Morgunblaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 23
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 23 Daily til afgreiðslu strax Einn með öllu á gamla genginu Verð aðeins kr. 3.700.000 S M I Ð S B Ú Ð 2 - G A R Ð A B Æ - S Í M I 5 4 0 0 8 0 0 ______________________________ B Í L A R F Y R I R A L L A 20 ára Daily City Truck 2000 Loftfjöðrun að aftan. Skjár til að sjá aftur og inní kassann. Fjarstýrðar samlæsingar og rafdrifnar rúður Vindskeið á topp, samlit. Samlitur kassi frá CityBox. L=4100 H=1970 B=2110 Sautján rúmmetrar, burður tvö tonn. Þrjár hurðir í annari hlið og ein í hinni. Foco vörulyfta 1000 kg. ABS hemlar, öryggisloftpúði, 100 % driflás og margt fleira. án VSK FISKAFLI landsmanna síðastliðinn aprílmánuð var alls 26.501 tonn en fiskaflinn í aprílmánuði árið 2000 var til samanburðar 72.396 tonn. Sam- drátturinn nemur 45.895 tonnum og skýrist hann af lítilli sjósókn vegna verkfalls sjómanna. Smábátar með aflamark rúmlega tvöfölduðu afla sinn frá því í apríl 2000, lönduðu alls 4.865 tonnum samanborið við 2.242 tonn í aprílmánuði árið 2000. Afli krókabáta er svipaður milli ára en afli togara og skipa með aflamark er mun minni en árið áður. Botnfiskaflinn síðastliðinn apríl- mánuð var 22.774 tonn en var 57.704 tonn í apríl 2000, skel- og krabba- dýraaflinn fer úr 2.840 tonnum í apríl 2000 í 749 tonn síðastliðinn apríl- mánuð. Heildaraflinn það sem af er árinu er 946.007 tonn sem er 52.747 tonn- um minna en veiðst hafði á sama tíma í fyrra. Mikill samdráttur í veiði á botnfiskafla og kolmunna í apríl skýrir þennan mismun en helgast af ríflega 6 vikna verkfalli sjómanna, eins og áður segir. Fiskaflinn í apríl Mun minni vegna verkfalls                 !"           #$% #  #!&! #$% #  '( &!  ) *+ ,) *-              „MÉR líst ekkert á þessa kvótasetn- ingu smábáta, því ég stend í skítnum í þessu dauðadæmda kerfi, 40 dögum og 30 tonna þorskþaki og fer svo í kvóta 1. september og fæ 15 tonn miðað við óbreyttan afla frá því í fyrra,“ segir Marteinn Karlsson, trillukarl í Ólafsvík, en hann komst ekki á sjó í gær vegna veðurs. Þetta er þriðja sumarið sem Mar- teinn rær í 40 daga kerfinu og hann segist hafa farið skelfilega út úr öllu kerfinu. „Búið er að hirða af mér á þriðja hundrað tonn af kvóta á þrem- ur bátum,“ segir hann. Að sögn Marteins byrjaði hann með Sómabát 1986. „Þá voru smá- bátaveiðarnar frjálsar. Tveimur ár- um síðar lét ég smíða 10 tonna Gáskabát til að róa á línu á veturna og gerði það í tvö ár. Þá lét ég narra bátinn út úr mér og þremur mán- uðum eftir að ég seldi hann var hann kvótasettur. Ég seldi bátinn á gang- verði og kaupandinn fékk 80 tonn af kvóta fyrir ekki neitt. Sá sem keypti fyrrnefndan Sómabát fékk 50 tonna kvóta. Þegar ég seldi Gáskabátinn keypti ég aftur sex tonna Sómabát og fiskaði mikið í handfærin en svo komu kerfisbreytingar. Fyrst daga- kerfið, þar sem mátti veiða í ákveðið marga daga á ári en ekkert þak á veiðinni. Svo kom þriggja ára reynslutími til að ávinna sér kvóta en meðan þau voru að líða var þetta tek- ið út og búið til dagakerfi þar sem línu- og handfærabátar voru settir í sama pottinn. Þar með vorum við verr settir sem vorum á handfærum. Því fór ég út í það að láta smíða nýj- an sex tonna línubát, fékk mér beitn- ingaaðstöðu og fleira. Heildarkostn- aðurinn var um 20 milljónir, en ég seldi hinn bátinn fyrir sex milljónir í sóknardagakerfinu. Sex mánuðum síðar var reynslutíminn settur inn aftur og þar með var ég búinn að tapa honum og stend nú eftir í skítn- um í þessu dauðadæmda kerfi.“ Marteinn á nú Magnús Árnason SH, fjögurra tonna línubát, og segir að áður en kvótasetningunni hafi verið frestað í fyrra, hafi hann fengið úthlutað 17 tonnum af þorski, en síð- an hafi komið 12% skerðing. Verði frekari skerðing megi hann búast við að fá ekki að veiða nema 10 til 15 tonn af þorski og ekkert annað, en undanfarin tvö ár hafi hann veitt 16 til 20 tonn af ufsa, sem hafi verið frjálst, fyrir utan 30 tonnin af þorski. „Það eina sem ég get tekið á hand- færin er ufsi og nú fæ ég að veiða 400 kíló af ufsa,“ segir Marteinn. „Þetta er ekki glæsilegt, en það eru margir hér í sama kerfi sem eru miklu verr settir en þetta, fá fimm eða sex tonn í kvóta.“ „Stend í skítnum í þessu dauðadæmda kerfi“ Marteinn Karlsson við smábátahöfnina í Ólafsvík í gær. Morgunblaðið/Ásdís
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.