Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 20
D
IETER Wendler Jó-
hannsson lét formlega
af störfum forstöðu-
manns Landkynningar-
skrifstofu Íslands fyrir
meginland Evrópu um
síðustu mánaðamót.
Skrifstofan er í daglegu tali nefnd
skrifstofa Ferðamálaráðs í Frankfurt
og hefur verið starfrækt í borginni frá
árinu 1986, undir stjórn Dieters.
Hann kom fyrst til Íslands árið 1953,
þá messagutti á breskum togara, og
hefur því tengst landi og þjóð með
margvíslegum hætti, sérstaklega ís-
lenskri ferðaþjónustu, í rúma hálfa
öld.
Dieter fæddist í Berlín árið 1934,
fyrir tilviljun, eins og hann tekur
sjálfur til orða. „Foreldrar mínir voru
á leiðinni heim frá Berlín þegar ég
fæddist óvænt. Við vorum alltaf á
ferðalagi og ætli megi ekki segja að
ég hafi óróleikann, eða ferðaþrána,
frá föður mínum,“ segir hann.
Fjölskyldan var stöðugt á faralds-
fæti á hans yngri árum og flest frí not-
uð til ýmiss konar ferðalaga.
„Við fórum á skíði og nutum útivist-
ar alltaf þegar færi gafst, en faðir
minn var svifflugmaður.
Heimsstyrjöldin síðari hafði líka
sitt að segja. Við bjuggum í Dort-
mund í Ruhr-héraði til ársins 1943,
þar sem foreldrar mínir höfðu vinnu,
en færðum okkur svo um set til Kösl-
in við Eystrasaltið, þar sem nú er
Koszalin í Póllandi, vegna loftárása
Bandamanna,“ segir hann.
Dieter gekk í menntaskóla í Kösl-
in frá 1944, þar til skólanum var
breytt í hersjúkrahús. „Nemendurn-
ir voru látnir vinna á spítalanum. Ég
man að mér og vini mínum var feng-
inn hestur og vagn, sem við notuðum
til þess að flytja stórar tunnur með
mat handa hermönnum og flótta-
mönnum út á járnbrautastöð,“ segir
hann.
Flúðu undan Rússum
Hinn 6. mars árið 1945 héldu Rúss-
ar inn í Köslin og segir Dieter fjöl-
skylduna hafa flúið undan þeim og
endað í Holtsetalandi. „Við fengum
vinnu á sveitabæ og bjuggum þar til
ársins 1947. Faðir minn var kvaddur í
herinn árið 1938, þegar Þjóðverjar
réðust inn í Súdetaland, þýskumæl-
andi hluta Tékkóslóvakíu, og við viss-
um ekkert um afdrif hans fyrr en árið
1947. Hafði hann verið tekinn fangi
árið 1944 og meðal annars dvalið í
stríðsfangabúðum Bandaríkjamanna.
Ég þurfti því að byrja að vinna fyrir
fjölskyldunni tíu ára gamall. Faðir
minn var illa á sig kominn þegar hann
kom heim og þurfti að styðjast við
hækjur. Hann hafði slasast mikið og
ég man sérstaklega vel eftir hækjun-
um og dökkgrænum fötum sem hann
var í og stríðsfangarnir höfðu verið
látnir klæðast í fangabúðunum,“ segir
hann.
Þegar faðirinn var kominn í leit-
irnar flutti fjölskyldan til Bottrop í
Ruhr-héraði og að loknu stúdents-
prófi árið 1955 hélt Dieter til háskóla-
náms í Heidelberg, þar sem hann
lagði stund á ensku, þýsku og íþróttir.
Hann umgekkst íslenska námsmenn í
Heidelberg, þá sérstaklega íslenska
stúlku, Sofíu Thors, sem hann og
kvæntist.
„Ég kynntist Sofíu konu minni ár-
ið 1960 og árið eftir buðu foreldrar
hennar okkur til Íslands í sumarfrí.
