Morgunblaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 22
NEYTENDUR 22 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HANDBÓK neytenda hefur nú verið opnuð á vef Neytendasamtakanna: www.ns.is. Í henni er fjöldi dæma, ráðlegginga og upplýsinga fyrir neytendur. Í Handbókinni eru 23 aðalkaflar og hátt á annað hundrað undirkaflar. Þetta er í fyrsta sinn sem Neytenda- samtökin gefa út slíka handbók og líka í fyrsta sinn sem samtökin opna svo stóran áfanga á vefsvæði sínu í einu. Viðskiptaráðuneytið styrkti út- gáfu hennar. Að Handbókinni er frjáls aðgang- ur á vef Neytendasamtakanna www.ns.is. Auk þess er öllum leyfi- legt að vista Handbókina í tölvu hjá sér bæði í vefsíðuformi eða rit- vinnsluformi til einkanota. Um efni Handbókar neytenda Í fréttatilkynningu frá Neytenda- samtökunum kemur fram að í bók- inni séu fjölmörg dæmi og ráðlegg- ingar handa neytendum við kaup á vörum og þjónustu, um venjur og reglur í margs konar viðskiptum, t.d. varðandi verslanir, uppboð, sjón- varpsmarkaði, Netið, bílakaup, kaup og leigu húsnæðis, ferðalög, skuldir og vanskil, ýmsar gerðir lána, trygg- ingar og opinbera þjónustu. Sérstak- ur kafli er með skýringum á merkj- um á neytendavörum. Í Handbókinni er líka listi með netföngum og vef- föngum aðila sem geta veitt neytend- um gagnlegar upplýsingar og aðstoð. Fram kemur að texti handbókar- innar er miðaður við ný lög um lausa- fjárkaup og lög um þjónustukaup sem taka gildi 1. júní næstkomandi og hafa grundvallarþýðingu fyrir neytendur í daglegum viðskiptum sínum. Fyrirvari er gerður miðað við gildandi lög þegar talið er nauðsyn- legt. „Neytendaréttur hefur þróast mikið á undanförnum árum í sam- ræmi við aukinn skilning á gildi jafn- ræðis aðila á markaðnum. Ætla má að frekari breytingar verði á næstu árum á ýmsum sviðum neytendarétt- ar sem geri nauðsynlegt að endur- vinna ákveðna kafla bókarinnar. Með útgáfu á Netinu er auðvelt að aðlaga jafnan bókina að þeim breytingum sem gerðar kunna að vera á neyt- endarétti. Handbók neytenda er því alltaf í samræmi við gildandi rétt. Neytendasamtökin telja að með þessum hætti verði Handbók neyt- enda jafnan aðgengileg fyrir neyt- endur almennt,“ segir í fréttatilkynn- ingunni. Höfð var hliðsjón af reynslu og út- gáfu nágrannaþjóða bæði við inni- hald Handbókarinnar og þegar ákveðið var að gefa hana fremur út á netinu heldur en á prenti. Jón Magn- ússon hrl. sá um að taka bókina sam- an fyrir Neytendasamtökin. Handbók neytenda á Netinu VERÐ á jarðarberjum hefur ekki lækkað í verslunum eins og til stóð. Samkvæmt upplýsingum Einars Þórs Sverrissonar, framkvæmda- stjóra Ávaxtahússins sem flyt- ur inn jarðarber fyrir verslanir Baugs, hefur innkaupsverðið hækk- að um tæp 30%. „Eftir- spurn hefur aukist og verð hækkað meðal annars þar sem framboð á spænsk- um jarðarberjum inn á Evrópumarkað hefur minnk- að mikið en þau hafa verið ódýr- ari. Auk þess hefur hitastig hækkað í Hollandi, veður hefur verið gott og þá eykst eftirspurnin.“ Búist við lækkun í Hollandi Eggert Á. Gíslason, framkvæmda- stjóri Mötu, segir að ástæðan fyrir því að jarðarberjaverð hafi ekki lækkað að undanförnu sé að verðið úti sé hærra en á sama tíma í fyrra. Hann segir ennfremur að fraktin hafi hækkað frá því í fyrra vegna hækkunar á olíu og gengislækkun krónunnar eigi einnig hlut að máli. Það er á hinn bóginn gott veður í Hollandi núna, segir hann, og þar er búist við lækkun í næstu viku vegna aukins framboðs sem ætti þá að koma fram í verslunum hérlendis á svipuðum tíma. Máni