Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 35 K annske er eitthvað sögulegt að gerast í Quebec-borg í Kan- ada núna um helgina. En kannski eru þetta bara upphlaup hávaða- seggja sem gleymast fljótlega í tímans rás. Þar stendur sumsé yf- ir fundur leiðtoga Ameríkuríkja (suður-, mið- og norður-) um frí- verslunarsamning milli landanna, og eins og í Seattle og Prag ekki fyrir löngu eru líka mættir til leiks þeir sem ekki vilja sjá að svona samningur verði gerður. Mótmæl- endur. Kanadísk yfirvöld, sem eru gestgjafar á þessum fundi, vildu vera viss um að ekki skapaðist álíka ófremdarástand í Quebec og gerðist á fríverslunarfundi í Seattle fyrir nokkru þar sem hátt- virtir fundarmenn gátu varla kom- ist úr húsi fyr- ir mótmæl- endamúgi sem lét ófriðlega á götum úti. Þess vegna var miðborg Quebec, þar sem fundir fara fram, lokuð af og reist þriggja metra há vírgirðing umhverfis miðborgina. Innan girðingarinnar eru framámenn, fríverslunarforkólfar og annað stórmenni, en fyrir utan eru hnattvæðingarandstæðingar og aðrir ólánlegir holdsveiki- sjúklingar nútímans. Líkt og í mörgum gömlum borgum er í Quebec borgarmúr utan um mið- borgina frá þeim fornu tímum þegar menn þurftu að sitja af sér umsátur skrælingja sem vísast voru bæði morðóðir og holds- veikir. Það hefur því ekki mikið breyst – nema hvað múrinn er núna úr vír. Grundvallarskiptingin er sú sama: Annars vegar eru fyr- irmennin sem ráða, og hins vegar undirmennin sem engu ráða – hvorki um framvindu heimsmála né eigin hlutskipti. Því það er það sem þessir ómögulegu mótmæl- endur eru fyrst og fremst að mót- mæla: Að þeir skuli ekki fá að ráða neinu um það hvað hinir háu herr- ar ákveða. Jean Chrétien, forsætisráð- herra Kanada, er ekki beint þekktur fyrir að koma vel fyrir sig orði. En í viðtali við blaðið Le Devoir fyrir viku, þegar hann lét falla þau orð sem eru tilhöfð hér að ofan, hefur honum þó sennilega tekist að tjá í hnotskurn viðhorf framámennanna sem nú eru afgirt í Quebec til skrílsins sem grenjar fyrir utan girðinguna og hótar eldi og morði. Þetta eru auðnuleys- ingjar sem eru bara að leika sér og skilja ekki alvöru lífsins. Í leiðara í kanadíska dagblaðinu National Post var í vikunni tekið í sama streng, en öllu fastar, og frí- verslunarandstæðingar sagðir vera pólitísk hliðstæða við fót- boltabullur sem hafa í raun engan áhuga á fótbolta – vilja bara slást. „Vettvangur þeirra er alþjóða- stjórnmál, en markmiðið er að fullnægja frumstæðri þörf fyrir spennu og æsing sem fæst með því að standa fyrir óspektum á al- mannafæri,“ segir National Post. En hverju eru þessir meintu vitleysingar að mótmæla (eða þykjast mótmæla)? Talsmenn þeirra segja að Fríverslun- arsamningur Ameríkuríkja, FTAA, sem reyna á að ná sam- komulagi um núna um helgina, sé í raun útvíkkun á Fríversl- unarsamningi Norður-Ameríku, NAFTA, og á FTAA verði alveg sömu gallar og séu á NAFTA. Einn helsti gallinn er sagður sá, að stórfyrirtæki fái gríðarleg völd, og meðal annars rétt til að höfða mál á hendur ríkisstjórnum fyrir meint misrétti. Þetta þýði til dæmis að fyrirtæki geti lögsótt stjórnvöld sem reyni að vernda umhverfið með því að setja tak- mörk við því hvað fyrirtæki megi aðhafast. Þarna er sennilega kominn fram helsti kjarninn í máli mót- mælendanna. Þeir eru á móti því að risafyrirtæki fái aukin völd í heiminum á kostnað valda rík- isstjórna. Það er að segja, mót- mælendunum finnst að með frí- verslunarsamningum á borð við FTAA minnki í rauninni þau völd sem almenningur hefur yfir eigin lífi. Því að stjórnendur stórfyr- irtækja eru ekki kosnir lýðræð- islega. Þess vegna segja mótmæl- endurnir ennfremur að með gerð samninga á borð við FTAA sé í raun unnið gegn lýðræði. Svona mótmæli eru stundum sett undir einn stóran hatt og köll- uð andstaða við hnattvæðingu. Það er að segja, andstaða við auk- in völd stórfyrirtækja sem breiða úr sér um allan heim og eru óháð landamærum. Þessi fyrirtæki mis- noti ódýrt vinnuafl og haldi niðri tekjum í löndum á borð við Mexíkó (þannig hafi meðallaun í Mexíkó lækkað um 23% síðan NAFTA varð að veruleika). Svona fríverslunarsamningar séu því í rauninni ekki annað en ákvörðun um að öllu – lýðræði, umhverf- isvernd, einstaklingsfrelsi – skuli fórnað fyrir hagsmuni stórra fyr- irtækja og ráðandi afla. Það er aftur á móti auðvitað rétt, að mikið af málflutningi hnattvæðingarandstæðinga er há- vaði til þess eins gerður að ná at- hygli. En þeir þurfa að vera með hávaða, en ráðamenn þurfa þess ekki – því að ráðamenn hafa nú þegar alla þá athygli sem þeim sýnist. Það er kannski ekki nema von að eindregnum fríversl- unarforkólfum þyki mótmæl- endaskarinn hjákátlegur – hvern- ig er hægt að vera á móti auknu frelsi? Öllum þeim kostum sem hnattvæðingunni fylgja? Netinu, talsímabyltingunni – öllu því sem færir fólk nær hvert öðru og auð- veldar því samskipti. Síðan GATT-fríverslunarsamn- ingurinn varð að veruleika fyrir hálfri öld munu alþjóðleg viðskipti hafa sextánfaldast. En hefur – á þessari sömu hálfu öld – hlutskipti þeirra verst settu í heiminum batnað sextánfalt? Varla. Sum- staðar hefur það sennilega versn- að sextánfalt (og hvað ætli þeim sem búa við sult og seyru hafi fjölgað mikið á þessum tíma?). Þess vegna er holur hljómur í þeim fagurgala fríverslunarfor- kólfa og svonefndra stórmenna sem nú sitja afgirt í Quebec að frjáls verslun komi auðvitað öllum til góða. Ekki er vafi á að hún kemur mörgum til góða. En það er hræsni að segja hana koma öllum til góða. Og því er það ekki rétt hjá þeim sem sitja í Mikilmennagarð- inum núna um helgina, að fyrir ut- an girðinguna sé bara óupplýstur skríll með innihaldslausan hávaða. Menn í girðingu „Þeir hugsa sem svo, við skulum fara til Quebec um helgina, það verður gaman, … við mótmælum og svona, og bla … “ Jean Chrétien, forsætisráðherra Kanada. VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson kristjan@- yorku.ca
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.