Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 18
ALÞJÓÐADAGUR bókarinnar, 23. apríl, er haldinn hátíðlegur víða um heim að frumkvæði UNESCO, Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Matthías Johannessen skáld hefur samið Ávarp Dags bók- arinnar 2001 að beiðni Bókasam- bands Íslands, sem sá um skipu- lagningu dagskrárinnar í tilefni dagsins, og fer það hér á eftir. 1. Það hefur verið sagt að sköpunar- verkið sjálft sé mesta bók sem sam- in hafi verið og ekkert verk beri höf- undi sínum jafnfagurt vitni. Mér er nær að halda að Jónas hafi litið svo á og afstaða hans til höfundarins hafi ekki sízt mótazt af því. Margir hafa reynt að lesa þessa bók, bæði hann og aðrir, og tekizt misjafnlega, enda er hún ráðgáta og því meiri ráðgáta sem við skoðum hana betur. Þessi bók verður ekki lesin niður í kjölinn. Þetta á við um fáar bækur, við lesum þær, kynnumst höfund- unum nokkurn veginn til hlítar og sjáum í hendi okkar að sumar bæk- ur eru betri en aðrar, sumar eru einhvers konar hvítur galdur sem gaman er að kynnast, en þó einkum fróðlegt, aðrar eru eins og hver ann- ar svartur galdur og bera höfundum sínum harla ófagurt vitni. Við reyn- um að gleyma þessum skruddum sem fyrst, um hinar hugsum við, sumar lengi, en svo koma nýjar bækur eins og farfuglar og vitja þeirra stranda þar sem við erum að reyna að horfa yfir hafið, við tökum þeim fegins hugar eins og sandló- unni í Skerjafirði á vorin, hún gleð- ur okkur um stund, hverfur svo aft- ur eins og lóan. Og enn bíðum við nýrra bóka, nýrra höfunda, já nýrra hugsana. Og helzt þeirra umbúða sem hæfa svo mikilvægum gestum. Við lifum í heldur vanþroskuðu um- hverfi, að minnsta kosti þegar kem- ur að verðmætum, raunverulegum verðmætum, eins og mikilli skáld- list. Þar hjökkum við í tízku og vondum smekk og förum því oft og einatt á mis við sumt af því bezta sem skrifað er nú um stundir. Það treðst undir. Ullin er ekki í geit- arhúsinu, hefur okkur verið sagt! En merkir það eitthvað, í raun? Það er fullt af fólki að rækta garðinn sinn, að vísu – og hlú að arfanum! Og þá væntanlega vegna þess það þekkir hann ekki frá öðrum jurtum. Það er sem sagt í góðri trú. Bækur eru eins og garðurinn okkar, það þarf að rækta hann. Það þarf að venja fólk við góðar bækur sem eru miklar af list sinni, en ekki endilega boðskap eins og nú er krafizt. List skáldverks er boðskapur þess. Bæk- ur þurfa á góðu ræktunarfólki að halda. Það getur varla verið neitt metnaðarmál útgefenda eða ann- arra að skírskota viðstöðulaust til þeirra sem geta ekki gert neinn greinarmun á vondum bókum og góðum. Í samantekt á greinakorn- um Tómasar Guðmundssonar kem- ur fram að honum hef- ur þótt ástæða til að víkja að þessu. Smekk- urinn hefur sem sagt alltaf verið á undan- haldi! 