Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 39 Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Blómaskreytingar við öll tilefni Opið til kl. 19 öll kvöld ✝ Ólöf GuðrúnBjarnadóttir fæddist á Akranesi 1. september 1915. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 8. apríl síð- astliðinn. Hún var ávallt kennd við Ólafsvelli en bjó síð- ast á Vallarbraut 17 á Akranesi. Foreldrar hennar voru Bjarni Ólafsson, sjómaður frá Akranesi, f. 19.12. 1874, d. 24.8. 1963, og kona hans Guðrún Eyjólfsdóttir, hús- móðir, frá Arnarholtskoti í Staf- holtstungum, f. 6.6. 1881, d. 4.10. 1954. Ólöf var elst fjögurra systk- ina, en yngri voru Elín Karitas, Jóna Þorbjörg og Ársæll Pálmi. Ársæll Pálmi er einn eftirlifandi og býr nú í Noregi. Uppeldissystir Ólafar var Guðrún Jónsdóttir. Ólöf giftist í september árið 1940 Jóhanni Sigurði Jóhannssyni, f. 23.11. 1912, d. 4.7. 1972, frá Ketu á Skaga og síðar Sauðárkróki. Faðir hans var Jóhann Jónatans- son, formaður og bóndi, f. 1.11. 1843, d. 12.12. 1923, frá Hóli á Skaga, og móðir Hólmfríður Sveinsdóttir, verkakona, f. 4.7. 1892, d. 13.9. 1951, frá Krákustöð- um, en síðar búsett á Siglufirði. Börn Ólafar og Jóhanns eru: 1) Nanna, f. 20.4. 1936, maki Gestur Friðjónsson, f. 27.6. 1928, börn: Jó- hanna Ólöf, f. 22.9. 1953, Ingibjörg Jóna, f. 15.7. 1957, og Jóhann Sig- urður, f. 15.5. 1962. 2) Hlíf, f. 15.7. 1939, maki Sigmar Jónsson, f. 25.5. 1935, börn: Ólöf Guð- rún, f. 9.9. 1959, Sveinn Dal, f. 3.1. 1963, Sigrún Jóna, f. 26.2. 1966, og Jó- hanna, f. 14.9. 1975. 3) Ester, f. 20.9. 1943, maki Leif Rasmus- sen, f. 24.10. 1936, barn: Jesper, f. 15.7. 1973. 4) Sigrún, f. 3.3. 1947, maki Magnús Villi Vil- hjálmsson, f. 27.7. 1933, börn: Benedikt, f. 14.5. 1968, Jóhann, f. 24.10. 1969, Guðrún, f. 5.3. 1974, og Vilhjálm- ur, f. 16.10 1978. 5) Rúnar Bjarni, f. 13.11. 1949, börn: Baldvin Páll, f. 14.12. 1979, Hildur Sunna, f. 14.12. 1979, Rakel, f. 17.9. 1986, Óðinn Kári, f. 2.12. 1993, og stjúpdóttir, Berglind, f. 12.1. 1982. 6) Sigur- laug, f. 18.8. 1951, maki Sigurjón Vigfússon, f. 30.3. 1951, börn: Rún- ar Sigurður, f. 28.3. 1976, Andri Þór, f. 23.5. 1980, og Jóhanna Björg, f. 23.9. 1985. Ólöf Guðrún ólst upp hjá for- eldrum sínum á Ólafsvöllum og bjó síðan á Akranesi alla ævi. Hún starfaði sem fiskverkakona, en lengst af sem húsmóðir. Börn hennar, barnabörn, barnabarna- börn og barnabarnabarnabörn eru nú samtals 63. Útför Ólafar verður gerð frá Akraneskirkju á morgun, mánu- daginn 23. apríl, og hefst athöfnin klukkan 14. Er það ekki undarlegt með hugann hvað hann getur reikað um liðna tíð, og kallað það fram sem getur yljað oss við minningarnar. Hvort sem litið er á lífið sjálft eða allt það sem maður lærir og nemur í gegnum lífið. Kannski er það barnið í manni sjálf- um sem við sjáum hreinleikann. En samt finnur maður aldrei betur til smæðar sinnar og vanmáttar en þeg- ar dauðinn ber að dyrum. Þá víkur dramb og yfirlæti hversdagsleikans fyrir auðmýkt og virðingu fyrir lífinu. Oss ber að þakka hverja þá stund sem við fáum andann dregið og að vera til. Í fáum orðum vil ég minnast tengda- móður minnar, Ólafar Guðrúnar, Ollu af Ólafsvöllum, sem var ein af þeim Skagakonum sem settu svip á Skag- ann hér á árum áður. Þegar hver hönd lagði hönd á plóginn til að geta framfleytt sér og sínum. Fyrir þá daga þegar velfarnarríkið sem við bú- um við í dag var ekki komið og fáir vita hvað kona af hennar kynslóð þurfti að ganga í gegnum til að geta framfleytt sér og sínum, koma börn- um sínum upp, fæða og klæða, mennta og koma til manns. Það átti fyrir Ollu að liggja að vera sjómanns- kona eins og títt var um ungar konur