Morgunblaðið - 22.05.2001, Síða 55

Morgunblaðið - 22.05.2001, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 55 DAGBÓK Ertu haldin síþreytu, svefntruflunum eða sjúkdómum sem læknavísindin ráða illa við? Losaðu þið við rafbylgjur og ryk í íbúðinni. Árangurinn gæti komið þér á óvart. Upplýsingar gefur Hreiðar Jónsson í síma 581 1008 eða 862 6464. Skipholti 35  sími 588 1955 King Koil Ein mesta selda heilsudýnan í heiminum Alþjóðasamtök Chiropractora mæla með King Koil heilsudýnunum. Amerískar lúxus heilsudýnur Tilboð! Verðdæmi: King áður kr. 173.800 nú kr. 121.700 Queen áður kr. 127.200 nú kr. 89.000 Póstsendum. Selena undirfataverslun, 1. hæð, Kringlunni - Sími 553 7355. Litir: Hvítt, svart, kremað, fjólublátt. Skálastærðir: B-C-DDD-E-F-FF. Árnað heilla „VEIK spil spilist varlega“, er oft sagt, en það er tóm endaleysa. Í veikum samn- ingum verður iðulega að treysta á hagstæða legu og spila glannalega upp á hana. Hins vegar er skynsamlegt að fara að öllu með gát í sterkum samningum og finna ráð til að bregðast við slæmri legu. Norður ♠ G1062 ♥ ÁD ♦ KG5 ♣ 9643 Suður ♠ ÁK9854 ♥ 7 ♦ Á4 ♣ÁKG2 Suður spilar sex spaða og fær út tígultíu. Hann prófar gosann, en austur á drottn- inguna. Þegar spaðaásinn er tekinn í næsta slag hendir vestur hjarta. Hvernig á að vinna úr þessu af varfærni? Þetta eru 11 toppslagir og það má mikið ganga á til að sá tólfti fáist ekki á lauf eða hjarta. En það er hugsan- legt að vestur liggi með D10xx í laufi á eftir sagn- hafa og austur sé með hjartakóng. Og þá gengur ekki að spila beint af augum: Norður ♠ G1062 ♥ ÁD ♦ KG5 ♣ 9643 Vestur Austur ♠ -- ♠ D73 ♥ G8542 ♥ K10963 ♦ 10983 ♦ D762 ♣D1085 ♣7 Suður ♠ ÁK9854 ♥ 7 ♦ Á4 ♣ÁKG2 Suður setur upp svart- sýnisgleraugun og spilar þannig: Hjarta á ásinn og spaðagosi. Ef austur lætur lítið, trompar sagnhafi hjartadrottningu næst og tekur síðan spaðakóng. Hann spilar tígli á kóng og trompar tígul. Nú er eitt tromp eftir á báðum hönd- um og laufið. Suður leggur niður laufás og spilar smáu laufi að níunni. Það er sama hvernig landið liggur – sagnhafi fær afganginn. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 50 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 22. maí, verður fimmtug Erna Sigur- björnsdóttir, útgerðarmað- ur skemmtibátsins Húna II, Skerseyrarvegi 2, Hafnar- firði. Eiginmaður hennar er Þorvaldur Skaftason. LJÓÐABROT HÖFÐINGI SMIÐJUNNAR Hann stingur stálinu í eldinn. Hann stendur við aflinn og blæs. Það brakar í brennandi kolum. Í belgnum er stormahvæs. Í smiðjunni er ryk og reykur og ríki hans talið snautt. Hann stendur við steðjann og lemur stálið glóandi rautt. Hér er voldugur maður að verki, með vit og skapandi mátt. Af stálinu stjörnur hrökkva. Í steðjanum glymur hátt. Málmgnýinn mikla heyrir hver maður, sem veginn fer. Höndin, sem hamrinum lyftir, er hörð og æðaber. – – – Höndin, sem hamrinum lyftir, er hafin af innri þörf, af líknsamri lund, sem þráir að létta annarra störf. Sá fagri framtíðardraumur er falinn í verkum hans, að óbornir njóti orku hins ókunna verkamanns. Davíð Stefánsson. Hlutavelta Morgunblaðið/Kristján Þessir duglegu strákar héldu hlutaveltu á dögunum og söfnuðu þannig 1.963 krónum sem þeir afhentu Rauða krossinum á Akureyri. Þeir heita Logi Kristjánsson, Rögn- valdur Þór Gunnarsson og Atli Freyr Eiríksson. SÆNSKI stórmeistarinn Ulf Andersson (2640) hefur í gegnum tíðina unnið marga sigra með annálaðri endataflstækni sinni. Færri vita hinsvegar að í upphafi skákferils tefldi hann einkar djarft og skemmtilega. Fyr- ir nokkrum árum var sagt í dönsku skákblaði að Ulf hefði tekið upp á því að tefla bréfskák og vakti athygli að taflmennskan var afar hvöss og ósjaldan bar hann sigurorð af and- stæðingnum í fáum leikjum. Ástæðan fyrir þessum sinna- skiptum mun hafa verið sú að hann vildi spara frímerk- in! Ulf hafði hvítt í stöðunni gegn okk- ar manni á minn- ingarmóti Capa- blanca, Hannesi Hlífari Stefáns- syni (2570). 