Morgunblaðið - 22.04.2001, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 22.04.2001, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 21 lands bauð sölustjóri Interflug, sem var flugfélag austur-þýska ríkisins, mér að koma á skrifstofu sína í aust- urhlutanum. Þetta hefur líklega verið 1967 eða ’68. Á þeim tíma gátu Vest- ur-Þjóðverjar komist milli borganna hjá brautarstöðinni við enda Fried- richstrasse, þar sem þeir fóru í gegn- um landamærastöð. Ég var með sölu- áætlanir meðferðis, en vissi ekki að bannað væri að flytja prentað mál milli landanna og var því tekinn fast- ur. Ég þurfti að dúsa hjá útlendinga- lögreglunni í eina 5-6 tíma og Sofía, sem var með mér, vissi ekkert hvar ég var. Ég fékk ekki einu sinni að hringja til þess að láta vita af mér og var tjáð kuldalega að síminn hjá þeim væri enginn almenningssími. Undir kvöld var ég látinn laus, en þá var bú- ið að loka öllum skrifstofum og ég orðinn of seinn til þess að hitta nokk- urn mann. Þeir sem fóru á milli voru látnir skipta 15 mörkum yfir í austur- þýsk mörk og við Sofía reyndum að finna kaffihús, eða eitthvað slíkt til þess að fara inn á og eyða pening- unum. Það var ekkert slíkt að finna og við enduðum loks á kaffihúsi í Óper- unni við Unter den Linden. Að því búnu gengum við tilbaka að landa- mærastöðinni. Ég átti eftir að taka söluáætlanirnar með mér aftur og var tekinn til hliðar á ný. Þá hitti ég af- skaplega viðkunnanlegan „offisér“ í útlendingalögreglunni sem kvaðst hafa frétt hvað hefði gerst. Hann sagði að sér þætti þetta afar leitt og ef ég vildi snúa aftur til Austur-Berlínar myndi hann gera hvaðeina til þess að tryggja að ég gæti ferðast án vand- kvæða. Ég mætti gista hjá honum, enda þyrsti hann í fréttir úr vestur- hlutanum, þar sem Austur-Þjóðverj- um væri meinað að horfa á vestur- þýska sjónvarpið. Einnig bauðst hann til þess að útvega mér bíl og bílstjóra til þess að létta mér lífið. Ég afþakk- aði og fór aldrei til Austur-Þýska- lands eftir þetta,“ segir Dieter. Á skrifstofu Ferðamálaráðs í Neu- Isenburg eru tveir starfsmenn, auk forstöðumanns. Skrifstofunni er ætl- að að sjá um Íslandskynningar á öllu meginlandi Evrópu og segir Dieter að þrátt fyrir mikla hjálp sé oft erfitt að koma góðum hugmyndum í fram- kvæmd, því dagurinn sé einfaldlega ekki nógu langur. „Frá október til mars er vinnuvikan sjö dagar og 20- 30 aukatímar á viku vegna kaup- stefna og ferðasýninga. Í janúar og febrúar eru gjarnan haldnar kynn- ingar og á sama tíma kaupstefnur í Hamborg, Stuttgart, München, Mannheim og Mílanó sem við þurfum að sinna, svo dæmi sé tekið. Auk þess berast upp í 200 fyrirspurnir á dag, flestar með tölvupósti. Þrátt fyrir þessa annmarka hefur kynningarstarfið gengið mjög vel. Nú selja um 60 þýsk fyrirtæki ferðir til Íslands, þar af 5-6 stórfyrirtæki. Ís- lands er getið reglulega í sjónvarpi og varla líður sú vika, að ekki sé sýnd kynningarmynd um landið. Einn sunnudag voru fimm myndir um Ís- land í þýsku sjónvarpi. Nú sækja menn líka allskyns efni til Íslands, ég get nefnt sem dæmi sviðsetta mynd um tónlist Bachs, sem tekin var í fyrra, þar sem sýndar eru svipmyndir úr íslensku landslagi, heimildarmynd um hvali og hvalveiðar þar sem rakið er hvernig Íslendingar breyttust úr hvalveiðiþjóð í hvalfriðunarþjóð, Þjóðverjum þykir mikið til þess koma.“ Hansakaupmenn og kirkja Íslandsfara Áhugi Þjóðverja á Íslandi er oft með eindæmum og segir Dieter hann eiga rætur langt aftur í aldir. „Hansa- kaupmenn höfðu áhuga á Íslandi og sigldu til landsins með dönskum kaupmönnum, eða á eigin vegum, og höfðu viðkomu í Hafnarfirði og á Flat- ey. Nú er í bígerð mynd hjá þýska sjónvarpinu um Diðrik Piening, sem kom við á Íslandi á leið sinni vestur um haf, á Skarðsey við Breiðafjörð, og Ólöfu Loftsdóttur. St. Petri kirkjan í Hamborg var kirkja Íslandsfara á miðöldum, það er þýskra sjómanna sem sigldu á Ís- landsmið. Í lok mars voru Íslandsdag- ar í Hamborg og séra Gunnar Krist- jánsson prestur á Kjalarnesi messaði í St. Petri í aðalmessu á sunnudegi og flutti jafnframt fyrirlestur í Háskól- anum í Hamborg um kristnitöku á Ís- landi og íslensk trúboð. Einnig hefur ferðaskrifstofan Island Tours hér í Þýskalandi selt ferð til Íslands á slóð- ir kristnitökunnar. Ísland tilheyrði líka á sínum tíma biskupsdæminu Bremen-Hamborg, og svo mætti lengi telja.