Morgunblaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ NOKKUR mengunarefni, sem greindust við efnagrein- ingu á sjávarseti í núverandi sjókví í Arnarnesvogi, hafa ekki greinst áður í hærri styrk í sjávarseti við Ísland til þessa. Þetta kemur fram í umsögn Hollustuverndar um matsskýrslu framkvæmda- aðila á umhverfisáhrifum landfyllingar í voginum. Meðal þeirra efna, sem fundust við sýnatöku vegna matsskýrslunnar, voru ars- en, kvikasilfur, blý, kopar, tin, zink og kadmíum auk króms og nikkels. Áður hefur ekki greinst meira magn af arseni, kopar, blýi og tini við landið, auk þess sem innihald setsins af kadmíum og kvika- silfri reyndist hátt miðað við það sem gengur og gerist hérlendis. Í greinargerð með umsögn sinni bendir Hollustuvernd á, að þar sem svokölluð hlutauppleysingaraðferð var notuð við greiningu á setinu í stað algerrar uppleysingar, megi búast við, að um sé að ræða lágmarksgildi efnanna miðað við forsendur viðmið- unargilda í reglum Hollustu- verndar ríkisins. Kemur fram að slík viðmiðunargildi hafi ekki verið sett fyrir tin, enda hafi efnið ekki fyrr mælst í greinanlegum styrk í sjávarseti umhverfis landið. „Eitt eitraðasta efni sem til er“ Tekið er undir þau sjónar- mið, sem koma fram í mats- skýrslu framkvæmdaaðila, að einkum sé ástæða til að hafa varann á vegna TBT, en það er lífrænt samband tins. „TBT er eitt eitraðasta efni sem til er og er farið að hafa áhrif á sumar lífverur áður en styrkur þess verður greinanlegur,“ segir í grein- argerðinni. Til viðmiðunar kemur fram að um það bil tvö nanógrömm í lítra af sjó duga til að valda vansköpun í nákuðungi. Hollustuvernd telur að gera megi ráð fyrir mengun af völdum PCB, sem er þrá- virkt lífrænt efni. Í mats- skýrslunni kemur fram, að- stofnlagnir skólps í Garðabæ hafi legið til sjávar í Arnar- nesvogi og vestast á Arnar- nesi og rannsóknir sýni, að tengsl séu á milli útrása frá- veitukerfa og PCB-mengun- ar. Eins sýni styrkur þung- málma í nágrenni við skipasmíðastöðina greinilega mengunaráhrif hennar og því sé ekki hægt að útiloka að PCB-efni hafi borist út í um- hverfið frá þeirri starfsemi. Í umsögn Hollustuverndar kemur fram, að stofnunin telur áætlun framkvæmda- aðila, um að hylja sjávar- botninn í núverandi skipakví með efni sem fengið verður úr neðansjávarnámum langt frá landi, bestu lausn til að gera mengungarefnin óvirk. Hins vegar verði að gæta þess við framkvæmdirnar, að upprót dreifi ekki menguðu seti. Lagst gegn uppdælingu Þá áætla framkvæmdaað- ilar að dýpka voginn fyrir smábátahöfn og sanddælu- skip. Hollustuvernd telur að í ljósi mengunarmælinganna sé nauðsynlegt að fara með gát og leggst gegn því að dýpkunin fari fram með dæl- ingu, þar sem upprót sem henni fylgir muni stuðla að því að mengunarefni berast út í vatnsmassann. Hollustuvernd telur að kanna beri styrk mengunar- efna í sjávarsetinu, þar sem áætlað er að setja ylströnd eða að þar verði skipt um efni, þannig að umhverfið verði tryggt til baða. Þá velt- ir stofnunin upp þeirri spurningu, hvort ekki sé þörf á frekari sýnatöku í Arnar- nesvogi. Í umsögninni segir að stofnunin telji annað óverj- andi, en að gera ráð fyrir vel merkjanlegri mengun jarð- vegs í ljósi efnagreininga á sjávarseti við fyrrum at- hafnasvæði slippstöðvarinn- ar. Tölulegar