Morgunblaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 53
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 53 MIKLAR umræður hafa orðið varð- andi hið nýja byggingarskipulag við Arnarnesvoginn. Pétur Björnsson ásamt fleiri húseigendum á Arnarnesi hafa gagnrýnt harðlega meirihluta sjálfstæðismanna í Garðabæ og rætt um undirlægjuhátt þeirra í allri máls- meðferð m.a. við verktakafélögin Gunnar og Gylfa ehf. og Björgun ehf. Allt í einu er lífríki vogsins og strand- arinnar orðið Pétri og félögum svo mikils virði að engu má þar við hrófla. Það er að sjálfsögðu gleðiefni þegar menn fá svo einlægar og sterkar til- finningar fyrir a.m.k. nánasta um- hverfi sínu og fuglalífi. Hér á árum áður fóru ýmis meng- unarefni frá Skipasmíðastöðinni og mannlegur úrgangur bæjarbúa í vog- inn, sem gerði fjörur óaðgengilegar fyrir saur og spilliefnum. Börn, ungmenni o.fl. sem stunduðu siglingar á vognum hættu allri starf- semi m.a. af þeim sökum. Hvar voru þá hinir sjálfskipuðu náttúrudýrk- endur og verndarar lífsríkisins í Arn- arnesinu? Eru kannski aðrir og áður óþekktir hagsmunir þessara aðila nú sem valda hinni miklu umönnun þeirra á Arnarnesvognum? Allir eru þó sammála um að umhverfi hafnar- svæðisins þarf að hreinsa og um- breyta, reyndar þó fyrr hefði verið. Garðbæingar ættu því að fagna þeirri miklu og góðu umbreytingu sem verður með hinu nýja byggingar- skipulagi. Gömul, ryðguð og vannýtt hús hverfa með tilheyrandi rusli sem og hafnarómyndin, en í staðinn fáum við falleg og lágbyggð hús sem ná út á hæfilega stóra uppfyllingu með smá- bátabryggju. Þarna geta hundruð manna búið í þægilegu umhverfi og notið fagurs útsýnis í beinni snertingu við lífríki sjávar og notið ferskleika sjávarloftsins. Segja má að í útsýninu fléttist saman vogskornar, fallegar strendur Skerjafjarðar og hin stór- brotna fjallasýn til Esjunnar, Snæ- fellsjökuls o.fl. fjalla. Þá er sólsetrið við voginn, þegar roðagullnir geislar kvöldsólar ljóma á himni og geisla- brotin bregða á leik á haffletinum eitt af því sem allir vilja sjá og njóta. Varla trúi ég því að Pétur og sálu- félagar hans, sem notið hafa á Arn- arnesinu framangreindrar náttúru- fegurðar um áratugaskeið geti ekki glaðst yfir að fleiri íbúar Garðabæjar fái notið sama útsýnis og nærveru hafsins. Svonefnt bryggjuhverfi í Reykja- vík hefur leitt til fegrunar á viðkom- andi strandlengju og nánasta um- hverfi og sama er nú í undirbúningi í Kópavogi. Ekki er mér kunnugt um nein sterk viðbrögð gegn slíkum framkvæmdum. Ég treysti bæjar- fulltrúum Garðabæjar vel til að láta ekki fámennan þrýstihóp breyta neinu um fyrirhugaða byggð við Arn- arnesvoginn. Látum hagsmuni Garðbæinga ráða ferðinni, mótmæli nokkurra flokksmanna sjálfstæðis- flokksins á Arnarnesinu m.a. að segja sig úr flokknum hafa engin áhrif á af- stöðu meirihluta sjálfstæðismanna í bæjarstjórn. Fullyrðingar Péturs um að lífríki vogsins skerðist um 20-30% eru hugarórar einir, enda engin vís- indaleg niðurstaða lögð til grundvall- ar. Órökstuddar hugleiðingar Péturs um vafasama viðskiptahætti meiri- hluta bæjarstjórnar við umrædda verktaka eru honum til vansæmdar. Áróður af þessu tagi er ekki málstað hans til framdráttar og skaðar fyrst og síðast hann sjálfan. KRISTJÁN PÉTURSSON, fyrrverandi deildarstjóri, Löngumýri 57, Garðabæ. Byggingarsvæði við Arnarnesvoginn Frá Kristjáni Péturssyni: MÉR barst sú fregn á dögunum að Sönghópurinn Sólarmegin héldi tón- leika í Bíóhöllinni á Akranesi 24. maí nk. Ég sem þetta rita hef áður í ræðu og riti lýst ánægju með þá tónleika sem hópurinn hefur haldið og undirritaður hefur átt þess kost að sækja. Það er mikill tími og vinna sem fer í að undirbúa slíka tónleika, og slíkt verður aldrei metið til fjár. Hógvær og hlý framkoma hópsins við flutning og kynningu þeirra verka sem hann hefur unnið með veitir þeim sem hlýðir fagnaðar- kennd. Þetta er sú lýsing sem ég get besta gefið sem áhugamaður um tónlist, um leið og ég hvet alla þá sem eiga þess kost að sækja tón- leika hópsins. Sönghópurinn Sólarmegin tók upp þá nýbreytni að halda jólatón- leika í Akraneskirkju á seinustu jólaföstu. Allir þeir sem ég hef heyrt ræða um það framtak hópsins hafa lokið lofsorði á tónleikana og þann menningarauka sem þeir voru. Ákveðið er að halda einnig tón- leika í Hafnarborg, Hafnarfirði, 30. maí næstkomandi. Ég hvet alla, sem þess eiga kost, að sækja þá. Um leið og þessi orð eru sett á blað vil ég nota tækifærið og þakka því áhugafólki sem með leiklist, tón- list og annarri listiðju um land allt eykur lífsfyllingu okkar hinna sem eiga þess kost á að njóta hennar. Með bestu kveðjum um gott sum- ar í daglegu lífi, leik og starfi. GÍSLI S. EINARSSON, Esjubraut 27, Akranesi. Sólarmegin í hita og þunga dagsins Frá Gísla S. Einarssyni: Flísar og parketBorgartúni 33, Reykjavík • Laufásgötu 9, Akureyri Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tækifæri á síðustu sætunum til Benidorm 1. júní í vikuferð, 6 nætur. Miðað við heimflug þann 7. júní. Þú bókar núna og 4 dögum fyrir brottför segjum við þér hvar þú gistir. Stökktu til Benidorm 1. júní í 6 nætur frá 36.985 kr. Verð kr. 36.985 Verð á mann miðað við hjón með 2 börn 2 - 11 ára, flug, gisting, skattar. Verð kr. 45.930 Verð á mann miðað við 2 í íbúð. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verðdæmi GEOX herraskór sem anda Stærðir: 40 - 46 (opnir í hæl) Verð: 8.490,- Kringlunni, sími 553 2888 Stærðir: 40 - 46 Verð: 10.790,- Stærðir: 41 - 46 Verð: 10.790,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.