Morgunblaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isKR-ingar náðu að leggja Skagamenn að velli í Frostaskjóli / B3 Glæsilegur árangur hjá Alfreð og Ólafi hjá Magdeburg / B6, B7, B8, B9 16 SÍÐUR48 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM HERDÍS Sveinsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga, segir að markmið félagsins í kjaraviðræðum við ríkið sé að hjúkrunarfræðingar fái sambæri- leg laun og aðrir háskólamenn. Það sem samninganefnd ríkisins hafi verið að bjóða fram að þessu þýði að launaþróun hjúkrunar- fræðinga verði ekki sú sama og annarra háskólamenntaðra stétta. Samkvæmt tölum frá kjararann- sóknarnefnd opinberra starfs- manna voru meðaldagvinnulaun hjúkrunarfræðinga 172 þúsund krónur á mánuði í lok síðasta árs. Heildarlaun þeirra voru hins vegar 250 þúsund krónur. Meðaldag- vinnulaun allra félagsmanna í BHM voru í lok síðasta árs 182 þúsund krónur samkvæmt upplýs- ingum frá nefndinni. Heildarlaun BHM-manna voru hins vegar 246 þúsund krónur á mánuði. Þessar tölur ná ekki til samninga sem rík- ið hefur gert á þessu ári, t.d. samningsins við framhaldsskóla- kennara. Herdís segir að um 27% hjúkr- unarfræðinga séu með dagvinnu- laun undir 155 þúsund krónum og 77% þeirra séu með minna en 175 þúsund í dagvinnulaun. „Krafa hjúkrunarfræðinga er að fá sambærileg laun og aðrir há- skólamenn. Það sem er verið að bjóða okkur þýðir að við drögumst heldur aftur úr öðrum. Við leggjum einnig áherslu á að fá umbun fyrir það mikla vinnu- álag sem er á hjúkrunarfræðing- um. Í vinnuálagskönnun sem birt var í desember sl. kemur fram að vinnuálag á hjúkrunarfræðinga er mjög mikið. Hjúkrunarfræðingar komast ekki í frí, þeir komast ekki heim á réttum tíma, það er verið að breyta vöktum með skömmum fyrirvara, það er stöðugt verið að hringja í hjúkrunarfræðinga til að fá þá út á aukavaktir o.s.frv.,“ sagði Herdís. Samninganefndir hjúkrunar- fræðinga og ríkisins sátu á samn- ingafundi í gær. Tveggja daga verkfall hefst hjá hjúkrunarfræð- ingum um næstu mánaðamót hafi samningar ekki tekist. Kjaraviðræður hjúkrunarfræðinga og ríkisins Leggja áherslu á umb- un fyrir vinnuálag FÖTLUÐ börn í grunnskólum og leikskólum í Reykjavík fá ekki fulla þjónustu vegna verkfalls þroska- þjálfa sem hófst sl. föstudag. Þá hef- ur einu heimili fyrir skammtímavist- un verið lokað og þjónusta á öðru slíku heimili er mikið skert. Fundur var í kjaradeilunni í gær og annar er boðaður í dag í húsakynnum ríkis- sáttasemjara, þ.e. vegna þroska- þjálfa hjá Reykjavíkurborg en fund- ur með samninganefnd ríkisins verður síðar í vikunni. Ágreiningur var um framkvæmd verkfalls þroskaþjálfa í Reykjavík og ákvað borgin að vísa honum til Félagsdóms. Ágreiningurinn snerist um það hvort lögmætt væri af hálfu Þroskaþjálfarafélagsins að standa að því að félagsmenn þess mættu ekki til starfa að fölskylduheimilinu Eikjuvogi 9 og skammtímavistheim- ilinu Álfalandi 6. Þroskaþjálfafélag Íslands hélt fast við þann skilning sinn að öllum þroskaþjálfum sem starfa á tilgreindum heimilum væri heimilt að fara í verkfall en Reykja- víkurborg taldi það óheimilt. Til þess að fá úr þessum ágreiningi skorið höfðaði Reykjavíkurborg mál fyrir Félagsdómi og var málið þingfest 19. maí sl. Annað skammtímavistheimilið sem um ræðir, í Álfalandi, veitir þrjátíu og fjórum börnum þjónustu, sex börnum í senn. Hitt heimilið, í Eikjuvogi, veitir um fjórtán börnum þjónustu, fjórum í senn. Félagsmála- yfirvöld Reykjavíkurborgar töldu að heimilin væru á undanþágulista en Þroskaþjálfafélag Íslands kvaðst hafa gert athugasemdir við listann á lögmætan hátt árið 2000. Niðurstaða dómsins var sú að sýkna Þroska- þjálfafélagið af kröfum Reykjavíkur- borgar og vinna því engir þroska- þjálfar á heimilunum í verkfallinu. Heimilinu í Eikjuvogi hefur verið lokað og þjónustan er verulega skert í Álfalandi. Krafa Þroskaþjálfafélagsins er að byrjunarlaun þroskaþjálfa verði 155 þúsund á mánuði en þau eru nú 100 þúsund. Samkvæmt upplýsingum frá kjararannsóknarnefnd opinberra starfsmanna voru meðaldagvinnu- laun þroskaþjálfa sem störfuðu hjá ríkinu 121 þúsund krónur á mánuði í lok síðasta árs en heildarlaun þeirra voru 180 þúsund að meðaltali. Þroskaþjálfar gengu nýlega úr BSRB í BHM. Meðaldagvinnulaun BHM-félaga voru um síðustu áramót 182 þúsund en heildarlaunin námu 246 þúsund á mánuði. Þroskaþjálfafélagið