Morgunblaðið - 22.04.2001, Page 19

Morgunblaðið - 22.04.2001, Page 19
ur á að höfundur kristninnar skrif- aði enga bók, en ekkert ljóðskáld hefur samt tjáð sig í fegurra eða ljóðrænna myndmáli en hann. Þar var sá hreini tónn sleginn og ástæðulaust að óhreinka hann með tilburðum í takt við klámiðnaðinn Sá maður sem aldrei las bók meðan hann lifði og gerði sér ekki aðeins óskrifandi menn að félögum, heldur einhverja þá mestu asna sem sögur fara af, einsog okkur, hann trúði hvorki á bækur né félög, segir í Sjöstafakverinu. En með skáldskap sínum boðaði hann ríkið, bókarlaus. Ríki bókarinnar. Þá skulum við ekki heldur gleyma því að þeir norsku nýbúar sem fyrstir komu til Íslands höfðu annars konar skáldskap í far- teskinu, ekki síður fagran og mik- ilvægan, sjálfa edduna. Enn eru fornritin sá vegvísir sem bezt er treystandi í tilvistarglímunni miklu, ekki sízt nú á dögum, þegar máli og stílsmekk hrakar svo að um munar. Það getur varla verið sérverkefni samtímans að rækta vondan smekk. Þingvellir eru ekki sízt umgjörð þessarar miklu arfleifðar. Án sögu- legrar skírskotunar og uppbyggi- legrar áminningar hefur veraldar- hyggjan ekki það aðhald sem lítilli þjóð er nauðsynlegt í leitinni að sjálfri sér og framtíð sinni. Það var því engin tilviljun, þegar Ben Gur- ion minntist á það, einmitt á þessum stað, að Ísraelar væru þjóð Bók- arinnar, en Íslendingar þjóð bók- anna. Tvær fámennar þjóðir með dýrmætan arf og miklar skyldur; bæði við þennan arf og umhverfi sitt. Og þá ekki sízt framtíðina. En þessum skyldum verður ekki full- nægt án undirstöðunnar sjálfrar, bókarinnar. 5. Siðmenning er ekki sízt fólgin í því að muna. Og við munum í arf- leifðinni. Hún er ræktun sem skerp- ir bæði mennsku og mannúð. Hún er í senn viðbót við eðlishvöt okkar og aðhald. Neanderdalsmaðurinn átti hvorki ræktað tungumál né bækur. Hann átti því einungis skammtímaminni. Reynslan erfðist illa og hann laut í gras, ósjálfbjarga í kröfuhörðu umhverfi. Og hvarf inn í myrkur sögunnar. Úr þessu myrkri komu svo þeir sem leiddu manninn til öndvegis í tilraunastöð náttúrunnar: Í upphafi var Orðið. Mundi það ekki hafa átt einhvern þátt í þessari þróun? Margt bendir til þess að á næstu árum verði skor- ið úr um það hvort íslenzkan lifir eða deyr sem skiljanlegt framhald arfleifðarinnar. Enginn mun vernda arf okkar og tungu, nema við sjálf. Hvorki fjarlægð né einangrun, úr því sem komið er. Hver tegundin af annarri deyr út í náttúrunni. Og í mannlífinu hafa tungurnar dáið út, hver af annarri. Ekki íslenzkan. Ekki enn! Baráttan um tunguna fjallar ekki einungis um framtíð hennar, heldur alla arfleifðina. For- sendur þess að við erum þjóð, en ekki óþjóð. Í þessari baráttu er hollt að hafa í huga svofellda lýsingu í Prests sögu Guðmundar góða: „… þá þótti honum hart um höggva, því að þar var yndi hans sem bæk- urnar voru …“ Í sjávarháskanum miðjum saknaði Ingimundur, fóstri Guðmundar byskups, bókakistu sinnar og var hún fyrir borð drepin, eins og segir í sögunni. Ingimundur endurheimti hana óbrotna, þegar hana rak á land nokkru síðar. En það er alls óvíst að við heimtum okkar bókakistu aftur, ef við glutr- um henni fyrir borð. Og hvað þá? Matthías Johannessen MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 19

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.