Morgunblaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 24
ERLENT 24 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ábyrgð áreiðanleiki Gullsmiðir ELDSVOÐI í fangelsi í Iquiq- ue í Chile varð að minnsta kosti 26 föngum að bana í fyrrinótt. Tveir fangar og tveir fangaverðir voru einnig fluttir á sjúkrahús með bruna- sár. Að sögn yfirvalda höfðu fangar efnt til óeirða á sunnu- dagskvöld og kveikt í dýnum og teppum. Eldurinn breiddist hratt út í álmu þar sem 32 fangar voru staddir, en margir þeirra voru lokaðir inni í klef- um sínum. Um 1.700 fangar eru í fangelsinu í Iquique og flestir þeirra afplána dóma fyrir fíkniefnasmygl. Ricardo Lagos, forseti Chile, hefur fyrirskipað rann- sókn á málinu. Óvæntur sigur þjóð- ernissinna FLOKKUR þjóðernissinna, HDZ, vann óvæntan sigur í sveitarstjórnarkosningum í Króatíu á sunnudag. Flokkur- inn beið afhroð í þingkosning- um á síðasta ári og skoðana- kannanir höfðu bent til þess að hann fengi slæma útreið í sveitarstjórnarkosningunum. Raunin varð hins vegar sú að HDZ hlaut meirihluta at- kvæða í 14 kjördæmum af 21 og fékk næst flest atvæði í höf- uðborginni Zagreb, þar sem jafnaðarmenn unnu sigur. HDZ er flokkur Franjos Tudjmans, fyrrverandi forseta Króatíu, og margir álíta völd hans í sveitarstjórnum eina helstu hindrunina í vegi lýð- ræðisumbóta og efnahags- legra framfara í landinu. Bagabandi heldur völdum NATSAGIIN Bagabandi, for- seti Mongólíu, náði endurkjöri í forsetakosningunum í land- inu á sunnudag. Bagabandi, sem er leiðtogi flokks fyrrverandi kommún- ista, hlaut að sögn kjörstjórn- ar 57,95% atkvæða. Flokkur- inn, sem nú kennir sig við jafnaðarstefnu, fór með stjórn landsins í 70 ár áður en lýð- ræði var endurreist árið 1990. Hann beið ósigur í þingkosn- ingum árið 1996, en hlaut 72 þingsæti af 76 í kosningum á síðasta ári. Flokkurinn fer því á ný með öll völd í Mongólíu og með endurkjöri Bagaband- is hefur hann enn styrkt stöðu sína. Gulf Air í erfiðleikum FORSTJÓRI flugfélagsins Gulf Air tilkynnti í gær að félagið hefði lent í „gríðarleg- um“ fjárhagserfiðleikum í kjölfar þess að Airbus-þota þess hrapaði í ágúst á síðasta ári með þeim afleiðingum að 143 týndu lífi. Flugfélagið er í eigu fjög- urra Persaflóaríkja, Samein- uðu arabísku furstadæmanna, Bahrein, Óman og Katar, sem þurfa nú að leggja fram aukið fé til rekstur þess. STUTT 26 fangar farast í eldsvoða JANET Reno, fyrrverandi dóms- málaráðherra Bandaríkjanna, íhug- ar að gefa kost á sér til embættis rík- isstjóra í Flórída á næsta ári. Ef Reno fer í framboð mun hún að öll- um líkindum etja kappi við Jeb Bush, núverandi ríkisstjóra og bróður Ge- orge W. Bush Bandaríkjaforseta. Reno, sem býr í Kendall í Flórída, hefur um nokkurt skeið verið orðuð við ríkisstjóraembættið og hún stað- festi við bandaríska fjölmiðla um helgina að hún væri að kanna mögu- leikann á framboði. „Hér er ég borin og barnfædd. Ég elska þetta ríki af öllu hjarta,“ sagði hún. Miami Herald hafði eftir Reno að meðal helstu stefnumála hennar væri að vernda náttúruauðlindir rík- isins, standa vörð um hag eldri borg- ara, styrkja viðskiptastöðu Flórída og efla menntun, samgöngur og tölvuvæðingu. Reno gegndi embætti dómsmála- ráðherra Bandaríkjanna um átta ára skeið í forsetatíð Bills Clintons. Hún er kunnasti demókratinn sem hefur verið orðaður við framboð til emb- ættis ríkisstjóra í Flórída. Embætti ríkisstjóra í Flórída Janet Reno íhugar framboð Washington. AP, Washington Post. FÆRRI tilkynningar berast nú um að skuggaleg vera er gengur undir nafninu „apamaðurinn“ hafi sést í Nýju-Delhí, höfuðborg Indlands, eftir að lögregla í borginni lét til skarar skríða gegn fólki sem