Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 17
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 17 DJASSTRÍÓIÐ Smáaurarnir held- ur tónleika á veitingastaðnum Café Ozio í kvöld, sunnudagskvöld, kl. 21.30. Tríóið er skipað þeim Jacob Hagedorn-Olsen gítarleikara, Jóni Ómari Erlingssyni kontrabassaleik- ara og Páli Sveinssyni slagverksleik- ara. Gestaleikari kvöldsins er Birkir Freyr Matthíasson trompetleikari. Smáaurarnir í Ozio ALMENNI músíkskólinn og Harm- onikumiðstöðin Hólmgarði standa fyrir tónleikum í Ráðhúsi Reykjavík- ur í dag, sunnudag, kl. 14.30. Þar koma fram nemendur Almenna mús- íkskólans. Einnig koma fram ungir harmonikuleikarar á vegum Harm- onikumiðstöðvarinnar ásamt hljóm- sveitum. Þá munu Hjördís Geirs og hljómsveit kynna lög af væntanlegri geislaplötu. Harmonikku- tónleikar KÓR Menntaskólans í Reykjavík heldur árlega vortónleika sína í kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.30. Kórinn hefur í vetur æft þekkt lög úr söngleikjunum West Side Story eftir Bernstein og Porgy and Bess eftir Gershwin. Sigrún Ólafsdóttir syngur einsöng í laginu Summertime, en einnig verður flutt Pie Jesu eftir Andrew Lloyd Webber. Undirleikari á píanó er Anna Guðný Guðmunds- dóttir. Einnig flytur kórinn ættjarð- arlög, þjóðlög og mótettur. Stjórnandi kórsins er Marteinn H. Friðriksson. Vortónleikar Kórs MR SVÆÐIÐ frá hreppamörkum Staðarsveitar á sunnanverðu Snæ- fellsnesi og að Enni norðanmegin hef- ur skipst á tvo hreppa, Breiðuvíkur- hrepp og Neshrepp utan Ennis. Höfundur kallar þetta svæði „undir Jökli“ Í þessum tveimur hreppum voru lengstum sex sóknir og kirkjur, þ.e. Ingjaldshóli, Hellnum, Knerri, Laugarbrekku, Einarslóni og Saxa- hóli. Knarrarkirkja var lögð niður ár- ið 1878 og sóknin lögð til Búðakirkju. Laugarbrekkukirkja var lögð niður í kringum 1880, Einarslónskirkja um svipað leyti, en Saxahólskirkja var af- lögð þegar árið 1563. Nú eru kirkjurnar aðeins tvær, á Ingjaldshóli og Hellnum, og presta- kallið eitt. Í þessari miklu bók, sem skilja má að sé fyrsta bindi í ritröð, hefur höf- undur tekið sér fyrir hendur að birta máldaga, vísitatíugerðir biskupa og prófasta og ýmis önnur skrif fyrir þessar sex kirkjur eftir því sem heim- ildir ná til. Elstu heimildir eru frá því um 1200. Jafnframt birtingu þessara skjala er gerð grein fyrir þeim mönn- um, sem við sögu koma. Prestatal er hér, kafli um „Kirkjuklukkur Jökl- ara“ og annar um „Kirkjubyggingar á Ingjaldshóli“. Séra Gunnar Krist- jánsson ritar gagnlegan upphafs- kafla, „Vísitasíur: Tilsjón með kirkju- starfi“. Nokkrar fallegar myndasíður eru í miðri bók auk fjölmargra svart- hvítra mannamynda og bókinni lýkur með Orðskýringum, Nafnaskrá, Myndaskrá (mannamyndir), Lit- myndaskrá og Heimildaskrá. Skilja má að tafsamt hafi verið og torvelt á stundum að búa þessi gögn til prentunar. Víða er talað um rotnar og fúnar kirkjubækur, enda voru víst geymslustaðir ekki alltaf merkilegir. Sjá má þess merki að ekki hefur tek- ist að lesa allt. Fram eftir öldum var öll áhersla lögð á eignakönnun kirkna, ásig- komulag þeirra og reikningshald. Þar er margt smátt tínt til. Býst ég við að sagnfræðingum og fornfræðingum þyki það gagnleg lesning, því að vitað er að máldagar eru mikið notaðar heimildir þeirra. En skemmtilesning er þetta engin, afskaplega endurtekn- ingasöm eðli málsins samkvæmt. Kannski bætist við ein reka eða járn- karl með svo sem hálfrar aldar bili. Grindin í sáluhliðinu er óviðgerð ár- um saman, suðurveggurinn á kirkju- garðinum moldrunninn löngu og garðurinn ekki gripheldur. Kirkjan fúin á pörtum og lek. Þetta er síend- urtekið. Þegar nálgast nútímann fara áherslur að breytast. Visitatores taka að spyrjast fyrir um safnaðarlíf. Hvernig er kirkjusókn? Fyrirfinnast helgidagabrot eða eru brögð að synd- samlegu líferni? Hvernig er sam- komulag prests og safnaðar? Hvernig líkar presti við söfnuð sinn og söfnuði við prest? Hefur verið húsvitjað sem ber? Þá eru börn og ungmenni yfir- heyrð í kristnum dómi bæði fermd og ófermd. Jú, fróðlegt er þetta vissulega og sé grannt skoðað má margt lesa á milli lína. T.a.m. leynir sér ekki að hér er verið að fjalla um mjög fátæka sveit. Ástand sumra kirknanna var hörmu- legt, en ætli híbýli margra sóknar- barnanna hafi verið miklu betri? Ég fæ ekki betur séð en höfundur þess- arar miklu bókar hafi unnið verk sitt af samviskusemi og nákvæmni og skilað því vel af hendi. Næsta bindi segir hann muni fjalla um „mannlífið undir Jökli svo langt sem sögur herma“. Það verður væntanlega meira við alþýðuskap. Ekki kemur fram hver er útgefandi ritsins, en Háskólaútgáfan annaðist umbrot og prentun og frágangur var hjá Steindórsprenti-Gutenberg. Bókin er hin prýðilegasta að öllum ytri búnaði. Máldagar undir Jökli BÆKUR S a g n f r æ ð i Úr sögu Breiðuvíkurhrepps og Nes- hrepps utan Ennis. Kirkjur undir Jökli. Ólafur Elínmundarson tók saman. Gunnar Kristjánsson ritaði inngang. Reykjavík 2000. 589 bls. JÖKLA HIN NÝJA I Sigurjón Björnsson ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.