Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 37
✝ Helga Ólafsdótt-ir fæddist í
Reykjavík 13. apríl
1928. Hún lést á Sól-
vangi í Hafnarfirði
14. apríl síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Sigríður
Jónína Tómasdóttir
frá Skammadal í
Mýrdal, f. 12. júlí
1894, d. 7. mars 1982,
og Ólafur Bjarnason
frá Hörgsdal á Síðu,
f. 19. apríl 1889, d.
17. júní 1968. Helga
átti þrettán systkini, en eitt þeirra
lést í frumbernsku 1923. Önnur
systkini Helgu voru: Bjarni, f. 2.
Er Helga var um tveggja ára
aldur fluttust foreldrar hennar
með börn sín austur í Skaftafells-
ýslu og frá þeim tíma ólst Helga
upp í skjóli föðursystur sinnar
Helgu Bjarnadóttur og eigin-
manns hennar Þorláks Vigfússon-
ar í Múlakoti á Síðu. Helga fór á
unglingsaldri til Reykjavíkur.
Eiginmanni sínum, Andrési Ott-
óssyni, kynntist Helga 1948 og
hófu þau sambúð 1950. Þau bjuggu
allan sinn hjúskap í Reykjavík og
Kópavogi. Andrés fæddist 3. apríl
1928 og lést 13. febrúar 1993. Þeim
varð ekki barna auðið.
Auk húsmóðurstarfa vann
Helga lengstum utan heimilis við
ýmis störf en lengst við afgreiðslu-
störf hjá Happdrætti Háskóla Ís-
lands.
Útför Helgu fer fram frá Dóm-
kirkjunni á morgun, mánudaginn
23. apríl, og hefst athöfnin klukk-
an 13.30.
desember 1912, d. 20.
júní 1994; Matthías, f.
12. mars 1913; Helga,
f. 7. mars 1916, d. 8.
mars 1920; Jóhanna f.
1. júlí 1918; Ásta Þór-
unn Helga, f. 12. ágúst
1920; d. 18. október
1999; Sigríður, f. 12.
janúar 1922, d. 9. júlí
1991; Guðríður, f. 24.
október 1924, d. 10.
mars 1980; Lilja, f. 22.
ágúst 1926; Björn, f. 1.
nóvember 1930, d. 12.
júní 1992; Svava, f. 10.
febrúar 1932; Snorri, f. 6. júní
1934, og Ingibjörg, f. 2. febrúar
1937.
Helga systir mín er látin eftir
margra ára veikindi og mánaða
þrautagöngu.
Það var á vordögum 1948 sem
foreldrar okkar fluttust búferlum
til Reykjavíkur. Ég varð eftir í
sveitinni hjá Ástu systur minni sem
þá var orðin húsfreyja í Mörtungu á
Síðu. Um haustið fór ég svo til
Reykjavíkur og þá var það Helga
systir sem kom og tók á móti mér
eftir langa og að mér fannst
stranga rútuferð þar sem bílveiki
og önnur óáran herjaði á mig.
Foreldrar okkar bjuggu á Bald-
ursgötu 16 og var þar oft þröng á
þingi enda margir í heimili, en
mamma sagði alltaf, að það væri
nóg pláss, ef viljinn væri fyrir
hendi.
Í rúmt ár deildum við Helga
sama rúmi og auðvitað svaf ég,
stelpuskottið, fyrir ofan.
Helga kynntist Andrési eigin-
manni sínum á þessum árum og
flutti til hans að Njálsgötu 4b.
Um allnokkurt skeið var ekki
mikill samgangur á milli okkar
systra enda mikill munur á því að
vera liðlega tvítug eða tólf ára, ég
var litla systir með tíkarspena. Allt-
af hittumst við samt hjá mömmu og
pabba um jólin og þegar afmæli
voru haldin.
Í áranna rás jukust samskiptin
að nýju og áttu Helga og Addi ekki
minni þátt í því, m.a. með því að
gera það að fastri venju sinni að
heimsækja nánustu ættingja á
stórhátíðum. Þessar heimsóknir
voru mér og fjölskyldu minni kærar
enda voru þau hjón afar elskulegt
fólk og hógvært en glaðsinna og
einkar gott að vera í návist þeirra.