fékk í gær stuðning frá starfsbræðrum sínum á Norðurlöndum, um 125 manns, sem staddir eru á ráðstefnu í Reykjavík um þessar mundir. Verkfall þroskaþjálfa í Reykjavík Skert þjónusta við fötluð börn MAÐURINN sem lést þar sem hann var við eggjatínslu í Akra- fjalli um helgina hét Steinar Viggósson. Hann var á 51. ald- ursári og búsettur í Köldukinn 15 í Hafnarfirði. Steinar fór til eggjatínslu á föstudag og þegar hann kom ekki heim til sín aðfaranótt laugardags var lögreglu gert viðvart. Félagar í Björgunar- félagi Akraness og þyrla Land- helgisgæslunnar fóru til leitar. Um tíuleytið á laugardags- morgun fannst Steinar látinn undir Háahnúk í suðurhlíðum Akrafjalls. Steinar lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn. Lést af slysförum VERKAMANNAFÉLAGIÐ Hlíf hélt kynningarfund í gærkvöld meðal félagsmanna sinna sem eru í verkfalli hjá Hafnarfjarðarbæ um miðlunartil- lögu sem sáttasemjari hefur lagt fram. Atkvæði verða greidd um til- löguna í dag og þau talin í kvöld. Verði tillagan samþykkt verður verk- falli um 400 starfsmanna á leikskól- um, grunnskólum og gæsluvöllum bæjarins frestað. Verkfallið hefur staðið samfleytt yfir frá sunnudegin- um 13. maí sl. og gerðir samningar við launanefnd sveitarfélaga hafa í tvígang verið felldir af félagsmönn- um. Skólahald gæti hafist á morgun Sigurður T. Sigurðsson, formaður Hlífar, sagði að yrði miðlunartillaga ríkissáttasemjara samþykkt í dag yrðu skólarnir væntanlega þrifnir í kvöld þannig að skólastarf ætti að geta hafist að nýju á morgun. Magn- ús Baldursson, skólafulltrúi á skóla- skrifstofu Hafnarfjarðar, sagði að skólahald yrði ekki framlengt í Hafn- arfirði þrátt fyrir verkfallið. Hann sagðist telja að eitthvað mismunandi væri milli skóla hvernig skólahaldi yrði lokið, þ.e. hvort próf yrðu haldin í öllum námsgreinum eða hvort staðið yrði að námsmati með öðrum hætti. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Félagsmenn Hlífar fjölmenntu á kynningarfund um miðlunartillöguna í Hafnarfirði í gærkvöld og hér ræðir Sigurður T. Sigurðsson, formaður Hlífar, við nokkra félagsmenn en konur eru langfjölmennastar í þeim hópi sem hefur verið í verkfalli hjá Hafnarfjarðarbæ undanfarna daga. Verkfall Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði Atkvæði greidd um miðlunartillögu í dag SA greiðir hugsanlega úr vinnu- deilusjóði ARI Edvald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir hugs- anlegt að útgerðarfyrirtæki sem urðu fyrir tjóni í sex vikna löngu verkfalli sjómanna fái greitt úr vinnudeilusjóði Samtaka atvinnulífs- ins. Hann sagði að ekki væri greitt úr sjóðnum fyrr en verkfalli væri lokið og ljóst hvað fyrirtæki hefðu orðið fyrir miklu tjóni. Um síðustu áramót voru 1.550 milljónir í vinnudeilnasjóði SA. Sam- kvæmt reglum sjóðsins má ekki greiða nema visst hlutfall úr sjóðn- um. Þetta þýðir að a.m.k. 1.300 millj- ónir verða að vera í sjóðnum eftir greiðslur á þessu ári. Nokkuð mismunandi er hvað sjó- menn hafa fengið úr verkfallssjóðum stéttarfélaga sinna. Vélstjórafélagið hefur greitt úr sjóði sínum. Far- manna- og fiskimannasambandið á hins vegar engan verkfallssjóð og hafa félagsmenn þess því engar greiðslur fengið í verkfallinu. Á veg- um Sjómannasambandsins er ekki starfandi verkfallssjóður en flest að- ildarfélög eiga slíka sjóði og hafa félagsmenn snúið sér til þeirra með umsóknir um verkfallsbætur. Verkfall sjómanna KOSIÐ var í nýja stjórn Seðlabank- ans á síðasta starfsdegi Alþingis fyrir þingfrestun um helgina. Nýr aðal- maður er Hannes Hólmsteinn Giss- urarson prófessor, tilnefndur af Sjálf- stæðisflokki. Aðrir aðalmenn í stjórn, sem hafa verið þar áður, eru Ólafur G. Einarsson, fyrrum forseti Alþingis og ráðherra, Jón Sigurðsson fram- kvæmdastjóri, Davíð Aðalsteinsson, bóndi og fyrrum þingmaður, Ragnar Arnalds, fyrrum ráðherra, nú til- nefndur af Vinstri hreyfingunni, Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri og Sigríður Stefánsdóttir sviðsstjóri. Varamenn í stjórn Seðlabankans voru kosnir Erna Gísladóttir fram- kvæmdastjóri, Hilmar Gunnlaugsson lögfræðingur, Finnur Þór Birgisson lögfræðingur, Leó Löve lögfræðing- ur, Kristín Sigurðardóttir fram- kvæmdastjóri, Hörður Zóphaníasson, fyrrum skólastjóri, og Tryggvi Frið- jónsson forstöðumaður. Ný stjórn Seðlabankans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.