Morgunblaðið - 22.04.2001, Page 30

Morgunblaðið - 22.04.2001, Page 30
30 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÖLDUNGADEILD MENNTASKÓLANS VIÐ HAMRAHLÍÐ NÝJUNG EFTIR PÁSKA! Stutt tungumálanámskeið fyrir eldri borgara Um er að ræða hnitmiðuð námskeið til að gera fólki kleift að bjarga sér á tilteknu tungumáli um það nauðsynlegasta sem snýr að ferðamanninum, s.s. ferðlög, kurteisisreglur, veitingahús, búðir og heilsugæsla. Kennt verður tvisvar í viku, klukkutíma í senn í fimm vikur. Gert er ráð fyrir að nem- endafjöldi á hverju námskeiði verði um 15. Tungumálin sem unnt er að velja um eru enska, franska, norska, sænska, spænska og þýska. Framburðarnámskeið í ensku Á námskeiðinu eru kynnt undirstöðuatriði í enskum framburði. Farið verður í helstu einkenni ís- lensks framburðar á ensku, muninn á enskum og amerískum framburði og erfið hljóð æfð með að- stoð hljóðsnældu og æfingaheftis. Nemendur fá þessi gögn til eignar. Námskeiðið er hentugt þeim sem telja mikilvægt að framburður þeirra sé sem áheyrilegastur og þeim sem þurfa að halda ræður eða fyrirlestra, t.d. á alþjóðlegum málþingum eða ráðstefnum. Námskeiðið er 12 kennslustundir. Stutt tölvunámskeið Kennari: Sigurður Haraldsson MCP, netstjóri MH. a) Windows & Internetið. Þar verður farið í Windows 95/98 stýrikerfin og kennd skráastjórnun með Windows Explorer, diskameðhöndlun og fleira. Einnig verður Internetið kynnt, helstu hugtök skýrð (HTTP, HTML, FTP, WWW o.fl.) og kennt verður hvernig á að nálgast upplýsingar á markviss- an hátt. Námskeiðið er 12 kennslustundir. b) Námskeið í Word. Farið verður almennt í Word 97/2000; kennt að búa til nýtt skjal, opna og vista skjöl, blaðsíðuuppsetningar, útlitsbreytingar síðu og texta, neðanmálsgreinar, töflur, textadálkar, stílar, sjálfvirkt efnisyfirlit, atriðaorðaskrá og ýmislegt fleira eftir því sem tími vinnst til. Gerð verða verkefni í tímum. Námskeiðið er 12 kennslustundir. c) Námskeið í Excel. Farið verður í helstu atriði í Excel 97/2000, hvernig unnið er með jöfnur og hvernig hægt er að láta Excel sjá um alla útreikninga. Gerð verða hagnýt verkefni. Námskeiðið er 12 kennslustundir. Innritað er í síma 595 5200 mánudaginn 21. apríl til miðvikudagsins 23. apríl nk. kl. 10.00-18.00. Gert er ráð fyrir að námskeiðsgjald sé greitt við innritun. Er þetta ekki eitthvað fyrir þig? Komdu þá í heimsókn á heimasíðu okkar! Þar má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um þessi námskeið. Slóðin er; www. mh.is. Þú getur einnig hringt í síma 595 5200. Rektor. ALLT í einu hefur þaðverið uppgötvað að verðá grænmeti er héróheyrilega hátt. Rétt eins og okrið hafi dottið af himn- um ofan. Maður gengur undir manns hönd til að hneykslast á fákeppni, samráði og vel smurðri álagningu. Og landbúnaðarráðherra segir svei, svei og skipar nefnd til að kanna málið. Og stjórnarandstaðan segir sussum svei og kemur af fjöllum. Bændur segja: Ekki ég og sölunefndin segir: Ekki ég og smásal- arnir segja: Ekki ég og allir benda á vernd- artollana og hver á annan og áður en nokkur maður veit af er vorið komið og sumarfríin og önnur umræðuefni, og grænmetið og ávext- irnir og blessuð blómin halda áfram að seljast á gamla góða verðinu eins og ekkert hafi í skorist. Hneykslunaraldan gengur yfir. Það fæst aldrei neinn botn í þetta írafár, frekar en önnur þau upphlaup, sem tíðkast hér í fámenninu, hvort sem það eru olíuhækk- anir, laxafiskeldi, flugvallarmál, umhverfis- spjöll eða megrunaraðferðir. Mótmælaraddir deyja út, reiðin hjaðnar og málin sitja eftir í höndunum á þeim, sem höfðu eitthvað um þau að segja – og réðu ferðinni. Og fara sínu fram. Þau sitja áfram eftir hjá þeim sem ábyrgðina bera á okrinu, vissu af því allan tímann og ákváðu það með opnum augum. Hátt verð á grænmeti verður áfram hátt, af því hagsmunirnir krefjast þess og pólitíkin verndar hagsmunina og hagsmunaöflin vernda pólitíkusana. Einbjörn eltir tvíbjörn og tvíbjörn eltir þrí- björn og þjóðin eltir þríbjörn. Hvernig var það líka með kvót- ann og þjóðarsáttina, sem þeir lofuðu, foringjarnir, í kosningun- um síðustu, þegar þjóðin reis upp og reif kjaft þegar hún loksins skildi þann stóra glæp sem felst í því að af- hent var nokkrum útvöldum stærsta auðlind og sameign þjóðarinnar, óveiddur fiskurinn í sjónum? Svona, svona, sögðu