Morgunblaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 37 HREPPSNEFND Bessastaðahrepps bauð sveitarstjórnarmönn- um á höfuðborgarsvæð- inu, ásamt fulltrúum frá Vatnsleysustrandar- hreppi, til fundar um sameiningarmál sveit- arfélaga fyrir um einu ári síðan. Í framhaldi þess fundar voru haldn- ir fundir með fulltrúum frá Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Bessa- staðahreppi um sam- einingarmál. Ekki reyndist áhugi á við- ræðum um víðtæka sameiningu. Hafnfirð- ingar hafa lýst áhuga sínum á við- ræðum um sameiningu Hafnarfjarð- ar, Garðabæjar og Bessastaða- hrepps. Hugur bæjaryfirvalda í Garðbæ hneigist til sameiningar Garðabæjar og Bessastaðahrepps. Nú á síðustu vikum hafa fulltrúar Garðabæjar og Bessastaðahrepps fundað og tekið saman staðreyndir um fjármál, skipulagsmál og fleira. Staða í dag Bæjarstjórn Garðabæjar sam- þykkti í fyrravor að óska eftir form- legum viðræðum við hreppsnefnd Bessastaðahrepps um sameiningu þessara sveitarfélaga. Hreppsnefnd Bessastaðahrepps hefur ekki tekið afstöðu til þess erindis en samþykkti á síðasta fundi sínum að efna til könnunar og leita afstöðu íbúa til þess hvort fara eigi í formlegar sam- einingarviðræður við Garðbæinga. Sem þá gæti leitt til þess að kosið yrði um þann valkost í formlegum kosningum. „Mega“ íbúar tjá sig? Vonir fulltrúa Sjálfstæðisfélagsins í hreppsnefnd Bessastaðahrepps um að almenn könnun meðal íbúa yrði samþykkt samhljóða urðu að engu. Með miklu fjaðrafoki, málæði og órökstuddum fullyrðingum settu fulltrúar Á- og H-lista sig upp á móti tillögunni. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Sjálf- stæðisfélagsins gegn þremur at- kvæðum fulltrúa Á- og H-lista. Einn- ig var samþykkt að halda kynn- ingarfund um málið gegn atkvæðum þessara tveggja framboða. Fulltrúar sem kenna sig við lýð- ræði og grasrót fóru mikinn í afstöðu sinni gegn tillögunni um skoðana- könnun. Meira að segja þeir sem tóku þátt í umræddum viðræðum sveitarfélaganna. Jafnvel þrátt fyrir að vera minnt á að hafa á síðasta kjörtímabili undirritað samstarfs- samning þar sem því var lýst yfir „að farið yrði að vilja íbúa“ í þessum efn- um. Með afstöðu sinni vilja hrepps- nefndarfulltrúar Á- og H-lista koma í veg fyrir að íbúar Bessastaðahrepps fái tækifæri til þess að segja sitt álit á hugsanlegri samein- ingu við nágrannasveit- arfélag. Kynningarfundur – könnun meðal íbúa Nú upp úr næstu mánaðamótum munu íbúar í Bessastaða- hreppi verða spurðir út í afstöðu sína til máls- ins. En áður en að því kemur verður kynning- arefni borið út til kjós- enda og haldinn verður borgarafundur þar sem könnunin verður kynnt. Í svo stóru máli, sem sameining sveitar- félaga er, hlýtur að vera eðlilegt að standa svona að verki. Sameining sveitarfélaga er stórmál og ætti að vera hafin yfir pólitískt dægurþras. En viska þriggja fulltrúa í hrepps- nefnd Bessastaðahrepps (Á- og H- lista) er svo mikil að þeirra vilji er að 7 manna hreppsnefnd taki af skarið um sameiningu eða ekki. Þau vilja hunsa eðlilegan og lýðræðislegan