Morgunblaðið - 13.05.2001, Síða 55

Morgunblaðið - 13.05.2001, Síða 55
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 55 FLJÓTLEGA verður allt morandi í ofurhetjum. A.m.k. í kvikmynda- húsunum um allan heim því eins og margir vita eru þó nokkrar hetjur á leiðinni á hvíta tjaldið. Framhaldsmynd um X-mennina, tvær myndir um Leðurblökumann- inn eru væntanlegar í náinni fram- tíð, Köngulóarmaðurinn skríður víst upp á tjaldið í maí á næsta ári og svo ætlar Ang Lee að gera mynd um Hulk. Nú hefur kvik- myndaverið 20th Century Fox op- inberað áætlanir sínar að gera kvikmynd um ofurhetjufjölskyld- una Fantastic Four. Leikstjórinn Peyton Reed sem ráðinn var til verksins er víst ekki alls ókunn- ugur furðubúningum því síðasta mynd hans var klappstýrumyndin Bring it On en hún skartaði leik- konunni ungu Kirsten Dunst í aðal- hlutverki. Upphaflega keypti fyrirtækið kvikmyndaréttin af Marvel mynda- sögufyrirtækinu árið ’92 og gekk jafnvel það langt að klára að taka upp mynd um ofurhetju-kvartett- inn. Gæði hennar þóttu eitthvað miður þannig að sú mynd hefur aldrei litið dagsins ljós. Nú á að vanda til verka og gera mynd sem stenst samanburðinn við X- mannamyndina vinsælu. Fantastic Four er hugsmíð þeirra Stan Lees og Jack Kirbys en Marvel gaf út fyrsta tölublaðið um ævintýri þeirra árið 1961. Of- urhetju-kvartettinn er samansettur af vísindamanninum Reed Rich- ards, konu hans Sue, bróðir henn- ar Johnny Storm og vini þeirra Ben Grimm. Þau öðluðust ofur- krafta sína eftir að þau urðu fyrir gammageislun í geimskutluslysi. Reed varð Mr. Fantastic sem getur teygt limi sína líkt og gúmmí, Sue getur gert sig ósýnilega, Johnny getur flogið og breytt sér í eld- mann en Ben varð að steinmann- inum The Thing. Myndasögublöðin slógu í gegn strax eftir útgáfu fyrsta heftisins. Hópurinn þótti ólíkur þeim ofurhetjum sem þekktust áður, en þær fóru ekki leynt með nöfn né andlit sín og lifðu ekki tvöföldu lífi. Erkifjandi þeirra Dr. Doom þótti líka afar forvitnilegur, en hann er bráðgáf- aður geðveikur vís- indamaður sem ber járngrímu fyrir af- skræmdu andliti sínu. Það er þó enn nokkur bið í myndina, u.þ.b. tvö til þrjú ár að frumsýning- ardegi. Gleði og hamingja – ofurhetjuhóp- urinn Fantastic Four. Fantastic Four á leiðinni á hvíta tjaldið Allt er þegar fernt er Í KVÖLD kl. 21.30 hefjast tónleikar á Ozio með djasskvartettinum Tal- hólf 57. Forsprakki hans er saxófón- leikarinn Steinar Sigurðarson og hefur hann fengið í lið með sér takt- fasta félaga sína, Þorgrím Jónsson sem leikur á kontrabassa, sænska trymbilinn Erik Qvick og Ásgeir Ás- geirsson gítarleikara. Saman lofa þeir að gera Talhólf meira spennandi en gengur og gerist. Hreinn djass í boði „Ég fékk þá til að spila undir hjá mér á stigsprófi í Tónlistarskóla FÍH, en við höfum haldið áfram að æfa saman góð lög,“ segir Steinar um tilurð sveitarinnar. „Dagskráin er ekki mjög þung, já, svona í léttari kantinum og mjög skemmtileg. Enginn frjáls- eða til- raunadjass, meira djassstandardar. Við leikum eitt frumsamið lag eftir Ásgeir gítarleikara sem er mjög gott og verður gaman fyrir fólk að heyra. Hann hefur aðallega samið popptón- list hingað til, m.a. fyrir Sóldögg sem hann spilaði með. Ég var rétt að heyra fyrsta djasslagið frá honum og finnst það mjög gott.“ Sjálfur á Steinar sér klassískan bakgrunn, en hann byrjaði á að læra á klarinett en fór síðan að grípa í saxófóninn og reyna fyrir sér í djass- inum, og var á sínum tíma í fönk- sveitinni Sælgætisgerðinni. – Verður fönk-yfirbragð á lögun- um? „Nei,.... þetta er alveg hreinn djass hjá okkur, en það er aldrei að vita hvað verður á næstu tónleikum hins vegar,“ segir saxófónleikarinn íhugull. – Hvert er uppáhaldslagið þitt? „Ja við ætlum að spila „Have You Met Miss Jones?“ sem er ágætis lag og „Lonniés Lament“ eftir Coltrane sem er tregafull ballaða, mjög fín. Svo fá Wayne Shorter og Ornette Coleman að láta í sér heyra líka. Þetta eru allt fínustu lög héðan og þaðan.“ – Verður ekki gaman hjá ykkur? „Jú það er von á mikilli stemmn- ingu. Prófin eru búin í Tónlistarskóla FÍH og fólk til í að „djamma“, og vonandi koma sem flestir að fagna með þeim,“ segir Steinar sax og kveður. Létt og skemmtilegt Morgunblaðið/Kristinn Erik, Steinar, Þorgrímur og Ásgeir eru Talhólf 57. Djasstónleikar á Ozio í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.