Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 15
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 15 KÝRNAR leika við hvurn sinn fing- ur er yfirskrift dagskrár á Súfistan- um á morgun, mánudag, kl. 20. Dagkráin er til- einkuð útkomu bókarinn Gull- korn í greinum Halldórs Lax- ness, en á morg- un, mánudaginn 23. apríl, er 99. af- mælisdagur skáldsins. Símon Jón Jó- hannsson fjallar um ritgerðasmiðinn Halldór Kiljan Laxness og Hjalti Rögnvaldsson leikari les valda kafla úr greinum hans og ritgerðum. Á langri starfsævi var Halldór Laxness ekki aðeins afkastamikill höfundur skáldsagna, smásagna og leikrita heldur var hann frá upphafi ötull og gagnrýninn skoðari sam- félagsins og lét sér fátt óviðkomandi. Um athuganir sínar og afstöðu til þjóðfélags- og menningarmála skrif- aði hann mikinn fjölda ritgerða og greina sem birtar voru í um 20 greinasöfnum á ríflega hálfri öld. Það er Vaka-Helgafell sem gefur bókina út. Dagskrá tileinkuð Halldóri Laxness Halldór Laxness TVÆR kvikmyndir verða sýndar í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, í dag, sunnudag, kl. 15. Fyrri myndin nefnist Rússar í geimnum (Russia in Space) og er bresk heimildarkvikmynd um rann- sóknir og tilraunir Sovétmanna og Rússa í geimvísindum og geimferðum. Hin kvikmyndin er endurgerð frá 1968 á mynd þeirri sem Sergei Eisenstein og nánasti samstarfsmaður hans, Edvard Tisse, tóku á árunum 1935–1937 en luku aldrei við. Frumkópía filmunnar eyðilagðist í eldi á styrjaldarárunum og myndin sem nú er sýnd er sett saman úr kyrr- myndum sem unnt var að ná af filmubútum úr brunarústunum. Um samsetningu endurgerðar- innar sáu tveir kunnir kvik- myndagerðarmenn, Sergei Jútk- evits og Naum Kleinmann, en tónlistin er eftir Sergei Prokofj- ev. Skýringar eru á ensku og að- gangur ókeypis. Tvær kvikmynd- ir sýndar í MÍR SLAGVERK og myndbandsdans- verk verður í Tjarnarbíói í kvöld, sunnudagskvöld, kl. 21. Terje Is- ungset slagverksleikari og Helena Jónsdóttir dansari og danshöfund- ur flytja spunaverk, byggt á sam- spili margvíslegra ásláttarhljóð- færa, hefðbundinna og óhefðbund- inna og dansmyndbanda sem unn- in eru sérstaklega fyrir þennan gjörning. Norski slagverksmeistarinn Terje Isungset er kunnur fyrir slagverksgaldur sinn á tónleikum víðsvegar um Evrópu á undanförn- um árum. Hann var gestur Jazzhátíðar í Reykjavík á síðastliðnu sumri. Ný dansmyndbönd Danshöfundurinn Helena Jóns- dóttir hefur sinnt gerð dansstutt- mynda á síðustu misserum. Hún mun sýna ný dansmyndbönd með hjálp hreyfanlegs myndvarpa við undirleik tónlistarinnar. Aðeins verður um þessa einu sýningu að ræða. Dans- og slagverk í Tjarnarbíói NÚ stendur yfir Vika bókar- innar og er dagskráin eftirfar- andi: Sunnudagur Ævintýrastund Penninn-Eymundsson, Aust- urstræti 18. Kl. 13.30 og 15.30. Lesið fyrir börnin í bókabúð- inni. Kvikmyndahátíð Hátíð á vegum Kvikmynda- sjóðs Íslands, Háskólabíós, Fil- mundar og Félags ísl. bókaút- gefenda. Háskólabíó, salur 3 kl. 14: Skýjahöllin, kvikmynd Þor- steins Jónssonar eftir sögunum um Emil og Skunda eftir Guð- mund Ólafsson. Kl. 16: Myrkra- höfðinginn, kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar eftir Píslar- sögu séra Jóns Magnússonar. Kl. 18: Útlaginn, kvikmynd Ágústs Guðmundssonar eftir Gísla sögu Súrssonar. Kl. 22: Salka Valka, kvikmynd Arne Mattson eftir sögu Halldórs Laxness. Vika bókarinnar ♦ ♦ ♦ KARLAKÓRINN Þrestir lýkur átt- ugasta og níunda starfsári sínu og heldur ferna vortónleika. Fyrstu tónleikarnir verða í Hásölum, Hafn- arfirði, kl. 20 í kvöld, sunnudags- kvöld. Þá verða tónleikar í Víðistaða- kirkju á fimmtudag kl. 20.30 og kl. 16 laugardaginn 28. apríl. Fjórðu og síðustu tónleikarnir verða í Grafar- vogskirkju kl. 20.30 föstudagskvöld- ið 4. maí. Á söngskránni er bæði nýtt og eldra efni. Tónsmíðar eru bæði inn- lendar og erlendar, en allt er sungið við íslenska texta. Stjórnandi kórs- ins er Jón Kristinn Cortes. Píanó- leikari á tónleikunum er Hólmfríður Sigurðardóttir. Vortónleikar Karlakórsins Þrasta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.