Morgunblaðið - 22.04.2001, Page 32

Morgunblaðið - 22.04.2001, Page 32
32 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ 22. apríl 1981: „Viðtölin við athafnamenn, sem birtust í páskablaði Morgunblaðsins ættu að vera skyldulesning fyrir alla þá sem eru haldnir þeirri trú, að með afskiptum stjórnmálamanna af smáu og stóru sé landi og þjóð best stjórnað. Ríkisforsjármenn í öllum stjórnmálaflokkum ættu að kynna sér ummæli frumkvæðismanna um lam- andi afskipti hins opinbera ... Ríkisforsjármennirnir í stjórnmálunum halda því jafnan á loft, þegar þeir standa fyrir aðför að frjálsu frumkvæði einstaklinganna og setja mönnum stólinn fyr- ir dyrnar með einum eða öðrum hætti, að það sé gert fyrir heildina. Þeir einir viti, hvað fjöldanum sé fyrir bestu, enda hafi þeir verið kosnir til valda af fólkinu. Nú er öllum frjálst að leita eftir sæti á framboðslistum stjórnmálaflokkanna og sækjast eftir þeim stöðum, sem ríkisforsjármennirnir telja eftirsóknarverðastar og gefa þeim tækifæri til að taka völdin af fólkinu. . . . . . . . . . . 22. apríl 1971: „Í dag er fyrsti dagur sumars; það er vor í lofti og vor í hugum ís- lenzku þjóðarinnar. Skamm- degismyrkrið verður nú að þoka fyrir birtu og hlýju; það er gróandi í túnum og gróandi í íslenzku þjóðlífi. Á hverju vori hefur íslenzka þjóðin ástæðu til þess að fagna, þegar myrkar vet- urnætur eru að baki og birtu hins skamma íslenzka sum- ars tekur að gæta á nýjan leik. Það er eðlilegt, að þjóð- in taki sumrinu með fögnuði hverju sinni, en sannarlega hefur aldrei verið jafn rík ástæða til að fagna og nú. Í gær gerðist sá sögulegi at- burður, að Íslendingar end- urheimtu tvö fyrstu hand- ritin frá Danmörku. Eftir þessum degi hafa Íslend- ingar beðið lengi, enda geyma skinnbækurnar þann menningararf, sem skotið hefur styrkustum stoðum undir íslenzkt þjóðlíf, full- veldi og síðar sjálfstæði þjóðarinnar. Það er tákn- rænt, að við skulum end- urheimta þessa kjörgripi með sumarkomunni; í þann mund, er við kveðjum langan vetur og fögnum hækkandi sól og nýju sumri. Þessa hugsun orðaði Magnús Már Lárusson, háskólarektor, svo ágætlega í ræðu sinni við móttöku handritanna í gær: „Á þessum degi fagnar Háskóli Íslands og öll þjóð- in. Þessi hinn fagri dagur boðar, að nýtt sumar rennur upp, sem hefur í sér fólgnar vonir og þrár, sem eigi munu bregðast – hinn langþráði dagur, sem staðfestir heim- komu handritanna, er á sín- um tíma voru flutt til höfuð- staðar og menningarseturs sameiginlega í hinum sam- einuðu konungsríkjum Danakonungs.“ Fory s tugre inar Morgunb lað s ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. NORÐLINGAÖLDULÓN OG UMHVERFISMAT Síðastliðinn miðvikudag birtisthér í Morgunblaðinu frétta-skýring um hið svonefnda Norðlingaöldulón. Þar var rifjað upp samkomulag, sem gert var fyrir tutt- ugu árum milli náttúruverndarráðs og Landsvirkjunar um friðland í Þjórs- árverum. Síðan segir: „Friðlýsing Þjórsárvera, sem stað- fest var 3. desember 1981, felur í sér að heimilað verði að byggja uppi- stöðulón neðst í Þjórsárverunum með stíflu við svonefnda Norðlingaöldu. Með auglýsingunni var tilkynnt um sérstaka nefnd náttúruverndarráðs til ráðuneytis um málefni friðlandsins, s.k. Þjórsárveranefnd. Síðan segir: „Ennfremur mun [Náttúruvernd rík- isins] fyrir sitt leyti veita Landsvirkj- un undanþágu frá friðlýsingu þessari til að gera uppistöðulón með stíflu við Norðlingaöldu í allt að 581 m.y.s., enda sýni rannsóknir að slík lóns- myndun sé framkvæmanleg án þess, að náttúruverndargildi Þjórsárvera rýrni óhæfilega að mati [Náttúru- verndar ríkisins]. Rannsóknir þessar skulu gerðar á vegum ráðgjafarnefnd- ar samkvæmt 1. tl. Skal nefndin enn- fremur fjalla um endanleg mörk um- ræddra mannvirkja, ráðstafanir til að draga úr óæskilegum áhrifum þeirra á vistkerfi Þjórsárvera og hugsanlega endurskoðun á vatnsborðshæð miðl- unarlónsins.