Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á sunnudögum bjóðum við upp á matseðil fyrir sælkera. Sunnudagar fyrir sælkera 4 rétta fiskmatseðill 2.700.- 5 rétta kjöt- eða fiskimatseðill 3.500.- Stórglæsilegur a la Carté matseðill Valin vín og vingjarnlegt umhverfi HAGSMUNAFÉLAG UM EFLINGU VERK- OG TÆKNIMENNTUNAR Á HÁSKÓLASTIGI Á ÍSLANDI Útskriftarnemar vorið 2001 Útskriftarnemum framhaldsskóla vorið 2001 er boðið til sérstaks fundar til að kynnast menntun og störfum verkfræðinga og tæknifræðinga. Starfsmöguleikar verkfræðinga, tæknifræðinga, tölvunarfræðinga og annars raungreinafólks hafa sjaldan verið meiri en um þessar mundir. Margir hafa tekið þátt í að ryðja nýrri starfsemi braut og stofnað fyrirtæki. Hvað segir þetta fólk um reynslu sína? Ungt fólk er hvatt til að mæta og kynna sér áhugaverð sjónarmið þeirra er starfa á þessum vettvangi. Á boð- stólum verða veitingar. Dagný Halldórsdóttir, aðstoðarforstjóri Íslandssíma hf. Jóhann H. Bjarnason, framkvæmdastjóri Radíómiðunar ehf. Baldur Þorgilsson, framkvæmdastjóri KINE ehf. Björgvin Skúli Sigurðsson, forstm. tæknisviðs Mens Mentis hf. Verkfræðingahúsið, Engjateigi 9, fimmtudaginn 26. apríl frá kl. 16:00 til 17:30. Staður og tími: HEFUR ÞÚ PÆLT Í VERK- OG TÆKNIFRÆÐI? ÞAÐ ERU nú orðin ein fjögur ár síð- an Nick Cave gaf út meistarastykkið Boatman’s Call. Ólíkt plötunni á undan, Murder Ballads, lét Cave sér þar algjörlega blæða frá sínu eigin hjarta og lagði hnífana, skammbyss- urnar, steinana, skærin og önnur morðvopn á hilluna. Þar gaf hann hlustandanum innsýn í þær tilfinninga- flækjur sem hann var að glíma við á þeim tíma. Hann hafði nýlega skilið við konu sína og meginþemu plötunn- ar voru vangaveltur hans um trúmálin, skilnaðurinn við eiginkonuna, byrjun og endir hins stutta ástarævintýris með söngkonunni P.J. Harv- ey. Útkoman varð hans besta plata – svo góð að þótt hún hefði orðið hans síðasta, hefði ég ver- ið sáttur það sem eftir er. En að reyna að halda Nick Cave frá því að semja og gefa út tónlist er líklegast eins og að reyna að banna sólinni að skína eða skipa Esjunni „vinsamlegast“ að færa sig og ætlast til að hún hlýði. Þar af leiðandi er platan No More Shall We Part kom- in í búðir. Tónlist Nick Caves krefst þess af hlustandanum að hann sýni henni og engu öðru athygli á meðan á hlustun stendur. Þetta er ekki plata sem þú setur í geislaspilarann eftir að kær- astan er búin að deyfa ljósin, kveikja á hverju einasta kerti í íbúðinni, hella rauðvíni í glösin og getur ekki beðið eftir því að fá alla athygli þína óskerta. Svo að glampinn sem mynd- ast við slíkar stundir í augum þínum geti minnt hana á hvað það nú í fjandanum var sem gerir þig sér- stakan. Á meðan þú hlustar á þessa plötu verður hún að vera kærastan þín og það er algjörlega bannað að vera með einhverjar framhjáhalds- hugsanir eða endurminningar um fyrri ástarsambönd við eldri plötur eða önnur tónlistarævintýri. Algjör skuldbinding, hámarks athygli eða ekkert. Ef þú ert reiðubúinn til þess að ganga að þeim skilmálum verð- launar þessi elska þig þúsundfalt. Platan byrjar á fyrsta smáskífu- laginu, „As I Sat Sadly By Her Side“. Þetta fyrsta lag gefur í raun tóninn fyrir alla plötuna, a.m.k. tónlistarlega séð, píanóið er á bak við stýrið og leiðir hlustandann og hin hljóðfærin sem sitja í farþegasætun- um í gegnum rólega, mjúka og mel- ódíska tóna. Platan er þannig nokk- uð rökrétt þróun frá plötunni á undan, þrátt fyrir að stundum sé nú sett í rallý-gírinn, eitthvað sem Cave lét algjörlega eiga sig á síðustu plötu. Hann virðist nokkuð sáttari við til- veruna hann Cave, a.m.k. ef skilja má nýjustu textasmíðar hans rétt. T.d. segir fyrsti textinn frá samtali manns og konu sem sitja og horfa út um gluggann heima hjá sér. Konan strýkur kettinum sínum sem situr í fangi hennar um leið og hún talar um hve yndislegur heimurinn nú sé. Maðurinn hinsvegar segir henni frá sínu sjónarhorni, hvernig illska manneðlisins spilli öllu sem það snerti. Konan dregur þá fyrir og grætur yfir bölsýni mannsins síns. Í nýlegu viðtali sagði Cave að honum þætti sérstaklega vænt um þetta lag þar sem textinn væri unninn upp úr samtali sem hann átti við eiginkonu sína. Getur verið að Cave sé að átta sig á því að hann eigi það til að taka sig full alvarlega? Já, þau hafa víst fundið ástina á ný, hann og eiginkona hans, og mig grunar sterklega að titill plötunnar sé sprottin upp frá þessum endur- fundum. Í titillagi plötunnar, „And No More Shall We Part“, undirstrikar Cave á sannfærandi hátt í fallegum texta að allur frekari aðskilnaður milli þeirra hjóna séu óþarfur, því