Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 16
LISTIR 16 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ OLGA Bergmann hefur ekki verið mjög áberandi á íslenzkum myndlist- arvettvangi síðan hún útskrifaðist úr MHÍ 1991. Hún var á námstímabilinu gestanemandi við Valands-listahá- skólann í Gautaborg, 1989–1990, tók þátt í tveim samsýningum 1993 en hélt svo utan til Kaliforníu og nam við California College of Arts and Crafts næstu tvö árin og lauk þar MFA- gráðu 1995. Síðan virðist hún hafa verið á far- aldsfæti milli vinnustofa heima og er- lendis, tekið þátt í fleiri samsýning- um ytra en hér heima og haldið jafn margar einkasýningar, þ.e. í Stokk- hólmi, Oakland og Worpswede. Þá hafa henni hlotnast hvorki meira né minna en fimm erlendir styrkir frá 1997 og að auki ein starfslaun frá ís- lenzka ríkinu. Þetta er rétt og heilbrigð þróun, ís- lenzkur listamarkaður einslitur, þröngur og takmarkaður nú um stundir, ef yfirleitt er hægt að tala um listamarkað eins og þeir gerast erlendis. Það sem Olga er helst upptekin af í augnablikinu eru innsetningar og ýmsar furður hlutveruleikans; þann- ig er hálf sýningin sviðsmynd af garði, sem er blekprent á dúk sem gengur þvert yfir salinn en hitt er eins konar sviðsmynd af rannsóknum á ýmsum furðum úr fórum dr. Berg- manns. Eins og skrifað stendur: „Dr Berg- mann“ er einskonar Alter Ego, þ.e. annað sjálf, og gegnir aðalhlutverki á þessari sýningu. Doktorinn og verkin sem tengjast þessari persónu eru að nokkru leyti sprottin af þeim ævin- týralegu og furðulegu möguleikum sem erfðaverkfræði og klónun bjóða upp á: með öðrum orðum – af þeim möguleika að ævintýri og veruleiki hafi hlutverkaskipti. Verk þessi eru einnig tengd áhuga mínum á söfnum fyrri tíma, sem gengu undir heitinu Wunderkammer, þar sem hvaðeina sem vakti áhuga eða furðu safnarans gat fundið sér stað. Jafnframt hef ég áhuga á hvernig náttúrugripasöfn, dýragarðar, sædýrasöfn og fleiri stofnanir „sviðsetja“ safngripi sína.“ Af hinu heilbrigða að hafa áhuga á hlutunum í kringum sig og furðum þeirra, en ekki held ég að hægt sé að tala um „Wunderkammer“ sem fortíð því ég veit ekki betur en að þau séu til ennþá og að þessi leikur sé í fullu gildi. Eins og fram kemur er þó mun- urinn sá, að þessar furður eru orðnar að bláköldum veruleika í hátækni- þjóðfélaginu, styðjast þannig ekki einvörðungu við ímyndunaraflið. Í senn undirfurðuleg og áhugaverð sýning í bland við súrrealisma, en Ás- mundarsalur naumast rétti staðurinn til að magna upp stemmningu við hæfi; til þess skortir hann sveigjan- leika. Mjúkar pípur Anna Hallin, sem sýnir 8 málverk í Gryfjunni, er með BA-gráðu í leirlist frá háskólanum í Gautaborg þar sem hún nam 1986–1990; var á tímabilinu gestanemandi við MHÍ 1988–1989. Lauk meistaragráðuprófi í fagurlist- um við Mills College of Art 1996. Hefur verið athafnasöm á sýninga- vettvangi, meira hvað einkasýningar snertir en samsýningar; þá hefur hún hlotið á annan tug styrkja og verð- launa frá 1993. Hallin kynnir verk sín sem mjúkar pípur, fjölgun, samskipti og fæðu- keðjur. Í nánari útlistan: „Ég hef bú- ið til röð myndverka, málverka og teikninga, og til þeirra hef ég sótt myndvaka í heim örvera og hrygg- leysingja og um leið tekið nokkurt mið af formi ýmiss konar heimilis- tækja. Hugmyndir mínar í þessum verkum eru á braut kringum bakt- eríur og aðra einfrumunga, sem eru þeir miklu efnafræðingar sem knýja áfram hringrás alls sem er. Bakter- íurnar hafa lifað lengur á jörðinni en nokkurt annað lífsform og ráða mestu hvernig til tekst með okkar sameiginlegu frumusúpu.