Morgunblaðið - 13.05.2001, Page 22

Morgunblaðið - 13.05.2001, Page 22
22 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ fyrsta sem ég gerðieftir að ég lét af störfumvar að fara í frí til Kan-anríeyja,“ sagði Stefán.„Ég held að það hafi ver- ið skynsamlegt að slíta sig strax í burt frá bankanum eftir að hafa verið í hringiðunni í öll þessi ár og komast í annað umhverfi. Það er óneitanlega mikið álag að vera í starfi bankastjóra og nauðsynlegt að venja sig á annan lífsmáta þeg- ar maður hættir.“ Stefán hóf störf sem almennur starfsmaður bankans árið 1958 fram til ársins 1966 er hann varð fyrsti starfsmannastjóri bankans og kom það í hans hlut að móta það starf. Hann var settur fram- kvæmdastjóri stofnlánadeildar landbúnaðarins, árið 1974 til ársins 1983. Deildin heyrði undir Bún- aðarbankann en er nú sérstök stofnun. Í ársbyrjun 1984 tók Stef- án við sem bankastjóri og varð síð- an aðalbankastjóri árið 1997. Miklar breytingar „Ég þekki bankann mjög vel eft- ir öll þessi ár,“ sagði hann. „Á þessum tíma hafa orðið miklar breytingar á starfsemi fjármála- stofnana, sérstaklega á síðustu 10– 15 árum, eftir lagabreytingu, sem varð á árunum 1984–85 þegar bankar fengu heimild til að ákveða vexti og síðan með breytingu á lög- um um bankastofnanir árið 1986. Fram að því þurfti samþykki Seðlabankans fyrir stofnun útibúa og hafði bankinn algert einræð- isvald um hvar þau voru sett niður. Með þessum breytingum á lögum varð til allt annað starfsumhverfi. Bankarnir voru gerðir ábyrgari í rekstri sínum, þar sem þeir fengu í sínar hendur mikið ákvörðunar- vald. Síðan verða enn lagabreyt- ingar árið 1993 og 1996 þegar bönkunum er heimilað að reka verðbréfafyrirtæki en áður voru sérlög um verðbréfafyrirtækin, sem gerðu ráð fyrir að þau störf- uðu sjálfstætt. Þetta er sú umgjörð sem ger- samlega breytti allri starfsemi bankanna. Búnaðarbankinn tók fyrst þátt í verðbréfastarfsemi inn- an Kaupþings ásamt með spari- sjóðunum, en bankinn átti 50% hlut þar frá árinu 1990. Eftir ágætt samstarf varð það niðurstað- an að það væru það miklir hags- munaárekstrar milli okkar og þeirra að við töldum æskilegt að stofna verðbréfafyrirtæki inni í bankanum þegar lög heimiluðu og seldum þá sparisjóðunum okkar hlut í Kaupþingi. Ég tel að það hafi verið mjög til bóta að heimila resktur verðbréfafyrirtækja inni í bönkunum þannig að þeir gætu veitt alhliða bankaþjónustu.“ Samstarf bankanna Stefán sagði að samstarf bank- anna og sparisjóðanna til langs tíma með sameiginlegum rekstri Reiknistofu bankanna hefði verið heillaspor. Stefán var formaður stjórnar í sjö ár, en 14 ár í stjórn. „Við höfum talið að grunnstarf- semi, sem allir bankar þurfa að hafa, sé þar best fyrir komið,“ sagði hann. „Síðan hafa bankarnir byggt upp sínar tölvudeildir hver hjá sér með sinni sérþjónustu. Samkeppnisþjónustan er þannig byggð upp hjá hverjum banka fyrir sig en hjá Reiknistofu bankanna eru keyrð öll grunnverkefni og bókhald. Ég hef fundið það þegar ég hef sótt fundi erlendra reikni- stofnana, t.d. á Norðurlöndum, að þeir öfunda okkur af þessari sam- eiginlegu þjónustu sem við höfum byggt upp hjá Reiknistofunni. Þeim hefur ekki tekist að byggja upp eina stöð hjá sér en með þessu móti má segja að fram fari alls- herjar uppgjör á reikningum milli bankanna innbyrðis á hverjum degi fyrir utan dagsuppgjör.“ Samvinna bankanna Í níu ár var Stefán formaður Sambands viðskiptabankanna auk þess sem hann sat í stjórn sam- bandsins þau ár, sem hann var bankastjóri. „Þetta samstarf hefur verið mjög gott öll þessi ár. Þar kynntist maður vel starfsfélögum sínum í bankakerfinu og á þaðan góðar minningar,“ sagði hann. „Lengi hefur verið samstarf við Norðurlöndin og í seinni tíð þá hef- ur komist á samstarf við evrópska banka og þar með er fylgst með á sviði Evrópumála. Starfsemi Sam- bands viðskiptabanka snýst um samstarfsvettvang milli bankanna og eins kemur það sameiginlega fram gagnvart stjórnvöldum. Það fær til umsagnar lagafrumvörp og þar með tækifæri til að koma fram með sín sjónarmið.“ Einróma rödd Stefán tók við stöðu bankastjóra af Þórhalli Tryggvasyni og meðal samstarfsmanna hans voru þeir Magnús Jónsson og Stefán Hilm- arsson. „Ég hafði mjög náið samstarf við þáverandi bankastjóra bankans þá Morgunblaðið/Þorkell Stefán Pálsson, fyrrverandi bankastjóri Búnaðarbankans. Stefán Pálsson, bankastjóri Búnaðarbankans, lét nýlega af störfum eftir 42 ára sam- fellt starf hjá bankanum, þar af rúm 17 ár sem banka- stjóri. Í samtali við Kristínu Gunnarsdóttur um störf hans hjá bankanum, áhuga- mál og framtíðina sagði hann að hann hefði ávallt kappkostað að rödd bank- ans væri einróma. Rödd bankans væri ávallt Ég skorast ekki und- an því að viður- kenna að það voru ákveðnir vaxtarverk- ir hjá verðbréfafyr- irtækjunum og þar vorum við ekki und- anskildir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.