Morgunblaðið - 22.04.2001, Síða 22

Morgunblaðið - 22.04.2001, Síða 22
22 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ M ARKMIÐIÐ með starfsemi „Ældre hjælper ældre“ eins og samtökin heita í Danmörku er að draga úr einangrun og ein- manaleika hinna öldruðu,“ seg- ir Lise Legarth sem mun halda fyrirlestur á ráð- stefnu um sjálfboðið starf aldraðra í Áskirkju hinn 27. apríl nk. Það kemur fram í máli Lise, sem er ein sjö ráðgjafa samtakanna og starfar í Árósum, að „Aldraðir hjálpa öldruðum“ hafi orðið til fyrir tilhlutan hreyfingar eldri borgara sem stofnuð var á landsvísu fyrir um fimm árum. Hún út- skýrir nánar hvaða tilgang samtökin hafa fyrir þennan aldurshóp. „Þegar fólk hættir að vinna utan heimilis hverfur það félagslega umhverfi sem það hefur verið hluti af. Fólk hefur ekki lengur vinnufélagana til að ræða við og mörgum verður ljóst að sjálfsmynd þeirra er háð vinnunni. Það skapast visst tómarúm og hlut- verkunum í lífinu fækkar. Eftir að hafa eytt tím- anum í starfsleysi um tíma eru margir sem hafa áhuga á að hafa eitthvað fyrir stafni sem gefur þeim tilfinningu fyrir að vera hluti af stærri heild. Með því að vinna með „Aldraðir hjálpa öldruðum“ fær fólk tækifæri til þess og um leið finnur það að ennþá eru not fyrir starfskrafta þess.“ Hópar sjálfboðaliða eru grunneiningin Lise hefur starfað að öldrunarmálum lengst af starfsævi sinnar. Segir hún vinnu sína felast í því að að vekja athygli á hugmyndinni um sjálf- boðið starf aldraðra og aðstoða við að setja á laggirnar hópa sjálfboðaliða. „Þegar slíkir hópar eru stofnaðir er það gert vegna þess að þörf er fyrir ákveðna umönnun eins og til dæmis að hjálpa fólki við matarinnkaup,“ segir hún. „Hér áður fyrr var það heimilishjálpin sem sá um þau en það tíðkast ekki lengur í Danmörku. Hópar eru einnig stofnaðir á grundvelli ákveðinnar fagþekkingar. Meðlimir þeirra eru fljótir að svara kalli þeirra sem þurfa til dæmis að láta skipta um peru hjá sér. Annars eru verk- efnin af ýmsum toga. Allt frá vinargreiða eins og að aka viðkomandi til læknis til þess að skila bókum á bókasafn eða ná í lyf í lyfjaverslunina. „Aldraðir hjálpa öldruðum“ hafa einnig sett á fót ráðgjafarmiðstöð þar sem veittar eru upplýs- ingar um ýmis mál sem varða aldraða. Það getur vakið kvíða eldra fólks að þurfa að fara inn á stofnun að leita upplýsinga. Á ráðgjafarmiðstöð- inni eru eldri borgararnir þjónustaðir af jafn- öldrum sínum sem eru ef til vill að glíma við sama vanda.“ Taka ekki vinnu frá öðrum Starfssvið sjálfboðaliðanna getur verið nokk- uð vítt eins og kemur fram hjá Lise. „ Í Árósum stóðu samtökin fyrir uppákomu á gömlum herragarði rétt utan við borgina og er í eigu rík- isins. Þar fór fram dagskrá sem var kölluð „Tímavélin“. Farið var eina öld aftur í tímann og rifjað upp hvernig uppskeruhátíð þess tíma fór fram. Um eitt hundrað manns komu að vinnu við uppsetninguna og um tvö þúsund gestir fylgd- ust með dagskránni, sem var fróðleg og skemmtileg. Þar voru sýndir gamlir búskapar- hættir og þjóðdansar.“ Lise segir að þegar stofnaðir eru sjálfboða- liðahópar sé meðlimum þeirra boðið upp á nám- skeið. „Meðal þess sem fólkið er frætt um á námskeiðinu eru mörkin á milli verksviðs op- inberra fyrirtækja og einkafyrirtækja og sjálf- boðaliðanna,“ segir hún. „Það er mikilvægt að það sé skýrt að sjálfboðaliðarnir eru ekki að taka vinnu frá öðrum. Á námskeiðunum situr fólk úr opinbera geiranum og frá heima- þjónustunni svo samræðurnar verði sem árangursríkastar. Þá er rætt um það hvernig sjálfboðaliðarnir geti haldið starfi sínu á þessum frjálsa grundvelli og hvernig þeir geta varist því að