upplýsingar um hávaða vantar Þá fjallar Hollustuvernd um mat framkvæmdaaðila á hávaða í voginum vegna framkvæmdanna. Stofnunin gerir ekki athugasemdir við mat á hávaða á fram- kvæmdatímanum, en bendir á að við vissar veðurfarslegar aðstæður berist hljóð mjög vel eftir vatnsfleti. „Þetta getur einkum gerst á kyrrum og hlýjum dögum þegar hita- hvörf myndast yfir vatninu og hljóðið „speglast“ milli vatnsflatar og hitahvarfanna. Það er einmitt á slíkum dög- um sem búast má við því að fólk sæki í voginn til útivist- ar,“ segir í umsögninni. Stofnunin saknar þess að engar tölulegar upplýsingar er að finna í matsskýrslunni um hávaða frá utanborðsvél- um eða vélum í smábátum og telur að kanna þurfi nánar hávaða frá sportbátum og líklega dreifingu hans um voginn. Hollustuvernd um matsskýrslu framkvæmdaaðila vegna fyrirhugaðrar landfyllingar Eiturefni í miklu magni Arnarnesvogur FRAMKVÆMDIR vegna Kópavogskirkjugarðs hefj- ast í sumar ef áætlanir ganga eftir en auglýst var eftir tilboðum í gatnagerð og drenlagnir í kirkjugarð- inum um helgina. Garðurinn mun þjóna öllu Reykjavík- urprófastsdæmi. Kirkjugarðurinn verður í Leirdal, ofan við Smára- hverfið á svæðinu þar sem hestamannafélagið Gustur var. Garðurinn verður um 12 hektarar og stendur til að hefja framkvæmdir í sumar. Að sögn Þórsteins Ragnarssonar, forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkur- prófastsdæma, er á áætlun að garðurinn verði tekinn í notkun árið 2003 en hann segir þó útlit fyrir að því muni seinka um eitt til tvö ár. „Við viljum gera garðinn þannig að hann verði aðlað- andi þegar fólk kemur í hann þannig að það verði búið að sá í allan garðinn og girða hann af,“ segir hann. Þegar framkvæmdum við grafarsvæðin er lokið þarf að byggja þjónustuhús sem að sögn Þórsteins er nauð- synlegt í hverjum kirkju- garði. „Fyrstu mánuðina og misserin verður komið upp bráðabirgðahúsnæði eins og var gert uppi í Gufunesi og ekki byggt varanlegt fyrr en seinna,“ segir hann. Þórsteinn segir kirkju- garðana í Reykjavík einnig þjóna Kópavogi og Seltjarn- arnesi og hann segir að þannig verði nýi kirkjugarð- urinn ekki frátekinn fyrir Kópavogsbúa frekar en aðra. „Þegar viðkomandi deyr er það ættingjanna að óska eftir graftöku og menn geta óskað eftir því að það sé jarðsett í þessum þremur görðum, Fossvogskirkju- garði, Gufuneskirkjugarði og Kópavogskirkjugarði.“ Hann bendir þó á að Foss- vogskirkjugarður sé full- settur og nú sé eingöngu jarðsett þar í fráteknum leiðum. Hins vegar séu ný grafarsvæði útbúin í Gufu- neskirkjugarði um það bil þriðja hvert ár.                                       !          "   ! # Gatnagerð og drenlagnir í sumar Kópavogur Nýr kirkjugarður á höfuðborgarsvæðinu EINSTAKT samkomulag er í gildi milli fugla og kylf- inga á Seltjarnarnesi og hefur svo verið í bráðum 40 ár. Felur það í sér að varp- svæði fuglanna eru að- greind á ákveðinn hátt og er það merki um að þar sé nokkurs konar heilagt vé, bannað fólki. Þar sem fugl- ar taka upp á því að verpa utan svæðanna eru sett upp ákveðin skilti til auðkenn- ingar. „Já, það hefur allt frá upphafi, árið 1964, verið heiðursmannasamkomulag á milli okkar og fuglanna að hafa þetta svona,“ sagði Árni Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Golfklúbbs Ness, í samtali við Morg- unblaðið í gær. Ekki má sækja golf- kúlu inn á svæðið „Fyrirkomulagið er þann- ig að við merkjum ákveðin svæði með sérstökum hæl- um, sem eru bláir að lit með grænum toppi, sem er alþjóðlegt merki og þýðir að um verndað svæði sé að ræða og að það sé með öllu bannað að fara þangað inn. Ef t.a.m. golfkúla er slegin þangað innfyrir má ekki fara til að sækja hana.