Morgunblaðið - 13.05.2001, Blaðsíða 40
MINNINGAR
40 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
TIL SÖLU LÓÐIR
Í GRAFARHOLTI
Höfum til sölu 8 góðar par- og einbýlishúsalóðir í
Grafarholti. Seljast með eða án teikninga.
Henta vel fyrir traustan byggingaraðila.
Allar nánari upplýsingar hjá sölumönnum okkar.
Skeifan fasteignamiðlun, Suðurlandsbraut 46, sími 568 5556.
Glæsilegt tengihús. 4 svefnherbergi, stofa, borðstofa
og arinstofa. Lóð fullbúin með sólverönd,
skjólveggjum og stórum svölum. Innbyggður bílskúr.
Þórarinn Jónsson hdl., löggiltur fasteignasali.
Jón Kristinsson sölustjóri.
Svavar Jónsson sölumaður.
Sími 551 8000 - Fax 551 1160
Vitastíg 12 - 101 Reykjavík
Hálsasel - til sölu
Aratún - Garðabæ
Fallegt einbýlishús 130 fm ásamt 53 fm bílskúr.
Vesturfold
Einbýlishús á tveimur hæðum sem er 130 fm timburhús.
Húsið stendur á hornlóð. Bílskúrsréttur.
Blásalir - Kóp. - 4ra herb.
Glæsileg ný íbúð á 2. hæð í fjórbýli. Sérinngangur. Skilast
fullbúin án gólfefna. Til afh. strax.
Eldri borgarar -
Skúlagata 20
Glæsileg 2 herbergja 63,4 fm
íbúð á 8. hæð í nýrri
lyftublokk. Vandaðar innrétt-
ingar, parket á gólfum,
suðursvalir.Húsvörður. Laus
fljótlega. Verð 11,2 millj.
Lovísa Kristjánsdóttir, löggiltur fasteignasali
Fasteignaþjónustan
Skúlagötu 30, 3. h., 101 Reykjavík
sími 552 6600 - fax 552 6666
Okkur félagana setti
hljóða þegar okkur
barst til eyrna sú
harmafregn að Sigur-
hjörtur væri látinn.
Þetta kom sem þruma
úr heiðskíru lofti þar
sem allt atgervi Sigurhjartar benti
til hestaheilsu á líkama og sál. En
það er með hann eins og okkur öll að
enginn veit ævina fyrr en öll er og
stundum kemur kallið fyrr en okkur
grunar.
Sigurhjörtur starfaði lengst af
eftir nám hjá mælingadeild Borg-
arverkfræðings og í um 40 ár hjá
verkfræðistofunni Forverk. Hann
var afar farsæll í starfi og stafaði
það ekki síst af einstökum hæfileik-
um hans til að glíma við erfið verk-
efni þar sem til þurfti þolinmæði,
nákvæmni og sérstaka hæfileika til
að umgangast fólk. Prúðmennska og
SIGURHJÖRTUR
PÁLMASON
✝ SigurhjörturPálmason fædd-
ist í Reykjavík 29.
janúar 1926. Hann
lést að heimili sínu
hinn 28. apríl síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Bú-
staðakirkju 10. maí.
heiðarleiki Sigurhjart-
ar voru hans heiðurs-
merki er engum duld-
ist við nánari kynni.
Sigurhjörtur var róleg-
ur maður og afar hjálp-
samur.
Allt hans far var
þannig að bæði við-
skiptavinir og sam-
starfsmenn leituðu til
hans með ágreinings-
mál hverskonar, fagleg
og jafnvel persónuleg.
Það telst vera góður
einstaklingur sem að-
eins hefur brot af þeim
eiginleikum sem Sigurhjörtur hafði
til að bera.
Það voru sönn forréttindi að fá
tækifæri til að kynnast og vinna
með manni eins og Sigurhirti og á
hann okkar bestu þakkir fyrir.
Minning um góðan dreng lifir í hug-
um okkar.
Kæra Unnur, Vilhjálmur, Pálmi,
tengdadætur og barnabörn ykkur
sendum við innilegar samúðarkveðj-
ur.
F.h. samstarfsfélaganna á For-
verki og Línuhönnun,
Ragnar Bjarnason og
Sigurður Ragnarsson.
Elsku María, mikið
var sárt að frétta að
þú værir búin að
kveðja þennan heim.
Margt leitar á hugann
nú, þegar ég rifja upp
ánægjulega samveru okkar í Ís-
landsbanka í gegnum árin. Oft létt
skrafað og alltaf áttirðu til hvatn-
ingu handa öðrum og varst svo
skilningsrík og réttsýn. Þú með
þína hæglátu, fallegu framkomu og
lágu, stilltu röddina, en bjóst yfir
svo miklum innri styrk sem duldist
engum og átti jafnvel eftir að koma
enn betur í ljós. Þegar þú hættir að
sjást við borðið þitt í bankanum
vegna veikindanna var þín sárt
saknað af mörgum. Ekki fór maður
varhluta af því heldur, þegar mað-
ur hitti fólk sem var viðskiptavinir
bankans. Þú varst vinsæl vegna
eigin verðleika og fór ekki fram hjá
neinum að þar fór eldklár mann-
eskja. Nú er stórt skarð höggvið í
starfsmannahóp Íslandsbanka sem
ekki verður fyllt. Þegar ég talaði
við þig skömmu fyrir andlát þitt ór-
aði mig ekki fyrir því sem verða
vildi. Við töluðum um að hittast
fljótlega. Þá varst þú orðin svo
veik. Nú ertu farin eftir hetjulega
baráttu við þennan illvíga sjúkdóm.