“ Alveg rétt, þetta eru mjúkar myndir mjúkra forma og litbrigða, þar sem millitónarnir og nostursemin ráða för, einnig rétt að bakteríur og örverur ráði mestu um hvernig líf þróast og mætti margur taka meira tillit til þess en reglustikunnar, rassapúðans og vitsmunalegra yfir- burða, sem falla um sjálfa sig ef ekki er tekið tillit til náttúruskapanna allt um kring. Lítil sýning á notalegum málverk- um sem vinna á við nánari skoðun og eru þeim mun hrifmeiri sem flæði formanna er rökréttara; nefni hér einkum „Blátt efnahvarf“, olía á lér- eft, 2001 og „Shy Green Plunge“, olía á léreft, 2001. Báðar eru sýningarnar vel þess virði að þeim sé veitt sérstök eftirtekt. „Doktor Bergmann“MYNDLISTL i s t a s a f n A S Í Á s m u n d a r s a l Opið alla daga kl. 14–17. Lokað mánudaga. Til 29. apríl. Aðgangur 300 krónur. MYNDVERK/ INNSETNING OLGA BERGMANN Anna Hallin, málverk, 2001. Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Olga Bergmann; Hundálfur, 2001, gifs, plast og tré. Bragi Ásgeirsson G r y f j a n „SOFT PLUMBING“ ANNA HALLIN EIN af okkar ungu og efnilegu sópran- söngkonum kemur fram á tónleikum í Salnum í Kópavogi í kvöld, sunnudags- kvöld. Magnea Tóm- asdóttir hefur sung- ið við Kölnaróp- eruna síðustu ár og ekki haft hér kons- ert síðan 1998. Því er fengur að þessu hjá söngkonunni sem skipast í radd- hóp þeirra sóprana af yngri kynslóð sem þykja fremur dramatískir. Þann- ig mun hún syngja ljóð eftir þá þungavigtarmenn Wagner og Beethoven, en einnig aríur eftir Moz- art og Verdi. Magnea segir efnisskrána einfald- lega með ýmsu fallegu sem hún haldi upp á, þau Gerrit Schuil píanóleikari hafi sæst á þetta. Þau hafa áður hald- ið tónleika saman, í Gerðarsafni og síðast Garðabæ fyrir þremur árum. Gerrit segist svona vera til taks fyrir Magneu og hún hlær að því lítillæti listamannsins góðkunna í smá æf- ingahléi fyrir helgina. Annars er Magnea ein af þeim söngkonum sem freistað hafa gæf- unnar í Þýskalandi; hún var á samn- ingi við Kölnaróperuna 1997–2000 og sér nú meðal annars fram á að syngja þar Geirhildi í Valkyrju Wagners. Það verður á næsta leikári og þá hyggur Magnea jafnframt á prufu- söng í þýskum óperuhúsum. Í vor verður hún einnig ytra og síðan hér heima yfir sumarið, þegar leikhús eru hvort sem er mörg lokuð. Magnea er fædd og uppalin í Kópa- vogi svo Salurinn er nú sjálfsagður til tónleikanna. Að loknu námi hjá Unni Jensdóttur í Tónlistarskóla Seltjarn- arness sneri söngkonan til Lundúna. Þar hélt hún áfram söngnáminu hjá Hazel Wood í Trinity-tónlistarháskól- anum, árin 1993–96. Árið eftir byrjaði hún í óperustúd- íóinu í Köln og var síðar tekin í tölu fullgildra söngvara óperuhússins. Meðal hlutverka hennar voru fyrsta daman í Töfraflautunni, prinsessan frá Granada í Les Brigands og Shar- on Graham í leikritinu Masterclass sem fjallar um þá stórfenglegu Maríu Callas. Og nýlega tók Magnea þátt í flutningi Gurre-lieder eftir Schön- berg í Royal Festival Hall í Lund- únum en þar voru fimm aðrir ein- söngvarar og hljómsveit. Vonlitlar ástir Wagners Magnea segir að sig hafi lengi lang- að að syngja Wesendonk-ljóð eftir Richard Wagner en hann nefndi þau eftir skáldkonunni sem hann felldi hug til og hún fékk tónlistina við ljóð- in sín að gjöf. Ekki fengu þau Wagner og Mathilde Wesendonk að eigast en ljóðasöngvarnir, samdir 1855, voru eins konar uppkast að Tristan og Ís- old tónskáldsins. Annars verða á tónleikunum sex ljóð Gellerts eftir Beethoven, en lof- söngurinn frægi er þeirra á meðal, og svo Mozart-aríurnar Bella mia fi- amma, skrifuð fyrir konsert, og Ecco il punto eða aría Vitelliu úr óperunni Clemenza di Tito. Kvöldinu lýkur svo með Verdi; aríunum Tacea la notte, sem Leonóra syngur í Il Trovatore, og Tu che le vanita sem Elisabet fer með í Don Carlo. Allt er þetta í sam- ræmi við vilja Magneu til að syngja bæði óperur og ljóð, hér á Íslandi og þar úti í heimi. Frá Köln í Kópa- vog með Wagner og fleirum Morgunblaðið/Árni Sæberg Magnea Tómasdóttir og Gerrit Schuil. