Morgunblaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 11 FYRSTA norræna ráðstefna klúbba, sem starfa undir merkjum alþjóð- legu „fountainhouse“ hreyfingarinn- ar, hófst í gær á Hótel Geysi í Hauka- dal og er það íslenski klúbburinn Geysir, sem stendur fyrir ráðstefn- unni. Að sögn Önnu S. Valdemars- dóttur er yfirskrift ráðstefnunnar „nýtt afl, nýjar leiðir,“ en hún átti frumkvæðið að stofnun Geysis- klúbbsins fyrir einu og hálfu ári. Klúbbarnir eru sjálfseignarstofnanir og ætlaðir geðfötluðu fólki, sem þarf á stuðningi að halda við að komast aftur til vinnu og inn í samfélagið á nýjan leik og hefur starfsemi þeirra reynst vel víða um heim. „Þetta er nýtt afl og við erum að fara nýjar leiðir sem virka og hafa ekki verið farnar áður,“ segir Anna. Hreyfingin á rætur sínar að rekja til þess, að stofnuð voru grasrótar- samtök geðfatlaðra í New York árið 1947, og tóku þeir höndum saman til að hjálpa hver öðrum við að finna vinnu við hæfi og veita stuðning. Anna hóf uppbyggingu Geysis- klúbbsins árið 1997, en klúbburinn tók til starfa í september 1999. Hún segir hugmyndina hafa kviknað eftir heimsókn í sambærilegan klúbb í Gautaborg. Að sögn Önnu byggist starfsemi klúbbsins á því að fá fólk, sem ekki hefur náð að fóta sig á at- vinnumarkaðnum og verið utanveltu í samfélaginu vegna geðfötlunar, til að taka ábyrgð á eigin lífi og sanna það fyrir sjálfum sér og öðrum að þeir geti starfað eins og hver annar samfélagsþegn. „Í klúbbnum Geysi tekur fólk ábyrgð á eigin lífi og fær tækifæri til þess að vera hluti af samfélaginu eins og hver annar. Við sköpum eðlileg tækifæri eins og á hverjum öðrum vinnustað. Við erum vinnufélagar og gerum sömu kröfur og erum ekki upptekin af sjúkdómnum eða veik- indunum. Þarna er unnið, það liggja fyrir verkefni sem þarf að ákveða hvernig á að leysa og hverjir eiga gera það. Síðan tekur fólk á verkefn- inu eftir styrkleika hvers og eins og byggir upp sjálfstraustið,“ segir Anna. Klúbburinn alltaf bakhjarl ef á þarf að halda Hún segir það kjarnann í hug- myndafræðinni að enginn sé þving- aður til eins eða neins eða settur í fyrirfram ákveðna meðferð eða verk- efni, sem einhver annar búi til fyrir sjúklinginn. „Þú ert sjálfboðaliði og þú getur sagt nei. Þú berð fulla ábyrgð á eigin lífi. Þín er vænst í klúbbhúsið, en þú stjórnar því sjálfur hvort og hvenær þú kemur. Það er það sem þetta gengur út á. Við horf- um á styrkleika fólks en ekki sjúk- dóma, við erum ekki með meðferð í gangi en leitum eftir því sem fólk get- ur og vill gera.“ Í dag eru 65 meðlimir skráðir í Geysi og daglega koma þangað til starfa 15-25 félagar, auk þess sem 13 félagar starfa á almenna vinnumark- aðnum fyrir tilstuðlan klúbbsins. Anna segir þetta úrræði vera mjög ódýrt fyrir samfélagið og reksturinn á Geysi kosta álíka mikið og eitt legu- pláss á ári á geðdeild. „Það sem við erum líka að leggja áherslu á með þessari ráðstefnu og kannski að vekja umræðu um, er hvað þetta er ódýrt og hvað þetta kostar lítið miðað við önnur úrræði.