af Skaganum af hennar kynslóð. Um tvítugt kynntist hún manni sínum Jó- hanni Sigurði og búskap sinn byrjuð þau ung með trú á lífið og framtíðina. Þar fóru saman kjarkur, dugur og áræði. Enda vön að taka til hendinni, snemma lært að vinna. Það var ekk- ert sældarlíf fyrir unga sjómanns- konu á þessum árum þegar eiginmað- ur var á sjó á smáum bátum, því oft voru litlar fréttir af eiginmanninum á hafi úti að draga að landi auð og byggja upp þau lífsskilyrði sem við búum við í dag. Á þessum árum voru oft miklir mannskaðar. Og oft hafa andvökunæturnar verið langar þegar vetrarveður buldu á glugga og ung kona skynjaði það að allir sjómenn náðu ekki heilir í höfn. Eflaust hefur Olla þá faðmað ungana sína að sér þegar kvíða setti að og Kári barði á glugga að utan og eiginmaður á hafi úti. Og oft hefir hún beðið þá bæn að allt færi nú vel og eiginmaðurinn næði heill í höfn. Oft var vinnudagurinn langur, engin þau nútíma tæki sem við búum við í dag, áræði og útsjón- arsemi komið að góðum notum því oft var úr litlu að moða að klæða og fæða sex börn. Það gerði Olla með miklum sóma. Ég kom inn í fjölskyldu Ollu þegar ég var að kynnast yngstu dóttur hennar. Ekki get ég sagt annað en mér hafi verið vel tekið. Olla, ég vil þakka þér fyrir að gefa mér perluna mína sem hefur gengið við hlið mér gegnum lífið og veitt mér mikla hamingju og gefið mér þrjú ást- kær börn. Ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundirnar og allt það sem rúm- ast hvorki á blaði né í bók, heldur það sem geymist í huganum og andi minn mun geyma. Far í Guðs friði. Sigurjón Vigfússon. Þó allir eigi sér minningu um mömmu og ömmu sína sem innst við hjartað sitt þeir vilja geyma, ó einhver segi þér sögu um mömmu og ömmu þína, þá er það ávallt dýrmætast sem hugur þinn og hjarta hefur að geyma. (Sigurjón Vigfússon.) Elsku mamma og amma, þökkum þér fyrir þær góðu stundir sem við áttum saman á öllum tímum árs. Guð blessi þig. Sigurlaug og börn. Elsku amma mín. Ég veit að ég á ekki að vera svona hrygg því nú líður þér vel. Þú ert núna í faðmi afa sem þú saknaðir svo mikið. Fyrir um það bil mánuði síðan þegar ég var hjá þér uppi á Skaga, spurði ég þig hvernig þér liði með þá vissu að þú ættir e.t.v. ekki langt eftir. Þú sagðist vera orðin sátt og hlakkaðir til að hitta afa. Þú vildir annars ekki mikið um þetta tala, sagðir að þetta væri það sem fyrir öll- um lægi og þú værir þar engin und- antekning. Þér tókst það sem þú ætlaðir þér, að vera heima eins lengi og þú gætir. Þú vildir ekki heyra á það minnst að fara inn á spítala þrátt fyrir mikil veikindi. Ég dáist að styrk þínum og dugnaði. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann. Fyrir jól heim á Ólafsvöllum. Þú og Sigurlaug að gera jólakonfektið sem sett var í bauka og lokað inni í búri ásamt Jolly Cola og öðru góðgæti sem afi hafði komið með úr siglingunum. Góði maturinn sem þú eldaðir. Fallega handavinnan þín. Rósemi þín og þolinmæði. Aðeins einu sinni minnist ég þess að þú hafir skammað mig og var nú eflaust ærin ástæða til. Það var þegar við Jói feng- um „lánaðar“ fimm hundruð krónur úr buddunni hennar Nönnu. Eftir að hafa belgt okkur út af sælgæti leið okkur mjög illa, ekki bar í maganum, heldur í sálinni líka. Nema hvað, Jói sagði mömmu sinni allan sannleikann og af því að ég var eldri, bar ég meiri sök og var skömmuð meira en hann. Hvað þú varst sár út í mig amma mín. Þú lést mig fara til Nönnu, biðja hana fyrirgefningar og lofa því að gera þetta aldrei aftur. Og þar sem ég vildi aldrei særa þig aftur hef ég staðið við það loforð. Þú fylgdist ótrúlega vel með öllum þínum afkomendum sem eru um sex- tíu talsins. Þú