Morgunblaðið - 22.05.2001, Síða 31

Morgunblaðið - 22.05.2001, Síða 31
MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 31 UNDANÞÁGA hefur feng-ist frá reglunni um að ís-lenskir Fulbright-styrk-þegar þurfi að snúa heim eftir nám sitt í Bandaríkjunum og dvelja þar í 2 ár. Reglan um að styrkþegar verði að halda heim eftir nám var sett á sín- um tíma til að tryggja að menntunin nýttist í heimalöndum þeirra. Ekki er lengur hægt að færa rök fyrir því að þessi regla sé í þágu íslenskra námsmanna eða þjóðarinnar. Fulbright er menntastofnun Ís- lands og Bandaríkjanna, en framlög héðan hafa aukist verulega á und- anförnum árum. Næsta haust fara 15 Fulbright-styrkþegar til náms í Bandaríkjunum og þar af 5 sem njóta styrkja frá Íslenskri erfða- greiningu (1), Íslandsbanka-FBA (1) og Minningarsjóði Pálma Jóns- sonar (3). Hver styrkur nemur 12 þúsund dollurum. Sjö bandarískir nemendur koma hingað í haust. Sumarið 2002 kemur auk þess nem- endi til að stunda rannsóknir við Rannsóknarsetrið í Vestmannaeyj- um. Fulbright starfar eftir samningi milli ríkisstjórna Íslands og Banda- ríkjanna, sem fyrst var gerður árið 1957. Stofnunin er kennd við öld- ungardeildarþingmanninn J. Will- iam Fulbright, sem árið 1946 lagði grunninn að þeirri löggjöf, sem samstarfið byggist á. Ekki aðeins viðurkenning heldur veglegur styrkur Undanþágan frá 2 ára reglunni kemur í kjölfar mikilla breytinga sem urðu hjá Fulbright árið 2000. En þá var ákveðið að veita færri og stærri styrki og gera starfið mark- vissara. Áður var viðurkenningin, sem fólst í því að fá styrk, mest virði. Það eru ekki aðeins námsmenn sem fá styrki hjá Fulbright. Fimm bandarískir fræðimenn fengu styrk á þessu háskólaári til að stunda rannsóknir í eina önn á Íslandi. Þrír aðrir fengu svo ferðastyrki til að halda fyrirlestra hér eða námskeið. Einnig fengu tveir íslenskir fræði- menn styrk til fræðistarfa í Banda- ríkjunum, og bætist sá þriðji við í janúar 2002. Stofnunin styrkir líka framhaldsskólakennar o.fl. (sjá www.fulbright.is) Fulbright-stofn- unin er einnig með prófamiðstöð. Stöðupróf, sem bandarískir háskól- ar nota til að meta umsækjendur, eru tekin þar, en þau eru TOEFL, GED, GRE og GMAT, auk USMLE-prófanna fyrir lækna. Framkvæmdastjóraskipti Stella Hálfdánardóttir lætur nú af störfum sem framkvæmdastjóri Fulbright-stofnunarinnar, en hún hefur gegnt starfinu í fjögur ár. Lára Jónsdóttir hefur verið ráðin í hennar stað. „Þetta er krefjandi og gefandi starf,“ segir Stella, „en ég ætla núna í mastersnám í enskum bókmennt- um, og læt því af störfum að eigin ósk.“ Hún hefur einnig starfað sem námsráðgjafi hjá Fulbright. Hún segir að starf Fulbright- stofnunarinnar á Íslandi hafi eflst mikið á undanförnum árum og að núna séu framlög landanna, sem standi að henni, í jafnvægi. Fulbright-stofnanir eru í 51 landi í heiminum og felast í menntaskipt- um við Bandaríkin. Stella segir að í kringum Fulbright hafi myndast akademía sem gjöfult sé fyrir Ís- lendinga að taka þátt í. „Ég tek við góðu búi af Stellu,“ segir Lára Jónsdóttir, „þetta er margþætt og skemmtilegt starf. Ég var sjálf í námi í Bandaríkjunum og veit að héðan er veittur ómetanleg- ur stuðningur og aðstoð.