“ Að sögn Árna er þetta kallað St. Andrews-merking og væri erlendis notað þar sem ekki væri ætlast til að fólk væri að traðka á sjald- gæfum plöntum eða öðru slíku. Hann kvaðst ekki vita til þess að hún væri notuð á neinum öðrum golfvelli á Ís- landi nema þarna á Sel- tjarnarnesi. „Skiltin eru hins vegar sett upp um leið og við finn- um hreiður,“ sagði Árni. Og greinilegt var að nokkrar fuglategundir voru orpnar því skilti voru þar á víð og dreif. „Sumt af þessu er við tjaldshreiður og annað við æðarhreiður. Ég hef ekki enn fundið gæsahreiður, en mig grunar að það sé niðri við tjörn að þessu sinni.“ Krían á það til að ganga hart eftir því að reglum sé framfylgt á svæðinu. „Já, hún hamast í hausnum á kylfingum ef þeir eru á yf- irráðasvæði hennar. Og það minnir mig á eitt, sem við tíðkum hérna í golfleik, og það er lausn frá hreiðrum. Ef kúlan lendir við hreiður má taka hana og færa hana, vítislaust. Og eins er, að ef krían er mjög ágeng má kylfingur hafa aðstoð- armann sem þá stendur fyr- ir aftan og ver hann með því að halda priki eða ein- hverju á loft. Ég held að það sé ekki tíðkað á al- þjóðavísu.“ Litlar og snotrar gang- brautir hér og þar af gras- lendinu og upp á sjó- varnargarðinn vöktu athygli blaðamanns og var Árni spurður um hvað þær ættu að fyrirstilla. „Þær voru útbúnar til að auðvelda ungunum að kom- ast niður í fjöru og út í sjó,“ svaraði hann því til. „Það hefur nefnilega viljað brenna við að ungar hafi farið sér að voða milli steina í garðinum, svo að við ákváðum að reyna að koma í veg fyrir slíkt með þessari framkvæmd.“ Tíu fuglategundir með hreiður Ýmsar fuglategundir verpa á þessu svæði. Í fyrra voru t.d. grágæs, stokkönd, gargönd, skúfönd, æður, tjaldur, sandlóa, hrossa- gaukur, kría og þúfutitt- lingur með hreiður á Suð- urnesi og í Dældum. Og ýmsar fuglategundir aðrar tylla þar niður fæti þótt ekki hafi sannast á þær varp. „Margæsin kemur á vorin og er allt upp í sex vikur hérna, til að hvíla sig og safna kröftum til áfram- haldandi flugs til varpstöðv- anna. Þær sem eru hér núna eru búnar að vera töluvert lengi og eru eflaust að bíða eftir hagstæðri vindátt. Það kæmi mér ekki á óvart þótt þær væru horfnar innan fárra daga,“ sagði Árni. Að lokum er þess að geta að nú í vor var stofnuð um- hverfisnefnd innan klúbbs- ins sem er ætlað að starfa í náinni samvinnu við um- hverfisnefnd Seltjarnarnes- bæjar og önnur samtök sem koma að náttúruverndar- málum. Fuglarnir hafa forgang Hér má líta eitt skiltanna, sem búið er að koma fyrir skammt frá þremur tjaldseggjum í sandgryfju. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Árni Halldórsson heilsar upp á einn vina sinna, æðarkollu sem liggur á fimm eggjum og fer hvergi. Seltjarnarnes Golfklúbbur Ness gerði heiðursmannasamkomulag við fiðraða nágranna sína fyrir margt löngu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.