verða notaðir. Sjálfboðaliðar verða að kunna að segja nei þeg- ar það á við. Þeir læra einnig að eiga tjáskipti við þá sem þeir að- stoða. Til þess að sjálfboðaliðahópur starfi eðlilega er nauðsynlegt að hann deili með sér ábyrgð og verkefnum sé skipt niður á meðlimina. Svo verður einhver í hópnum að bera ábyrgð á að þjálfa nýliða. Á námskeiðunum er einnig rætt um hvað það þýð- ir að aðstoða aðra. Í því felst meðal annars að kunna að hlusta og skynja hvernig þeim sem verið er að hjálpa líður og átta sig á þörfum hans. Sjálfboðaliðinn verður að geta sett sjálfan sig til hliðar og vera fagmannlegur í starfi sínu.“ Hóparnir eru að sögn Lise annaðhvort með litla skrifstofu sem hefur ákveðinn afgreiðslu- tíma þar sem hægt er að ná í meðlimina eða gef- ið er upp númer í handsíma. „Það eru annaðhvort eldri borgararnir sjálfir sem hringja og sækjast eft- ir þjónustunni eða aðstandendur þeirra.“ Hún segir flesta hópana þurfa lítið rekstrarfé. „Fyrir fjórum ár- um voru sett lög í Danmörku um félagslega hjálp. Markmið þeirra var að fá opinbera aðila og sjálf- boðaliðana til samstarfs í sveitar- félögunum. Stjórnvöld hafa lagt eitt hundrað milljónir danskra króna í starfið. Ákveða sveitar- félögin sjálf hvernig fjármunun- um er ráðstafað. Þeir eldri borgarar sem taka þátt í starfinu eru mjög ánægðir með að fá á þennan hátt tækifæri til að gera eitthvað fyrir aðra, það virkar uppörvandi á þá. Hugmyndin um sjálfboðið starf aldraðra hef- ur breiðst hratt út í Danmörku. Starfsemin byrjaði með litlum hópi og kynningu á hug- myndinni og árangurinn lét ekki á sér standa. En það er mikilvægt að kynna starfið vel í upp- hafi svo sem flestir fái áhuga á að prófa.“ Það kemur fram hjá Lise að danskir stjórn- málamenn séu hrifnir af hugmyndinni um sam- hjálp eldri borgara. „Forsætisráðherrann okk- ar, Poul Nyrup Rasmussen, sagði meðal annars í nýársávarpi sínu eitthvað á þá leið að þörf væri á hlýrri, styrkri hendi samborgaranna og um- hyggju þeirra. Kjarninn í boðskap hans var að við ættum að taka höndum saman um að veita þá umhyggju. Það er freistandi að segja að það sé sjálfgefið að yfirvöldum finnist akkur í að fá sjálfboðaliða til að axla byrðarnar á félagslega þættinum. Mér finnst þetta viðhorf þó ekki réttmætt. Þó að það sé grátt svæði á milli skyldna hins opinbera og sjálfboðaliðanna er það grundvallaratriði að við þurfum að byggja samfélag sem slær skjald- borg utan um þá sem þurfa á hjálp að halda. Mörg vandamál sem nútímaþjóðfélög glíma við eru af mannlegum fremur en fjárhagslegum toga. Það er einmitt af þessum orsökum sem sjálfboðið starf er réttlætanlegt. Það er ekki hægt að kaupa sér umhyggju heldur verður hún til í samskiptum fólks. Einlægur áhugi á velferð viðkomandi er ekki alltaf tryggður þegar fólk er keypt til umönnunarstarfanna. Umhyggjan verður ekki síst til í samskiptum á jafnræðis- grundvelli. Ég tel að þjóðfélagið styrkist þegar það tekur á sig ákveðna samábyrgð. Þess vegna tel ég það bæði gott og nytsamlegt verkefni að örva og styrkja þátttöku borgaranna í verkefni eins og „Aldraðir hjálpa öldruðum“.“ Verkefni sjálfboðaliðanna eru margvísleg eins og að hjálpa til við matarinnkaupin eða farið er saman í gönguferð. Umhyggju er ekki hægt að kaupa „Aldraðir hjálpa öldruðum“ kallast sjálfboðið starf eldri borgara í Danmörku sem rekið hefur verið þar með góðum ár- angri. Lise Legarth er meðal fyrirlesara á ráðstefnu þar sem starfsemin verður kynnt. Hildur Einarsdóttir fræddist hjá henni um samtökin en áhugi er fyrir því hér á landi að koma á slíku sjálfboðastarfi. Lise Legarth

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.