“ Félagar í klúbbnum vinna ýmis verkefni og halda rekstrinum gang- andi; skrifstofunni, mötuneytinu, móttökunni, kynningarstarfinu, út- gáfu tímaritsins Geysis og sjá um samskipti við samskonar klúbba er- lendis. „Við vinnum frá níu til fjögur eins og aðrir, þetta er ekki athvarf heldur vinnustaður. Eftir ákveðinn tíma, ef viðkomandi hefur mætt vel og sýnt að hann er í vinnuhæfu standi, þá reynum við að útvega honum vinnu á almenna markaðnum. En klúbburinn er alltaf þessi bakjarl, ef á þarf að halda.“ Að sögn Önnu er klúbburinn til- raunaverkefni til þriggja ára á föst- um fjárlögum. Stærsta verkefnið framundan er að tryggja starfsem- inni framtíðarhúsnæði og segir Anna að mikil þörf sé á slíkum rekstri, eins og komið hafi í ljós á þessum tíma sem klúbburinn hefur verið starfandi og því þurfi að opna annað klúbbhús á höfuðborgarsvæðinu innan skamms. Byrjuðu í húsi án rafmagns eða rennandi vatns Helen Hagström kom frá Svíþjóð á ráðstefnuna, en hún er félagsráðgjafi og átti frumkvæðið að stofnun klúbbsins í Gautaborg fyrir tíu árum. Hún segir að í dag séu 290 meðlimir í klúbbnum og þangað mæti um 60 manns á hverjum degi til starfa. Í Svíþjóð eru alls átta slík klúbbhús starfandi sem tengist innbyrðis, enda er mikið lagt upp úr samvinnu við aðra klúbba. Helen starfaði sem ráðgjafi við geðsjúkrahús áður en hún ákvað að ráðast í að opna klúbbinn í Gauta- borg. „Ég ók um og svipaðist um eftir auðum húsum og ræddi við leigusala. Við byrjuðum í húsi sem áður hafði hýst heimilislaust fólk, með svörtum veggjum, án rafmagns og rennandi vatns, en þannig byrjaði þetta.“ Hún segir reksturinn vera í hönd- um félagsmanna og starfsmenn séu aðeins átta. Klúbburinn er opinn alla daga fyrir félaga til að vinna og læra og haldin eru skemmtikvöld þrisvar í viku. Að sögn hennar gildir sama lög- málið alls staðar og þörfin sé sú sama, hvort sem það er á Íslandi, í Gautaborg eða hvar sem er. Móðir Helenu var haldin geðsjúk- dómi og hún man þegar hún sem lítil stúlka heimsótti móður sína á geð- sjúkrahús. Klúbbarnir fylgja ákveðnum stöðlum og starfa undir eftirliti Hún segir klúbbinn í Gautaborg rekinn með fjárveitingu, sem jafn- gildir kostnaði við fjögur legurúm á geðdeild á ári. Á síðasta ári voru 104 félagar í klúbbnum starfandi hjá óháðum atvinnurekendum eða höfðu verið ráðnir til reynslu. „Það er fólk sem hefur verið á örorkubótum í mjög langan tíma. Og þegar þú ert kominn á bætur er það svipað og að segja þér að þú getir ekki unnið meira, samfélagið hafi ekki frekari not fyrir þig.“ Helen segir marga félaga, sem koma inn í klúbbinn hafa upplifað al- gera forsjárhyggju í langan tíma, jafnvel allt sitt líf og hafi ekki einu sinni þurft eða getað valið sér tann- bursta, hvað þá meira. Hún segir starfsemi klúbbanna víðs vegar um heiminn byggja á sömu grundvallaratriðunum og starfa samkvæmt ákveðnum stöðl- um. Sjálf starfar hún í gæðanefnd á vegum alþjóðasamtakanna í New York og heimsækir aðra klúbba og fylgist með því að þeir starfi sam- kvæmt stöðlum samtakanna. „Við höfum einnig gæðaeftirlit, sem er mjög mikilvægt, ef t.d. fólk flytur á milli staða eða landa. Þetta er ekki eitthvað sætt og sniðugt, þetta er fullkomin alvara og er komið til að vera,“ segir Helen. Þversögn að loka sjúklinga inni á spítölum til að vernda þá Við upphaf ráðstefnunnar flutti Einar Már Guðmundsson