rétt íbúa til þess að tjá sig um þetta stóra mál. En hvað þá með hina tæp- lega þúsund kjósendurna? Niðurstaða könnunar Ég vona að íbúar í Bessastaða- hreppi fái frið til þess að taka þátt í væntanlegri skoðanakönnun. Niður- staða könnunarinnar mun liggja fyr- ir á næsta fundi hreppsnefndar í júní og mun þá verða leiðbeinandi um framhaldið fyrir fulltrúa í hrepps- nefnd. Kjörnir fulltrúar í hreppsnefnd hljóta að skoða þá möguleika sem upp koma þegar leitað er leiða til að bæta hag íbúa sinna. Hvort samein- ing sé lausnarorðið eða ekki, hlýtur þó að vera ljóst að sá möguleiki gæti orðið valkostur fyrir íbúa Bessa- staðahrepps að kjósa um. Hvað finnst þér? Eigum við ekki að skoða með sjálfum okkur mögulega kosti og galla, kjósandi góður? Og taka síðan afstöðu! Könnun meðal íbúa í Bessa- staðahreppi Guðmundur G. Gunnarsson Höfundur er oddviti hreppsnefndar Bessastaðahrepps. Sameining Ég vona, segir Guðmundur G. Gunnarsson, að íbúar í Bessastaðahreppi fái frið til þess að taka þátt í væntanlegri skoðanakönnun. UM daginn skoðaði ég nýja íbúðarhverfið í Garðabæ sem nefnt er Ásahverfi. Gaman þótti mér að sjá hve vel upp- byggingu þess miðar og ljóst er að ekki verð- ur þess langt að bíða að hverfið verði fullbyggt og garðar komnir í blóma. Á leiðinni til baka fór ég með ströndinni inn Arnarnesvoginn að svæðinu þar sem skipa- smíðastöðin Stálvík var með athafnasvæði sitt. Þvílík sjón! Gamlar hrörlegar byggingar í niðurníðslu, alls konar járnarusl á víð og dreif, varnargarður út í vog- inn, skiparenna og gömul uppfyllt bryggja. Það fyrsta sem mér datt í hug var: Garðabær bær í blóma, burt með þennan ó-sóma. Já, það er ekki að undra að verktakafyrirtæki sem Bygg og Björgun skyldu fá þá snjöllu hugmynd að reisa bryggju- hverfi á þessum umtalaða stað. Það yrði Garðabæ til mikils sóma. Fjölmargar ástæður eru fyrir því að reisa slíkt íbúðarhverfi við voginn og á hæfilega stórri landfyllingu. Meðal annars þessar:  Núverandi ástand Stálvíkursvæð- isins er bænum til vansa og svæð- ið þarf að nýta á skynsamlegan hátt.  Samkvæmt aðalskipulagi Garða- bæjar er gert ráð fyrir íbúðar- byggð við Arnarnesvog.  Bryggjuhverfið tengir Ásahverfið og Grundahverfið.  Nýtt íbúðarhverfi sem fellur að iðnað- arhverfinu sem fyrir er.  Nýr skóli verður reistur við voginn og þjónar þeim hverfum sem eru vestan við Hafnarfjarðarveg.  Leikskóli verður í bryggjuhverfinu.  Íbúðir í bryggju- hverfinu verða flest- ar 3–4 herbergja, en slíkar íbúðir vantar tilfinnanlega í Garðabæ.  Eldri borgarar hafa ályktað að bryggjuhverfið sé góð- ur kostur.  Ungt fólk í Garðabæ og annars staðar af landinu sér þarna gullið tækifæri. Höfundur bryggjuhverfisins er arkitektinn Björn Ólafs. Á skipu- lagsuppdráttum sem hann hefur gert koma fram þrjár tillögur um mismikla landfyllingu. Á kynningar- skilti á Garðatorgi sem Bygg og Björgun létu gera sést hvernig þess- ar landfyllingar koma út. Mat mitt er að tillaga númer þrjú með minnstu landfyllinguna falli vel að heildarmyndinni og umhverfinu, en hún er nær eingöngu