2. Bók Tómasar, nýút- komin, heitir Síðbúin kveðja og þar segir að við höfum hæfileika til alls annars en dást að því sem betur er gert en í meðallagi. Hins- vegar umberi Íslend- ingar „með stakri þol- inmæði það sem lélegt er og ómerkilegt. En þetta gagnrýnisleysi gerir það að verkum meðal annars að beztu rit- höfundar vorir bera lítið meira úr býtum en leirskáldin og slúður- sagnahöfundarnir. Er þess ekki að vænta að virðingin fyrir andlegum störfum megi sín mikils í landi þar sem svo er ástatt“. Á Degi bók- arinnar er ekki úr vegi að íhuga þessi orð, ekki sízt nú þegar estetískum smekk er að hraka og reynt að leggja allt að jöfnu. Stílflat- ur markaðurinn gerir þá einsmenn- ingarlegu kröfu sem allt og allir eiga að lúta og heimtar sína athygli, vafningalaust. En afdrif bóka eins og annarra verðmæta fara, þegar upp er staðið, eftir innra þreki góðra lesenda. Þetta þrek er að sjálfsögðu hægt að rækta með sér, því að bækur eru annaðhvort vel eða illa skrifaðar, segir í formála Oscars Wilde fyrir Myndinni af Dorian Gray. Góðar bækur eru að vísu stundum sagðar vondar og vondar bækur góðar. Þetta er eitt af vandamálum samtímans, í beinum tengslum við tízku og eftirsókn eftir vindi. En þá er hollt að hafa í huga viðmiðunarkerfi Innansveitarkron- iku: Góð bók er góð, ef hún er góð! Þetta er alls ekki út í hött, því að í Sturlungu segir: „Góð eru orð góð.“ 3. Jónas orti ekki að gamni sínu þessar línur eða til að kalla yfir sig andúð og reiði almennings eins og raun varð á, heldur taldi hann það nauðsynlegt; hann var knúinn þörf og sannfæringu og hafði nægan innri styrk til að bjóða tízkustell- ingum samtíðarinnar birginn: leirburðarstagl og holtaþokuvæl fyllir nú breiða byggð með aumlegt þvaður, segir í Hulduljóðum. En vana- þrælar tízkunnar slógu taktinn í fjölmiðlum. Við eigum margt ólært í bókmenntum, en það er ekki hægt að læra smekk; að vísu! Það var ekki heldur hægt þegar Jónas átti undir högg að sækja og holtaþoku- vælið var hin eina sanna tólg. Hún er í raun alltaf í tízku, en tíminn jafnar metin. Borges segir einhvers staðar: Sumir hreykja sér af bókum sem þeir hafa skrifað; ég hreyki mér af bókum sem ég hef lesið. Ég veit ekki hvort ég er góður höf- undur, segir Borges ennfremur, en ég held ég sé frábær lesandi, eða að minnsta kosti næmur og þakklátur lesandi. Styrkur bók- arinnar er mikill og raunar ekki minni en áður, þótt ný fjölmiðl- un hafi komið til sög- unnar. En það lifir enginn í fjölmiðlum stundinni lengur! Og ekki heldur til lengdar á skemmtilegum leið- indum sápunnar. Flestir þurfa á bókinni að halda (nema í þeim löndum þar sem fá- tæku fólki er haldið niðri með ólæsi), jafnvel heimsfrægir stjórn- málamenn, óskarsverðlaunahafar, poppgoð og puntfólk á skjánum er ekki í rónni fyrr en ævisagan er komin á markað, bæði á bók og hljóðbók (og helzt orðin metsölu- bók!). Henni einni er trúað fyrir ei- lífum orðstír. Bækur eru eins og önnur mannanna verk, harla ólíkar og raunar hver með sínum hætti, þannig að sumum þeirra fylgir eng- inn fögnuður eða gleði, heldur dep- urð og vonleysi. Við þurfum ekki að nefna nema Mein Kampf og þær mannfjandsamlegu kenningar sem þar voru boðaðar og settu allt í bál og brand svo að sköpunarverkið stóð í ljósum logum eins og sá loft- steinn