Morgunblaðið - 13.05.2001, Page 11
ef Ísland yrði aðili, að hann sjái
ekki að Íslendingar hafi neitt að
óttast. Óbeint segir hann að Íslend-
ingar ættu að sækja um aðild og at-
huga hver staðan verður í lok aðild-
arviðræðna: „Allt byggist þetta á
aðildarviðræðum. Í lok þeirra þarf
hvert ríki sem sótt hefur um aðild
að ákveða hvort ákvæði aðildar-
samninga og kostir þeirra og gallar
séu viðunandi eða ekki. Framfarir
verða með því að taka áhættu.
Öllum Evrópuríkjum stendur til
boða aðild að Evrópusambandinu.
Innifalið í boðinu er að við reynum
að takast á við áhyggjuefni viðkom-
andi ríkis í aðildarviðræðunum. En
raunin er sú að í öllum félagsskap,
sama hvaða nafni hann nefnist,
gilda sameiginlegar reglur sem hafa
vissan forgang. En það er ljóst að ef
Ísland verður aðili að ESB, verður
ESB einnig aðili að Íslandi.“
Aðspurður segir Fischler ótíma-
bært að ræða um afleiðingar hugs-
anlegrar aðildar Íslands að ESB
fyrir fiskveiðistjórnun hér á landi.
„Við erum nú þegar að ræða um-
bætur á sjávarútvegsstefnunni og
ef við náum árangri þar, mun valdið
í auknum mæli verða fært til ein-
stakra svæða. Í þessu tilviki myndi
það þýða að Íslendingar færu með
vald yfir auðlindum sínum sjálfir.
En í lok þessa árs mun liggja fyrir
skýrari mynd af því hvernig sjáv-
arútvegsstefna ESB mun líta út,
þangað til þá er ekki tímabært að
svara spurningum um afleiðingar
fyrir einstök ríki.“
Varðandi hugsanlegar undanþág-
ur frá sameiginlegu sjávarútvegs-
stefnunni segir Fischler ljóst að
Evrópusambandið útilokar almennt
að veita undanþágur, þar sem allir
aðilar þess verða að virða reglur
sambandsins. „Að veita undanþágur
er ekki besta leiðin til að takast á
við vandamál samfara aðild að ESB.
Í viðkvæmum greinum er nauðsyn-
legt að geta beitt ýmsum aðferðum,
þ.á m. að breyta reglum sambands-
ins á þann hátt að þær komi til
móts við óskir ákveðins aðila.“
Opin fyrir
samningaviðræðum
Íslendingar og Norðmenn hafa
gert samninga við verðandi aðild-
arríki ESB í Austur-Evrópu sem
kveða á um tollfrelsi á fiskafurðum.
Við aðild þessara ríkja að ESB
versnar viðskiptaleg staða Íslands í
útflutningi til þeirra, sérstaklega
hvað varðar síldarútflutning. Ís-
landi og Noregi var bættur skaði af
þessu tagi í viðskiptum við Finn-
land og Svíþjóð þegar tvö síðar-
nefndu ríkin gerðust aðilar að Evr-
ópusambandinu árið 1994.
Aðspurður segir Fischler að Íslend-
ingar geti vissulega búist við slíkum
bótum í þessu tilviki. „Evrópusam-
bandinu ber skylda til að bæta ríkj-
um þann skaða sem þau verða hugs-
anlega fyrir í kjölfar aðildar
viðskiptalands að sambandinu.“
Eftirspurn eftir fiski og fiskafurð-
um fer vaxandi víðast hvar í heim-
inum, ekki síst meðal íbúa Evrópu-
sambandsríkja. Fiskvinnslur innan
sambandsins hafa ekki getað tryggt
sér hráefni í nægum mæli innan
sambandsins en framboð utan sam-
bandsins gæti leyst úr því. Fischler
er spurður hvort þessi aukna eftir-
spurn ýti undir vilja framkvæmda-
stjórnarinnar til að hefja að nýju
samningaviðræður um ákvæði við-
auka við samninginn um Evrópska
efnahagssvæðið sem kveður á um að
útfluttur fiskur frá Íslandi og Noregi
til ESB njóti tollfrelsis á ákveðnum
tegundum, af öðrum séu greiddir
fullir tollar en tollar lækkaðir á enn
öðrum fiskitegundum. Ef samninga-
viðræður yrðu teknar upp að nýju,
gæti það leitt til greiðari aðgangs Ís-
lendinga og Norðmanna að innri
markaðnum með fiskafurðir.
„Það er rétt að eftirspurn fer vax-
andi og okkur skortir fisk til vinnslu
og þurfum líka að flytja inn unninn
fisk. Við munum alltaf gera tvíhliða
samninga í framtíðinni en fiskvið-
skipti munu líka verða æ frjálsari. En
við erum alltaf opin fyrir því að taka
samningaviðræður upp að nýju, til
hagsbóta fyrir báða aðila. En aukin
eftirspurn eftir fiski er ekki endilega
grunnur til að taka upp viðræður.“
Díoxín og fiskimjöl
Hátt hlutfall díoxíns í fiski og fisk-
afurðum hefur valdið áhyggjum með-
al neytenda og fiskframleiðenda, á
Íslandi og annars staðar. Að sögn
Fischlers er David Byrne, sem fer
með heilbrigðis- og neytendamál í
framkvæmdastjórninni, að þróa til-
lögu um hvernig hægt sé að tak-
marka díoxíninnihald í fiskafurðum.