ástinni sé ekki hægt að neita. Hann er einnig með hjartað á tungu sinni í laginu „Love Letter“, báðir þessir textar eru afar einfaldir og skýrir, óður Caves til ástar sinnar. Cave er reyndar ekki að ausa úr eigin tilfinningabrunni alla plötuna. Hann hverfur svolítið aftur í smá- sagnaformið og má þar helst nefna frábæran texta lagsins „God Is In The House“ þar sem glittir í gamla kaldhæðnislega andskotann sem býr í söngvaranum. Textinn segir frá litlum smábæ þar sem glæpir, spill- ing Hvíta hússins, tölvuþrjótar, hommar og lesbíur þekkjast ekki, þar sem „sögusagnir herma“ að Guð búi með íbúum þessara „fyrirmynd- arþjóðfélags“. Næmi Caves fyrir fallegum og grípandi melódíum og píanóstefum er ótrúleg, stíll hans nálgast óðfluga þann angurværa blæ sem Tom Waits sagði nánast alfarið skilið við fyrir 20 árum. Lögin „We Came Along This Road“ og „And No More Shall We Part“ eru með þeim betri sem Cave hefur nokkru sinni látið frá sér. Akkilesarhæll plötunnar er lengd hennar og sú staðreynd að ef hlust- andinn er ekki með fulla einbeitingu á textunum á hann á hættu að finna óþægilega mikið fyrir lengd laganna, en þau eru flest yfir 5 mínútur. Lagasmíðarnar í lögum á borð við „Fifteen Feet Of Pure White Snow“, „Oh My Lord“ og „The Sorrowful Wife“ eru ekki nægilega sterkar til þess að bera einar og sér lengdina. Þess vegna er það afar mikilvægur þáttur við hlustun þeirra að leyfa textanum að fylla upp í lengdina, sem hlýtur að teljast til ókosta tón- listarlega séð. En fyrir utan þennan auma og langa hæl er þessi plata stórkostleg, verðugur gripur í Cave-safnið og plata sem á, eins og svo margar af hans eldri, eftir að verða spiluð þar til geislinn í spilaranum mínum eyðir henni algjörlega upp. ERLENDAR P L Ö T U R Birgir Örn Steinarsson, söngvari og gítarleikari Maus, fjallar um nýjustu breiðskífu Nick Cave, No More Shall We Part.  Cave eys úr viskubrunninum Nick Cave , ekkert að stressa s ig. biggi@mbl.is From her to eternity (1984)  Upp úr öskunni eftir bruna hljómsveit- arinnar The Birthday Party reis Nick Cave á ný og hóf sólóferil sinn á sinni verstu plötu, fyrr og síðar. The firstborn is dead (1985)  Cave var ekki lengi að finna rétta sporið á ný og árinu seinna kom þessi stórkost- lega plata. Hér er Cave undir mun meiri gospel- og blús-áhrifum en áður. Kicking against the pricks (1986)  Hér færir Cave nokk- ur af sínum uppá- haldslögum í sinn búning en gerir mis- vel. Þarna eru m.a. lög eins og „Long black veil“ er Johnny Cash gerði vinsælt, „Hey, Joe“ sem Jimmy Hendrix gerði frægt og hið ódauð- lega „Somethings gotten hold of my heart“. Your funeral... my trial (1986)  Þessi er tilrauna- kenndari, drunga- legri og dónalegri plata en fyrri sóló- verk og fer því ef til vill fyrir brjóstið á þeim sem eru hliðhollari „hinum mjúka“ Cave. Tender prey (1988)  Af mörgum talin vera besta plata Caves. Á henni nær hann að fullkomna blús/ gospel/pönk/rokk- kokteilblöndu sína og textalega er platan algjör gullmoli. Hér er Cave með skyrtukragann uppréttan og í töffarastellingunum. The Good son (1990)  Hér er Cave kominn á bak við píanóið og ballöðurnar eru ríkjandi. Nokkur af fallegri lögum sem hann hefur samið, t.d. „Ship song“ og „Weeping song“ eru á þessari plötu en sem heild er plat- an ekki nægilega sterk. Henry’s dream (1992)  Önnur plata sem eldri verk skyggja á. Hér snertir hann ör- lítið meira á kántrí- tónunum en áður og textasmíðarnar eru oftar en ekki tengdir skotbardögum og morðum. Hér eru þó nokkur ágætis lög og þar stendur hið óþekkta lag „Loom of the land“ upp úr. Let love in (1994)  Hér er Cave á „töff- aratoppi“ ferilsins. Platan er hrárri en þær tvær á undan og allt það sem komið hefur á eftir. Það var eiginlega með útgáfu þessarar plötu sem almenningur kynntist snilld kappans því lögin „Do you love me?“, „Loverman“ og „Red right hand“ fengu meiri útvarps- og sjón- varpsspilun en lög hans höfðu gert áður. Murder ballads (1996)  Hér innsiglaði svo Nick Cave vinsæld- irnar með dúettum sínum með Kylie Minogue („Where the wild roses grow“) og P.J. Harvey („Henry Lee“). Allir textar plötunnar eru smásögur er tengjast á einn eða annan hátt morð- um. Vel unnin þemaplata. The boatmans call (1997)  Að mínu mati besta plata Caves. Hér hef- ur hann náð full- komnu valdi á ball- öðunni og textar hans eru mun persónu- legri en fyrr. Útsetningar eru fal- lega einfaldar, lagasmíðar og mel- ódíur ríkari en fyrr. Lagið „Are you the one I’ve been waiting for“ segir eitt og sér allt sem segja þarf. GÓÐAR HLJÓMPLÖTUR TOPP 20 mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.