Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. KÆRU kattaeigendur. VIÐ erum hér nokkrir þrestir, sem höfum dvalið hér í vesturbæ í vetur í skjóli og góðu yfirlæti hjá nokkrum góðum konum, sem hafa látið út góðgæti, brauð, fitubita o.fl. Veðrið hefur verið mjög gott í vetur, lítið um rok og rigningu og í haust var mikil uppskera af rifsi og reyni- berjum og er það við höndina, svo við ákváðum að fara hvergi. Nú er- um við búnir að æfa sönginn og nú erum við farnir að syngja aríur til þess að heilla þrastastelpurnar. Við ætlum nefnilega að stofna fjöl- skyldu. Sennilega verðum við í gamla kirkjugarðinum þar sem við höfðum hreiður í fyrra. Það fór nú illa fyrir okkur, þar sem við misstum öll börnin okkar og þá var nú mikil sorg og mikið kveinað. Við reyndum að bjarga þeim, en það tókst aldrei. Kisurnar eru svo sniðugar, þær komast langt upp í tré, þær hafa svo gaman af því að leika sér við fugla. Þær eru svoddan klaufar kisurnar, þær meiða og drepa alla litlu ung- ana. Þeir eru svo vitlausir greyin, þeir hafa ekki vit á að passa sig. Við þrestirnir ætlum að bera fram heita bón um það að þið leyfið kisunum ykkar að vera inni á meðan ungarnir okkar eru að læra að fljúga, tína orma og svoleiðis. Tilvonandi þrastapabbar. SONJA SCHMIDT, Sólvallagötu 4, Reykjavík. Kattaeigendur Frá Sonju Schmidt: Í MORGUNBLAÐINU 6. apríl sl. er sagt frá erindi sem Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri hélt á aðalfundi Samtaka ferðaþjónust- unnar um svarta atvinnustarfsemi. Þar tiltók hann að sífellt færðist í vöxt að ýmis ráðgjöf og þjónusta væri auglýst í því augnamiði að kom- ast hjá „eðlilegri og réttlátri“ skatt- heimtu. Þá vísar Indriði til þess að það viðhorf virtist ríkja í þjóðfélag- inu að skattsvik væru eins konar „al- þýðusport“ sem í lagi væri að stunda meðan þau kæmust ekki upp. Þá var haft eftir Indriða að vísasta leiðin til að snúa þessari þróun við væri að fá almenning til að skilja að skattsvik væru fremur lúaleg afbrot og í raun ekki annað en að „seilast í vasa náungans“. Indriði virðist þó ekkert hafa minnst á að meðan hann gegnir stöðu ríkisskattstjóra verður hann sjálfur að sýna þessu skilning áður en hann getur ætlast til þess af al- menningi. Það virðist fara í taugarn- ar á ríkisskattstjóra að nú hafi það sport, sem hingað til hefur aðeins verið stundað af hinum valdameiri að einhverju ráði, náð vinsældum meðal alþýðunnar. Þá er fyrst hægt að fjalla um það á lægra plani og kalla það „alþýðusport“. Haft var eftir Indriða: „Réttlát og eðlileg skattheimta.“ Í sporum ríkisskatt- stjóra myndi allt fólk með sómatil- finningu í meðallagi skammast sín fyrir að láta slík orð falla sem Indr- iði gerði hafandi í huga það misræmi sem er í skattframkvæmd í landinu háð skattumdæmum og ekki síður hvaða starfsstéttir eiga í hlut. Þrátt fyrir að skattyfirvöld hafi lengi haft vitneskju um að mörg meðalstór fyr- irtæki í landinu hafi stundað stór- felld skattsvik í formi peningaþvætt- is gegnum skúffufyrirtæki erlendis hefur ekkert verið gert til að upp- ræta slíkt. Skyldi það vera vegna þess að þeir sem standa að þessum skattsvikum eiga vini á réttum stöð- um í stjórnsýslunni? Þá er rétt að benda á að samkvæmt skilgreining- um ríkisskattstjóra á dagpeninga- greiðslum eiga þeir sem atvinnu hafa af því að ferðast ekki rétt á frá- drætti á móti fengnum dagpening- um. Samt sem áður er flugliðum hjá Flugleiðum hf. (aðilum sem sannan- lega hafa atvinnu af því að ferðast) leyft að komast upp með að færa til frádráttar fengna dagpeninga án þess þó að sanna ferðakostnað. Sam- kvæmt dómi Hæstaréttar 124/2000 var launþega synjað um heimild til frádráttar á móti fengnum dagpen- ingum í samræmi við skattmat rík- isskattstjóra þar sem launþeginn gat ekki sannað með óvefengjanleg- um hætti hver raunverulegur ferða- kostnaður hans var. Æðstu embætt- ismenn þjóðarinnar eru á botnlaus- um dagpeningagreiðslum jafnvel þótt í mörgum tilfellum sé jafnframt allur kostnaður greiddur fyrir þá á ferðalögum. Ekki fer neinum sögum af því að ríkisskattstjóri hafi nokk- urn tímann krafið þessa aðila um að sanna að raunverulegur ferðakostn- aður þeirra sé í samræmi við það sem fært hefur verið til frádráttar á skattframtali. Pétur H. Blöndal al- þingismaður hefur undanfarið þusað mikið yfir því að sjómenn njóti skattaafsláttar. Ákvæði um þennan skattaafslátt er þó að finna í lögum og er upphæð hans hreint smánar- leg samanborið við þau undanskot sem flugliðar hjá Flugleiðum hf. njóta án þess að fyrir þeim undan- skotum sé nokkurn lagabókstaf að finna. Þau skattsvik sem umræddir flugliðar hafa fengið að stunda í skjóli athafna ríkisskattstjóra í ára- raðir virðast ekki fara mikið fyrir brjóstið á fyrrnefndum alþingis- manni né starfssystkinum hans, hvar í flokki sem þau eru. Á meðan ríkisskattstjóri getur ákveðið upp á sitt eindæmi hverjir fái óáreittir að stunda skattsvik þarf hann ekki að búast við því að hinn almenni borg- ari sofi illa yfir því að hafa skotið undan einhverjum smáaurum sem annars hefði að öllum líkindum verið sólundað í lúxusólifnað hástéttarinn- ar. Hvaða hvatir ríkisskattstjóra skyldu liggja að baki því að aðstoða heilu starfsstéttirnar við að „seilast í vasa náungans“? Það er ekki nema „réttlátt og eðlilegt“ meðan hinir æðri stela undan í skjóli valdamikilla vina að hinn almenni borgari leiti allra leiða til að koma sér hjá skatt- greiðslum. Þó ekki sé hægt að kenna Indriða krógann hundrað prósent á hann sinn part í honum. Og meðan Indriði viðheldur sömu stefnu mun með tímanum króginn verða við hann kenndur. ÖRN GUNNLAUGSSON, Galtalind 4, Kópavogi. Skattsvikakróginn Frá Erni Gunnlaugssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.