Tillagan tekur m.a. til takmarkana á
díoxíninnihaldi í fiskimjöli og í fiski
til manneldis. Að sögn Fischlers er
smíði tillögunnar ekki lokið en búist
er við að henni ljúki í sumar.
Íslenskum fiskimjölsframleiðend-
um var létt þegar ljóst varð að fiski-
mjöl yrði ekki bannað í fóðri fyrir
svín og fiðurfé. Hins vegar er bannað
að nota fiskimjöl í fóður jórturdýra
og gildir það bann út sérstakan frest
til júníloka. Aðspurður segir Fischler
að bann við notkun fiskimjöls í fóður
fyrir jórturdýr sé varanlegt og verði
ekki aflétt í lok júní.
„Það eru ekki svo margar vísinda-
legar ástæður fyrir banni við notkun
fiskimjöls í fóður jórturdýra. Það er
ljóst að þegar öll notkun dýraprót-
eina er endurmetin, þarf einnig að
taka til endurskoðunar þá spurn-
ingu hvort leyfa skuli notkun
dýrapróteina í fóður fyrir jórturdýr.
Ráðgjöf vísindamanna er á þá leið
að viss áhætta fylgi því að nota
fiskimjöl í fóður jórturdýra þar sem
jórturdýr eru í eðli sínu ekki dýra-
ætur. Þess vegna held ég að við eig-
um að fara leið náttúrunnar og ekki
reyna að breyta jórturdýrum úr
jurtaætum í dýraætur.“
Nú stendur yfir lögboðin endur-
skoðun á sjávarútvegsstefnu Evr-
ópusambandsins og í því sambandi
hefur verið lögð fram svokölluð
grænbók um framtíð sjávarútvegs-
stefnunnar. Grænbókinni er ætlað
að vera grundvöllur almennrar um-
ræðu í aðildarríkjum ESB um sjáv-
arútvegsstefnuna en stefnt er að því
að ný sjávarútvegsstefna ESB taki
gildi í ársbyrjun 2003.
„Grænbókin er skilgreind sem
umræðuskjal. Um þessar mundir
bjóðum við öllum hagsmunaaðilum
og öðrum, eins og neytendahópum
og umhverfisverndarsinnum, að
taka þátt í umræðunum um framtíð
sjávarútvegsstefnunnar. Í kjölfarið
munum við draga nauðsynlegar
ályktanir og leggja okkar tillögu
fyrir Evrópuþingið og ráðherraráð-
ið í árslok,“ segir Fischler. Spurður
um útlit fyrir stuðning við stefnu
framkvæmdastjórnarinnar hjá þess-
um stofnunum segir Fischler of
snemmt að segja til um það. „Nú er
verið að ræða innihald grænbókar-
innar en það er ekki fyrr en fullmót-
aðar tillögur okkar liggja fyrir sem
við getum sagt til um hugsanlegan
stuðning við þær.“
Framkvæmdastjórnin hefur hvatt
til rökræðu og almennra umræðna
um grænbókina og að allir geti viðr-
að sína skoðun. Á Evrópuvefnum er
gefið upp netfang sem fólk getur
sent á vangaveltur sínar um sjáv-
arútvegsstefnuna og tillögur. Ráð-
stefna um sjávarútvegsstefnuna
verður haldin í Brussel 5.-7. júní.
Mörgum þykir löngu tímabært að
skipta núverandi sjávarútvegs-
stefnu út fyrir nýja þar sem floti
Evrópusambandsins er t.d. of stór
og ýmsir fiskistofnar í hættu.
Fischler staðfestir það og segir aug-
ljóst að breytinga sé þörf. Í ræðu
sinni í Ósló gerði Fischler grænbók-
ina m.a. að umtalsefni. Hann lagði
áherslu á fjögur aðalatriði grænbók-
arinnar: Að vernda vistkerfi sjáv-
arins í auknum mæli, að sambandið
ráðfæri sig í auknum mæli við hags-
munaaðila í sjávarútveginum, að
tryggja sjálfbæra þróun í sjávar-
útvegi og stuðla að sjálfbærum sjáv-
arútvegi einnig utan lögsögu ESB.
Nýrri sjávarútvegsstefnu er m.a.
ætlað að verða umhverfisvænni,
sveigjanlegri og skilvirkari og til að
ná þeim markmiðum þarf að
minnka flota ESB um 40% frá því
sem nú er, að því er fram kemur í
grænbókinni. Nú virðist sem svo að
markmið stangist á svo sem að við-
halda atvinnu en minnka umfang
fiskveiðiflotans. Þeirri spurningu
var beint til Fischlers eftir fyrirlest-
urinn í Ósló hvort mögulegt væri að
byggja upp arðbæra atvinnugrein
sem nýtir auðlindina á skynsamleg-
an hátt en viðheldur einnig háu at-
vinnustigi?