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra afhendir verðlaun í ljóða- og smá- sagnasamkeppni Bókasafns Garða- bæjar á Degi bókarinnar, á morgun, mánudag, kl. 17.30. Keppnin er framlag Bókasafns Garðabæjar til hátíðarhalda vegna 25 ára afmælis Garðabæjar. Ljóðasamkeppnin var opin öllum Garðbæingum 16 ára og eldri en grunnskólanemendur í Garðabæ höfðu rétt til þátttöku í smásagna- samkeppninni. Í smásagnasam- keppninni var keppendum skipt í tvo flokka eftir aldri. Veitt verða þrenn peningaverðlaun í hverjum flokki. Alls bárust rúmlega 50 smásögur í keppnina og ljóð eftir 17 höfunda. Ljóða- og smá- sagnaverðlaun SESSELJA Tómasdóttir er nafn á ungri listakonu sem útskrifaðist frá MHÍ vorið 1999 og heldur um þessar mundir sína fyrstu einkasýn- ingu í listhúsi Ófeigs á Skólavörðu- stíg 5. Sesselja var ein af þeim sem stóðu að rekstri listhússins Lista- kots við Laugaveg og kom þar við sögu um níu mánuða skeið, en rek- ur nú vinnustofu og sýningarsal í Auðbrekku 25 í Kópavogi. Hefur eins og skrifað stendur, verið að kljást við mannamyndir frá öðru ári í MHÍ, og í lokaverk- efni sínu vann hún tvö málverk af frænku sinni og andlitsmynd af dóttur sinni. Í þráðbeinu fram- haldi nefnist þessi fyrsta einkasýning Sesselju Gullmolar og samanstendur af por- trettmyndum af dóttur hennar og vinum, öllum á fjórða aldursári. Hafa það sameiginlegt að vera gullmolar foreldra sinna og hefur gerand- inn fylgst með þeim frá fæðingu, leitast við að láta persónutöfra hvers fyrir sig njóta sín í myndunum. Listakon- an hefur þannig frá upphafi einbeitt sér að afmörkuðu viðfangsefni sem er mjög algengt í listaskólum nú um stundir og ekki beinlínis aðfinnsluvert í sjálfu sér. En satt að segja er alhliða þjálfun vænlegri til árangurs á byrjunar- reit, að öðrum kosti er hætta á að viðkomandi máli sig út í horn og staðni á þröngu tæknilegu sviði, sem þeir eiga afar erfitt með að vinna sig frá. Þetta virðist hafa gerst með Sesselju, því tæknibrögð hennar í þessum níu portrettmynd- um uppi á loftinu eru afar einhæf, að ekki sé fastar að orði kveðið. Sérhver einstaklingur hefur til að bera ákveðið litarraft í útgeislan sinni, skylt því að engir tveir eru með eins fingraför, sem þarf ekki að vera einungis það sem við ytra auga blasir mun frekar litir sem koma upp í huga hins þjálfaða málara er hann lítur viðfangið. Sé þessi alhliða þjálfun ekki fyrir hendi minnist hann einungis við þá liti sem snúa að ytra auganu og eftirgerir þá, hin innri móttökustöð óvirk. Þetta og fleira kom upp í hugann við skoðun málverkanna uppi, sem sannfærðu hvorki sem málverk né hugmyndafræði. Það gerir hins veg- ar myndverk blandaðrar tækni í stigaganginum þar sem stórum hressilegra er gengið til verks. Verkið er utan skrár en reynist svo kjölfesta sýningarinnar fyrir fjöl- þætt og lifandi vinnubrögð. „GULLMOLAR“ MYNDLIST L i s t h ú s Ó f e i g s Opið alla daga á tímum verslunar- innar. Lokað sunnudaga.Til 25. apríl. Aðgangur ókeypis. MÁLVERK SESSELJA TÓMASDÓTTIR Gullmoli, blönduð tækni, utan skrár. Bragi Ásgeirsson Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.