Eftir fráfall Andrésar jukust
samskipti okkar systra enn og átt-
um við ótal ljúfar samverustundir
sem ég nú geymi í þakklátum huga.
Ég kveð nú mína kæru, hógværu
og ljúfu systur.
Megi hún hvíla í friði.
Ingibjörg.
HELGA
ÓLAFSDÓTTIR
✝ Margrét ÁgústaJónsdóttir fædd-
ist í Fremri-Hlíð í
Vopnafirði 14. maí
1913. Hún lést á
Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri föstu-
daginn langa, hinn
13. apríl síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Jón
Sveinsson, f. í
Hvammsgerði í
Vopnafirði 17.9.
1871, d. 18.4. 1949, og
Sigurveig Sigurjóns-
dóttir, f. á Jónsstöð-
um ( nú Nýjabæ) í Bakkafirði 6.3.
1879, d. 10.3. 1952. Systkini
Margrétar eru Sigurður, f. 15.5.
1906, d. 26.2. 2000, Anna, f. 2.1.
1911, d. 19.3. 1996, Sveinbjörg,
19.1. 1915, Guðjón, f. 22.3. 1916, d.
10.5. 1993, og Sólveig, f. 14.8. 1917.
Margrét giftist 22. apríl 1936 Jak-
obi Ólafi Péturssyni kennara og
síðar ritstjóra, f. 13. mars 1907, d.
7. febrúar 1977. Foreldrar hans
voru Pétur Ólafsson og Þórey
Helgadóttir. Dætur
Margrétar og Jakobs
eru: 1) Hrefna, f. 9.
júlí 1936, gift Yngva
Ragnari Loftssyni, f.
1. nóvember 1932, og
eru dætur þeirra
Margrét og Nanna
Guðrún. 2) Erna, f.
26. október 1941, d.
6. maí 1993, dóttir
hennar er Ólöf Jak-
obína.
Margrét fór
snemma að heiman
til að vinna fyrir sér.
Um sautján ára aldur
fór hún í vist til Akureyrar og
kynntist þar síðar eiginmanni sín-
um. Margrét og Jakob hófu búskap
á Akureyri árið 1935 og bjuggu
þar alla sína hjúskapartíð ef undan
er skilin eins árs dvöl í Grímsey.
Meðfram húsmóðurstarfinu vann
Margrét hin ýmsu störf.
Útför Margrétar fer fram frá
Akureyrarkirkju á morgun, mánu-
daginn 23. apríl, og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Að morgni föstudagsins langa
kvaddi amma mín þennan heim. Mig
langar til að minnast hennar í fáein-
um orðum því henni á ég mikið að
þakka. Afi og amma héldu heimili
með mömmu minni og mér og amma
tók virkan þátt í uppeldi mínu þar
sem móðir mín var útivinnandi.
Margrét amma mín var mikill kven-
skörungur og fyrirmyndar húsmóðir.
Matseld lék í höndunum á henni og
þrátt fyrir að hin sígilda íslenska mat-
argerð hafi verið í hávegum höfð á
heimilinu (ég finn ennþá ilminn af
jólakökunni hennar) var hún líka
ófeimin að fitja uppá nýjungum.
Heima í Kotárgerði ræktaði hún rósir
ásamt ýmsu grænmeti og átti margar
góðar stundir í garðinum þar. Hún fór
lengst af líka í göngu á hverjum
morgni, enda alltaf mjög útitekin og
sælleg.
Amma mín hafði ákveðnar skoðan-
ir á lífinu og tilverunni. Hún var sjálf-
stæðiskona fram í fingurgóma og hélt
mikið uppá Ólaf Thors og Gunnar
Thoroddsen. Hún fylgdist ætíð ákaf-
lega vel með þjóðmálum, t.d. um-
ræðum frá Alþingi, og lá þá ekki á
skoðunum sínum um menn og málefni
dagsins, milli þess sem hún lagði kap-
al við eldhúsborðið. Hún bar með sér
reisn og glæsileika hvert sem hún fór;
forðum daga þrömmuðu ungir og
upplitsdjarfir menn alla leið frá Ak-
ureyri og inní Kristnes til að sjá hana
leika á sviði.
