Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 41
unarinnar. Eftir að hafa heyrt þessa
hugmynd þá var ég upptekinn af
henni og á endanum var tölvan tek-
in fram yfir bílinn. Frá þeim tíma
hafa tölvur verið mitt aðaláhugamál
og núna nýlega hóf ég störf við
þetta áhugamál mitt.
Þetta finnst mér gott dæmi um
framsýni þína að hafa hvatt mann
barnungan til að skoða eitthvað nýtt
og heillandi. Þú reyndist mér alltaf
góð og fékkst mann ávallt til að
brosa. Þinn sterki persónuleiki og
létta lund heillaði fólk. Hvernig þú
gast náð athygli fólks og jafnvel
barna með ákveðinni rödd leikur
enginn eftir.
Nú ertu farin svo skyndilega,
maður trúir þessu ekki enn. Ég á
minninguna um þig og ávallt mun
ég hana geyma. Ég bið guð að
styrkja afa garðó, Hafstein, á þess-
ari raunastund og alla aðra sem
eiga um sárt að binda. Guð blessi
þig.
Eiríkur.
Í dag eru dýrmætar minningar
líftaug okkar. Lífsgöngu kærrar
æskuvinkonu er lokið. Hún Þóra
okkar er dáin, farin. Snögglega hef-
ur dauðinn hrifsað þessa kátu og
einarðlegu vinkonu okkar til sín.
Eftir stöndum við hnípnar en lítum
til baka um farinn veg sem hófst við
litla götu í austurbæ Reykjavíkur
fyrir hartnær sextíu og fimm árum.
Við sem fengum að sjá hana í hinsta
sinn á þriðjudaginn var sáum og
fundum hvað hennar er sárt saknað
af öllum. Þóra var máttarstólpi fjöl-
skyldunnar og öllum sem viðstaddir
voru athöfnina var hún hjartfólgin
mjög.
Þóra var bráðskemmtileg kona og
kom til dyranna eins og hún var
klædd. Hún þekkti ekki rósamál og
talaði tæpitungulaust. Orðfæri
hennar var ávallt hnyttið og oft var
hlegið eða kímt þar sem Þóra var
gestur. Í afmælum okkar vildu
börnin okkar og seinna tengdabörn
alltaf vera sem næst Þóru, því það-
an streymdi spaugið umbúðalaust
og afdráttarlaus lífsskoðunin.
Taugarnar voru sterkar sem við
bárum hver til annarrar. Þótt
stundum væri langt á milli funda
var aldrei langt á milli okkar. Þá
voru rifjaðar upp gamlar minningar
frá atburðum bernsku- og ung-
lingsára. Atburðir sem við höfðum
lifað voru dregnir fram og krydd-
aðir hæfilegum ýkjum. Það var mik-
ið hlegið, því í þá daga vorum við
svo lengi börn og lífið ekki eins flók-
ið og nú. Við Maggý ætlum að muna
Þóru eins og við sáum hana í okkar
síðustu heimsókn hjá henni, í miðju
kafi við nýtt áhugamál, takandi á
móti okkur með bros á vör.
Við sendum Hafsteini æskuvini
okkar og fjölskyldunni allri hjartans
samúðarkveðjur. Hvíli Þóra Run-
ólfsdóttir vinkona okkar í friði. Megi
hin eilífa hvíld verða henni góð.
Guðrún (Gunna) og
Margrét (Maggý).
Kveðja frá Kvenfélagi
Garðabæjar
Á morgun mánudaginn 23. apríl
verður kvödd hinstu kveðju frá
Garðakirkju í Garðabæ Þóra Run-
ólfsdóttir, félagskona í Kvenfélagi
Garðabæjar.
Þóra gekk í félagið árið 1970 og
var alla tíð ákaflega virk í starfi
þess og má segja að jákvæðni hafi
verið hennar aðalsmerki og því var
ævinlega gott að leita til hennar
þegar vantaði vinnufúsar hendur.
Það eru félagskonur sem Þóra sem
gefa félögum gildi. Hún var öðrum
félagskonum góð fyrirmynd.
Hún var formaður fjáröflunar-
nefndar félagsins þjóðhátíðarárið
1994 og var í forsvari fyrir morg-
unverðarboð bæjarstjórnar Garða-
bæjar þar sem tekið var á móti
mörg hundruð manns undir öruggri
stjórn Þóru. En nú hefur hún kvatt
okkur þessi lífsglaða kona, svo
snöggt og aldeilis óvænt.