“ Lára var áður unglingaráðgjafi hjá Rauða krossinum og hefur starfað sem kennari. Hún er með masterpróf í ráðgjöf frá háskólanum í Kaliforníu. Þjónustumiðstöð fyrir námsmenn Lára segir Fulbright vera þjón- ustumiðstöð við námsmenn, sem ætli til Bandaríkjanna, og að í stofn- unni sé að finna allar upplýsingar um skóla og nám í Bandaríkjunum. „Það eru sífellt fleiri námsmenn sem vilja fara til Bandaríkjanna,“ segir Lára, „og því er mikilvægt að Fulbright/ Á morgun fá 15 íslenskir námsmenn Fulbright-styrk til að hefja nám í Banda- ríkjunum. Þeir fá allir undanþágu frá reglunni um að þurfa að koma heim í tvö ár eftir nám sitt. Gunnar Hersveinn spurði Láru Jónsdóttur framkvæmdastjóra um breytta tíma. Akademískt samband milli þjóða  Fimm Fulbright-styrkir frá atvinnulífinu verða veittir á morgun  Jafnræði milli framlags Íslands og Bandaríkjanna til námsmanna Morgunblaðið/Sigurður Jökull Íslenskir námsmenn þurfa ekki lengur að hlíta skilyrðum Fulbright um heimkomu. Stella og Lára. starfrækja stofnun eins og Fulbright til mótvægis við stofnanir sem sinna menntastefnu Evrópusambandsins.“ Hún nefnir einnig hversu gjöful tengsl geti skapast milli mennt- astofnana á Íslandi og í Bandaríkj- unum eftir háskólakennaraskipti sem Fulbright-styrki. Stundum verða til ný námskeið, og stundum eru gerðir samningar milli háskóla um samstarf o.s.frv. „Fulbright nýtur mestrar virðing- ar styrkjastofnana í Bandaríkjun- um,“ segir Lára, en á morgun kl. 17 í Iðnó, verður 15 nýjum íslenskum Fulbright-námsmönnum veittur styrkur til að stunda nám í Banda- ríkjunum háskólaárið 2001–2002. LANDS- og þjónustuskrifstofur fyr- ir flestar áætlanir Evrópusam- bandsins sem Íslendingar eiga að- gang að, halda námskeið fyrir atvinnuráðgjafa á landsbyggðinni miðvikudaginn 23. maí nk. í Hinu húsinu. Kynntar verða helstu áætlanir sem Íslendingar eiga aðgang að og möguleikar evrópsks samstarfs. Í framhaldi af námskeiðinu er fyr- irhugað að fara í öflugt kynn- ingarátak á landsbyggðinni í haust í samvinnu við Byggðastofnun. Frekari upplýsingar eru veittar á Landsskrifstofu Leonardó í síma 525-4920 eða netfanginu thor- dise@hi.is. Námsheimsóknir MENNT-samstarfs- vettvangur atvinnulífs og skóla minnir á að um- sóknarfrestur til að sækja um þátttöku í námsheimsóknum CEDEFOP síð- ari hluta árs 2001 er 25. maí. Um er að ræða fjóra styrki í þemabundar ferðir sem standa í 3–4 daga. Ferðirnar eru skipulagðar af CEDEFOP og eru ætlaðar stefnumót- andi einstaklingum í starfsmenntun, t.d. kennurum, leið- beinendum, starfsmannastjórum, fræðslustjórum og stjórnendum, og er markmið þeirra að efla sameig- inlega þekkingu á starfsmenntun í Evrópu, stuðla að skoðanaskiptum og efla samvinnu. Nánari upplýsingar um skipulag og efni ferðanna má nálgast hjá MENNT í síma 511 2660 eða net- fanginu alla@mennt.is. Sjá einnig www.training- village.gr/etv/studyvisits og www.mennt.is Upplýsingaskrifstofur um Evrópumál NÁMSEFNI í mál- og hreyfiþjálfun fyrir1.