inngangs- ræðu og las þar m.a. upp úr bók sinni Englum alheimsins, sem fjallar um þann heim sem geðfatlaðir lifa í. Í ræðunni fjallaði Einar um tildrög bókarinnar og sagði að andleg veik- indi bróður síns, Pálma Arnar, hafi veitt honum innsýn í veröld hinna geðveiku, þó svo að skáldsagan sjálf hafi lotið lögmálum skáldskaparins. Einar varpaði fram þeirri spurn- ingu hvernig skilgreina ætti geðveiki og geðheilsu? Hver ætti að sitja í dómarasætinu, konungurinn eða hirðfíflið? Og hvað ef konungurinn er fífl? „Þessi afstæða tilvera hefur allt- af verið þungamiðjan í skáldsög- unni.“ Hann sagði innsæið sem hann fékk í líf geðveikra hafa verið sársauka- fulla uppgötvun, en á sama tíma ákveðinn sjónarhól á mannlega til- veru. Hann sagðist hafa uppgötvað fljótlega, að í opinberri umræðu um hina geðfötluðu hefði fólk tilhneig- ingu til að forðast aðalatriðið. „Við skulum skoða nánar, til dæm- is, tengsl sjúklingsins við samfélagið og tengsl hans við sjálfan sig eða ein- semdina. Allir þeir sem hafa komist í kynni við málefni hinna geðveiku þekkja þessi hughreystandi orð: Þú ættir að fara út í samfélagið. Og í sjálfu sér má segja að það þurfi að koma með slíka hvatningu. Á hinn bóginn vitum við að geðsjúklingurinn tapar vinum sínum og einangrast. Hann er jafnvel ennþá meðvitaðri en nokkur annar um einangrun sína þegar hann er „í lagi“, eins og sagt er. Þá er hann oft algerlega einn og hefur engan að leita til nema þeirra sem eru í svipaðri stöðu.“ Einar segir þá staðreynd aðra þverstæðu að sjúklingar séu lokaðir inn á spítölum til þess að vernda sam- félagið fyrir þeim og þá fyrir sam- félaginu. „En hvað felst í því að vernda sjúklingana? Þeir þurfa oft að horfast í augu við mun harðneskju- legri og kaldari veröld en heiminn fyrir utan. Dauðsföll, til dæmis sjálfsvíg, eru mun algengari í þeirra heimi en í heimi hins venjulega manns hinum megin við vegginn. Í þessu felst kannski stærsta þver- sögnin varðandi sjúklinga og sam- félagið. Önnur sem hægt er að benda á eru tilraunir samfélagsins við að veita stuðning og hjálp. Stjórnmálamenn tala glaðlega um þá áfanga sem nást, eins og dvalarheimili fyrir fatlaða, sem vissulega er eitthvað sem hægt er að vera hreykinn af, en í um- ræðunni um þessi mál lítur fólk oft einungis til bygginga og mælistika árangurs verður efnisleg uppbygg- ing, en ekki sú tilvera sem blasir við fólki og það býr við, ekki einsemdin á ganginum eða inni í litlu íbúðunum.“ Norræn ráðstefna á vegum klúbbsins Geysis um nýjar leiðir til aðstoðar geðfötluðum Geðfatlaðir beri ábyrgð á eigin lífi Morgunblaðið/Eiríkur P. Anna S. Valdemarsdóttir og María Arinbjarnar eru ánægðar með ár- angur Geysisklúbbsins og segja hann fela í sér sama kraft og goshver- inn nafni hans á hverasvæðinu í Haukadal þar sem ráðstefnan fer fram. Klúbbar sem starfa í þágu geðfatlaðra og byggjast á sjálfshjálp hafa sannað gildi sitt undanfarin ár og hjálpað mörgum að öðlast nýjan tilgang í lífinu, eins og Eiríkur P. Jör- undsson komst að á norrænni ráðstefnu slíkra klúbba, sem nú er haldin í Haukadal. Helen Hagström stofnaði klúbb til hjálpar geðfötluðum í Gauta- borg, sem varð kveikjan að stofnun Geysisklúbbsins. eirikurj@mbl.is