Morgunblaðið - 13.05.2001, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 13.05.2001, Qupperneq 60
60 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝTT OG BETRA Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ  HK DV  Ó.H.T RÚV  strik.is Sýnd kl. 5.30 og 8. Vit nr. 224. Sýnd kl. 2 og 3.50. Vit nr. 203. Sýnd kl. 2 og 3,50. Ísl tal Vit nr. 183. Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15. Vit nr. 207 Sýnd kl. 1.50. Ísl. tal. Vit nr. 169 Sýnd kl. 10.30. B.i.16. Vit nr. 201 Kvikmyndir.com Óeðlilega snjöll! Sýnd kl. 5.40, 8, 10.20. B.i.16 ára. Vit nr. 228 Sýnd kl. 5.55, 8 og 10.10. b.i. 16 ára. Vit nr. 223Sýnd kl. 1.30, 3.40, 5.55, 8 og 10.20. . Vit nr. 233 Joel Silver framleiðandi Matrix er hér á ferðinni með dúndur spennumynd með topp húmor. Stefnir í að verða stærsta Steven Seagal myndin frá upphafi í USA. Frábær tónlist í flutningi DMX! Sýnd kl. 8.10 og 10.20. Vit nr 220. B.i.14.  Hausverk.is Sýnd kl. 2 og 4 Íslenskt tal. Vit nr 213. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl tal Vit nr. 231 Hún þurfti bara mánuð til að breyta lífi hans að eilífu" Keanu Reeves (Matrix) og Charlize Theron (Cider House Rules, Men of Honor) í rómantískri gamanmynd um mann sem hélt hann hefði allt. www.sambioin.is SWEET NOVEMBER KEANU REEVES CHARLIZE THERON Nýjasta myndin um Pokemon er komin til Íslands! HÁSKÓLABÍÓ þar sem allir salir eru stórir Hagatorgi sími 530 1919 Sýnd kl. 8. GSE DV ÓFE Sýn Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. eftir Þorfinn Guðnason.  HK DV Yfir 5 vikur á topp 20 Strik.is Ó.H.T Rás2 SV Mbl Lalli Johnslli Yfir 6000 áhorfendur Sýnd kl. 6 og 8.30. Sýnd kl. 10.30.  HK DV Kvikmyndir.com  strik.is  strik.is  Ó.H.T RÚV Sýnd kl. 10.Sýnd kl. 5.45. B.i.16 ára. THE GIFT Besta myndin í bænum ÓJ Stöð 2. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Hann var maðurinn sem hóf partýið. En öll partý taka enda. byggð á sannsögulegum heimildum Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. FRUMSÝNING FRÆGÐIN er tvíeggjuð fyrirþær hljómsveitir sem haldasig á jaðri vinsældarokks þvíef þeim gengur ekki nógu vel fá þær ekki færi á að starfa að tónlist eingöngu og gefa út og ef þeim geng- ur of vel er hætt við því að virðing manna fyrir hljómsveitinni þverri og skammt í algera fyrirlitningu þeirra manna sem viðkomandi vildu kannski helst að kynnu að meta sig. Þannig var því farið með bandarísku rokksveitina Weezer sem sló ófor- varandis í gegn fyrir sjö árum og lagði síðan mikið á sig til að losna við þorra aðdáenda sinna. Weezer er það sem Bandaríkja- menn kalla dæmigerða háskólasveit sem leikur grípandi gítarrokk. Framan af ferli sveitarinnar var aulaleg ímynd liðsmenn sveitarinnar áberandi og í greinum um Weezer var sífellt verið að leggja áherslu á það hve óstjörnulegir liðsmenn sveit- arinnar væru. Það má til sanns vegar fær að liðsmenn Weezer virðast ekki hafa stefnt á frægðina þegar þeir stofnuðu sveitin í menntaskóla í Los Angeles 1983. Höfuðpaur sveitarinnar var Riv- ers Cuomo sem hafði þá leikið þungarokk með ýmsum sveitum undir sterkum áhrifum frá Kiss, Quiet Riot, Judas Priest og Iron Maiden. Í Los Angeles kynntist Cuomo-bassaleikaranum Matt Sharp og þeir tveir stofnuðu síðan Weezer með gítarleikaranum Jason Cropper. Síðar hætti Cropper og Brian Bell kom í hans stað. Um trommuleik sá Patrick Wilson, en sjálfur lék Cuomo á gítar og söng. Næstu mánuðir fóru í spilirí, en Cuomo hefur lýst því í viðtölum að þeir félagar hafi eiginlega ekki átt von á því að ná nokkrum árangri, ekki síst vegna þess að þeir fengu yf- irleitt dræmar viðtökur við tónleika- haldi sínu; það voru allir á kafi í grugg- og glysrokki á þeim tíma og þegar Weezer var að spila með öðr- um sveitum var hún yfirleitt síðust á dagskráninni þegar áheyrendur voru farnir heim. Milljónasala Með þrautseigju komst Weezer loks á samning, hjá DGC merki Dav- ids Geffens, og tók upp fyrstu skíf- una með Cars stjörnuna Ric Ocasek við stjórnvölinn. Ekki höfðu þeir Weezer félagar meiri trú á skífunni en svo að um leið og upptökum lauk fór sveitin í frí og Cuomo sneri aftur í skóla, hélt til Harvard, að ljúka námi. Platan kom svo út vorið 1994 og fór rólega af stað. Markaðsdeild DGC lagði aftur á móti hart að sér, með takmörkuðum stuðningi sveit- arinnar, og meðal