sem útrýmdi risaeðlunum fyrir 65 milljónum ára. Helstefnur hafa kallazt á um okkar daga og kastað fjöreggi á milli sín eins og þjóðsagnatröll. Nei, það hefur ekki verið ástæða til að fagna þeim bók- um sem flutt hafa boðskap svarta galdurs. Það hafa samt margir gert gegnum þá misjöfnu tíð sem mað- urinn hefur verið í útlegð frá Gras- garðinum. En önnur verk hafa sem betur fer glatt okkur og staðizt sem tákn þeirrar andagiftar sem mann- inum er í brjóst of lagið. Þeirra minnumst við á Degi bókarinnar. 4. Þar sem ljóðið hefur átt undir högg að sækja er ekki úr vegi að minna á það og hlutverk þess í sið- menningarsögu mannsins. Í því hafa ekki sízt birzt þeir tilfinningalegu eiginleikar sem hafa veitt mannin- um sérstöðu á jörðinni og fyrrum voru raktir til guðanna sjálfra. Af þeim sökum ekki sízt hlýtur að vera rúm fyrir þessa grein bókmennta á því verðbréfaralli sem einkennir umhverfi okkar nú um stundir. Og raunar mætti með nokkrum sanni fullyrða að ljóðlistin sé svo inngróin sögu okkar og menningu, að undan henni verði ekki vikizt án þess glata því bezta í fari okkar; því sem er hvað merkastur vitnisburður um mennsku okkar og dýrðleg fyrirheit. Þetta síðast nefnda orð minnir okk- Matthías Johannessen 18 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ALÞJÓÐADAGUR bókarinnar og höfundarréttar, 23. apríl, er haldinn hátíðlegur víða um heim að frumkvæði UNESCO, Menn- ingarstofnunar Sameinuðu þjóð- anna. Dagurinn er helgaður bók- inni og þeim sem vinna við bækur með einum eða öðrum hætti. Bókasamband Íslands og aðildarfélög þess beita sér fyrir hátíðahöldum og margvíslegri dagskrá í Viku bókarinnar sem lýkur á morgun á Degi bók- arinnar, 23. apríl. Ávarp dagsins Matthías Johannessen skáld hefur samið Ávarp Dags bók- arinnar 2001 og verður það flutt og birt í fjölmiðlum. Dagskrá Þjóðminjasafnsins: Söngvar og siðir Ráðhús Reykjavíkur kl. 10:00 Þjóðminjasafn Íslands býður börnum til dagskrár um söngva og siði tengda sumardeginum fyrsta. Dagskráin er gerð í samvinnu við Möguleikhúsið. Upplestur fyrir börnin Bókabúðin Mjódd kl. 11:00 Bókabúðin Hlemmi kl. 17:00 Langafi prakkari Seljasafn Hólmaseli 4–6 kl. 11:00 Möguleikhúsið sýnir leikritið Langafi prakkari sem Pétur Eggerz hefur byggt á sögum Sigrúnar Eldjárn. Börn velja og lesa Bókasafn Kópavogs kl. 15:00– 17:00 Á Degi bókarinnar lesa börn úr 6. bekk Snælandsskóla upp þýddar sögur og ljóð sem þau hafa valið sjálf. Námsefnisgerð í deiglu nýrra tíma Málþing á vegum Hagþenkis – félags höfunda fræðirita og kennslugagna Þjóðarbókhlaðan, fundarsalur kl. 15–18 Rætt verður um námsefn- isþróun og áhrif þjóðfélags- og tæknibreytinga á inntak og form. Ögrandi spurningar um kröfur til námsefnis, hlutverk þess og gildi verða teknar til umræðu. Málþingið er öllum opið. – Umræða og fyrirspurnir eftir hvert framsöguerindi. Sex sérfræðingar með víð- tæka reynslu af námsefnissamn- ingu, kennslu og skólastarfi hafa framsögu og bregðast við at- hugasemdum. Gunnar Karlsson, námsbóka- höfundur, prófessor við