVEITATÓNLIST hefur verið vin- sælasta tónlistarform Bandaríkj- anna lengur en elstu menn muna. Síðstu ár hefur heldur hallað undan fæti í sveitatónlistinni, ekki síst vegna þess að endurnýjun hefur ver- ið með minnsta móti í stétt sveita- söngvara; unga fólkið vill heldur leika rokk eða rapp en klæða sig upp með kúrekahatta og hnéhá leðurstíg- vél og gutla í tónlistarformi sem því þykir fullfágað og ger- ilsneytt. Ýmislegt er þó í tónlistinni sem vert er að leggja sig eftir, ekki síst ef menn leita aftur til upprunans, í átt frá hátæknivæddri fullkomnum í ein- læga túlkun. Ekki skemmir síðan er menn beita raf- gíturum og álíka til að skerpa á hljómnum. Á jaðri sveitatónlistar hafa ævinlega starfað rokkhljómsveitir með góðum árangri og mægir að nefna Byrds, sem nutu mikillar hylli á sínum tíma fyrir tón- list sem bræddi saman sveita- stemmningu og gítarpopp, en höf- undur þeirrar stefnubreytingar hjá sveitinni var Gram Parsons, sem er með merkustu tónlistarmönnum seinni ára vestan hafs. Í seinni tíð hafa margir freistað þess að endurskapa sveitatónlistina með því að leita í upprunann og beita síðan nútímalegum hljóðfærum til að endurskapa gamla stemmningu. Í upphafi síðasta áratugar þóttust menn sjá hreyfingu í þessa átt með hljómsveitum og tónlistarmönnum eins og Jimmie Dale Gilmore, k.d. lang, Lyle Lovett, Palace, Gillian Welch og Dwight Yoakam, en smám saman hefur verið tilhneiging til að kalla þessa gerð tónlistar Americana og bæta í hana gamlingjunum Johnny Cash og Merle Haggard, en síðustu plötur þeirra félaga voru ein- mitt afturhvarf í einfaldari og upp- runalegri tónlist með frábærum ár- angri. Aðrir telja með svo ólíka listamenn sem Dwight Yoakam, Bob Dylan, Bruce Spring- steen, Tom Petty, Steve Earle, Luc- indu Will- iams, Johnny Dowd og svo má telja. Í Am- ericana-tónlist hræra menn saman blue- grass, western swing, hreinni sveitatónlist, blús, rokkabillí og frum- stæðu rokki. Sumir ganga enn lengra, eins og til að mynda Jim White, sem kryddar með trúartónlist, en White sendi einmitt fyrir skemmstu frá sér merkilega skífu sem kallast No Other Place. Fyrir fjórum árum sendi Jim White frá sér afbragðs plötu sem hann kallaði (Mysterious Tale of How I Shouted) Wrong-Eyed Jesus! Á plötunni nýju, sem Luaka Bob, út- gáfa Davids Byrnes, gefur út, er hann við sama heygarðshornið í sér- kennilegum lagasmíðum með enn sérkennilegri textum. Á fyrri plöt- unni var smásaga á umslaginu, en á þeirri nýju eru sérkennilegar lygi- fréttir innan um textana og óskiljan- legar skýringarmyndir. White er af- bragðs lagasmiður og fjölhæfur, en hann leyfir sér líka að fara frjálslega með lög annarra eins og heyra má á útgáfu hans á lummunni King of the Road eftir Roger Miller. Í útsetning- um leyfir hann sér líka sitthvað og skreytir meðal annars með tölvu- hljóðum og ýmislegum nýstárlegum hljóðbútum, en upptökustjórar eru og úr ýmsum áttum; Andrew Hale, sem hefur meðal annars unnið með Sade, Q-Burns Abstract Message, Sohichiro Suzuki úr Yellow Magic Orchestra og Paul Godfrey sem hef- ur unnið með David Byrne. Úr pönkátt komu einnig tónlistar- menn að sveitatónlisinni, ekki síst fyrir