annars gerði Spike Jonze bráðgott myndband við lagið Undone (The Sweater Song) sem vakti verulega athygli þá um haustið. Næsta smáskífa, Buddy Holly, vakti enn meiri athygli og þegar við bætt- ist enn betra myndband þar sem liðsmenn sveitarinnar birtust í sjón- varpsþættinum hallærislega Happy Days, fór breiðskífan að seljast fyrir alvöru og fór á endanum í rúmum tveimur milljónum eintaka í Banda- ríkjunum einum, en í hátt á fjórðu milljón á heimsvísu. Svo víða skír- skotun hafði sveitin að til gamans má geta þess að á geisladiskinum með Windows 95, sem kom á markað í ágúst 1995, var myndbandið við Buddy Holly notað til að sýna hve stýrikerfið væri öflugt. Um það leyti var Weezer aftur á móti farin í frí aftur og fékkst ekki til að fylgja skíf- unni frekar eftir þótt enn hefði verið gefin út smáskífa þá um sumarið, Say It Ain’t So. Cuomo tók aftur til við námið, en þeir Sharp og Wilson stofnuðu hljómsveitina Rentals. Kominn með algjört ógeð á Weezer Cuomo segist hafa velt því alvar- lega fyrir sér á þessum tíma að hætta hljómsveitabrasi enda var hann kominn með algert ógeð á lög- unum af plötunni eftir að hafa verið búinn að spila sömu lögin aftur og aftur í hálft þriðja ár; fyrst þegar lögin voru ný og óútgefin, og síðan á tveggja ára tónleikaferð um heim- inn. Í ferðinni fékk Cuomo einnig ógeð á blaðamönnum að því hann segir sjálfur, ekki síst fyrir það að honum fannst þeir sífellt misskilja sig og á endanum hætti hann að veita viðtöl. Þegar í skólann var komið gerði Cuomo sitt til að leyna því að hann væri rokkstjarna og hélt sig að mestu út af fyrir sig. Um líkt leyti var verið að lengja á honum annan fótinn og hann gekk með stálgrind um fótinn sem hann þurfti að herða á fjórum sinnum á dag. Getur nærri að hann hafi hneigst til þunglyndis á þessum tíma og kemur kannski ekki á óvart að lögin sem hann samdi voru öllu bölsýnni en gleðirokkið sem Weezer var fræg fyrir. Þegar Como sneri aftur úr fríinu og náminu var hann búinn að setja saman beina- grind að plötu sem fjallaði um líf hans árin tvö í tímaröð, allt frá því hann sneri aftur í venjulegt líf eftir að hafa verið rokkstjarna í hálft ann- að ár. Tónlistin var myrk og textarn- ir ekki síður og segja má að í kjölfar- ið hafi orðið eins konar uppgjör innan sveitarinnar sem lyktaði með því að Weezer varð nánast sólóverk- efni Cuomos. Þegar kom að því að taka skífuna upp ákváðu þeir Weeze- félagar svo að stýra upptökum sjálfir í stað þess að fá Ocazek aftur og reyndu að sögn vísvitandi að draga úr poppáhrifum og ekki síst að reka af sér gleðirokksorðið. Streist á móti frægðinni Það kemur líkast til fáum á óvart að plata númer tvö, Pinkerton, seld- ist minna en skífan á undan, ekki síst í ljósi þess að sveitin streittist á móti við myndbandagerð, var lítt gefin fyrir að spila á tónleikum og höfuð- paur hennar veitti engin viðtöl. Eftir það sem þeim þótti hæfileg kynning var Weezer svo aftur lögð á hilluna 1997 og þráðurinn ekki tekinn upp aftur fyrr en síðasta sumar að Weez- er hóf tónleikahald eftir þriggja ára hlé frá spilamennsku. Ekki þurftu menn að óttast viðtökurnar, því það seldist snimmhendis upp á alla tón- leika. Meðal þess sem bar við í því fríi var að Matt Sharp hætti í sveitinni og tók sinn tíma að æfa inn nýjan mann. Síðan tók við tímabil þegar þeir félagar segjast hafa velt því fyr- ir hvort þeir ættu að halda áfram eft- ir allt saman og þá í hvaða átt yrði haldið, en þeir segjast hafa prófað ýmsa stíla og stefnur áður en þeir enduðu á sama stað og lagt var upp frá. Að þeirri niðurstöðu fenginni hélt Weezer í hljóðver að taka upp þriðju breiðskífu sína á sjö árum, sem þykja ekki mikil afköst. Ric Ocasek er við stjórnvölinn líkt og forðum og nafn plötunnar og umslag eru meira að segja vísun í fyrstu plötuna, sem Weezer-vinir kalla gjarnan bláu plötuna; sú nýja heitir Græna platan og á umslaginu eru þeir Weezer-félagar fjórir með grænan bakgrunn. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Weezer amast við frægðinni Það er ekki tekið út með sældinni að verða vin- sæll, ekki síst ef sá sem fyrir því verður vildi síst af öllu lenda í öðru eins umstangi og sölumennsku og fylgir frægðinni oftar en ekki. Háskólasveit: Meðlimir hljómsveitarinnar Weezer.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.