22.Dd3! Svona fléttar Ulf í dag. 22...Dxe5 gengur ekki upp sökum 23.Dd8. Hvítur hefur nú al- gjör yfirráð yfir d-línunni sem hann nýtir til fulls. 22...h6 23.Dd6 Db7 24.f3 b5 25.Kf2 bxc4? Þetta verða að teljast mistök. Hyggilegra var að reyna 25...g6 þar sem eftir textaleikinn verða peð svarts of veik. 26.Rxc4 Rd5 27.e4 Rc3 28.Db6! Dxb6 29.Rxb6 Hc6 30.Rc4 Hc8 31.Ke3 Hb8 32.h4 h5 33.Re5! Hc8 34.Hc2 Rb5 35.Rd3 Hd8 36.Hxc5 Rd4 37.Rb4 og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Morgunblaðið/Kristján Þessir duglegu krakkar söfnuðu dósum og flöskum á Ak- ureyri nýlega og fengu þannig 5.128 krónur sem þau hafa afhent Rauða krossinum. Þau heita Freyr Baldursson, Freydís Arna Magnúsdóttir, Sigtryggur Gunnarsson, Haf- steinn Svansson, Haukur Svansson og Hinrik Svansson. En ég vildi ekki smita þig af kvefinu. STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbarn dagsins: Þú ert skipulagður og skjótráður og því eftirsóttur til samstarfs. Þú þarft samt að taka þér tak í fjármálum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Dragðu ekki málflutning ann- arra í efa bara vegna þess að þér fellur ekki útlit þeirra. Það er boðskapurinn sem þú átt að vega og meta. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það fylgir því mikil ábyrgð að tala yfir fólki hvert svo sem umræðuefnið er. Gerðu þér far um að vera sannur og til- litssamur. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ert með of mörg járn í eld- inum og þess vegna er þér nauðsyn að fækka þeim þann- ig að þú getir þá lokið sóma- samlega við þau sem eftir eru. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Veltu hlutunum fyrir þér jafn- vel þótt þér finnist liggja í aug- um uppi hvernig þú eigir að af- greiða þá. Það eru nefnilega fleiri en ein hlið á hverju máli. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Hafir þú þá tilfinningu að þú hafir ekki fullkomna stjórn á hlutunum skaltu setjast niður og fara í gegnum málin í róleg- heitum. Einbeittu þér að því sem máli skiptir. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það skiptir miklu máli að þú eyðir ekki orku þinni til einsk- is. Veldu því verkefnin af kost- gæfni og hafðu til hliðsjónar það gagn sem þau gera. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Eitthvert óvænt happ rekur á fjörur þínar og þú skalt ekki hika við að taka við því og njóta þess góða sem það færir þér. Láttu það ekki stíga þér til höfuðs. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þegar maður spyr margra spurninga getur alltaf farið svo að sum svörin falli manni ekki í geð. Láttu það samt ekki fæla þig frá því að leita sannleikans. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú þarft að skipuleggja hlut- ina miklu betur því aðeins þannig getur þú bætt afköst þín bæði heima fyrir og í vinnunni. Gleymdu ekki per- sónulegu hlutunum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þó að það skipti verulegu máli að standa sig í brauðstritinu má það aldrei gleymast að sinna líka hinni andlegu þörf því annars molnar tilveran. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þótt vinnan skipti miklu máli er hún ekki allt lífið og því kann að reynast nauðsynlegt að taka sér stundum frí og ein- beita sér að öðrum hlutum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þótt freistingin sé mikil að flýta hlutunum skaltu ekki falla fyrir henni því þannig skapast hætta á því að þú missir stjórn á framvindunni og lendir í vanda. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.