tilstilli manna eins og Neils Youngs, en einnig er Gram Parsons í miklum metum. Meðal brautryðj- enda var Uncle Tupelo og fyrsta plata sveitarinnar, No Depression, sem kom út 1990, er gjarnan nefnd sem kveikjan að tónlistarstefnu sem menn kalla alt-country. Þess má geta að helsta tímarit og málgagn hinnar nýju tónlistar vestan hafs heitir ein- mitt No Depression og hreyfingin sjálf var kölluð það um tíma. Uncle Tupelo leystist síðar upp í Son Volt, sem Jay Farrar leiðir, og Wilco, sem Jeff Tweety stýrir, en þeir félagar voru vinir um tíma og þá í framlínu Uncle Tupelo. Ástæða er til að vekja athygli á plötum Wilco, Being There og Summer Teeth, en sú síðarnefnda kom út fyrir tveimur árum. Með Uncle Tupelo er sjálfsagt að kynna sér No Depression og síðustu plötu sveitarinnar, Anodyne, sem kom út 1993. Af öðrum athyglisverðum sveitum síðustu ára má nefna Lambchop og hliðarverkefni leiðtoga þeirrar sveit- ar, Kurts Wagners, en hann hefur til að mynda unnið með Josh Rouse. Einnig má nefna Freakwater, Scud Mountain Boys, The Waco Brothers Whiskeytown Victoria Williams og Jayhawks, en úr síðastnefndu sveit- inni kemur einmitt Mark Olson, sem sendi frá sér mjög forvitnilega plötu fyrir skemmstu, My Own Jo Ellen. Jayhawks var gríðarlega vinsæl sveit á sínum tíma og náði hámarki með plötunni Tomorrow the Green Grass, en þá voru komnir brestir í samstarfið, ekki síst vegna þess að leiðtogi sveitarinnar, Mark Olson, vildi leita í upprunalegri strauma, meðal annars fyrir innblástur frá eiginkonu sinni Victoriu Williams, en félagar hans róa á poppmið. Olson hætti því við svo búið 1995, fluttist í Joshua Tree-eyðimörkina í Texas, þar sem Gram Parsons lést reyndar, og stofnaði hljómsveitina The Orig- inal Harmony Ridge Creek Dippers með Williams og Mike „Razz“ Russ- ell. Fyrsta platan, sem hét einfald- lega Original Harmony Creek Dipp- ers, kom út 1997, og síðan Pacific Coast Rambler ári síðar og Zola & the Tulip Tree 1999, en allar plöt- urnar eru gefnar út á merki Olsons. Fjórða platan er svo My Own Jo Ell- en sem getið er, en ekki er ljóst hvernig menn eiga að bera sig að við komast yfir eintak hér á landi. Vest- an hafs gefur Warner plötuna út, en í Evrópu er hún fáanleg að minnsta kosti hjá þýska fyrirtækinu Glitter- house, sjá www.glitterhouse.com. Einnig er vitanlega hægt að kaupa plötuna hjá Amazon sem er iðulega þrautalending íslenskra tónlistar- áhugamanna. Olson tók plötuna upp í gömlum skúr í Joshua Tree. Sjálfur sér hann um söng og gítarleik, Victoria Will- iams raddar og leikur á gítar og Mike „Raz“ Russell leikur á fiðlu og mand- ólín. Meðal gesta eru rafgítarleikari, trymbill og víbrafónleikari. Yrkis- efnið er pólitískt á köflum, þótt text- arnir séu svo lyklaðir að stundum er erfitt að skilja hvað Olson er að fara, en nokkrir textar segja frá uppruna Olsons og amma hans, sem mynd er af á umslagi, kemur við sögu í einu lagi. Sveitatónlist- in endurfædd Vestur í Bandaríkjunum keppast menn við að endurmeta tónlistararfinn og nýta við að skapa eitthvað nýtt. Árni Matthíasson segir frá ferskum straumum í bandarískri sveitatónlist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.