Við vorum á landinu í þrjár vikur,
flugum meðal annars til Egilsstaða og
keyrðum þaðan með rútu til Akureyr-
ar. Það var stórkostlegt að ferðast
keyrandi um landið, sem mér þótti
bæði hrjóstrugt og eyðilegt á köflum,
og allt öðruvísi en ég hafði átt að venj-
ast fyrir sunnan.“
Dieter segist hafa byrjað að ferðast
einn síns liðs 14 ára gamall, um alla
Evrópu og oft á puttanum. „Ég vann í
öllum fríum til þess að eiga fyrir
ferðalögum, oftast í kolanámu, enda
var Bottrop mikil kolanámuborg,“
segir hann. Leiðin lá um meginlandið
þvert og endilangt, til Norður-Nor-
egs, niður til Norður-Afríku og alla
leið til Tyrklands.
„Ég ferðaðist mikið, bæði á ung-
lingsárum og á námsárum mínum í
háskóla, og fór til dæmis á hverju
sumri til Fleetwood, sem var vina-
bær Bottrop, og ein aðalhöfn ís-
lenskra fiskiskipa á þessum tíma.
Maðurinn sem ég bjó jafnan hjá var
matráðsmaður á skipi og eitt sinn
fékk ég að sigla með sem messa-
drengur og kom þá við á Íslandi. Lík-
lega kom ég í fyrsta sinn til Íslands
1953. Mér þótti Ísland afar spennandi
land.“
Diðrik og Snorri Sturluson
Dieter flutti svo til Íslands hinn 13.
maí árið 1962 og steig fyrst á land í
Hafnarfirði. „Ég ætlaði að gerast
kennari og hafði samið við Málaskól-
ann Mími, en launin voru lág, aðeins
85 krónur á tímann. Ég vann því í
Slippnum um sumarið og kenndi svo
þýsku tíu tíma á viku um veturinn,
auk þess að ég fékk vinnu hjá Heild-
versluninni Heklu. Þá var ég leið-
sögumaður um tíma,“ segir hann.
Dieter er íslenskur ríkisborgari og
heitir því lögum samkvæmt Gunnar
Jóhannsson þótt flestir, ef ekki allir,
þekki hann best sem Dieter Wendler
Jóhannsson. „Ég reyndi nokkur nöfn
áður en ég komst að niðurstöðu. Ein
tillagan var Diðrik, sem alltaf var
ruglað við Friðrik. Ég prófaði öll
hugsanleg nöfn úr Íslendingasögun-
um, þá aðallega nöfn sem ég gat borið
fram sjálfur, svo sem Snorri Sturlu-
son,“ segir Dieter, sem var orðinn
góður í íslensku 1962, árið sem hann
flutti til Íslands.
„Mér fannst óþolandi að skilja ekki
Íslendinga og var ljóst að ég gæti
aldrei orðið maður með mönnum hér
nema kunna tungumálið. Ég lærði ís-
lensku í eina 3-4 mánuði og fékk mér
sjálfsnámsbók að auki. Konan mín fór
í frí til Íslands haustið 1960 og þegar
hún kom aftur í janúar 1961 talaði ég
við hana á íslensku. Hún áttaði sig
reyndar ekki á því alveg strax. Það
var mun auðveldara fyrir mig en aðra
útlendinga að flytja til Íslands, tel ég,
því strax frá fyrsta degi skildi ég nán-
ast allt sem við mig var sagt.“
Árið 1963 tók hann að sér þjálfun
yngri flokka Fram í fótbolta, en Sofía
vann í Útvegsbankanum og kenndi
þýsku.
„Allt þetta dugði varla til þess að
borga af íbúð sem við höfðum fest
kaup á við Brávallagötu og oft var ég í
fjórum mismunandi vinnum til þess
að endar næðu saman,“ segir hann.
Árið 1964 sótti Dieter um vinnu hjá
Loftleiðum, en meðan hann beið eftir
svari bárust fréttir af því að forsvars-
menn Flugfélags Íslands hygðust
opna skrifstofu í Frankfurt.
„Þá fór ég til Kaupmannahafnar að
læra hjá Vilhjálmi Guðmundssyni for-
stjóra Flugfélags Íslands í Dan-
mörku. Næsta ár varð ég síðan for-
stöðumaður Þýskalandsskrifstofu
félagsins í Frankfurt, en þá hafði fyr-
irtækið ekki verið með slíka starfsemi
í Þýskalandi frá 1959.“
Dieter og Sofía eiga tvo syni, Hauk
og Ólaf, og fylgdi fjölskyldan honum
eftir til Þýskalands vorið 1965, þegar
sá eldri var eins árs og sá yngri
ófæddur.