vissir ávallt hvað hver og einn var að gera. Í mínum huga ert þú hlekkurinn sem hélst öllum saman. Og okkur fannst öllum gott að leita til þín. Þú studdir mig og hvattir í öllu því sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Stoltið úr augum þínum fullvissaði mig um að ég var að gera rétt. Elsku amma, ég sakna þín alveg óskaplega. Ég vil að þetta sé stað- reynd. Það er svo margt sem ég þarf að segja þér. Já svona er sorgin eig- ingjörn. En ég er þakklát fyrir að hafa verið hjá þér þega þú fórst. Sjá friðinn sem breiddist yfir andlit þitt og finna vissuna um að þú kvaldist ekki lengur. Mig langar að kveðja þig elsku amma, með nokkrum orðum eftir Laó-Tse sem ég rakst á í lítilli bók um kínverska speki. Þessi orð eru eins og sögð um þig og þitt lífshlaup. „Ég á þrjár gersemar sem ég gæti vel, ein þeirra er ást, önnur er nægju- semi, sú þriðja er auðmýkt. Sá einn sem elskar er hugrakkur, aðeins hinn nægjusami er mikilhæfur, og einung- is sá auðmjúki er fær til valda.“ Vertu sæl amma mín og Guð geymi þig. Þín Ólöf Guðrún. Elsku amma, mig langar að kveðja þig með eftirfarandi orðum um leið og ég þakka þér allar yndislegu stund- irnar sem við áttum saman. Lít ég sem í leiðslu yfir liðna daga. Horfir við mér hálfgleymd saga. Minningarnar marga geyma morgunelda. Einnig skugga kaldra kvelda. Hljótt og kalt var úti og inni allan daginn. – Komstu þá með birtu í bæinn. Silfurhærð með bogið bak og bleikar kinnar lékstu brosum bernsku þinnar. Öllum tókstu hlýtt í hönd, og hendi þína lagðir yfir lokka mína. Þá var sigrað vetrarvald og veðragjóstur, gróin öll mín æskuhrjóstur. Tókstu mína trú í faðm og treystir hana, þegar hún var vængjavana. Steig af vetrarauðnum upp af orðum þínum heiði og sól í huga mínum. Gott á sá, er getur miðlað gjöfum slíkum, getur snauða gert að ríkum. Vetur, sumar, vor og haust um vegu mína ætíð sé ég engla þína. Bráðum vorið vængjalétt um völl og hjalla kemur til að kæta alla. Þá er aftur elli þín til æsku borin, þá eru gróin þrautasporin. Þá er slaknað þelavald, og þínum anda gefin sýn til sólarlanda. (Jón Magnússon.) Blessuð sé minning þín. Ingibjörg Jóna. Elsku amma. Mig langar að kveðja þig með nokkrum fátæklegum orðum. Þótt ég hafi vitað hvert stefndi er jafn erfitt að hugsa sér Skagann án þín. Þú varst í huga barnanna minna alltaf amma á Skaganum eða bara Langa en í mínum huga verður þú alltaf amma á Ólafsvöllum, því þannig var það þegar ég var að alast upp. Amma, þú varst einstök, svo hrein og bein og ekkert vesen. Lífið var til að lifa því og takast á við það og hætta svo þegar það var búið. Svoleiðis vild- ir þú hafa hlutina. Eftir að afi dó fyrir tæpum 30 árum keyptir þú þér íbúð sen þú bjóst í til dauðadags og sást um þig sjálf, meira að segja eftir að þú varst orðin mikið veik af krabbameini. Mig langar að segja frá því sem ég segi börnunum mínum og þeim finnst svo fyndið: Það fór aldrei neinn svangur frá þér fram á síðasta dag. Á meðan heilsan leyfði bauðstu oftast upp á eitthvert bakkelsi og oftar en ekki „vöpplur“, ekki vöfflur. Þegar ég var lítil og gisti eða var um tíma hjá þér á Ólafsvöllum bauðstu okkur krökkunum „mjólk og bita“ fyrir háttinn og sagðir okkur svo að fara og þvo okkur um „höndurnar“. Þetta orðalag finnst börnunum skrítið en ég dáist alltaf að þér fyrir að halda þeirri mállýsku sem þú ólst upp við á Skag- anum. Þú tókst líka alltaf svo vel eftir því sem maður var að gera. Ég man vorið 1965 þegar ég bjó um tíma hjá þér og afa og var að lesa undir fulln- aðarpróf í barnaskóla. Þú hafðir svo miklar áhyggjur af því að ég læsi og lærði of mikið! Það hefur enginn gert fyrr eða síðar. Elsku mamma