““ Í framhaldi af þessu segir í frétta- skýringu Morgunblaðsins: „Síðan þá hefur Landsvirkjun staðið fyrir frek- ari rannsóknum á þessu svæði og hjá fyrirtækinu hefur verið unnið í sam- ræmi við það að framkvæmdir fari í umhverfismat … Segjast forsvars- menn Landsvirkjunar tilbúnir að hlíta leikreglum í einu og öllu og taka niðurstöðu umhverfismatsins, hver svo sem hún verði.“ Í umræðum um Fljótsdalsvirkjun héldu talsmenn ríkisstjórnar og Landsvirkjunar því fram, að sú virkj- un þyrfti ekki að fara í umhverfismat vegna þess að Landsvirkjun hefði fengið virkjunarleyfi áður en lögin um umhverfismat voru sett. Sú afstaða var áréttuð á Alþingi eins og menn muna. Á þeim tíma barðist Morgunblaðið hart fyrir því, að Fljótsdalsvirkjun færi í umhverfismat og voru rök blaðsins þau, að mikil viðhorfsbreyt- ing hefði orðið hjá almenningi frá því að hið gamla virkjunarleyfi var veitt á sinni tíð. Svo fór að fallið var frá áformum um Fljótsdalsvirkjun. Með tilvísun til þessara röksemda blaðsins í umræðum um Fljótsdals- virkjun er Morgunblaðið þeirrar skoðunar að eðlilegt sé að hugsanlegt Norðlingaöldulón fari í umhverfismat, þótt samkomulag hafi verið gert um aðra málsmeðferð fyrir tveimur ára- tugum, löngu áður en lögin um um- hverfismat voru sett. Sömu röksemdir eiga við um Norðlingaöldulón nú eins og varðandi Fljótsdalsvirkjun á sínum tíma. Það er líka mikilvægt að taka Landsvirkjun á orðinu. Um leið og fyrirtækið leggur nú áherzlu á, að Norðlingaöldulón fari í umhverfismat þrátt fyrir samkomulag frá fyrri tíð verður að ganga út frá því sem vísu, að forráðamenn Landsvirkjunar mundu ekki láta sér til hugar koma, að taka upp á ný áform um Fljótsdalsvirkjun án þess að þau færu í umhverfismat, þrátt fyrir gamalt virkjunarleyfi. Þeir gætu ekki sagt eitt um Norðlingaöldu- lón og annað um Fljótsdalsvirkjun. Í þessum efnum er mikilvægt að aðilar máls séu sjálfum sér samkvæm- ir, bæði Landsvirkjun og náttúru- verndarsinnar. Á SÍÐUSTU áratugum hafa komið fram á sjónarsviðið tveir frumkvöðlar í smá- söluverzlun, sem báðir hafa markað djúp spor í þann þátt viðskiptalífsins. Pálmi heitinn Jónsson stofnandi Hagkaupa hafði forystu um að kynna þá verzlunarhætti á Íslandi að bjóða lægra verð og náði þar með aukinni sölu, sem gerði honum kleift að ná hagstæðari innkaupum og bjóða enn lægra verð. Einn af merkari verkalýðsleiðtogum landsins á síðustu öld taldi, að með þessum viðskiptaháttum hefði Pálmi heitinn tryggt launafólki meiri kjarabæt- ur en náðst hefðu í kjarasamningum við vinnu- veitendur og var áreiðanlega töluvert til í því. Jóhannes Jónsson, stofnandi Bónuss, fylgdi í kjölfar Pálma og setti upp lágvöruverðsverzlun, þar sem lítið var lagt upp úr innréttingum og ytri búnaði en þeim mun meira upp úr lægsta mögulega verði. Bónusverzlanir hafa haldið þeirri grundvallarstefnu stofnandans að vera alltaf með lægsta verð. Báðir þessir frumkvöðlar í smásöluverzlun náðu miklum árangri m.a. með því að knýja fram verðlækkun hjá birgjum, þ.e. framleiðend- um og heildsölum, og skila þeim verðlækkunum til neytenda. Þetta þýddi miklar breytingar á högum milliliða, sem mikinn hluta síðustu aldar stóðu mjög sterkt að vígi í verzlun. Á sínum tíma var mikið talað um svonefndan „milliliða- gróða“. Stórfelldar breytingar á viðskiptaháttum af þessu tagi hafa leitt til þess að umsvif heild- verzlana hafa minnkað mjög og hagnaður af þeim