Aldrei varð henni misdægurt, ég
hreinlega minnist þess ekki að amma
mín hafi nokkru sinni verið veik fyrr
en nú þremur vikum fyrir andlát sitt.
Við náðum afar vel saman í tónlist-
inni. Hún hafði unun af söng og tónlist
og þá sérstaklega óperum. Jóhann
Konráðsson, Kristján Jóhannsson og
Pavarotti voru í sérstöku uppáhaldi
hjá henni. Þegar ég var heima að æfa
mig á fiðluna umbar hún misfögur
hljóðin af þolinmæði og hvatti mig
stöðugt áfram. Síðar, þegar ég var við
nám í Mílanó, varð mér oft hugsað til
þess hversu gaman amma myndi nú
hafa af því að koma með mér á Scala,
þangað sem ég fór svo oft, þökk sé
hennar góða uppeldi. Síðustu dagana
við dánarbeð hennar, þegar Pavarotti
hélt okkur félagsskap með söng sín-
um, varð mér hugsað til heimsóknar
okkar í Þjóðleikhúsið árið 1986 þegar
Kristján Jóhannsson söng í Tosca; sú
er mér hvað minnisstæðust af mörg-
um ferðum okkar í óperuna. bæði hér
heima og erlendis. Kveðjusöngur
Cavaradossi til Toscu „E lucevan le
stelle“ ber hæst í minningunni; í al-
gleymi þessarar dásamlegu tónlistar
náðum við að sameinast: „...og stjörn-
urnar skinu...
jörðin ilmaði...
garðhliðið brakaði...
og fótur straukst við sandinn...“
Þessa minningu og aðrar um ömmu
mína geymi ég í hjarta mínu.
Ég gleðst yfir því að amma lifði til
að sjá Ernu Sóleyju, dóttur okkar Ás-
gríms. Nú er Jesúmyndin sem hékk
yfir rúminu hennar og afa komin yfir
höfðalagið okkar.
Guð geymi þig ávallt, amma mín.
Ólöf Jakobína.
Elsku langamma. Mér eru efst í
huga þakkir til Möggu ömmu. Það er
erfitt að skrifa um jafn sterkan kar-
akter og mikla manneskju og amma
mín var. Þegar ég læt hugann reika
aftur til bernskunnar man ég glöggt
eftir öllum þeim góðu stundum sem
við áttum saman. Ég man vel eftir að
oftast var ömmu að finna inni í eldhúsi
eða hjá rósunum sínum og í gróður-
húsinu. Þegar ég sé fyrir mér ömmu,
minnist ég sterkrar og hnarreistrar
konu sem ávallt hélt fullkomið heimili
en hafði samt alltaf tíma fyrir litlu
gríslingana. Við langömmubörnin
eigum henni svo mikið að þakka. Hún
kenndi okkur að tefla og spila en einn-
ig öll þau góðu gildi sem hún trúði á
og sem við munum búa að alla ævi.
Takk fyrir þann tíma sem við fengum
að hafa þig hjá okkur, við munum
aldrei gleyma þér.
Hrefna, Ragna Dögg og Sindri.
MARGRÉT ÁGÚSTA
JÓNSDÓTTIR
Skreytingar við
öll tækifæri
Rauðihvammur
v/Langirimi 21, 112 Rvík
587 9300
Samúðarskreytingar
Samúðarvendir
Kransar
Kistuskreytingar
Brúðarvendir
Minningarkort
Hjartaverndar
535 1825
Gíró- og greiðslukortaþjónusta
!"##
$
%
&
'
&&
(
!" # ""# $" %" # &'
#(" $"&' $
) * ' $"&'
$" !" %" " +#
, ) %#-
+..&' ,# !" %"/
! "
#
$%"&
% ' &
#(%
# )*
' % )
+ &
& "
, & "
! !!" #
"! $!% & '()*+ #
# &#, -! &
,,- #! ,,,-
!"
#"
!
!" #
!"
$%&'
!" %
!"(
!
!"
#
#
$
% &
%%
'
" # $%&$
'() * #&&$
(!+ * #&&$ ## ! ,#
#! * #&,# $ ## - &$
. ## * #&,# !# (&$
/) * #&,#
0#0*# 0#0#0*#
,( + +#&#&
!"#$$%