Fischler svaraði því til að upp-
bygging hagkvæms sjávarútvegs
kostaði færri störf. Hann benti á að
nauðsynlegt væri að horfa á þróun
sjávarútvegs og byggðamál í sam-
hengi, þannig að aðgerðir til að
auka nýsköpun héldust í hendur við
fækkun starfa og hagræðingu í
greininni. Félagslega ábyrgð þyrfti
að axla með sterkari byggðaþróun,
og bjóða t.d. styrki til endurmennt-
unar fyrir þá sem þyrftu að færa sig
úr sjávarútvegsgeiranum og yfir í
aðra geira.
Í samtali við Morgunblaðið segir
Fischler: „Að mínu mati felst áskor-
unin í því að samræma þarf mark-
mið sem stangast á. Sjávarútvegs-
stefnunni er ætlað það hlutverk og
jafnframt að sjá til þess að í fyrsta
lagi sé vistfræðilegum markmiðum
náð og í annan stað að haldið sé úti
samkeppnishæfum sjávarútvegi.“
Nauðsynlegt að binda enda á
pólitísk hrossakaup
Fischler reifaði einnig eftir fyr-
irlesturinn þörfina á að byggja upp
nýja heildstæða stefnu í sjávarút-
vegsmálunum. Hann tók skýrt fram
að binda þyrfti enda á hrossakaup á
milli aðildarríkjanna við úthlutun
kvóta og kvótaákvarðanir. Mikil-
vægt væri að fara eftir ráðlegging-
um vísindamanna á allan hátt, en
einnig að hafa sjómenn í auknum
mæli með í ráðum. Auknar vísinda-
rannsóknir í þessu skyni væri mik-
ilvægt að efla og gera á grunni
þeirra betri áætlanir til meira en
eins árs í senn.
Samkvæmt grænbókinnni verða
umhverfismál í mjög auknum mæli
hluti af sameiginlegu sjávarútvegs-
stefnunni. „Fiskistofnarnir verða
fyrir áhrifum af umhverfisbreyting-
um og það er því nauðsynlegt að
taka tillit til umhverfisins. Í fyrsta
lagi eru auknar vísindarannsóknir
nauðsynlegar þar sem þekking okk-
ar á flóknum vistkerfum sjávarins
er alls ekki nógu góð til að haldbær-
ar ályktanir verði dregnar. Í öðru
lagi er nauðsynlegt að einnig verði
stuðst við umhverfissjónarmið þeg-
ar við tökum ákvarðanir um úthlut-
un kvóta á vissum hafsvæðum.“
Í grænbókinni er töluvert fjallað
um aukna þátttöku sjómannanna
sjálfra í mótun sjávarútvegsstefn-
unnar og eftirfylgni hennar. „Það er
ósk okkar að hagsmunaaðilar taki
aukinn þátt í þessu, sjómennirnir
sjálfir. Að mínu mati er það mjög
mikilvægt, sjómenn verða að skilja
að það sem við erum að gera er
einnig í þeirra þágu. Þeir lenda í
vandræðum ef fiskistofnar þurrkast
út,“ segir Fischler.
Sjávarútvegsmál eru oft viðkvæm
pólitísk mál sem margir halda fram
að ættu að vera í höndum hvers ein-
staks ríkis fyrir sig, en Evrópusam-
bandsríki ættu ekki að móta sam-
eiginlega stefnu fyrir. Fischler er
ósammála því. „Einmitt af því að
þessi mál eru viðkvæm er nauðsyn-
legt að hafa sameiginlega stefnu. Ef
hvert aðildarríki færi sínu fram
myndi það leiða til öngþveitis og
átaka. Ein grundvallarstoð sam-
bandsins er að forðast átök en ekki
að skapa þau. Það er auk þess al-
menn vitneskja að vistkerfi eru
landamæralaus og fiskistofnar virða
ekki heldur landamæri. Þess vegna
þarf fiskveiðistjórnun innan sam-
bandsins að vera sameiginleg. Ef
hvert einstakt aðildarríki myndi
leggja fram sérstaka stefnu, yrði
myndin afar brengluð.“
að óttast
Evrópusam-
bandið er ekki stofn-
un þar sem þeir
stóru koma vilja sín-
um fram á kostnað
þeirra minni
… sambandið er
hlynnt fámennum
ríkjum.
En það er ljóst að ef
Ísland verður aðili að
ESB, verður ESB
einnig aðili að Ís-
landi.
Þorskur á markaði
í Skotlandi og hollenskir
sjómenn við mótmæli við
innsiglinguna
í höfnina í Rotterdam.
Um þessar mundir er ný
sjávarútvegsstefna ESB
í smíðum þar sem leggja á
áherslu á umhverfi,
sveigjanleika og skilvirkni.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 11