Að leiðarlokum þökkum við Þóru
langt og gott samstarf. Eiginmanni
hennar Hafsteini Flórentssyni, son-
um og ástvinum öllum vottum við
samúð okkar. Blessuð sé minning
Þóru Runólfsdóttur.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 41
BORGIR
Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033
F A S T E I G N A S A L A
Einstaklega falleg og sérstök 124,3 fm íbúð (hæð) á annarri
hæð auk stæðis í bílageymslu. Íbúðin er öll mjög opin og eru
allar innréttingar og gólfefni af vönduðustu gerð. Fallegt útsýni
til sjávar. Kjartan og Guðrún taka vel á móti gestum frá kl. 14-
17. Sjón er sögu ríkari. Verð 15,9 m.
AUSTURSTRÖND 10 - SJÁVARMEGIN
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14.00-17.00
Opið hús
Viðarrimi 52
Mjög gott og vel skipulagt einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr. Eignin er
öll hin snyrtilegasta. Rúmgott eldhús með fallegri innréttingu. Stofa og
borðstofa með dyr út á verönd og í fallegan garð. 4 góð svefnherbergi,
með skápum í öllum, parket á gólfum. Ágætt baðherbergi með kari og
sturtu, flísar í hólf og gólf. Húsið er Steni-klætt að utan, og lítur það mjög
vel út. Verð 18,9 millj.
Rakel og Sigfús taka vel á móti ykkur í dag milli kl. 13 og 15.
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði Hafnarfjörður - frábær staðsetning
Nýkomið í einkasölu glæsilegt og vel staðsett 5 hæða versl-
unar- og skrifsofuhúsnæði með lyftu, samtals 6400 fm. Bíl-
akjallari undir húsinu, stórglæsilegt útsýni og gott auglýs-
ingagildi. Teikningar og nánari upplýsingar á skrifstofu
Hraunhamars.
KALDASEL 3 - GLÆSILEGT EINBÝLISHÚS - OPIÐ HÚS
Vandað og glæsilegt 285 fm einbýlishús auk
34 fm bílskúrs. Eignin skiptist m.a. í 8-10 her-
bergi, stofu, borðstofu, eldhús, þvottahús og
þrjú flísalögð baðherbergi og nuddpott. Falleg-
ur og gróinn garður með hellulagðri verönd
með skjólgirðingu og heitum potti. Hiti í stétt.
Bílskúrinn hefur verið innréttaður sem vinn-
ustúdíó með gryfju með góðri lofthæð. Rúm-
góð 3ja-4ra herbergja séríbúð á jarðhæð en einnig er innangengt inn í hana. Falleg
og vönduð eign.
Húsið verður til sýnis í dag, sunnudag, milli kl. 14 og 16. 1413
NESBALI - GLÆSILEGT EINBÝLI
Vorum að fá í einkasölu þetta fallega einbýlis-
hús á einni hæð. Húsið er u.þ.þ. 210 fm auk
þess er óvenju stór 80 fm tvöf. bílskúr með
gryfju og góðri lofthæð. Vandaðar innréttingar,
parket og flísar. Eftirsótt staðsetning. Hús í
toppstandi. V. tilboð. 1427
EINBÝLI
Túngata - glæsilegt einbýli.
Vorum að fá til sölu eitt af þessum eftir-
sóttu einbýlishúsum í Vesturborginni.
Húsið stendur við Túngötu og er tvær
hæðir og kjallari, samtals um 280 fm
Auk þess fylgir nýlegur 34 fm bílskúr.
Húsið hefur verið endurnýjað frá grunni
á einstaklega smekklegan hátt. Það
skiptist m.a. í sex herbergi, tvær stofur,
tvö baðherbergi o.fl. Falleg lóð. V. 35,0
m. 1438
Skerjafjörður - glæsilegt.
Vorum að fá í einkasölu glæsilegt um
250 fm einbýlishús við Skildinganes
með innbyggðum bílskúr á frábærum
stað. Húsið skiptist m.a. í stórar stofur
m. arni, 5 herb., eldhús, 4 baðherb.,
saunaklefi o.fl. Fallegur og góður garð-
ur með upphitaðri innkeyrslu og gang-
stétt. 1353
RAÐHÚS
Hljóðalind - glæsilegt.
Einlyft um 150 fm stórglæsileg tenda-
raðhús ásamt um 10 fm millilofti. Allar
innréttingar eru sérsmíðaðar. Nuddbað-
kar. Granít á vinnuborðum og gegnheilt
parket og flísar á gólfum. Fallegt útsýni.
V. 20,6 m. 1420
Sævarland - raðhús á
tveimur hæðum - m. auka
3ja herb. íb.
Vandað um 275 fm raðhús á tveimur
hæðum (ekki pallahús) ásamt bílskúr. Á
efri hæð er forstofa, stórar glæsilegar
stofur m. arni, 3-4 herb., eldhús og
bað. Á jarðhæð er sér 3ja herb. íb. m.
sérþvottahúsi og sérinng. auk þvotta-
hús efri hæðar, geymslna. V. 25,5 m.
1395
HÆÐIR
Efstasund.
Falleg og björt 205 fm efri sérhæð með
bílskúr sem hefur verið töluvert endur-
nýjuð. Eignin skiptist m.a. í þrjár stofur,
eldhús, baðherbergi og fimm herbergi.