Árið 1973 sameinuðust Loftleiðir
og Flugfélag Íslands í eitt félag, skrif-
stofu þess síðarnefnda í Frankfurt
var lokað og starfsfólk Dieters látið
fara annað.
„Þá flutti ég mig yfir á Loftleiða-
skrifstofuna, þar sem voru þrjár
deildir, fyrir Ísland, Ameríku og
Bahama-eyjar, og tók að mér umsjón
með sölu til Íslands. Evrópuskrifstofa
félagsins var síðan lögð niður í kring-
um 1980 og ég þá gerður að sölustjóra
félagsins í suðurhluta Þýskalands.“
Ferðamálaráð Íslands, Flugleiðir,
Arnarflug, Ferðaskrifstofa Íslands,
Félag íslenskra ferðaskrifstofa og
Samband veitinga- og gistihúsaeig-
enda settu landkynningarskrifstofu
sína á fót árið 1985 í Hamborg. Dieter
var beðinn um að veita henni forstöðu
ári síðar og flutti hana frá Hamborg,
fyrst til Frankfurtar og síðan til Neu-
Isenburg, sem er í grenndinni.
Hringferð síðastliðin 28 ár
Eitt hið minnisstæðasta frá árun-
um á landkynningarskrifstofunni
segir Dieter árlega hringferð um Ís-
land með góðum vinum, síðastliðin 28
ár. „Þá er reynt að skoða allar nýj-
ungar hverju sinni, bæði hótel og fyr-
irtæki, og hringurinn yfirleitt farinn á
tveimur nóttum og þremur dögum. Í
þessum ferðum höfum við heimsótt
upp í 60 fyrirtæki, talað við alla, þegið
kaffi og kökur alls staðar og kannski
stundum stóran vindil.“
Dieter segir ennfremur að sér þyki
vænt um Vestnorden-samstarfið í
ferðaþjónustu og að ómetanlegt hafi
verið að fá að heimsækja Færeyjar og
Grænland á 3 ára fresti, síðan löndin
tóku höndum saman, og fylgjast með
uppbyggingunni í ferðaþjónustu þar.
Af eftirminnilegum atvikum daga
sína hjá Flugfélagi Íslands nefnir
hann árlega reisu til höfuðborga ým-
issa austantjaldsríkja, svo sem Búda-
pest, Prag og Varsjár. „Þar var allt
annan heim að sjá. Eitt sinnið var svo
kalt í Varsjá að ég þurfti að festa dag-
blöð innan á frakkann minn með ör-
yggisnælum til þess að halda á mér
hita. Ég gisti á Grand Hóteli í borg-
inni og rafmagnsofn í herberginu en
mér var samt svo kalt að ég þurfti að
sofa í öllum fötunum. Við ferðafélag-
arnir þurftum jafnframt að kaupa
okkur Rússahúfur úr ekta skinni
vegna kuldans.
Þegar ég vann hjá Flugfélagi Ís-
Morgunblaðið/hke
Kjartan Lárusson, Birgir Þorgilsson, Auður Jónsdóttir og Dieter Wendler Jóhannsson á hringferð um landið sumarið 2000.
Ég velti því fyrir mér
af hverju ekki megi
nýta uppistöðulón
fyrir bátsferðir.
Það mætti reisa
stór hótel við slík
vötn, kaffihús og
bryggjur og bjóða upp
á siglingar.
Aldalöng hefð
fyrir dálæti
Þjóðverja á Íslandi
Dieter Wendler Jóhannsson vann sem unglingur í þýskum kolanám-
um til þess að eiga fyrir ferðalögum og kom fyrst til Íslands með
togara árið 1953. Helga Kristín Einarsdóttir ræddi við Dieter, sem
hefur starfað í íslenskri ferðaþjónustu um áratugaskeið og er nú
sestur í helgan stein. Í bili að minnsta kosti.
Dieter Wendler
Jóhannsson, fyrrverandi
forstöðumaður
skrifstofu Ferðamálaráðs
í Frankfurt.
20 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