–7. bekk hefur verið þróað í Sandvíkur-skóla á Selfossi, og gefið út af Guðrúnu Sigríði Þórarinsdóttur og Kristínu Björk Jóhanns- dóttur. Þær verða með kynningu á þessu efni í Breiðagerðisskóla í Reykjavík í dag kl. 15:30 fyrir Fræðslumiðstöð, og er hún opin öllum kennurum og þroskaþjálfum. Námsefnið var upphaflega fyrir börn með ýmiss konar náms- eða félagslega erf- iðleika, en þróaðist í að verða einnig hluti af fyr- irbyggjandi starfi í yngri bekkjum. Börn sem eiga við námserfiðleika að stríða þurfa auk sérkennslu í lestri, ritun og öðrum bóklegum greinum, að fá fjölbreytta þjálfun og stuðning á ýmsum öðrum þroskasviðum. Mörg börn þurfa þennan stuðning aðeins í byrjun skólagöngu en önnur þurfa markviss vinnubrögð og sérhæfða þjálfun alla skólagönguna svo að þau geti staðist þær kröfur sem skólinn og samfélagið gera til þeirra. Börn sem greinast með misþroskaeinkenni eiga ýmislegt sameiginlegt þótt ytri einkenni vanda þeirra birtist á mismunandi hátt. Flest eiga þau það sameiginlegt að athyglisbrestur veldur erfiðleikum í úthaldi og einbeitingu og þeim gengur illa að skipuleggja allt sitt atferli, hvort sem það er tal, stjórnun hreyfingar, mannleg samskipti, skóla- vinna eða annað sem þau þurfa að takast á við. Oft ber við að byrjun skólagöngu sé þessum börnum erfið vegna þess að í skólanum eru sam- skiptareglur flóknari en þau hafa áður vanist og áreiti eru mörg og virka truflandi. Þau eiga líka oft erfitt með að fara eftir reglum vegna þess að þær eru of flóknar eða fyrirmæli eru ekki gefin þannig að misþroska barnið átti sig á að það eigi að taka þau til sín. Á undanförnum árum hafa orðið miklar breyt- ingar á þeim kröfum sem gerðar eru til skólans, og ekki síður þeim kröfum sem gerðar eru til nem- enda. Það er því mikilvægt að fyrstu skólaárin séu vel nýtt til að jafna, eins og hægt er, þann þroska- mun sem eðlilegt er að sé á nemendum við upphaf skólagöngu. Þess vegna þarf að leggja áherslu á að finna strax þá nemendur sem standa höllum fæti, að einhverju leyti og vinna að því að efla þá og styrkja þannig að þeir geti staðið jafnfætis heildinni. Þegar kennarar hafa verið að skipuleggja nám þessara nemenda hefur mörgum fundist vanta leiðbeiningar eða námsefni sem nota mætti. Fyrirbyggjandi starf í skólum Í Sandvíkurskóla á Selfossi hefur á síðasta ald- arfjórðungi náðst þverfaglegt samstarf milli ýmissa starfsstétta um að bjóða nemendum skólans upp á sem mesta þjónustu af þessu tagi í skólanum. Þar hefur þróast námsefni sem miðar að því að varpa heildarsýn á þroskaferil nemenda og vinna útfrá henni. Hefur það nú verið gefið út í bók sem ber heitið Mál- og hreyfiþjálfun fyrir 1.