Tvennar svalir, nýtt eldhús og gólfefni
ný að hluta. Kíktu á þessa. V. 18,8 m.
1448
Ögurás, Gb. - sérinngangur
og útsýni.
Vorum að fá í sölu ákaflega fallega og
bjarta efri sérhæð í nýju húsi í Garða-
bænum. Íbúðin skilast fljótlega fullbúin
með innréttingum, hurðum og skápum
en án gólfefna. Sérinngangur. Góðar
vestursvalir með miklu útsýni. V. tilboð.
1443
Hamrahlíð.
Falleg, björt og mikið endurnýjuð 107
fm efri sérhæð. Íbúðin skiptist í tvær
stofur og tvö rúmgóð herbergi. Parket á
gólfum, stórar svalir og endurnýjað bað
og eldhús. 1431
3JA HERB.
Reynimelur.
Góð 3ja herbergja u.þ.b. 70 fm íbúð á
efstu hæð í þríbýli á þessum eftirsótta
stað í vesturbænum. Eignin skiptist
m.a. í stofu, tvö herbergi, eldhús og
baðherbergi. Geymsluloft. Svalir út af-
herbergi. Góð íbúð. 1446
Jörfabakki.
Björt og vel skipulögð 74,0 fm 3ja her-
bergja íbúð á 3. hæð við Jörfabakka.
Eignin skiptist m.a. í tvö herbergi, stofu,
eldhús og baðherbergi. Þvottahús í
íbúð. Stutt í skóla og alla þjónustu.
V. 9,5 m. 1439
2JA HERB.
Sléttahraun Hfj.
Erum með í einkasölu snyrtilega og
bjarta u.þ.b. 56 fm íbúð á 2. hæð í góðu
fjölbýlishúsi. Parket á stofu. Suðursval-
ir. Sam. þvottahús á hæðinni. Góð eign
á hagstæðu verði. V. 6,9 m. 1435
Opið í dag sunnudag kl. 12-15
✝ Finndís Björns-dóttir Zuk fædd-
ist í Reykjavík 6.
október 1929. Hún
lést á páskadag síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Björn
Finnsson borgar-
starfsmaður og Em-
ilía Magðalena Jó-
hannesdóttir úr Eyr-
arsveit í Grundar-
firði.
Systkini Finndísar
af fyrra hjónabandi
Emilíu Magðalenu
voru: 1) Guðrún
Ragnarsdóttir. 2) Salbjörg Ragn-
arsdóttir. 3) Ragnar Emil Ragn-
arsson; öll látin. Eftirlifandi
systkini eru: Sig-
mundur Björnsson á
Long Island New
York og Hilmar
Björnsson á Kárs-
nesbraut í Kópavogi.
Finndís giftist
Tony Zuk árið 1948
og fór þá til Banda-
ríkjanna sama ár.
Tony eiginmaður
hennar fæddist 15.
júlí 1917. Hann lést
13. janúar 1990.
Börn þeirra eru:
Sonía Zuk, f. 1947,
og William (Billy)
Zuk, f. 8. október 1949.
Útför Finndísar fór fram á
Long Island í New York 19. apríl.
Mín hjartkæra frænka Finndís
Björnsdóttir Zuk er látin í West
Babylon, Long Island, New York.
Hún var gift Bandaríkjamanninum
Tony Zuk, sem nú er látinn fyrir
nokkrum árum, og sem var hér á
landi hermaður á stríðsárunum, in-
dælismaður það. Við hjónin dvöld-
um hjá Dídí, eins og hún var jafn-
an kölluð, í a.m.k. einn mánuð
sumarið 1971, auk þess sem við
heimsóttum hana margoft þegar
við dvöldum hjá Sigmundi bróður
hennar, sem rak þar byggingar-
firma og einnig býr í Babylon.
Dídí var sannkölluð „dame“,
dugleg, stjórnsöm og vönduð
manneskja, sem við hjónin urðum
svo sannarlega vör við í heimsókn
okkar til hennar á þeirra fallega
heimili þar í landi. Maður naut hjá
þeim framúrskarandi gestrisni og
glaðværðar. Þar voru á ferð sam-
rýnd hjón, sem sýndu börnum sín-
um og barnabörnum umhyggju og
ástúð. Sérstaklega viljum við
þakka þeirra yndislega syni, Billy,
fyrir einstaka ástúð við okkur
bæði undirrituð, bæði erlendis og
meðan hann stundaði íslenskunám
hér á landi í eitt ár við Háskóla Ís-
lands. Hann er nú klínískur sál-
fræðingur að atvinnu í New York.
Honum og Soníu systur hans,
börnum og barnabörnum sendum
við innilega samúð við fráfall móð-
ur þeirra, með þakklæti og kærum
kveðjum.
Laufey og
Páll Hannesson.
FINNDÍS
BJÖRNSDÓTTIR