Morgunblaðið - 22.04.2001, Side 64

Morgunblaðið - 22.04.2001, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL BLÓÐRAUTT sólarlag og tignar- legur Snæfellsjökullinn skarta sínu fegursta á stilltu vorkvöldi við Gróttu. Nær yfirnáttúruleg kyrrðin eykur á mátt ægifagurs umhverfis- ins þar sem hugsuðurinn situr einn með alla sína drauma, vonir og þrár. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Sólarlag við Gróttu MAGNTOLLUR á græna papriku verður tæp- ar 300 kr. á kílóið frá og með næstu mán- aðamótum til loka júnímánaðar, samkvæmt reglugerð sem landbúnaðarráðherra setti 15. mars síðastliðinn. Að auki leggst 22,5% verð- tollur á innkaupsverð paprikunnar. Ekki eru lagðir tollar á innflutning grænmetis yfir vetr- armánuðina fram til miðs marsmánaðar sam- kvæmt samningnum um Evrópska efnahags- svæðið. Nú er 30% verðtollur á grænni papriku en enginn magntollur. Tollarnir breytast á morg- un, mánudag, eins og komið hefur fram, en þá leggst á magntollur, sem er 199 kr. á hvert kíló, en verðtollurinn verður 15%. Tollarnir breytast svo aftur um mánaðamótin eins og fyrr sagði. Magntollur á sveppum, tómötum og bökunarkartöflum Auk paprikunnar eru það aðeins sveppir, tómatar og bökunarkartöflur 65 mm og stærri sem bera magntolla auk verðtollanna, sam- kvæmt ofangreindri reglugerð frá 15. mars. Magntollurinn á sveppi er 100 kr. á kíló auk 7,5% verðtolls og gildir ákvörðunin frá miðjum mars til loka júní. Magntollurinn á tómata hækkaði í áföngum frá miðjum mars og er núna fram til 22. apríl 148 kr. á hvert kíló, auk 22,5% verðtolls. Magntollurinn á bökunarkartöflur 65 mm og stærri er 30 kr. á hvert kíló og verðtoll- urinn 15% og gildir það frá 16. mars til 30. júní næstkomandi. Aðrar grænmetistegundir bera einungis verðtoll sem í öllum tilvikum er 30%. Meðal þeirra má nefna litaða papriku, blaðlauk, ýmsar káltegundir, jöklasalat, gulrætur og gulrófur. Tæplega 300 króna magn- tollur á græna papriku JARÐSKJÁLFTAHRINA, sem átti upptök sín 15–20 km suður af Langjökli og 7–8 km vestur af Geysissvæðinu, reið yfir í fyrrakvöld og aðfara- nótt laugardags. Stærsti skjálftinn varð kl. 3.47 í fyrri- nótt og mældist hann 3 á Richter. Að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálfta- fræðings hjá Veðurstofu Ís- lands var um að ræða mestu skjálfta á þessu svæði í ára- tug. Hrinan hófst um kl. 19 á föstudagskvöld með smá- skjálftum og aftur kl. 23. Allt var rólegt fram til kl. 3.47 eða þangað til stærsti skjálftinn kom. Nokkrir smáskjálftar fylgdu síðan í kjölfarið til kl. 8 í gærmorgun. Þekkt skjálftasvæði Ragnar Stefánsson segir að um sé að ræða þekkt jarð- skjálftasvæði og þar megi því búast við smáskjálftum. Svæðið tilheyrir rekbelti sem gengur frá Langjökli suðvest- ur um Þingvelli að Hengils- svæðinu. „Á þessu belti hafa oft orðið skjálftahrinur í seinni tíð, sérstaklega nálægt Langjökli,“ segir Ragnar. „Þetta eru meiri skjálftar á þessum stað en hafa verið síðastliðinn áratug. Það komu smáskjálftar 1995 og 1996 og síðan örfáir smáskjálftar síð- astliðið sumar.“ Hrina jarð- skjálfta suður af Langjökli HEIMATILBÚINNI bensín- sprengju var kastað á bandaríska sendiráðið um klukkan hálf fimm í fyrrinótt. Tveir menn á þrítugsaldri voru handteknir skömmu síðar en samkvæmt upplýsingum frá lögregl- unni sást til þeirra við verknaðinn. Lögreglan segir mennina tvo hafa verið mjög ölvaða. Starfsmenn sendiráðsins til- kynntu um atvikið. Svo hittist á að lögreglubifreið var stödd skammt frá sendiráðinu þegar tilkynningin barst. Þegar að var komið logaði eld- ur við vegg sendiráðsins en skemmd- ir reyndust minniháttar. Bensín- sprengjan var svokallaður mólótoff- kokkteill, þ.e. flaska með bensíni og kveik. Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, segir að allar árásir á sendiráð erlendra ríkja séu litnar mjög alvarlegum augum. Hann segir íslenska ríkið hafa skuld- bundið sig til að tryggja öryggi sendiráða. Lögreglan hafi því sér- stakt eftirlit með þeim. Mennirnir voru í haldi lögreglu í gær en þeir höfðu ekki verið yfir- heyrðir þegar blaðið fór í prentun. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ekki urðu miklar skemmdir á sendiráðinu af völdum sprengjunnar. Bensínsprengju kastað á banda- ríska sendiráðið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.