“ Dieter segir fyrstu þýsku ferða- mennina sem vitað er um hafa komið til Íslands árið 1903, eða þar um bil. „Þeir þekktu Ísland sem land eld- fjalla og jafnvel villimanna, sem þótti spennandi. Skemmtiferðaskip á veg- um Kraft durch Freude, sem var hreyfing innan nasistaflokksins, sigldu til Íslands og Noregs fyrir stríð og bjuggust farþegar þeirra fastlega við að hitta fyrir hávaxna og ljós- hærða víkinga á ferðum sínum. Áhugi Þjóðverja á Íslendingum hefur varað til þessa dags og er enn gífurlega mik- ill. Vandamálið er hins vegar það, að matur og drykkur eru ódýrari í Þýskalandi en öllum öðrum Evrópu- löndum og þýsk blöð fjalla mikið í upphafi hvers ferðaárs um löndin þar sem þýski ferðamaðurinn fær hvað mest fyrir markið. Svo fljúga stóru ferðaheildsalarnir til þessara ódýrari staða. Fjöldi þýskra ferðamanna til Íslands hefur ekki aukist sérlega mik- ið að undanförnu, aukningin var ein- ungis 3% í fyrra, en vonir standa til að hún verði meiri í ár, enda gott útlit fyrir það. Við mætum hins vegar harðri sam- keppni á ferðamörkuðum og myrkrið og kuldinn á Íslandi yfir vetrartímann eru okkur og hinum Norðurlöndun- um fjötur um fót í markaðssetningu. Þjóðverjar af eldri kynslóðinni kjósa heldur að fara í sólina, kannski siglingu um Karíbahafið eða til Kan- aríeyja og Tyrklands á veturnar. Þjóðverjar eru líka dálítið alvarlegir og ekki mikið fyrir að fara í ferðir, þar sem megintilgangurinn er að stunda næturlífið. En reynt er að bæta úr því með hertri markaðssetningu, til dæmis með því að bjóða blaðamönn- um tímarita sem fjalla um lífsstíl og skemmtanir ungs fólks til landsins. Stórar götuauglýsingar hafa til dæm- is verið keyptar til þess að kynna svo- kallaðan Íslandskokkteil, sem er ferð þar sem boðið er upp á blöndu af reykvísku skemmtanalífi og vetraraf- þreyingu af einhverju tagi, til dæmis snjósleðaferð.“ Ferðaþjónustan hefur breyst til batnaðar Dieter segir margt hafa breyst til hins betra í íslenskri ferðaþjónustu. Mikið sé af nýjum og skemmtilegum hótelum, bæði litlum og stórum, og einnig kveðst hann ánægður með þró- unina í ferðaþjónustu bænda, sem lengi hafi tíðkast í Þýskalandi, Aust- urríki og Sviss og því auðvelt að markaðssetja slíkan möguleika meðal íbúa þessara landa. „Afþreyingarmöguleikar eru líka orðnir margvíslegir, ekki jeppa- og hestaferðir einvörðungu, nýjar og glæsilegar sundlaugar hafa verið byggðar og Bláa lónið verið endurnýj- að. Á síðasta ári komu 10.000 Þjóð- verjar til Íslands með skemmtiferða- skipum og þeir eru jafnframt fjölmennastir í hópi farþega af því taginu. Þessir farþegar fara síðan í útsýnisferðir til Reykjavíkur, um Reykjanes, Snæfellsnes, Vestfirði og Norðurland.“ Dieter segir að stórfelldar virkjun- arframkvæmdir gætu hugsanlega haft áhrif á ferðaþjónustuna, það er í augum þeirra sem sækjast eftir ósnortnu landi. „Stóriðja gæti komið til með að skemma fyrir okkur. Hins vegar velti ég því fyrir mér af hverju ekki megi nýta vötn eða uppistöðulón fyrir bátsferðir. Það mætti reisa stór hótel við slík vötn, kaffihús og bryggj- ur og bjóða upp á siglingar. Ég hef alltaf verið hissa á því að slíkt skuli ekki hafa verið gert hér.“ Nú er áratugastarf að baki og segir Dieter „upp og ofan“ hvað honum finnist um starfslokin. „Að sumu leyti er auðvitað skrýtið að fara úr 10 tíma vinnudegi niður í næstum ekki neitt, en ég mun nota tímann á næstu mán- uðum til þess að hvíla mig, komast í gott form, leika tennis, synda og reyna að lesa eitthvað af bókunum mínum. Svo leita ég kannski að til- boðum síðar meir, ég gæti vel hugsað mér að vinna að einhvers konar ráð- gjöf. Tíminn leiðir það í ljós,“ segir Dieter Wendler Jóhannsson að end- ingu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.