sagði sögur um að sést hefði til verunnar eða fólk hefði komist í kast við hana. Stjórnstöð lögreglunnar í Delhí tjáði fréttastofu AFP á sunnudag að færri „neyðar- hringingar“ og tilkynningar hefðu borist um apamanninn eftir að lögreglan fór að hand- taka fólk fyrir að breiða út sögusagnir um þessa meintu veru. Yfir tíu manns handteknir „Við höfum handtekið yfir tíu manns undanfarna viku fyrir að valda ofsahræðslu með ýkjusög- um um að hafa komist í kast við apamanninn,“ sagði Thakur Yashbir Singh, lögreglumaður í Delhí. „Í einu tilvikinu fundu lögreglumenn venjulegan apa, í öðru tilfelli hafði fólk talið að gömul kona væri apamaðurinn. Við munum nú bregðast hart við og refsa fólki fyrir að narra lög- regluna.“ Lögreglan tilkynnti að fólk sem hringdi á fölskum for- sendum og sóaði tíma lögregl- unnar gæti þurft að borga sekt allt að fimm þúsund rúpíum, eða um tíu þúsund krónum. „Refs- ingin ætti að letja hrekkjalóm- ana,“ sagði Singh. „Fólk sem tel- ur sig hafaséð apamanninn af minnsta tilefni mun nú hugsa sig tvisvar um áður en það hringir í lögregluna.“ Margbreytilegar lýsingar Meintir sjónarvottar hafa gef- ið margbreytilegar lýsingar á hinum svonefnda apamanni, allt frá því að hann sé lágvaxinn maður búinn eins og svartur api og með svartan hjálm, yfir í að þetta sé tveggja metra skepna með „glóandi augu og stóra, silf- urlita járnkrumlu“. Samkvæmt fregnum ind- verskra fjölmiðla hafa fjórir lát- ist og sextíu slasast síðan apa- maðurinn sást fyrst fyrir viku, flestir á ofsafengnum flótta. Lögreglan í Delhí hefur skipað sérstaka sveit sem á að elta skepnuna uppi og hafa 50 þús- und rúpíur verið boðnar í verð- laun þeim sem getur veitt upp- lýsingar sem leiðir til handtöku hennar. Færri tilkynn- ingar um „apamanninn“ Nýju-Delhí. AFP. RÚSSNESKAR herþotur og þyrlur vörpuðu í gær sprengjum á stóra ís- jaka sem stífluðu ána Lenu í grennd við borgina Jakútsk í Síberíu. Yfir- völd í Jakútsk vöruðu við því að vatn kynni að flæða yfir tæpan helming borgarinnar innan sólarhrings ef ekki yrði hægt að brjóta niður ísstífl- una sem hefur þegar valdið mestu flóðum í Rússlandi í heila öld. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hvatti íbúa Jakútsk til að halda ró sinni og sagði yfirvöld væru undir það búin að grípa til viðeigandi að- gerða ef flóðin færðust í aukana. Flóðin hófust fyrir viku vegna asa- hláku eftir einn af hörðustu vetrum í Síberíu í marga áratugi. Þúsundir húsa eru þegar undir vatni og tveir menn hafa látið lífið. Eyðileggingin hefur verið mest í Lensk, 30.000 manna bæ, þar sem margir íbúanna höfðust við uppi á húsþökum þar til þyrlur björguðu þeim í vikunni sem leið. Sergej Shoigu, sem fer með almannavarnir í rússnesku stjórninni, hefur lagt til að bærinn verði endurreistur á öðrum stað. Þúsundir manna flýja úr borginni Rúmlega 4.000 manns hafa flúið frá úthverfum Jakútsk og svæðum í borginni sem eru talin í mestri hættu. Námsmenn og hermenn héldu áfram að styrkja flóðgarða við Jak- útsk en embættismenn viðurkenndu að ekki væri öruggt að þeir myndu afstýra flóðum í borginni. Íbúar Jak- útsk eru um 200.000. Sprengjuþotur vörpuðu 72 sprengjum og herþyrlur um 10,5 tonnum af sprengiefni á ísjakana sem stífluðu Lenu. Göt komu á stífluna þannig að vatnið gat streymt út, en aðeins um stundarsakir. Yfirvöld hafa bannað sölu áfengis í verslunum, börum og veitingahúsum í borginni og nágrenni hennar til að tryggja að íbúarnir verði ódrukknir þar til hættan er afstaðin. AP Hús í útjaðri borgarinnar Jakútsk í Síberíu voru umflotin vatni í gær. Borg í Síberíu í hættu vegna mikilla flóða Jakútsk. Reuters, AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.