frambjóðendurnir og hagsmunagæslumennirnir og sussuðu á mót- mælin með því að lofa sáttagjörð um kvótann. Nefnd var skipuð og önnur nefnd var skipuð og gott ef ekki er komin þriðja nefndin í málið og tíminn líður og þjóðin bíður og ekkert ger- ist. Ekki nokkur skapaður hlutur, af því að sérhagsmunaaðilarnir sitja ofan á pólitíkus- unum, svo enginn missi sjónar á hagræðing- unni og nauðsyninni á að stórútgerðin sitji að kvótanum ein og sér. Og jafnvel þótt við blasi að fiskveiðistjórnin leiði ekki til hærri afla- heimilda og enda þótt öll útgerðarfyrirtækin skili tapi og þótt fyrir liggi stórfelld skulda- söfnun í greininni er okkur, fávísum kjósend- unum, sagt að kvótinn sé best geymdur hjá þeim, sem fengu hann frítt! Og selja hann fyr- ir milljarða. Það bólar ekki á sáttunum og það bólarekki á efndunum og áður en við vitumaf nennir enginn lengur að agnúast út í kerfi og kvóta, sem er fyrir löngu horfinn í skuldir. Eða horfinn til Lúxemborgar. Eða fastur í fasteignum suður á Spáni. Ekki liggur hann að minnsta kosti í fast- eignum í íslenskum sjávarplássum. Næsta mál á dagskrá er að staðfesta lögin um kvótann á krókabátana, vegna þess að handfæraveiðarnar þóknast ekki hagsmun- um stórútgerðarinnar. Sú raunasaga verður keimlík þeim hinum fyrri, þar sem einyrkjarnir verða að lúta boði og banni hagræðingarinnar svokölluðu, sem einnig dettur af himninum ofan, án þess að nokkur hafi orðið hennar var. Þar kemur líka litla gula hænan við sögu og segir af hjartans einlægni: Hvað, ekki ég, ekki ég. Í framhald- inu flytur fólkið frá verðlausum eignum sín- um. Og svo er skipt um gír og skipt um ráð- herra og hlustað með athygli á tillögur um að bæði þingmenn og ráðherrar fái hærri laun, til að þeir geti betur sinnt hagsmunagæslunni í landbúnaðinum og sjávarútveginum. Til að þeir geti betur varist óábyrgum upphlaupum almennings og fjölmiðla um okur í grænmet- inu eða sameignina í hafinu. Og svo fara þeir að tala um jarðgöng í gegnum Vaðlaheiðina eða klám á nektarbúllum og allir una glaðir við sitt. Hneykslismálin gleymast og hags- munagæslumennirnir fá endurnýjað umboð til að virða þjóðarsálina að vettugi. Enda er hún á lágu plani og skilur ekki lögmál mark- aðarins og skilur ekki lögmál útgerðarinnar og man ekkert stundinni lengur. Eða viljið þið virkilega afnema verndartoll- ana á grænmetinu og setja garðyrkjubændur á hausinn? Viljið þið taka ábyrgðina á því að útgerðin verði fallít, ef hún fær ekki kvótann frítt? Er það meiningin að trillukarlarnir fái að taka frjálsan kvóta frá þeim sem eru guðs- útvaldir eigendur þorsksins? Og litla gula hænan segir auðvitað: Ekki ég og kjósandinn segir: Ekki ég og stjórnmálamaðurinn fórnar vitaskuld höndum gagnvart flokki sínum og þjóð og segir með höndina á stjórnarskránni og biblíunni: Ekki ég. Ég er stundum að rausa um þetta við kon- una mína, heima við eldhúsborðið. Örfáir kverúlantar eru stundum að þvarga um þetta í blaðagreinum. Einhverjir eru að kvarta fyr- ir vestan og í grænmetinu er verið að leita að sökudólgi. Svona til málamynda, meðan ráð- herrar setja upp undrunarsvip og stjórnar- andstaðan drepur tittlinga á þingi og spyr: Hvers vegna var ekkert gert? Hvers vegna var þetta látið viðgangast? Svarið er: Það var ekkert gert, vegna þess að litlu gulu hænurnar, á þingi og úti í þjóð- félaginu, gerðu aldrei neitt og spurðu aldrei neins og hlustuðu aldrei á rödd samviskunn- ar, af því rödd sérhagsmunanna var öðrum röddum sterkari. Þær þvoðu hendur sínar og sögðu: Ekki ég, ekki ég. Þannig er þetta nú í pottinn búið, góðirhálsar. Aðhald okkar, hinna óbreyttuborgara, neytendanna og þolandans, svo ekki sé nú talað um þjóðina í heild, sem á auðlindina í hafinu, hefur reynst máttlausara en vald þeirra einkahagsmuna, sem ráða ferðinni. Svo mun áfram verða meðan nyt- samir sakleysingjar líta á sig sem varðhunda sérhagsmunanna og þjóðin heldur áfram að kjósa þá. Hver var að tala um að sagan af litlu gulu hænunni væri ævintýri fyrir börn? Litla gula hænan sagði: Ekki ég Aðhald okkar hefur reynst máttlausara en vald þeirra einkahagsmuna, sem ráða ferðinni, segir Ellert B. Schram. Svo mun áfram verða meðan nyt- samir sakleysingjar líta á sig sem varðhunda sér- hagsmunanna og þjóðin heldur áfram að kjósa þá. HUGSAÐ UPPHÁTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.