Ásgeirsson, sölustjóri hjá Bönunum-Ágæti ehf., segir að verð á jarðarberjum muni lækka á næstu dögum en enn séu útiræktuð jarðarber ekki komin á mark- að. Hann segir að um þessar mundir sé verið að selja jarðarber sem ræktuð eru í gróðurhúsum sem skýri að verðið hafi ekki lækkað ennþá. Þegar Eggert er spurð- ur hvers vegna Mata kaupi ekki jarðarber frá öðrum löndum en Hollandi segir hann að gæðin ráði valinu og berin frá Hollandi komi best út vegna nálægðar við íslenskan markað. Litlar verðsveiflur í Kaupmannahöfn Verð á jarðarberjum hefur hins vegar lítið hækkað í Kaupmanna- höfn. Kílóið af jarðarberjum er þar selt á um það bil 550–600 íslenskar krónur og þau eru ræktuð m.a. á Ítalíu, í Frakklandi, Belgíu og á Spáni. Til samanburðar kostaði kíló af jarðarberjum í Nóatúni í gær 1.745 kr. Í Nýkaupi og Hagkaupum var kílóverðið 1.495 kr. og í Bónusi 945 kr. Innkaupsverð á jarðarberjum hækkað um 30% VERÐHÆKKANIR hafa orðið und- anfarið á ýmsum mat- og drykkjar- vörum, svo og framleiðsluvörum hér á landi sem flestar má rekja til geng- issigs íslensku krónunnar undan- farna mánuði. Aðföng hækka verð Meðaltalshækkun á innflutningi Aðfanga hf., er um það bil 5%, að sögn Lárusar Óskarssonar fram- kvæmdastjóra. Enn hefur verð ekki verið hækkað á meira en um það bil 60–65% af heildarinnflutningi. „Að- föng hafa hækkað vörur mun minna en nauðsyn hefur krafist, og við bið- um eins lengi með þær hækkanir og við gátum, enda hafa menn trú á að krónan muni til lengri tíma styrkj- ast. Þau vörumerki sem Aðföng hefur hækkað verð á undanfarið eru Rynkeby-safar sem hækkað hafa um 8% og sama hækkun hefur orðið á Maiyachi-snakki, Aviko frönskum kartöflum, Prinsess-tei og Erin-súp- um, Rullet-plastpokum og Góð kaups-pokum, auk þess sem ýmsar niðursuðuvörur hafa hækkað um 8%. Dujardin, frosið grænmeti, hefur hækkað um 6% svo og taílensk hrís- grjón, Hellefors cider-epladrykkur hefur hækkað um 10% Áburður hækkar um 8% Hjá Áburðarverksmiðjunni hækk- aði verð á áburði í smápakkningum um 8% um miðjan apríl sl. sé miðað við sama tíma í fyrra. Sigurður Jónsson sölu- og mark- aðsstjóri segir að rekja megi þessa hækkun aðallega til aukins kostn- aðar, s.s. hærra hráefnisverðs og launakostnaðar. Verðhækkun frá 4 til 12% Fjölmargar vörutegundir, sem keyptar eru inn frá Evrópu og Bandaríkjunum, hækkuðu nýlega í verði hjá Karli K. Karlssyni hf. Hækkunin er á bilinu 4 til 12%. Að- spurð segir Eygló Björk Ólafsdóttir, markaðstjóri Karls K. Karlssonar hf., að verðhækkunin hafi verið í samræmi við gengislækkun krón- unnar sem átt hefur sér stað und- anfarna mánuði auk þess sem nokk- uð hefur verið um hækkanir hjá birgjum erlendis. Myllan hækkar verð á kökum um 5–20% Myllan hf. hækkaði verð á kökum og rúgbrauði nýlega og nemur hækkunin á bilinu 5–20% að sögn Kolbeins Kristinssonar, forstjóra Myllunnar. Hækkanirnar voru nauð- synlegar meðal annars vegna aukins launakostnaðar, auk þess sem hrá- efni er orðið mun dýrara, til dæmis hefur sykur hækkað um 25%. Kolbeinn segir að vænta megi hækkunar á brauði og fleiri vöruteg- undum Myllunnar á næstunni sem muni nema í það minnsta 5% og rekja megi til gengisbreytinga. HOB-vín og -bjór lækka í verði Hjá HOB-vín hefur hins vegar orðið verðlækkun á ýmsum vín- og bjórtegundum. Lækkunin nemur um 3–5%, m.a. á Faxebjór, að sögn Sig- urðar Bernhöft framkvæmdastjóra, sem má rekja til hagræðingar í rekstri og innkaupum. Ekkert lát á hækkunum á mat- og drykkjarvörum Morgunblaðið/Jim Smart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.