og systkini, Guð styrki ykkur á kveðjustundu. Elsku amma, hjartans þakkir fyrir allt fyrr og síðar. Hvíldu í Guðs friði. Þín Hanna Lóa. ÓLÖF GUÐRÚN BJARNADÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Ólöfu Guðrúnu Bjarnadóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. líkur lúxus, Jensa naut þess að dekra við mig, systkini mín og alla aðra. Ástúðin sem geislaði frá henni var einstök, það var ekkert of gott sem hún gat hugsað sér að gera fyrir mig og, er árin liðu, Halla og börnin okk- ar. Elsku Jensa, nokkur orð eru svo fátækleg frá mér þegar 1000 myndir og minningar fljúga í gegnum huga minn. Megi Guð geyma þig, sem voru þín orð í hvert skipti sem við kvödd- um hvor aðra í símanum. Sigríður Böðvarsdóttir. Á morgun kveðjum við ástkæra frænku okkar, Jensínu Halldórs- dóttur frá Magnússkógum. Okkur langar að minnast hennar með nokkrum orðum. Jensína, eða Jensa frænka eins og hún var alltaf kölluð, var lengst af skólastýra Húsmæðraskólans á Laugarvatni. Nú seinni ár bjó hún í Reykjavík. Mikill fjöldi ættmenna hennar og vina sóttist alltaf mjög eftir sam- vistum við hana. Á Laugarvatni bjó hún að Heimakletti, en svo nefndist parhúsið þar sem Jensa og Gerður aðstoðarskólastýra áttu heima. Hús- ið stóð á risalóð með stórum trjám, löngum timburgöngustíg, fullt af felustöðum og ýmsum bráðskemmti- legum leiksvæðum. Það var gott mótvægi við allt malbikið í Reykja- vík. Bílastæðin við Heimaklett voru eins og bílastæði góðra grillskála við hringveginn; alltaf full. Fólk kom, fólk fór og fólk gisti. Tekið var á móti öllum eins og um erlenda þjóð- höfðingja væri að ræða. Allir voru hjartanlega velkomnir. Ferðir austur á Laugarvatn voru samofnar ánægjulegum minningum frá bernsku- og unglingsárum. Og ástæðurnar fyrir þessum góðu minningum eru margar. Góð- mennska Jensu frænku og umlykj- andi ást á öllu og öllum, þétt faðm- lög, frábær goskjallari þar sem einnig mátti finna Prins Póló, bát- urinn sem hún átti, allur góði mat- urinn sem maður fékk og margt, margt fleira. Og Jensa þurfti aldrei að brýna röddina; börn höguðu sér vel heima hjá henni, jafnvel þau óþekkustu. Slæm hegðun átti ein- faldlega ekki við hjá þessari barn- góðu konu. Og ef eitthvað brotnaði, þá var hægt að kaupa nýtt. Á táningsárum eru samskipti við fullorðið fólk stundum með stirðara móti. Fullorðnir skilja ekki táninga og öfugt. Þetta átti ekki við um Jensu. Flestir táningar í ættinni drógu tortryggna vini sína með í tjaldútilegu austur á Laugarvatn – í garðinn hennar Jensu. Viðkvæðið eftir þessar útilegur var á einn veg: „Mikið rosalega áttu frábæra frænku.“ Og svo suðuðu vinirnir um fleiri ferðir á Laugarvatn. Og þetta var eins og á 5 stjörnu hóteli; Jensa frænka bar veitingar af öllu tagi í mannskapinn, spjallaði við okkur táningana sem jafningja og fann ekkert nema jákvætt við ungdóm- inn. Hún fann reyndar aldrei nema jákvæðar og góðar hliðar á öllum. Það hefur aldrei brugðist í gegn- um tíðina að talaði maður við ein- hvern sem dvaldi um lengri eða skemmri tíma á Laugarvatni, þá þekkti viðkomandi Jensu. Allir þekktu Jensu frænku. Og allir þekktu hana af góðu. Allir gátu sagt eitthvað fallegt um hana. Hvað er annað hægt að segja um konu sem virtist eiga aðeins eina lund, glað- lyndi? Guð blessi minningu þína, elsku Jensa frænka. Ég sá á sólarhæðum einn sumarfugl á kvist. Hann kunni margt af kvæðum og kyrjaði þau af list. En svo kom haust, haust, haust, en svo kom haust með svalri raust, og söngurinn hvarf af hæðum. (Þórbergur Þórðarson.) Kristín, Magnús og Katrín Lovísa.  Fleiri minningargreinar um Jensínu Halldórsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.