HÍ: Hvert er þekkingin sótt? Ályktanir af könnun á söguvit- und unglinga Þorsteinn Helgason, nám- skrárritstjóri, lektor við KHÍ: Lögboðin saga eða sjálfsprott- in? – Námsefni í sögu frá Hriflu- Jónasi til vefsíðna nemenda. Hafþór Guðjónsson, náms- bókahöfundur og aðjúnkt við KHÍ: Þarf námsbækur um náttúr- una? Þórunn Blöndal, námsbóka- höfundur, lektor við KHÍ: Er líf eftir Björn? Skólamál- fræði frá Birni Guðfinnssyni til okkar daga Erla Kristjánsdóttir, námsefn- ishöfundur, lektor við KHÍ: Leið fræðikenninga og sam- félagsbreytinga inn í námsefn- isgerð Tryggvi Jakobsson, útgáfu- stjóri hjá Námsgagnastofnun: Námsefni sem á lof skilið. Hvert stefnir? Konur lesa ljóð Bókasafnið í Hveragerði Ljóðelskar konur í Hvera- gerði og Ölfusi lesa á heila og hálfa tímanum meðan safnið er opið á Degi bókarinnar. Afhending verðlauna 25 ára afmæli Garðabæjar Bókasafn Garðabæjar kl. 17:30 Verðlaunaafhending á Degi bókarinnar í samkeppni sem Bókasafn Garðabæjar hefur staðið að. Ljóðalestur og tónlist Salur bæjarstjórnar Grinda- víkur kl. 17:30 Bókasafn Grindavíkur býður upp á dagskrá með ljóðalestri og tónlist í sal bæjarstjórnar, við hliðina á bókasafninu. – Alla bókavikuna fá lánþegar miða með ljóði með hverri bókaúttekt. Kvikmyndahátíð bókavikunnar Hátíð á vegum Kvikmynda- sjóðs Íslands, Háskólabíós, Filmundar og Félags ísl. bóka- útgefenda í tilefni af Viku bók- arinnar. Háskólabíó, salur 3 kl. 18:00 Djöflaeyjan, kvikmynd Frið- riks Þórs Friðrikssonar eftir sögum Einars Kárasonar. Atómstöðin, kvikmynd Þor- steins Jónssonar eftir sögu Hall- dórs Laxness. Gullkornasmiðurinn Halldór Laxness Súfistinn bókakaffi, Lauga- vegi 18 kl. 20:00 Á 99 ára afmæli skáldsins kemur út bókin Gullkorn úr greinum Halldórs Kiljan Lax- ness. Af því tilefni verður Hall- dór kynntur sem ritgerðasmiður (essayisti) og rannsóknir hans á samtíma sínum skoðaðar. Bókmenntakvöld RSÍ Gunnarshús, Dyngjuvegi 8 kl. 20.00 Rithöfundasamband Íslands stendur fyrir bókmenntadagskrá á Degi bókarinnar. Eftirtaldir höfundar koma fram: Elísabet Jökulsdóttir, Sigurð- ur A. Magnússon, Ísak Harð- arson, Sigurbjörg Þrastardóttir og Kjartan Ragnarsson. Bókmenntir í útvarpi og sjónvarpi RÚV, Rás 1 kl. 9:40: Ljóð vik- unnar – Afmælisdagur Halldórs Kiljans Laxness sem flytur eitt fremsta ljóð sitt, Íslenskt vöggu- ljóð. Umsjónarmaður, Gunnar Stefánsson, flytur formála um ljóðlist Halldórs. Kl. 14:03: Leikið í fjörunni – fyrsti lestur útvarpssögu eftir Jón Óskar. Höfundur les. Hljóð- ritun Alla vikuna: Þróun námsefnis á 20. öld. Sýning í Þjóðarbókhlöðu. Opin til 31. maí Ljóðabækur, ljóðalestur, ljóðaútstillingar og Botnið ljóðið á vefnum. Borgarbókasafn Sýning á þýddum bókmennt- um eftir höfunda frá ýmsum heimshornum. Bókasafn Kópavogs Ljóð í lauginni. Sundhöll Selfoss. Ljóðaperlur til aflestrar – heiti potturinn í sundlauginni í Laugaskarði. Ex libris og ljóð – sýningar Amtsbókasafnsins, Akureyri. 23. apríl – Alþjóðadagur bókarinnar Á Degi bókarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.