sennilega líka. Um tíma var mikil samkeppni í smásöluverzl- un á höfuðborgarsvæðinu. Neytendur tóku eftir því og fögnuðu þeirri samkeppni. Smátt og smátt veittu menn því eftirtekt, að þessi sam- keppni hafði minnkað. Alla vega var ekki jafn mikið um að vöruverð væri lækkað tímabundið og tíðkazt hafði um skeið. Fyrir nokkrum miss- erum vakti Davíð Oddsson, forsætisráðherra, sérstaklega athygli á þessu. Í kjölfar þess gaf Baugur hf. yfirlýsingu um að fyrirtækið mundi beita sérstöku viðnámi gegn verðhækkunum. Nú hefur skýrsla Samkeppnisráðs um heild- söludreifingu á ávöxtum og grænmeti og ákvörðun þess um að sekta þrjú fyrirtæki um samtals 105 milljónir króna fyrir brot á ákvæð- um Samkeppnislaga um verðsamráð og mark- aðsskiptingu, vakið miklar umræður um sölu á ávöxtum og grænmeti sérstaklega en jafnframt um matvörumarkaðinn og þróun hans almennt. Lengi hefur gætt reiði meðal almennings vegna hás verðs á ávöxtum og grænmeti, hárra verndartolla og að sumra mati lélegra gæða á þessum matvörum. Stjórnmálamenn hafa rétt- lætt hina háu verndartolla með því að nauðsyn- legt væri að vernda innlenda framleiðendur. Eftir að fram eru komnar þær upplýsingar, sem fyrir liggja í skýrslu Samkeppnisstofnunar er ekki óeðlilegt að fólk spyrji hvað sé verið að vernda. Ef kafað er dýpra ofan í málið má líka velta því fyrir sér hvers vegna meiri ástæða sé til að vernda þessa framleiðslu en aðra framleiðslu- starfsemi í landinu. Við inngöngu Íslands í EFTA fyrir þremur áratugum voru tollar smátt og smátt lækkaðir með þeim afleiðingum að margvísleg framleiðslustarfsemi lagðist niður. Hvert fyrirtækið á fætur öðru hætti starfsemi. Eigendur þeirra töpuðu miklum fjármunum. Spyrja má, þótt ekki verði frekar farið út í þær umræður hér, hvaða munur sé á þeirri fram- leiðslustarfsemi, sem lagðist niður í kjölfar EFTA-aðildar og framleiðslu á ávöxtum og grænmeti í gróðurhúsum, svo að dæmi séu nefnd. Hvers vegna var í lagi að fataverksmiðjur lokuðu og nokkrir tugir starfsmanna þeirra misstu vinnu sína vegna þess að tollar voru lækkaðir en annarri framleiðslu verður að halda uppi með tollvernd? Það eru áreiðanlega tvær meginástæður fyrir því, hvað skýrsla Samkeppnisráðs um heildsölu- dreifingu á ávöxtum og grænmeti hefur vakið mikla athygli og valdið miklu umróti. Önnur er þessi langvarandi reiði almennings vegna hás verðs á þessum matvörum, sem sérfræðingar telja hollari en ýmsar aðrar matvörur og þess vegna æskilegt að fólki borði. Hin er sú stað- reynd, að Samkeppnisráð styður mál sitt með tilvitnunum í gögn, sem tekin voru við húsleit hjá aðilum málsins. Þau gögn sýna og sanna að Samkeppnisráð fer með rétt mál í öllum megin- atriðum, þótt ástæða sé til að benda á, að tilvitn- anir, sem teknar eru úr lengri skjölum geta ver- ið varasamar og í sumum tilvikum gefa þær villandi mynd af efni skjals. Þess vegna hefði verið æskilegt að Samkeppnisráð hefði birt þau skjöl, sem vitnað er til, í heild í stað þess að láta tilvitnanir nægja. Þessi gögn sýna líka, að framleiðendur á þess- um vörum eiga að töluverðu leyti hlut að máli vegna aðildar sinnar að Sölufélagi garðyrkju- manna og þátttöku í mjög miðstýrðu skipulagi á þessum markaði. Þetta eru þeir sömu framleið- endur og stjórnvöld eru að verja með háum verndartollum og magntollum. Það er ekki óeðli- legt að neytendur velti því fyrir sér hvers vegna í ósköpunum sé verið að vernda framleiðendur sem taka þátt í því, sem Samkeppnisráð hefur kallað „samsæri gegn neytendum“. Og hvers vegna landbúnaðarráðherra telur koma til greina að fella niður verndartolla en taka upp framleiðslustyrki í þess stað til þeirra sömu