–7. bekk eft- ir Guðrúnu S. Þórarinsdóttur sérkennara og Krist- ínu Björk Jóhannsdóttur þroskaþjálfa og kennara. Námsefnið var, að þeirra sögn, í byrjun fyrst og fremst sérkennsluefni fyrir börn með ýmiss konar náms- eða félagslega erfiðleika t.d. dyslexíu, athygl- isbrest, of- eða vanvirkni og félagslega einangrun. Í tímans rás þróaðist það í að verða einnig hluti af fyr- irbyggjandi starfi í yngri bekkjum. Í bókinni fylgja öll skimunar- og matsgögn og ná- kvæmar kennsluleiðbeiningar um þjálfun á grund- velli þeirra. Sýnishorn af foreldrabæklingi sem hvetur til samvinnu heimilis og skóla. Einnig er að finna sögulegt yfirlit, hugmyndafræðilegan bak- grunn og skilgreiningar á þeim færniþáttum sem unnið er með. Námsefnið skiptist þannig að annarsvegar er um að ræða mál- og hreyfiþjálfun fyrir 1.–3. bekk og hinsvegar lífsleikninámskeið fyrir 4.–7. bekk sem ber heitið Tónið. Sú víða sýn sem er grunntónn námsefnisins stuðlar að því að auka færni og leikni nemenda á sem flestum sviðum og gera þá þannig hæfari til að takast á við lífið og tilveruna. Bókin kom út sumarið 2000 og er farið að nota hana í nokkrum skólum víðsvegar um land. Sam- starf höfundanna hófst árið 1995 og byrjaði þá eig- inleg þróun námsefnisins eins og það er nú. Til verksins fengust styrkir frá Vonarsjóði KÍ (1998), frá Þróunarsjóði Árborgar (1999) og frá Minning- arsjóði Sveins Más Gunnarssonar barnalæknis og Foreldrafélagi misþroska barna (2001). Hægt er að fá nánari upplýsingar og panta bók- ina hjá höfundum s. 482 2120 og netfang krisjoh- @ismennt.is Tekið á námsörðugleikum Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Guðrún sérkennari og Kristín Björk þroskaþjálfi hafa unn- ið efni fyrir börn með námsörðugleika. Skimun og kennsla nemenda með náms- örðugleika og at- hyglisbrest hefur verið þróuð í Sand- víkurskóla á Selfossi og bók gefin út um efnið. Hún verður kynnt í dag í Breiða- gerðisskóla.  STJÓRN Fulbright-stofnunar- innar hefur ákveðið að eftirfarandi íslenskir námsmenn hljóti styrk að upphæð 12.000 dollara hver til að hefja framhalsnám við bandaríska háskóla skólaárið 2001–2002: Árdís Elíasdóttir (eðlisfræði), Björgvin Sigurðsson (réttarvís- indi), Erna Magnúsdóttir (líf- fræði), Halla Steinunn Stef- ánsdóttir (fiðluleikur), Hulda Þórisdóttir (vinnusálfræði), Inga Dóra Sigfúsdóttir (félagsfræði), Ingiríður Lúðvíksdóttir (lögfræði), Kristrún Auður Viðarsdóttir (MBA), Ólöf Gerður Sigfúsdóttir (tónlistarmannfræði), Ólöf K. Sig- urðardóttir (stjórnun listasafna), Óskar Þór Axelsson (kvikmynda- gerð), Viðar Lúðvíksson (lögfræði), Þórólfur Jónsson (lögfræði), Örn Arnarson (stjórnmálafræði). Árdís Elíasdóttir hlýtur Ful- bright-Íslensk erfðagreining styrk, Björgvin Sigurðsson, Erna Magn- úsdóttir og Hulda Þórisdóttir hljóta Fulbright-Minningarsjóður Pálma Jónssonar styrki og Krist- rún Auður Viðarsdóttir hlýtur Ful- bright-Íslandsbanki-FBA styrk. Almennar upplýsingar um þessa og aðra nýja Fulbright-styrki er að finna á heimasíðu stofnunarinnar www.fulbright.is. Fulbright- styrkþegar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.