þar sem nátt- úrunni hefur þegar verið spillt, þ.e.a.s. núverandi bryggja og varn- argarður eru, og ætti því ekki að raska meiru en þegar er orðið. Bygg og Björgun, sem eru öflugir verktakar með mikla reynslu, sjá um verkframkvæmd frá A til Ö. Því má álykta að bryggjuhverfið, sem verð- ur um 780 íbúða hverfi, verði hag- kvæm framkvæmd og íbúðir verði boðnar á sanngjörnu verði. Verktak- arnir hafa lagt metnað sinn í að kynna þessa framkvæmd á faglegan hátt fyrir Garðbæingum og þeim er málið varðar. Skýrsla um umhverf- ismat var unnin af Verkfræðistof- unni Hönnun og hefur Skipulags- stofnun ríkisins óskað eftir umsögn um hana. Málið er nú til skoðunar hjá umhverfis- og skipulagsnefndum Garðabæjar og bæjarstjórn. Ég efast ekki um að ráðamenn Garðabæjar taki jákvæða afstöðu til málsins og að bryggjuhverfið við Arnarnesvog muni rísa. Þannig megi framtíðaríbúar hverfisins sjá sólina hverfa við sjóndeildarhringinn að kvöldi dags, þegar værð færist yfir íbúa við voginn, bæði menn og fugla. Bryggjuhverfi í Garðabæ Tómas Kaaber Skipulagsmál Ég efast ekki um að ráðamenn Garðabæjar taki jákvæða afstöðu til málsins, segir Tómas Kaaber, og að bryggju- hverfið við Arnarnesvog muni rísa. Höfundur er rafiðnfræðingur búsettur nálægt Arnarnesvogi. ÞEGAR dró að síð- ustu jólum kom út „Hundabókin okkar“, frá bókaútgáfunni Muninn. Þetta var ekki dæmi- gerð jólabók, heldur var og er handbók um þær hundategundir sem til eru hér á landi. Ég hafði grúskað í þessu efni um nokk- urra mánaða skeið sem ritstjóri bókarinnar og efnishöfundur. Mér fannst það merkilegast að hér töldust vera 74 viðurkenndar hunda- tegundir sem hægt var að gera grein fyrir í máli og mynd- um. Íslenski fjárhundurinn er þar á meðal. Tilgangur þessarar bókar var og er að miðla fróðleik um nákvæmlega þetta meginefni hennar, rækilega kynnt í bak og fyrir og í efnisinn- gangi. En auk þess eru í bókinni ágrip af hundasögunni almennt, sem teygir sig milljónatugi ára aftur í tímann, og af sögu hundanna hér á landi allt frá landnámi þar sem fátt er þó um heimildir. Einnig grunn- upplýsingar um hundahald, upplýs- ingar um ræktunarsamtök, einnig um lög varðandi hundahald og ábendingar um reglur sveitarfélag- anna, auk heimildaskrár. Þetta er fyrsta handbókin um meginefnið, hundategundir á Ís- landi, sem út hefur komið. Með hana í höndunum geta þeir sem íhuga hundahald, vanir sem óvanir, kynnt sér hvaða viðurkenndar hundateg- undir eru til á landinu, mismunandi að notum, útliti, eðli og umhirðu. „Hundabókin okkar“ hefur það fram yfir erlendar bækur um hundateg- undir að hún er einskorðuð við þær tegundir sem hér eru til og raunhæft er að skoða sem tegundir til þess að velja úr. En ekki verður hlaupið að innflutningi nýrra tegunda eða hunda yfirleitt, vegna mikillar fyr- irhafnar og kostnaðar. Það er á hinn bóginn jafn ljóst að leita má ít- arlegri upplýsinga um þessar 74 hundateg- undir víða í erlendum bókum og á Netinu. Eini grunnurinn að slíkri leit er tegunda- skráin í „Hundabókinni okkar“. Umsögn jólasveinsins Mér