að- ila. Hlutur smá- söluverzlunar EFTIR að Sam- keppnisráð hafði lagt fram upplýsingar, studdar gögnum úr fórum þeirra fyrirtækja, sem stunda heildsölu- dreifingu á þessum markaði, sem sýndu skipu- lega viðleitni til þess að koma á einokunarstarf- semi í dreifingu var ekki við öðru að búast en athyglin beindist að smásöluverzluninni og spurningar vöknuðu um hver hlutur hennar væri að málinu eða hvort um þátttöku hennar í þessari tilraun til myndunar einokunarhrings væri að ræða. Morgunblaðið birti á skírdag úttekt eins fréttastjóra blaðsins á álagningu á ávexti og grænmeti í smásöluverzlun, sem byggð var á gögnum, sem blaðið hafði undir höndum. Megin- niðurstaða þeirrar úttektar var sú, að álagning stórmarkaðanna væri á bilinu 60-80% og í sum- um tilvikum yfir 100%. Þessari niðurstöðu blaðsins var þegar í stað mótmælt sérstaklega af talsmönnum Baugs hf., sem er stærsti aðilinn í matvöruverzlun í landinu. Tryggvi Jónsson, aðstoðarforstjóri Baugs, hélt því fram í sjón- varpsviðtali, að álagning fyrirtækisins á þessum vörutegundum væri 20-30%. Samkvæmt upplýs- ingum, sem Morgunblaðið fékk frá Hagkaupum og birtar voru hér í blaðinu á sumardaginn fyrsta nemur álagning Hagkaupa á ávexti og grænmeti að meðaltali um 40-45%. Hér skal ekki farið út í vangaveltur um hvað veldur þess- um mun á upplýsingum Hagkaupa, sem eru ein af þeim verzlunum, sem starfa innan Baugs- keðjunnar, og aðstoðarforstjóra Baugs. Auðvit- að er hugsanlegt að hann hafi verið að tala um það, sem hann teldi vera meðaltalsálagningu í öllum verzlunum samsteypunnar en um það skal ekkert fullyrt. Alla vega vekur þessi munur á upplýsingagjöf athygli. Þar sem Morgunblaðið byggði þá niðurstöðu sína, að um væri að ræða 60-80% álagningu á ávexti og grænmeti í stórmörkuðum á borð við Hagkaup og Fjarðarkaup, sem nefndir voru í út- tekt blaðsins, á áreiðanlegum upplýsingum og gögnum, telur blaðið að enn sé ósvarað þeirri spurningu hvar munurinn liggi á milli upplýs- inga, sem blaðið hefur undir höndum og upplýs- inga Hagkaupa. Morgunblaðið birti sundurliðaðar tölur um það hvað framleiðandi fengi í sinn hlut og hvað heildsöludreifingin fengi til sín. Í tölum Hag- kaupa var slík sundurliðun ekki, heldur gefið upp hvert kostnaðarverð fyrirtækisins væri en ekki liggur enn fyrir hvaða kostnaður er talinn með í þeim tölum. Vonandi kemur það í ljós enda hafa talsmenn Hagkaupa sagt að þeir hafi ekkert að fela í þessum efnum. Bæði Hagkaup og aðrir stórmarkaðir hafa af- hent Samkeppnisstofnun upplýsingar um verð- myndun. Gera má ráð fyrir að stofnunin fari mjög rækilega ofan í þær upplýsingar og leiði m.a. í ljós, hvort um er að ræða einhverja við- bótarafslætti, sem stórmarkaðir fá, sem geri það að verkum, að raunveruleg álagning þeirra sé meiri en sú sem fram kemur í tölum Hagkaupa. Samkeppnisstofnun hefur nú undir höndum svo miklar upplýsingar um þennan markað, að væntanlega á stofnunin að geta veitt almenningi upplýsingar um hver fær hvað af því verði, sem neytendur greiða fyrir ávexti og grænmeti. Hingað til hafa talsmenn stórmarkaða skellt skuldinni á ríkisvaldið og þá verndartolla, sem það hefur sett á ávexti og grænmeti og ekki ástæða til annars en þær röksemdir verði líka kannaðar rækilega svo að í ljós komi hver áhrif verndartollanna í raun og veru eru. Ýmislegt bendir til þess, að þeir geti verið lykillinn að því, að yfirleitt hafi verið hægt að koma á því einokunarkerfi, sem blasir við. Ástæðan er sú, að verndartollarnir valda því, að þeir innflytjendur, sem ekki hafa beinan aðgang að framleiðendum hér innanlands, vegna þess að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.