Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL BLÓÐRAUTT sólarlag og tignar- legur Snæfellsjökullinn skarta sínu fegursta á stilltu vorkvöldi við Gróttu. Nær yfirnáttúruleg kyrrðin eykur á mátt ægifagurs umhverfis- ins þar sem hugsuðurinn situr einn með alla sína drauma, vonir og þrár. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Sólarlag við Gróttu MAGNTOLLUR á græna papriku verður tæp- ar 300 kr. á kílóið frá og með næstu mán- aðamótum til loka júnímánaðar, samkvæmt reglugerð sem landbúnaðarráðherra setti 15. mars síðastliðinn. Að auki leggst 22,5% verð- tollur á innkaupsverð paprikunnar. Ekki eru lagðir tollar á innflutning grænmetis yfir vetr- armánuðina fram til miðs marsmánaðar sam- kvæmt samningnum um Evrópska efnahags- svæðið. Nú er 30% verðtollur á grænni papriku en enginn magntollur. Tollarnir breytast á morg- un, mánudag, eins og komið hefur fram, en þá leggst á magntollur, sem er 199 kr. á hvert kíló, en verðtollurinn verður 15%. Tollarnir breytast svo aftur um mánaðamótin eins og fyrr sagði. Magntollur á sveppum, tómötum og bökunarkartöflum Auk paprikunnar eru það aðeins sveppir, tómatar og bökunarkartöflur 65 mm og stærri sem bera magntolla auk verðtollanna, sam- kvæmt ofangreindri reglugerð frá 15. mars. Magntollurinn á sveppi er 100 kr. á kíló auk 7,5% verðtolls og gildir ákvörðunin frá miðjum mars til loka júní. Magntollurinn á tómata hækkaði í áföngum frá miðjum mars og er núna fram til 22. apríl 148 kr. á hvert kíló, auk 22,5% verðtolls. Magntollurinn á bökunarkartöflur 65 mm og stærri er 30 kr. á hvert kíló og verðtoll- urinn 15% og gildir það frá 16. mars til 30. júní næstkomandi. Aðrar grænmetistegundir bera einungis verðtoll sem í öllum tilvikum er 30%. Meðal þeirra má nefna litaða papriku, blaðlauk, ýmsar káltegundir, jöklasalat, gulrætur og gulrófur. Tæplega 300 króna magn- tollur á græna papriku JARÐSKJÁLFTAHRINA, sem átti upptök sín 15–20 km suður af Langjökli og 7–8 km vestur af Geysissvæðinu, reið yfir í fyrrakvöld og aðfara- nótt laugardags. Stærsti skjálftinn varð kl. 3.47 í fyrri- nótt og mældist hann 3 á Richter. Að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálfta- fræðings hjá Veðurstofu Ís- lands var um að ræða mestu skjálfta á þessu svæði í ára- tug. Hrinan hófst um kl. 19 á föstudagskvöld með smá- skjálftum og aftur kl. 23. Allt var rólegt fram til kl. 3.47 eða þangað til stærsti skjálftinn kom. Nokkrir smáskjálftar fylgdu síðan í kjölfarið til kl. 8 í gærmorgun. Þekkt skjálftasvæði Ragnar Stefánsson segir að um sé að ræða þekkt jarð- skjálftasvæði og þar megi því búast við smáskjálftum. Svæðið tilheyrir rekbelti sem gengur frá Langjökli suðvest- ur um Þingvelli að Hengils- svæðinu. „Á þessu belti hafa oft orðið skjálftahrinur í seinni tíð, sérstaklega nálægt Langjökli,“ segir Ragnar. „Þetta eru meiri skjálftar á þessum stað en hafa verið síðastliðinn áratug. Það komu smáskjálftar 1995 og 1996 og síðan örfáir smáskjálftar síð- astliðið sumar.“ Hrina jarð- skjálfta suður af Langjökli HEIMATILBÚINNI bensín- sprengju var kastað á bandaríska sendiráðið um klukkan hálf fimm í fyrrinótt. Tveir menn á þrítugsaldri voru handteknir skömmu síðar en samkvæmt upplýsingum frá lögregl- unni sást til þeirra við verknaðinn. Lögreglan segir mennina tvo hafa verið mjög ölvaða. Starfsmenn sendiráðsins til- kynntu um atvikið. Svo hittist á að lögreglubifreið var stödd skammt frá sendiráðinu þegar tilkynningin barst. Þegar að var komið logaði eld- ur við vegg sendiráðsins en skemmd- ir reyndust minniháttar. Bensín- sprengjan var svokallaður mólótoff- kokkteill, þ.e. flaska með bensíni og kveik. Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, segir að allar árásir á sendiráð erlendra ríkja séu litnar mjög alvarlegum augum. Hann segir íslenska ríkið hafa skuld- bundið sig til að tryggja öryggi sendiráða. Lögreglan hafi því sér- stakt eftirlit með þeim. Mennirnir voru í haldi lögreglu í gær en þeir höfðu ekki verið yfir- heyrðir þegar blaðið fór í prentun. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ekki urðu miklar skemmdir á sendiráðinu af völdum sprengjunnar. Bensínsprengju kastað á banda- ríska sendiráðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.