sem ritstjóra bókarinnar var og er annt um þetta afkvæmi eins og öll önnur. Það kom þess vegna flatt upp á mig, þegar um- sjónarmaður bókaumsagna í Morg- unblaðinu hristi af sér umsögn um „Hundabókina okkar“ 21. desember sl., og fann bókinni flest til foráttu. Þessi jólasveinn var í svo arfavit- lausu skapi að hann taldi bókina nán- ast engu bæta við um hundahald á Íslandi! Þótt þetta sé fyrsta bókin um viðurkenndar hundategundir á landinu! Ég reyndi eftir á að leiða hann af villu síns vegar án þess að nokkru yrði um þokað. Ritstjóri Morgun- blaðsins vildi ekki taka ábyrgð á háttalagi þessa starfsmanns síns, enda hefði hann skrifað umsögnina undir eigin nafni! Einu gilti þótt hann væri jafnframt umsjónarmaður bókaumsagna blaðsins. Og þar við sat. Mér var vissulega gefinn kostur á að andmæla þessum héraðsdómi með greinarstúf eins og þessum. En af langri reynslu minni í fjölmiðlun, þótti mér það þunnur þrettándi. Háskaleikur Eftir að þessi fáránlega og óaft- urkræfa umsögn um „Hundabókina okkar“ birtist í Morgunblaðinu hóf- ust, óháð henni, margra vikna vanga- veltur í blaðinu um menningargagn- rýni í blaðinu, og þær margvíslegu og veigamiklu skorður sem hún verður að sæta, eigi hún að vera marktæk. Gagnrýni er alltaf háska- leikur, sem getur valdið óverjandi skaða. Og þar sem gagnrýnin er huglægt mat er lengi hægt að bulla út og suður án þess að gagnrýnand- inn missi andlitið. Gagnrýnandi í Morgunblaðinu hefur stöðu eins konar héraðsdóm- ara af því að blaðið hefur sett hann í hlutverk sem er merkt með sérstök- um efnistitlum í blaðinu, á skýrt af- mörkuðum síðum þess. Þetta er ein sérstaða Morgunblaðsins meðal ís- lenskra fjölmiðla, og greinilega vandasamt hlutverk eins og marka má af kveðjugrein Matthíasar Jo- hannessen ritstjóra, Reykjavíkur- bréfi um síðustu áramót og fleiri vangaveltum ritstjórnar blaðsins um þetta viðfangsefni, menningargagn- rýni. Héraðsdómur Morgunblaðsins er oftast skipaður einum dómara í hverju máli. Álit hans er nánast end- anlegt af hálfu blaðsins, sem ber þó enga ábyrgð á honum, af því að hann skrifar undir nafni. Það fer ekki á milli mála að ritstjórn Morgunblaðs- ins hefur ekki áhyggjur af menning- argagnrýni í blaðinu út af eintómum smámunum. Ábyrgðin er raunveru- leg. En án raunverulegs ábyrgðar- manns. Á þessu þarf augljóslega að taka af meiri alvöru en gengur í leik- húsi jólasveinanna. „Hundabókin okkar“ Þessi bók er óumdeilanlega mikil viðbót í íslenskum hundafræðum, sem handbók um 74 hundategundir á landinu. Sú eina sinnar tegundar. Smekkur ræður hins vegar mati á því hversu vel tókst til um efnistök og frágang. Þessi bók á erindi við alla fróðleiksþyrsta hundavini á Ís- landi með sínum kostum og göllum. Hundabók og um hundabók Herbert Guðmundsson Gagnrýni Þessi bók, segir Herbert Guðmundsson, er óumdeilanlega mikil viðbót í íslenskum hundafræðum. Höfundur er ritstjóri og eigandi NESTORS – markaðshugmynda & markaðsþjónustu. M O N S O O N M A K E U P litir sem lífga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.