Morgunblaðið - 22.04.2001, Síða 29

Morgunblaðið - 22.04.2001, Síða 29
FRÉTTIR MMC Pajaro Turbo Int. Nýskr. 5.1998, 2500cc Diesel vél, 3 dyra, 5 gíra, rauður, ekinn 55 þús. ABS, 32" dekk, viðarinnrétting o.m.fl. Verð 1.890 þ Aðalfundur Rauða kross Íslands 2001 Aðalfundur Rauða kross Íslands verður haldinn í Hafnarfirði dagana 25. og 26. maí nk. Fundurinn verður settur föstudaginn 25. maí kl. 13:30 í Hafnarborg. Dagskrá samkvæmt 5. grein laga RKÍ. Stjórn Rauða kross Íslands M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Heimsferðir bjóða nú einstakt tæki- færi í glæsilega vorferð til Costa del Sol þann 8. maí á hreint ótrúlegu verði í 14 nætur. Þú bókar núna og 4 dögum fyrir brott- för látum við þig vita á hvaða gististað þú dvelur í fríinu. Þú nýtur fegursta tíma ársins á þessum vinsælasta áfangastað við Miðjarðarhafið og á meðan á dvölinni stendur nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verð kr. 39.985 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, 8. maí, 14 nætur. Flug, gisting, skattar. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 49.930 M.v.2 í stúdíó. Santa Clara, 8. maí, 14 nætur, Flug, gisting, skattar. Aðeins 30 sæti á sértilboði Stökktu til Costa del Sol 8.maí frá 39.985 kr. LOÐNUVERTÍÐIN er mikill at- hafnatími í sjávarplássum eins og á Þórshöfn en vetrarvertíð er nýlokið. Félag eldri borgara brá undir sig betri fætinum í vertíðarlok og heim- sótti salarkynni bræðslunnar undir leiðsögn verksmiðjustjórans, Rafns Jónssonar. Búið er að bræða rúm 45 þúsund tonn á vertíðinni, sem er örlítið minna en á sama tíma í fyrra. Þarna fer fram mikil verðmætasköpun og lýsti Rafn vinnsluferlinu og markaðssetningu afurðanna fyrir gestunum, einnig tækjakostinum en þar hefur orðið geysimikil endurnýjun og tölvuvæð- ing síðustu ár. Ný tækni og tölvustýr- ing auka möguleika á að stýra vinnsl- unni mjög nákvæmlega, svo sem hita- og rakastigi og vinnsluferli en allt þetta stuðlar að betri afurðagæðum. Allt snyrtilegt og hreint Glöggt er gests augað en gestirnir höfðu orð á því hversu snyrtilegt og hreint var á þessum stóra vinnustað og þótt svolítil loðnubræðslulykt væri í vinnslusalnum þá upplifir fólkið hana eins og hverja aðra peningalykt, sem aftur þýðir velgengni og athafna- semi í hverju sjávarplássi. Nokkrir könnuðust vel við húsakynnin og höfðu unnið þar á árum áðum. Heimsókn eldri borgara lauk með myndarlegum kaffiveitingum í matsal verksmiðjunnar á annarri hæð þar sem aðstaða er góð og vel nýtt þegar unnið er á vöktum allan sólarhringinn yfir hávertíðina. Eldri borgarar skoða loðnuverksmiðjuna Þórshöfn. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Gestir úr félagi eldri borgara á Þórshöfn og nágrenni í heimsókn í loðnuverksmiðjunni, bæði í vinnslusal og inni í stjórnstöðinni þar sem öllu vinnsluferli er tölvustýrt. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 29

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.