Morgunblaðið/Einar Falur Einar Már Guðmundsson flutti opnunarfyrirlestur á ráðstefn- unni hjá Geysi. MARÍA Arinbjarnar hefur verið félagi í Geysisklúbbnum frá því skömmu eftir að hann tók til starfa haustið 1999. Sjálf þjáist hún af þunglyndi og segist hafa setið dögum saman og horft út í loftið, viljalaus og þreklaus, en starfsemi Geysisklúbbsins hafi opnað henni nýja leið og nýja möguleika. „Nú er ég farin að geta mætt reglulega og unnið. Áður sat ég í marga daga og starði bara út í loftið.“ María segist hafa áhuga á tölvuvinnslu og stefnir að því að fara í tölvunám og læra gagna- safnsforritun. Hún segir að hug- myndin ein og sér, að stefna á tölvunám, sé stórkostleg framför og nú vinnur hún að því að byggja sig upp fyrir námið. Í klúbbnum starfar hún við tölvur og ritvinnslu á meðan aðrir starfa við það sem þeim líkar. Að sögn Maríu á fólk mjög erf- itt með að skilja hversu starfs- þrek þeirra sem lenda á geðspít- ala verður lítið eftir sjúkra- húsvistina. Líkamlega tapast þrekið vegna kyrrsetu en aðal- lega tapast andlegt starfsþrek og fólk verður mjög viðkvæmt og fljótt þreytt, auk þess sem fólk hættir að taka ákvarðanir sjálft og er stjórnað af öðrum. „Þú ert í raun tekin úr umferð þegar þú ferð inn á geðdeild. Ef hætta er á að þú skaðir sjálfa þig eða aðra ertu í yfirsetu og kemst ekki á klósettið án þess að það sé fylgst sé með þér. Þú ert alveg tekin úr umferð og berð enga ábyrgð á lífi þínu, hvenær þú borðar, hvenær þú reykir, færð þér kaffi, ferð í sturtu, því er öllu stjórnað. Þegar þú útskrifast ertu síðan ekki orðin hraust, þú ert bara ekki lengur í hættu og þá tekur endurhæfingin við. Í klúbbnum reynum við að taka ábyrgð á okkur sjálfum. Byggja upp sjálfsmyndina og taka virkan þátt í samfélaginu sem persónur. Þetta er fyrsta tækifærið á Ís- landi sem geðveikir fá í rauninni til að vera persónur, vera virk og taka ábyrgð á sjálfum sér.“ María segir geðfatlaða lenda í erfiðu sjúklingahlutverki. Fólk finni greinilega fyrir því að vera stimplað geðveikt af ýmsum stofn- unum og fái síðan stimpil sem ör- yrkjar sem geti ekki unnið og það er mikið áfall að sögn Maríu. „Þegar þú færð það á þig er það áfall. Ég grét í heilan dag þegar ég var úrskurðuð 75% ör- yrki. Síðan kemur maður í klúbb- inn og það opnast leið. Maður er tekinn út úr þessu sjúklinga- hlutverki, þessi stimpill er tekinn af þér og þú færð aftur að byrja sem venjuleg manneskja, heil- brigð manneskja með sjálfsvirð- ingu. Þar er þér er treyst, þú ert manneskja með mönnum og þá horfir lífið allt öðruvísi við.“ María segir geðfatlaða vera hluta af samfélaginu, þeir vilji vera sýnilegir og gera það sem aðrir gera. „Sem sjúklingur vil ég vera persóna sem getur fram- kvæmt hluti og sýnt öðru fólki að geðfatlaðir eru persónur eins og hverjar aðrar persónur, með sömu galla og sömu þarfir sem vilja fá það sama út úr lífinu. Við viljum hafa vinnu og eiga fjöl- skyldu, þetta eru sömu hlutir og aðrir vilja, við erum ekkert öðru- vísi. Við verðum bara veik af og til.“ María Arinbjarnar stefnir að tölvunámi eftir erfið ár Geysir opnaði nýjar leiðir og nýja möguleika
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.