MARÍA MARGRÉT
JÓNSDÓTTIR
✝ María MargrétJónsdóttir fædd-
ist á Lækjarósi í
Dýrafirði 27. febrúar
1951. Hún lést á
heimili sínu 30. apríl
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Langholtskirkju
8. maí.
Þú varst algjör hetja,
svo hugrökk og tókst
á við sjúkdóminn með
viljastyrknum sem
einkenndi þig. Ekki
komst annað að en að
sigra hann. En enginn
veit hvenær kallið
kemur og hefurðu nú
verið kölluð til mikil-
vægra starfa annars
staðar. Ég veit að þar
verður tekið vel á móti
þér. Það hefði bara
verið óskandi að við-
kynningin hefði verið
lengri, en það er ekki
okkar að ráða. Við erum öll ríkari
af að hafa kynnst þér og er ég
þakklát fyrir að hafa fengið að vera
samferða þér um stundarsakir.
Maja mín, minningin um þig mun
lifa með okkur. Hafðu þökk fyrir
allt.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Ég bið góðan Guð að veita fjöl-
skyldu þinni og öðrum aðstandend-
um styrk í þeirra miklu sorg. Guð
blessi þig.
Elfa Björk Ásmundsdóttir.
MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í
tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/
sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Frágangur afmælis-
og minningargreina
SMS FRÉTTIR mbl.is
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
hefur látið þýða og staðfæra leið-
beiningabækling sem Evrópuráðið
og Evrópusambandið hafa gefið út
um tungumálanám. Ber bæklingur-
inn heitið „Leiðir til að læra tungu-
mál á árangursríkan hátt“ og er gef-
inn út í tengslum við Viku
tungumálanáms innan fullorðins-
fræðslu 5. –11. maí en hún er sam-
evrópskur viðburður á Evrópsku
tungumálaári 2001. Bæklingurinn
nýtist öllum sem hyggjast leggja
stund á tungumálanám.
Menntamálaráðuneytið mun
dreifa bæklingnum til fjölmargra
hagsmunaaðila, s.s. símenntunar-
miðstöðva, öldungadeilda, málaskóla
og námsflokka.
Bæklinginn er einnig unnt að
nálgast á heimasíðu menntamála-
ráðuneytisins, www.menntamala-
raduneyti.is. Meginmarkmið með
Viku tungumálanáms innan fullorð-
insfræðslu 5.–11. maí er að vekja fólk
til vitundar um mikilvægi tungu-
málakunnáttu, veita upplýsingar um
framboð á tungumálanámi fyrir full-
orðna, hvetja fólk til að bæta tungu-
málakunnáttu sína og veita ráðgjöf
og leiðbeina um tungumálanám.
Lögð er áhersla á að fólk sé aldrei
of gamalt til að hefja tungumálanám.
Meginhluti aðgerða af Íslands
hálfu í Viku tungumálanáms innan
fullorðinsfræðslu felst í dagskrá
Endurmenntunarstofnunar Háskóla
Íslands sem stendur alla þessa viku.
Er dagskráin unnin í samstarfi við
ýmsa aðila á sviði tungumálanáms og
-kennslu, s.s. námsflokka, málaskóla,
Alliance française og Goethe Zentr-
um.
INNLENT
Leiðir til að
læra tungu-
mál á
árangurs-
ríkan hátt
OPINN fyrirlestur sem ber yfir-
skriftina „Þegar barn missir foreldri:
Hlutverk eftirlifandi foreldris“ verð-
ur haldinn við Háskóla Íslands mið-
vikudaginn 16. maí nk. í stofu 101
Odda kl. 17 – 18:30. Dr. Phyllis R.
Silverman heldur fyrirlestur á vegum
Félagsráðgjafar Háskóla Íslands.
Dr. Silverman fjallar um stöðu þess
foreldris sem missir maka sinn frá
ófullveðja börnum. Foreldrið þarf að
hjálpa börnum sínum að syrgja hið
látna foreldri jafnframt því að takast
á við eigin sorg. Dr. Silverman mun
kynna niðurstöður rannsókna um
þessi mál og hvernig best sé að að-
stoða foreldra við að aðlagast breytt-
um aðstæðum.
Prófessor Emerita Phyllis R. Silv-
erman, félagsráðgjafi, er velþekkt
fræðikona, fyrirlesari og kennari.
Fyrri rannsóknir hennar beindust að
þörfum þeirra sem misst höfðu maka
sína, en síðustu ár hefur hún fengist
við að rannsaka langtíma áhrif for-
eldramissis á líf barna og unglinga.
Um þessar mundir stýrir hún rann-
sókn á því sviði við Harvard háskóla.
Dr. Silverman lauk doktorsprófi
frá Brandeis háskóla og meistara-
prófum frá Harvard háskóla og Smith
College. Hún hefur ritað fjölda bóka
og greina en nýjasta bók hennar ber
heitið „Never to Young to Know:
Death in Children’s Lives“. Henni
hafa hlotnast margvíslegar viður-
kenningar fyrir framlag sitt til rann-
sókna á ástvinamissi og velferðarmál-
um.
Fyrirlesturinn er öllum opinn og
aðgangur ókeypis.
Opinn fyrir-
lestur á veg-
um félags-
ráðgjafar
♦ ♦ ♦