Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 15
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 15
KÝRNAR leika við hvurn sinn fing-
ur er yfirskrift dagskrár á Súfistan-
um á morgun, mánudag, kl. 20.
Dagkráin er til-
einkuð útkomu
bókarinn Gull-
korn í greinum
Halldórs Lax-
ness, en á morg-
un, mánudaginn
23. apríl, er 99. af-
mælisdagur
skáldsins.
Símon Jón Jó-
hannsson fjallar
um ritgerðasmiðinn Halldór Kiljan
Laxness og Hjalti Rögnvaldsson
leikari les valda kafla úr greinum
hans og ritgerðum.
Á langri starfsævi var Halldór
Laxness ekki aðeins afkastamikill
höfundur skáldsagna, smásagna og
leikrita heldur var hann frá upphafi
ötull og gagnrýninn skoðari sam-
félagsins og lét sér fátt óviðkomandi.
Um athuganir sínar og afstöðu til
þjóðfélags- og menningarmála skrif-
aði hann mikinn fjölda ritgerða og
greina sem birtar voru í um 20
greinasöfnum á ríflega hálfri öld.
Það er Vaka-Helgafell sem gefur
bókina út.
Dagskrá
tileinkuð
Halldóri
Laxness
Halldór
Laxness
TVÆR kvikmyndir verða sýndar
í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, í dag,
sunnudag, kl. 15. Fyrri myndin
nefnist Rússar í geimnum
(Russia in Space) og er bresk
heimildarkvikmynd um rann-
sóknir og tilraunir Sovétmanna
og Rússa í geimvísindum og
geimferðum. Hin kvikmyndin er
endurgerð frá 1968 á mynd þeirri
sem Sergei Eisenstein og nánasti
samstarfsmaður hans, Edvard
Tisse, tóku á árunum 1935–1937
en luku aldrei við. Frumkópía
filmunnar eyðilagðist í eldi á
styrjaldarárunum og myndin sem
nú er sýnd er sett saman úr kyrr-
myndum sem unnt var að ná af
filmubútum úr brunarústunum.
Um samsetningu endurgerðar-
innar sáu tveir kunnir kvik-
myndagerðarmenn, Sergei Jútk-
evits og Naum Kleinmann, en
tónlistin er eftir Sergei Prokofj-
ev. Skýringar eru á ensku og að-
gangur ókeypis.
Tvær kvikmynd-
ir sýndar í MÍR
SLAGVERK og myndbandsdans-
verk verður í Tjarnarbíói í kvöld,
sunnudagskvöld, kl. 21. Terje Is-
ungset slagverksleikari og Helena
Jónsdóttir dansari og danshöfund-
ur flytja spunaverk, byggt á sam-
spili margvíslegra ásláttarhljóð-
færa, hefðbundinna og óhefðbund-
inna og dansmyndbanda sem unn-
in eru sérstaklega fyrir þennan
gjörning.
Norski slagverksmeistarinn
Terje Isungset er kunnur fyrir
slagverksgaldur sinn á tónleikum
víðsvegar um Evrópu á undanförn-
um árum.
Hann var gestur Jazzhátíðar í
Reykjavík á síðastliðnu sumri.
Ný dansmyndbönd
Danshöfundurinn Helena Jóns-
dóttir hefur sinnt gerð dansstutt-
mynda á síðustu misserum. Hún
mun sýna ný dansmyndbönd með
hjálp hreyfanlegs myndvarpa við
undirleik tónlistarinnar.
Aðeins verður um þessa einu
sýningu að ræða.
Dans- og slagverk
í Tjarnarbíói
NÚ stendur yfir Vika bókar-
innar og er dagskráin eftirfar-
andi:
Sunnudagur
Ævintýrastund
Penninn-Eymundsson, Aust-
urstræti 18. Kl. 13.30 og 15.30.
Lesið fyrir börnin í bókabúð-
inni.
Kvikmyndahátíð
Hátíð á vegum Kvikmynda-
sjóðs Íslands, Háskólabíós, Fil-
mundar og Félags ísl. bókaút-
gefenda.
Háskólabíó, salur 3 kl. 14:
Skýjahöllin, kvikmynd Þor-
steins Jónssonar eftir sögunum
um Emil og Skunda eftir Guð-
mund Ólafsson. Kl. 16: Myrkra-
höfðinginn, kvikmynd Hrafns
Gunnlaugssonar eftir Píslar-
sögu séra Jóns Magnússonar.
Kl. 18: Útlaginn, kvikmynd
Ágústs Guðmundssonar eftir
Gísla sögu Súrssonar. Kl. 22:
Salka Valka, kvikmynd Arne
Mattson eftir sögu Halldórs
Laxness.
Vika
bókarinnar
♦ ♦ ♦
KARLAKÓRINN Þrestir lýkur átt-
ugasta og níunda starfsári sínu og
heldur ferna vortónleika. Fyrstu
tónleikarnir verða í Hásölum, Hafn-
arfirði, kl. 20 í kvöld, sunnudags-
kvöld. Þá verða tónleikar í Víðistaða-
kirkju á fimmtudag kl. 20.30 og kl. 16
laugardaginn 28. apríl. Fjórðu og
síðustu tónleikarnir verða í Grafar-
vogskirkju kl. 20.30 föstudagskvöld-
ið 4. maí.
Á söngskránni er bæði nýtt og
eldra efni. Tónsmíðar eru bæði inn-
lendar og erlendar, en allt er sungið
við íslenska texta. Stjórnandi kórs-
ins er Jón Kristinn Cortes. Píanó-
leikari á tónleikunum er Hólmfríður
Sigurðardóttir.
Vortónleikar
Karlakórsins
Þrasta